Alþýðublaðið - 02.07.1993, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 02.07.1993, Blaðsíða 3
Föstudagur 2. júlí 1993 3 Einar Kárason lýsir í Neytendablaðinu yfirfrati á búðarfólk sem býður góðan daginn. Viðskiptin skulu vera: „Yndislega ópersónuleg, yfirborðsleg og kölda - og lokaorð greinarinnar eru „svona eiga kaupin að gerast á eyrinni. Ekkert vesen. Engar mála- lengingar. Ekkert rifrildi. Ekkert kurteisishjal. Engin neytendamál. Búið. “ Einar Kárason rithöfundur var beðinn af Neytenda- biaðinu að skrifa persónu- lega hugleiðingu um neyt- endamálin í tölublaðið sem er nýkomið út. Einar varð við því en furðar sig eigi að síður á þeirri ósk og skilur ekkert í því afhverju hann „sé af einhverjum ástæð- um vel til þess fallinn að skrifa persónulega hugleið- ingu um neytendamál.11 Og Einar bætir við: „Þegar manni er trúað fyrir slíku er erfitt að skorast undan, jafnvel þótt ég hafi varla nokkurntíma gefið þessu málefni gaum, og meira að segja leitt það fremur hjá mér þegar þess hefur verið kostur. Þegar minnst er á neytendur og þeirra kröfu- gerðir og klögumál kom mér í hug kellingar sem sí- felldlega þjarka í búðum.“ Einar Kárason segist vilja hafa við- skipti sín við búðarfólk „yndislega óper- sónuleg, yfirborðsleg og köld“ Og hann spyr til að skilgreina þessa draumsýn sína nánar: „Hverjum er verið að lýsa eftir? Jú, nú koma mér í hug þeir afgreiðslu- menn sem gœtu verið fyrirmynd alls versl- 3&K.*i” Að hætti reykvískra fisksala tói *«w (it r-W twi tnðwl-)* wm fcnwW «um>. fvlufoíVnWirn^i>Ar MwoákmwlBvítiíV ' WQM«1 *"twf**: . i*>. Vt&i*i #>*•* «i* ! .■****«» ‘ M £ln*r KAraton r& fídiOttíndiir *« skbtn/ mjytoKKxn «»»iJJJ* jMttt* *\'° "* ........!.......v.. ..v.."..:’1- ,«■»»íiX unaifólks, þeir búðarmenn sem kunnu að láta samskifti sín við kúnnana snúast um það eitt sem skifti máli, Itvorki meira né minna. Þetta eru náttúrulega gömlu reyk- vísku fisksalamir. Hvemig voru þeir? Jú, menn á sextugsaldri, gráhœrðir, órakað- ir, oft með gráyrjótta derhúfu, í flóka- skyrtu ineð uppbrettar ennar, stígvélum, gúmmísvuntu, hálfreykta chesteifield í munnvikinu, og konunglegan þóttasvip, fyrirlitningargrettu í rauninni.“ Einar lýkur hugleiðingu sinni með því að segja lauslega frá hvemig þessi við- skipti hefðu farið fram. Auðvitað voru þau yndislega ópersónuleg, yfirborðsleg og köld. Því að „svona eiga kaupin að gerast á eyrinni. Ekkert vesen. Engar málalengingar. Ekkert rifrildi. Ekkert kurteisishjal. Engin neytendamál. Búið.“ Skemmtileg innsýn sem Einar Kárason rithöfundur gefur okkur inn í verslunar- viðmóts-útópíu sína. Ætli það næsta sé ekki að stjómendur Hagkaups taki til baka þá góðan-daginn- fyrirskipun sína sem Einari er svo rnjög í nöp við? Einar Kárason rithöfundur fordæmir þá ákvöröun Hagkaups að afgrciðslufólkiö skuli bjóða kúnnunum góðan daginn: „Hvað vcrður það næst? Verslunarstjórinn stcndur í dyrunum og kjassar alla scm inn koma? Eg mcina. hvað er þetta?“ FtO L*K Y L D-UH AXIf> I SUNDAHOFN LAUGARDAÚINN 3. JÚLÍ, FRÁ KL. 10-17 Fjölbreytt dagskrá á hátíðasvæði Reykjavíkurhafnar við Viðeyjarferju og víðsvegar um höfnina NÝLENDUVÖRU- MARKADUR Krambúðir með nýlenduvörur, te, kaffi, krydd, sykur, potta og pönnur, ávaxta- og grænmetistorg o. fl o. fl. SJÓSPORTSÝNIN6 á markaðssvæðinu og við bryggju I Klettavör. HESTAFERÐIR um hafnarsvæðið. LÚÐRASVEIT VERKALÝÐSINS leikur létt lög ámilli kl. 13.30-14.00. VIPEYJAR FERÐIR með leiðsögn i boði Reykjavíkurhafnar. REYKJAVIKURHÖFN SUNDAHÖFN í 25 ÁR Sýning Reykjavíkurhafnar um uppbyggingu Sundahafnar. SICLIN6 MEf> VARÐSKIPINU ÆCI milli hafnarsvæða í Sundahöfn. BÁTSFERPIR í EIPSVÍK Kynning á framtíðarhafnarsvæði Reykjavíkur; Snarfarabátar verða í ferðum frá Klettavör I Eiðsvík. STRÆTISVACNA- FERÐIR með leiðsögn um allt Sundahafnarsvæðið. OPIf> HÚS hjá EIMSKIP íVatnagörðum, SAMSKIPUM í Holtagörðum, EINARI &TRYGGVA hf.; I Laugarnesi hjá OLÍS ogTOLLVÖRUGEYMSLUNNI. Föstudagsfíugan Veiðirabb Alþýðublaðsins Að venju voru stangveiðimenn orðnir óþreyjufullir að komast í tæri við hina silfruðu vatnabúa fallvatnanna okkar eftir langan og erf- iðan vetur. Spennan var þeim mun meiri fyrir þær sakir að vísinda- menn höfðu gefið undir fótinn með að sumarið yrði gjöfult og jafnvel von á þeim stóra vegna góðra möguleika á fylgni milli gangna tveggja ára laxa á eftir sterkum eins árs laxagöngum á síðasta ári. Það fór þó svo að byijun laxavertíðarinnar sýndi litla veiði og gaf í samræmi við það. Langt er þó frá því að slök byrjun tákni slakt sumar og mál sumra þeirra sem gamlir eru í hettunni að sígandi lukka sé best - þetta komi allt með volgara vatni. Eftir Jónsmessustraumnum var beðið með mikilli eftirvæntingu. Menn skyggndu hylji og rýndu í strengi og viti menn. Þó ekki gerðist neitt markvert framan af straumnum og fram fyrir hámark hans hefur einhver gusa skilað sér síðustu dagana og víða fréttir af vaxandi veiði. Þannig kom gott skot í Aðaldalnum á sunnudaginn var, aðallega þó á Æðafossasvæðinu, ásamt einum og einum uppi í á. Þá berast fréttir af ám á suðvesturhominu um að göngur séu að skila sér. Þrátt fyrir að ár séu víða skolaðar hefur orðið vel vart og t.d. hefur kátína ríkt í Vopnafirðinum vegna líflegrar aðkomu fyrstu daga. Margar laxveiðiánna em reyndar að opna rétt um þetta leyti þann- ig að á næstunni munu margir bleyta færi í fyrsta sinn á sumrinu og spennandi að fá fréttir af gangi mála fyrstu viku júlímánaðar. ✓ Islenskir stangveiðimenn hafa í æ ríkara mæli sótt í að veiða lax á flugu og er það vel, þó aðrar veiðiaðferðir eigi ekkert síður rétt á sér og síst auðveldari til árangurs en fluguveiðin. Flestir þeirra sem þekkja til allra hinna hefðbundnu veiðiaðferða hallast þó að því að fluguveiðin sé skemmtilegust. Sá þáttur sem ekki síst kryddar þann veiðiskap er hin endalausa flóra veiðiflugnanna sem menn hnýta yfir vetrartímann, bæði eftir uppskriftum og því sem andagiftin blæs þeim í bijóst hverju sinni. Fá augnablik em veiði- manninum eins áhrifamikil og að fá dúndrandi töku á flugu sem varð til úr hugarfóstri hans sjálfs eitthvert stormasamt vetrarkvöldið þegar hugurinn var við einhvem blátæran hylinn og blessuð bömin komin í háttinn. En þrátt fyrir að þúsundir veiðimanna út um allan heim hnýti flug- ur allt árið hefur engum þeirra tekist að leysa þá þraut að hanna hina einu sönnu laxveiðiflugu - fluguna sem aldrei bregst. Það er enda eins gott því þá færi heldur betur sjarmurinn af málinu. Biðin á milli veiðiferða er oft stangveiðimönnum illþolandi og því reyna þeir að stytta hana eftir megni. Ein aðferðin er sú að bæta nokkr- um flugum í safnið og því innlegg í styttingu biðarinnar að taka upp þann háttinn að gera eina flugu að „Flugu vikunnar“. Það er trú margra veiðimanna að litskrúðugar og silfraðar flugur séu fengsælli í upphafi veiðitímans en aðrar. Fyrsta flugan sem verður fyrir valinu er „Yellow Canary“, en það er fluga sem hefur iðulega gefið góða veiði í Kanada og Alaska en hefur lítið verið reynd hérlendis. Flugan þessi fullnægir báðum framan- greindum atriðum. YELLOW CANARY gullfasani (helst appelstnu litaður) og stuttklippt appelsínulitaö "fluorscnt" floss ávalt gull svartur strútur (eða ullarband) Jjullfasaxú (Gjaman appelsínulitaöur) skærguliitaöur brúnn íkomi svartur haus appelsínulitaður hani flatt silfur ávalt silfur

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.