Alþýðublaðið - 09.07.1993, Síða 2

Alþýðublaðið - 09.07.1993, Síða 2
2 Föstudagur 9. júlí 1993 Ml>\lllllllflllll HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason Ritstjóri: Sigurður Tómas Björgvinsson Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason Setning og umbrot: Hermóður Sigurðsson Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566 Fax: 629244 Áskriftarverð kr. 1.200 á mánuði. Verð í lausasöiu kr. 110 ✓ Abyrgð Framsóknar Stundum er talað um hina glötuðu Framsóknaráratugi. Þá er vís- að til þeirrar staðreyndar, að Framsóknarflokkurinn var við stjómvöl þjóðarskútunnar í hartnær tvo áratugi. A þeim tíma vom lagðir innviðir þess úrsérgengna kerfis í atvinnu- og efna- hagsmálum, sem nú um stundir heftir ekki aðeins eðlilega fram- þróun í atvinnumálum, heldur torveldar einnig rétt viðbrögð við afleiðingum aflabrests í sjónum. Veldi Framsóknarflokksins um langan aldur byggðist upp í kringum Samband íslenskra samvinnufélaga, og umhverfis það reisti flokkurinn landbúnaðarkerfi, sem grundvallast á einokun og höftum. Aðall kerfisins vora milliliðimir, sem tóku til sín gíf- urlegar upphæðir í formi sláturkostnaðar og geymslustyrkja. Bændumir sjálfir fengu minnst. Um þetta kerfi hefur Framsókn staðið tryggan vörð, með þeim afleiðingum að nú kostar það ís- lenska skattborgara á annan tug milljarða í niðurgreiðsluni og styrkjum sem halda því á lífi. Framsóknarstefnan í landbúnaði hefur orðið öllum til tjóns, ekki síst bændum. Fjötrar ríkisstyrkjanna drápu niður allt fmmkvæði þeirra, og fyrir vikið örlar varla á þróun til eðlilegra framleiðslu- hátta. Þegar ungir bændur reyna að btjótast úr viðjum kerfisins leggjast gæslumenn þess gegn þeim með ofurþunga. I því sam- bandi má rifja upp dæmið af Kára í Garði, en einsog menn muna risu hinir sjálfskipuðu talsmenn afdankaðs kerfis upp á afturlapp- imar með miklum kveinum þegar Mývetningurinn ungi freistaði þess að brjótast framhjá dýmm og flóknum milliliðum og selja sitt kjöt sjálfur. Framsókn hefur þannig tekist að hindra eðlilega samkeppni í verslun með landbúnaðarvömr, og fyrir bragðið em þær hvergi á byggðu bóli jafn dýrar og á íslandi. Þess er skemmst að minnast, að þar sem örlar á auknu frelsi, einsog í sölu á nautakjöti og svínakjöti, - þar hefur verðið lækkað. Framsóknarflokkurinn hef- ur hinsvegar lagt steina í götu allra sem reynt hafa að auka frelsi og samkeppni í landbúnaði. Fyrir neytendur skiptir þessi barátta Framsóknar fyrir hagsmun- um afdankaðs kerfis gríðarlegum upphæðum á ári hveiju. Einsog staðan er nú, þá er einfaldlega ekki hægt að hugsa sér betri leið til kjarabóta en aukinn innflutning á landbúnaðarvörum og í kjölfar- ið aukna samkeppni í verslun með landbúnaðarvömr. Hún myndi á skömmum tíma knýja höft og einokun á flótta og stórlækka verð á matvöm. Það þýddi um leið aukinn kaupmátt, - og er það ekki keppikefli allra á þessum erfiðu tímum? Gegn þessu stend- ur Framsókn einsog steinrunnið tröll. Sama máli gegnir um sjávarútveginn. Meðan Framsókn fór með sjávarútvegsmálin hófst hér linnulítil fjárfesting í skipum og vinnslustöðvum, studd sjóðasukki sem flokkurinn stóð fyrir, ekki síst til að hjálpa fyrirtækjum tengdum SIS. Þessi offjárfesting er ásamt aflabresti ein meginorsök þess mikla vanda sem hijáir sjávarútveginn núna. Til að vinda ofan af ofljárfestingunni í greininni áformar ríkis- stjómin að stofna sérstakan Þróunarsjóð sjávarútvegsins til að flýta úreldingu í greininni. Það er hinsvegar athyglisvert að einn flokkur hefur lagst harkalegast gegn Þróunarsjóðnum: og það er auðvitað Framsóknarflokkurinn. Hann er samur við sig. Fram- sókn er alltaf á móti framþróun. Og hver em svo úrræði Framsóknar núna? Hvaða.leiðir sjá for- ystumenn flokksins útúr þeim erfiðleikum sem Islendingar ganga nú í gegnum? Svarið er einfalt: Framsókn skilar auðu. Steingrím- ur Hermannsson, hinn þreytulegi formaður flokksins, hefur kom- ið með eina tillögu, aðeins eina. Hann vill að ríkissjóður taki stór- felld erlend lán. Það er allt og sumt sem Framsókn hafa fram að færa. Þjóðin getur þakkað fyrir að slíkur flokkur er utan stjómar. Þar á Framsókn best heima. Önnur sjónarmið. . . Var hvítabjörninn hassisti? Mörður Arnason er snarpasti dálkahöfundur landsins nú um stundir. í nýrri Pressu spyr hann í fyrirsögn hvort hvítabjörninn, þetta óskabarn ógæfunnar og ís- lensku þjóðarinnar, hafi veríð hassisti. Og kotrosknir íslenskir kotungar fá fyrir ferðina. Mörð- ur, gjöriði svo vel: „Það var eitthvað svo íslenskt við þetta... Um daginn var drepinn hvíta- bjöm sem er alfriðaður í heimkynn- um sínum samkvæmt alþjóðasamn- ingi. Viðtöl Fréttastofu Útvarps við þá sem hengdu hvítabjöminn bám svip af karlmannlegum stórafrek- um og þeir nefndu það sérstaklega dáð sinni til aukins hetjuljóma að sjálfsagt mundu „einhver sarntök" rífa kjaft. Það sýndi ekki annað en það að hér fæmm við Islandsmenn íram í okkar náttúrlega rétti á norð- urslóðum. Ekki löngu síðar bámst fréttir af því að bítillinn Paul McCartney væri á tónleikaferð með myndir gegn hvalveiðum þar sem meðal annars sæist í íslenska hvalbáta. Stöð tvö bar þessu tíðindi af einum kunnasta tónlistarmanni 20. aldar undir fulltrúa hvalveiðihagsmuna á landinu, og þeir glottu báðir við tönn og spurðu hvor á fætur öðmm hvað Páll þessi vildi uppá dekk: hann væri frægur hassisti og ömgg- lega orðinn kolmglaður af dóp- neyslu og öðmm ólifnaði. Svo fór Nammkó- ráðstefnan öli í lokasjúss útá hvalbátum. Hvítabjöminn er ekki það sama og hvalveiðamar. Og það datt eng- um í hug að hvítabjöminn væri rétt- dræpur vegna hassreykinga. Þessi mál eiga það þó sameiginlegt að við, sem málstaður okkar er réttlát- ur af sjálfum sér, við látum okkur í léttu rúmi liggja hvað einhver sam- tök og útlenskir kújónar em að blaðra. Hér ríkjum við og gemm það sem okkur sýnist þegar okkur sýnist. Kóngar allir hreint." Seljum sirætó! Magnús H. Skarphéðinsson er maður margra titla. f gær skrífar hann grein í DV sem „fv. vagn- stjóri SVR“ og leggur til að rekst- urinn verði seldur „heiðarlegum kapítalistum“. Magnús segir: ,Ég er löngu kominn á þá skoðun að engin önnur leið sé fær til að losna við Sjálfstæðisflokkskrabba- meinið úr borgarfyrirtækjunum en að selja reksturinn heiðarlegum Mörður Árnason, vinur hvítabjamarins, tekur kotroskna veiðimenn í bákaríið. kapítalistum sem vilja aka borgar- búum eftir leiðakerfi SVR á niður- greiddu verði skattgreiðendanna beint. Því þó að kolkrabbinn hafi á sér margar ljótar hliðar og ómann- úðlegar eins og sést hefúr á rekstri og mannahaldi Almenningsvagna til dæmis þá er það samt mikil ffamfór ffá hinum mjög svo ógeð- felldu flokkstengslum og flokks- skírteinum sem gegnumsýrt hafa allan rekstur SVR í gegnum áratug- ina. I einkavæðingarfyrirtækjum er bara skriðdýrshátturinn og ættar- tengslin sem spilla. En í flokksfyrir- tækjunum bætast flokkshagsmun- imir og flokksskírteinin við hin tvö fyrmefndu atriði. Og aldrei spurt slíkum stöðum um hæfni starfs- manna, heldur öðmm og annarlegri ókostum á þeim, sem sumir lr'ta á sem kosti, þ.e. að vera í flokknum, vinna fyrir flokkinn, vera undan góðum flokksmanni eða þekkja góðan flokksmann. Þetta em kostir góðir eins og sjá má á sjálfúm for- stjóra fyrirtækisins. Hvorki heiðarlegir starfsmenn né heiðarlegir farþegar eða aðrir borg- arbúar geta vænst nokkurrar fram- farar f þessum efhum við stjómar- skipti í borginni f náinni framtíð þar sem mjög fáum óspilltum og dug- andi borgarfulltrúum er til að dreifa í stjómarandstöðunni í Reykjavík, því miður.“ Guðrún smáborgari og Sigurjón stórsósíalisti Magnús H. Skarphéðinsson treystir sem sagt varlega fulltrú- um minnihlutans, flestum hverj- um, og áréttar þá skoðun og und- irstrikar með rauðu tússi: „Nei, SVR getur ekki, né má alls ekki, drabbast meira niður undir stjóm útbmnninna fallkandídata flokksins á forstjórastóli eða verða almenn legustofnun fyrir vand- ræðakálfa Sjálfstæðisflokksins eða annaiTa flokka sem kunna að ráða borginni síðar meir. Engar líkur em á að það breytist þótt Alþýðubanda- lagsíhaldið undir stjóm smáborgara á borð við Guðrúnu Ágústsdóttur eða Sigurjón Pétursson stórsósíal- ista komist aftur í meirihluta sem við skulum vona af fenginni reynslu að seint verði." / Magnús H. Skarphéðinsson: Vonandi komast Sigurjón Pétursson stórsósf- alisti og Guðrún Ágústsdóttir smá- borgari aldrei aftur í meiríhluta í borgarstjórn Reykjavíkur. Atburðir dagsins Edward Heath -1916 Breskt íhald, forsætisráðherra 1970. David Hockney -1937 Breskur málari mynda af sundlaugum. 1810 Argentína lýsir yfir sjálfstæði sínu ffá Spáni á Tucuman-þinginu. 1850 Zachary Taylor deyr, bandarískur þingmaður og hershöfðingi, 12. forseti Bandaríkjanna á ámnum 1849-1850. 1877 Spencer W. Gore varð í dag fyrstur til að vinna einliðaleik karla í tennis á grasflöt á Wimbledon-mótinu. 1922 Hinn átján ára gamli Johnny Weissmuiler synti í dag 100 metrana á aðeins 58,6 sekúndum. 1925 I Dublin varð hin 22 ára Oonagh Keogh fyrst kvenna til að hefja vinnu sem verðbréfasali á verðbréfamarkaðnum. 1938 35 milljón gasgrímur komu í búðir í Bretlandi í dag til að fólk geti undirbúið sig fyrir væntanlega heimsstyrjöld. 1943 Bandaríski og breski herínn hefja innrás í Sikiley. 1957 Krústjoff, aðalritari sovéska Kommúnistaflokksins, kæfir uppreisn Malenkov og sendir hann rakleiðis í útlegð. 1979 Borgarastríðinu í Nikaragúa er lokið og Sandinistar hafa með dyggri aðstoð Bandaríkjanna hrakið Somoza í útlegð. 1989 George Bush Bandaríkjaforseti hefur Evrópuferð sína og heimsæk- ir Pólland fyrst af öllum. 1990 24 kílómetra strandlengju í norð-vestur Englandi lokað vegna eit- urefna frá Sellafield-kjamorkuslysinu, 1983. Afmœlisdagar Elia Howe -1819 Bandarískur, fann upp saumavélina. Barbara Cartland - 1901 Bresk, hefur skrifað 500 bækur. Málsháttur dagsins Ekki er allt sem sýnist! —sagði Pétur Finnbjömsson sjónhverfingameistari í gærdag. 1951 - Dashiell Hammett ífangelsi Bandaríski glæpasagnahöfundurinn Dashiell Hammett varfangelsaður í dag fyrir þá vanvirðingu við bandarísk dómsyfirvöld að neita bera viti fyrir Óamerískt-at- hœfi- nefndinnl Krossferð þingmannsins Joe McCarthy gegn kommúnisma hefur leitt til þess að margir Bandaríkjamenn sem standa framarlega íþjóðlífinu hafa, vegna vinstrisinnaðra skoðanna sinna, verið settir á svartan lista. Dashiell Ham- mett, fyrrum Pinkerton-leynilögreglumaður, hefur svo að segja hœtt skrifum sín- um. Búist er við að sambýliskona hans, leikritaskáldið og rithöfundurinn Lillian Hellman, verði innan skamms kölluð fyrir nefndina til að bera vitni.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.