Alþýðublaðið - 27.08.1993, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 27.08.1993, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ LEIÐARI UWPIR RÓS. LESENPABRÉF & FRÉTTIR FösIUdagu,27-á9úsii993 Leiðari undir Rós Sjálfstætt Fólk Ólafur Gunnarsson Ég er að lesa Sjálfstætt Fólk. Ég las þá bók í fyrsta skipti þegar ég var 19 ára og fannst eðlilegt að hún væri svona góð. Ég las hana aftur tíu árum síðar og nú í þriðja sinn þegar ég hef fimm um fertugt. Er hún virkilega svona góð? Eg held hún sé betri. Á síðu eftir síðu er Halldór að lýsa því sem ekki er hægt að lýsa og þegar mað- ur heldur að lengra verði ekki komist, að betur verði ekki gert, þá slær Halldór okkur öllum við. Bjartur segir skilið við höfund sinn og labbar út úr höfði hans. Þetta er einna mest gaman fyrir höfund og mikill gns ef gengur upp. Stundum finnst mér eins og Halldór haft ekki getað hætt heldur Bjartur tekið af honum völdin, heimtað nýja sögu og þess vegna gangi bóndinn í Sumarhúsum aftur í Jóni Hreggviðssyni. Eru þá engir gallar á Sjálfstæðu Fólki? Jú, sennilega má fínna þá. En varð Miche- langeló á skyssa við marmarann? Það má vel vera en ætlar einhver að gerast svo djarfur að herma það upp á hann? Lítum á þetta málverk úr miðri sögunni: Og áfrarn mjakaðist hinn litli hópur í áttina til Sumar- húsanna.menn og dýr, manndýr, fimm sál- ir. Sólin stiklar hárauð á heiðabungunum á þessum norðlæga vetrarmorgni, sem er í raun réttri aðeins kvöld. Og þó miður dag- ur. Skin hennar uppljómar kófmökkinn yfir heiðinni, svo hann er að sjá sem eitt óslitið eldhaf, eitt dýrindis gullbál með flæðandi logum og bragandi reykjum frá austri til vesturs yfír endilangri hjambreiðunni. Gegn um þennan gullna eld frostsins, sem við ekkert er líkjandi nema hina íburðar- mestu gerninga rímnanna, þar lá þeirra veg- ur. Já, svona erþessi bók. Hvert sem horft er glitrar. Og mikil niðurlægingarsaga er þetta. Allt lætur Sumarhúsabóndinn sér í raun og veru lynda þrátt fyrir sjálfstæðið. Skoðum hrák hreppstjórans á Útirauðsmýri sem hann spýtir fyrir fætur bóndans og Bjartur virðir ekki viðlits á sínu eigin fijáls- boma gólfi. Ekki furða þótt bókin sé kölluð hetjusaga. Sjálfstætt Fólk er ein mesta skáldsaga allra tíma. Hún er svo góð að ég held að við höfum ekki áttað okkur á því til fulls enn þann dag í dag þótt við höfum lesið hana þrívegis. Sjálfstætt Fólk er Herðubreið í Ódáðahrauni. Á hverju ári em gefnar út þúsundir skáldverka í heiminum en þær bækur sem teljast til heimsbókmennta er svo fágætar að furðu sætir. Þetta em fjömtíu stórvirki, kannski fimmtíu. Og Sjálfstætt Fólk er eitt þessara verka. Hún er bók þar sem skáldið hefur báðar hendur á kafi í jörðu og virðist geta sótt þangað það sem hann vilk Og þegar Bjartur hefur tekið Ástu Sól- lilju í fangið á lokasíðunni og hún hvíslar: Nú er ég aftur hjá þér. Þá em þau þegar bet- ur er að gáð ekki ein á ferð með bömin og gömlu konuna hana Hallbem á baki Blesa. Nei, niðrí heiðadrögunum gefur að líta töluverðan hóp sem fylgir þeim eins og af virðingu, af samstöðu. Er þetta lifandi fólk? Já, þama er Santiagó, gamli maðurinn hans Hemingway með siglutréð um öxl. Þamaer Nicolas Vesevolovids Stavrogin úr Djöfl- um Dostoevsky, tfgurlegur á göngunni með hvítan hatt á höfði og forstokkaða ásjónu. Þama em þeir Don Quixote og Sanco. Og þama er Ákhab skipstjóri með skutulinn. Þama em þeir Gunnar og Njáll og Hamlet Danaprins. Og þarna ganga Vesalíngamir hans Hugo. Það er hin mikla breiðfylking heimsbókmenntanna sem fylgir þeim áleið- is í Urðarselið, þeirra næturstað. Smábátaeigendur á Austurlandi argir út í Þorstein Pálsson TILLÖGUR SEM SKAPA SLYSAHÆTTU Smábátaeigendur á Aust- urlandi hafa mótmæit harðlega framkomnum hugmyndum sjávarút- vegsráðherra frá í vor að skipta fiskveiðiári króka- báta í þrjú tímabil, þar sem barist verði um sam- eiginlega veiðiheimild hvert tímabil fyrir sig. „Slíkt fyrirkomulag mun valda miklu kapphlaupi um úthlutaðan afla með til- heyrandi slysahættu. Ennfremur telur fundur smábátamanna á Austurlandi mjög brýnt að komið verði til móts við eigendur aflamarksbáta með þeim hætti að veita þeim heimild til að veiða á öngla síðustu tvo mánuði hvers fiskveiðiárs, ef þeir hafa veitt allan sinn afla á kvóta- tímabilinu", segir í mótmælum Félags smábátaeigenda á Austurlandi. I greinargerð segir að þar sem þorskur sé uppistaða aflaheimila smábáta koma þeir verst út úr samdrætti í þorskkvóta og hafa takmarkaða möguleika á veiðum annarra tegunda. Þá mótmælir fundurinn harðlega öll- um þeim gjaldskrárhækkunum sem yfir smábátaeigendur hafa dunið að undan- fömu, jafnt frá ríki sem einkaaðilum sem ríkisvaldið hafí opnaði leið ofaní budd- una með reglugerðum og lagasetning- um. Þrátt fyrir að afkoma útgerðaraðila sé skert um jafnvel tugi prósenta á ári af stjómvöldum. Fundurinn krefst að lok- um að frjálst val verði um tryggingafé- lög vegna húftrygginga þilfarsbáta. S Olína Þorvarðardóttir FLÓTTIARNÓRS KEMUR Á ÓVART „Mér þykir hann einkennilegur þessi skyndilegi flótti Arnórs Benónýssonar frá Nýjum vettvangi, minnug þess að hann var einn af stofnendunum og aðal- hvatamaður vettvangsins í upphafi. Hann starfaði sem launaður starfsmaður í kosningabaráttunni og sat í fyrstu stjórn Nýs vettvangs“, sagði Ólína Þor- varðardóttir, borgarfulltrúi vettvangsins í samtali við Alþýðublaðið í gær. Ólína sagði að sér blöskraði ummæli Amórs í blaðinu í gær, þar sem hann sver af sér þátttöku í Nýjum vettvangi, segist ekki vilja vera tengdur þeim fámenna hópi. „Það að Amór skuli halda því fram að hann sé ekki tengurþeim hópi sem vill kalla 1 Fréttin í blaðinu í gær þar sem Arnór segir að hann sé ekki tengdur „þeim fámenna hópi sem vill kalla sig Nýjan vettvang". Hann scgir að hann sé fulltrúi Alþýðuflokksins í Korpúlfs- staðanefnd. sig Nýjan vettvang, kemur mér á óvart, svo ekki sé meira sagt“, sagði Ólína. LESENDABRÉF . . . FÓLKl ÍIITSTJÓRANS sem kann a ð telja upp að þremur LESANDI kom inn á rit- stjórn Alþýðublaðsins í hádeginu í gær, nýbúinn að lesa Pressuna. Hann hafði párað eftirfarandi á blað: Pressan er blað fólksins. Það snýst ekki um tölur og aðra dauða hluti heldur fólk, oft á tíðum lifandi fólk. Nenni menn að rýna í blaðið annað veifið má finna þar opnu um skoðanir, þ.e. skoðanir fólks á fólki. Það vill þó brenna við að þetta fólk sem hefur skoðanir er í ríkum mæli skoðun eins manns, ritstjórans, sem að vísu hlýtur ef vel er að gáð að teljast til fólks. Fólkið sem [Dessi maður hefur skoðanir á má svo smækka niður í þröngan hóp fólks. Þetta ákveðna fólk á sumsé hug ritstjór- ans allan enda hann hvorki heill né hálfur maður eftir samskipti sín við þetta fólk á stuttu æviferli. Sumir vilja halda því fram að ritstjórinn kunni einvörðungu að telja upp að þremur en aðrir benda á að honum fínnist vont að hugsa um meira enn þrennt á sama árinu, slíkt þvæli hann, ýfi jafnvel upp hiksta og stam. Hverju sem menn vilja trúa og um kenna, er hin heilaga þrenning rit- stjórans: Jón Baldvin Hannibalsson (Jim Beam svo það þvælist ekki fyrir ritstjóran- um), Hrafn Gunnlaugsson (Krummi rit- stjóranum til skilningsauka) og Edvald Hin- riksson (Mikson ritstjóra til áminnis og áréttingar). Þetta er fólkið sem ritstjóri blaðs fólksins kallar fólk. Mín kenning er sú að þetta sé allt byggt á misskilningi fólks og ritstjórans. Nefnilega að þetta fólk standi fyrir allt sem hann vildi verða en varð ekki. Og hann skrifi því um Ritstjóri Pressunnar þreytulegur og þvældur að sjá, garmurinn. allt sem þetta fólk er ekki en hann er, eða einmitt eins og fram kemur í síðustu skoðun ritstjórans um Jim Beam, „þreytulegur og þvældur að sjá, garmurinn.“ Enn líi*©cpéci§t kresslré Einn af blaðamönnum Alþýðublaðins var á röltinu með myndavél konu sinnar um daginn og greip þá ökumanns lögreglubfls númer ... glóð- volgan þar sem hann hafði lagt bfl sínum makindalega við GULA LÍNU sem afmarkar innkeyrsluna á bakvið stjórnarráðið. Samkvæmt skiln- ingi lögfróðra á ritstjórn er þetta óleyfileg „parkering“ með öllu, nema þá mikið liggi við og aðvörunarljós séu í gangi. Ekki virtist mikið liggja á þessum. Passa þetta strákar mínir, þið eigið auðvitað að vera borgur- unum fyrirmynd í þessum efnum sem öðrum!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.