Alþýðublaðið - 10.11.1993, Page 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ
KVENNALISTINN
Miðvikudagur 10. nóvember 1993
StjórnmálaúlyJctun Ixmdsfundar Kvennalistans
„ÞAÐ ER KOMINN TIMITIL
AÐ KONUR STJÓRNILANDINU"
„Kvennalistinn minnir á að tímabundnir erfiðleikar í efnahags- og atvinnulífi þjóðarinnar
þurfa ekki að vera til ills eins. Þeir kalla á endurmat, endurskipulagningu,
hagrœðingu, nýtingu og nýsköpun. Við þurfum að virkja þann kraft
sem ífólkinu býr. Þá getum við vœnst þess að út úr ríkjandi
kreppuástandi komi heilbrigðara samfélag - reynslunni ríkari. “
„Fylgi Kvennalistans sýnir að
fjöldi fólks vill hafa aðra for-
gangsröð verkefna en tíðkast hef-
ur í íslenskum stjórnmálum, for-
gangsröð þar sem bættur hagur
kvenna, barna og fjölskyldna er f
fyrirrúmi. Það er kominn tími til
að konur stjórni landinu. Konur
standa enn frammi fyrir þeirri
óþolandi staðreynd að laun
þeirra eru ekki nema 60% af
launum karla. Konur verða að
standa þétt saman um leiðrétt-
ingu kjara sinna,“ segir meðal
annars í ályktun Landsfundar
Kvennalistans frá síðustu helgi.
í ályktuninni mótmælir Kvenna-
listinn stefnu ríkisstjóriiarinnar sem
þær segja koma sérstaklega hart
niður á konum og sé þar af leiðandi
slæm fyrir þjóðina í heild. Kvenna-
listinn mótmælir niðurskurði í vel-
ferðarkerfinu og segja hann bitna
verst á heimilunum. í ályktuninni
segir enn fremur að sparnaðartil-
raunir í heilbrigðiskerfinu beri vott
um stefnuleysi og hringlandahátt.
Kvennalistakonur vilja auka fyrir-
byggjandi aðgerðir í heilbrigðis-
málum sem leiða muni til spamaðar
þegar til lengri tíma er litið.
Velferð byggist
á góðri menntun
í ályktuninni segir: „Velferð
okkar í framtíðinni mun byggjast á
góðri menntun þjóðarinnar.
Kvennalistinn varar við niðurskurði
í grunnskólum og mótmælir skóla-
gjöldum og hertum úthlutunarregl-
um Lánasjóðs íslenskra náms-
manna. Kvennalistinn hveturtil enn
frekari uppbyggingar í menntun og
rannsóknum. Eigi íslensk þjóð að
komast af í umbrotum nýrra tíma er
menntun lykilatriði.
Atvinnuleysi er staðreynd í ís-
lensku þjóðfélagi sem stjómvöld
verða takast á við. Kvennalistinn
bendir á að einu marktæku við-
brögðin gegn atvinnuleysi hafa
komið frá konum. Þær hafa brugð-
ist við af krafti, ekki síst á lands-
byggðinni, og komið fram með nýj-
ar hugmyndir í atvinnusköpun.
Kvennalistinn vill að fmmkvæði
kvenna verði virt og þær hafi greið-
ari aðgang að ráðgjöf og íjármagni.
Lánastofnun þar sem konur hafi
forgang myndi breyta stöðunni.
Kvennalistinn minnir á að kaupi
fólk íslenskar vömr eflist atvinnan í
landinu."
Vilja raunhæfa
fjölskyldustefnu
Kvennalistinn bendir á að við
stefnumörkun í undirstöðu- at-
vinnugreinunum, sjávarútvegi og
landbúnaði, hafi ekki verið tekið
mið af umhverfisvernd, þjóðar-
hagsmunum né hag heimila. Mið-
stýring, ofstýring og vingulsháttur
stjómvalda um árabil hafi valdið
miklum óskunda. Landsfundur
Kvennalistans mótmælir því hvern-
ig grafið hafi verið undan sjálfs-
virðingu vinnandi fólks, ekki síst í
landbúnaði, og bendir á að þeir sem
taki ákvarðanirnar séu ekki í tengsl-
um við fólkið.
„Kvennalistinn krefst þess að
rekin verði raunhæf fjölskyldu-
stefna. Kvennalistinn vill að vinnu-
vikan verði stytt án kjaraskerðingar
og dagvinnulaun dugi til fram-
færslu. í tilefni af Ári ijölskyldunn-
ar árið 1994 beinir Kvennalistinn
þeim tilmælum til sveitarstjórna að
gera góðan aðbúnað bama að for-
gangsverkefni."
Erfiðleikar þurfa ekki
að vera til ills eins
Landsfundur Kvennalistans telur
að kvenlegra sjónarmiða gæti alltof
lítið f íslensku stjómkerfi. Á miklu
breytingaskeiði íslensks þjóðfélags
verði að gæta þess tryggilega að
ávinningar í réttindabaráttu kvenna
glatist ekki og velferðarkerfið bfði
ekki skaða. I þessum efnum sé kon-
um best treystandi.
Niðurlag stjórnmálaályktunar
Landsfundarins er á þessa leið:
„Kvennalistinn minnir á að tíma-
bundnir erfiðleikar í efnahags- og
atvinnulífi þjóðarinnar þurfa ekki
að vera til ills eins. Þeir kalla á end-
urmat, endurskipulagningu, hag-
ræðingu, nýtingu og nýsköpun. Við
þurfum að virkja þann kraft sem í
fólkinu býr. Þá getum við vænst
þess að úl úr ríkjandi kreppuástandi
komi heilbrigðara samfélag -
reynslunni ríkari."
Álylctun I^cindsfundcir Kvenncilistcins um atvinnumál
GETU- OG VIUALEYSI
VERKALÝÐSHREYFINGARINNAR
• •
VIRDIST ALGJORT
„Eftir áratugabaráttu eru íslenskar konur ennþá með rúmlega 50% lœgri
tekjur en karlar. Konur hafa ítrekað leitað eftir stuðningi verkalýðshreyfingarinnar
en án sýnilegs árangurs. Getu- og viljaleysi hennar til að takast á við
launamisrétti kynjanna virðist algjört. ..ogþvíbrýnt að hún taki
starfshœtti sína og stefnumörkun til alvarlegar endurskoðunar. “
„Atvinnuleysi á íslandi er nú
meira en nokkru sinni og kemur
ekki síst niður á ófaglærðu starfs-
fólki og konum. I lok ágúst voru
2.700 konur atvinnulausar og
1980 karlar. Þá jókst langtímaat-
vinnuleysi meðal kvenna um
19% í sumar en minnkaði um
11% meðal karla. í þessum töl-
um endurspeglast sú staðreynd
að ráðstafanir ríkisst jórnarinnar
í atvinnumálum hafa fyrst og
fremst komið körlum til góða. Af
einum milljarði sem ætlaður var
til atvinnusköpunar í tengslum
við gerð kjarasamninga varði
ríkisstjórnin rúmlega 900 millj-
ónum til þess að skapa störf fyrir
karla, en 80 milljónum til at-
vinnuuppbyggingar fyrir kon-
ur,“ segir ályktun Landsfundar
Kvennalistans um atvinnumál.
Landsfundurinn bendir á að með
þessari misskiptingu sýnir ríkis-
stjómin störfum kvenna, og því
frumkvæði sem þær hafi sýnt í at-
vinnumálum, algjört virðingarleysi.
Fundurinn telur að eigi fjármagn til
atvinnuuppbyggingar að nýtast
konum jafnt sem körlum verði kon-
ur að eiga hlut að málum þegar því
er úthlutað. Um allt land hafi konur
reynt að takast á við samdrátt og at-
vinnuleysi með eigin atvinnusköp-
un án þess að njóta fyrirgreiðslu frá
stjórnvöldum og lánastofnunum.
„Kvennalistinn leggur áherslu á
að konur verði ráðnar til alvinnu-
ráðgjafar í öllum landshlutum og að
því fé sem ríkið ver til atvinnumála
verði úthlutað í samræmi við þá
sem starfa að þessum málum um
land allt. Þá skorar Kvennalistinn á
stjómendur banka og sjóða að
kanna möguleikana á því að koma á
fót sérstökum lánafiokkum fyrir
konur í atvinnurekstri."
Konur verða að
gæta réttar síns
„Kvennalistinn mótmælir jteiixi
tilhneigingu að konur eigi öðrum
fremur að liðka til á vinnumarkaði
og draga úr vinnu utan heimilis
þegar atvinna minnkar. Þá eigi þær
að mæta sparnaðinum í ópinberri
þjónustu með aukinni ólaunaðri
vinnu á heimilunum. Kynskiptur
vinnumarkaður gctur ekki gengið
án vinnu kvenna og konur eru
komnar á vinnumarkaðinn til að
vera. Þær eru varanlegt vinnuall en
ekki varavinnuafl. Við þær efna-
hagsaðstæður sem nú eru í þjóðfé-
laginu mega konur ekki láta sjálf-
skipaða vörslumenn sektarkenndar
kvenna segja sér hvað er þeim og
bömum þeirra fyrir bestu. Konur
verða að gæta rétlar síns.
Eftir áratugabaráttu em íslenskar
konur ennþá með rúmlega 50%
lægri tekjur en karlar. Konur hafa
ítrekað leitað eftir stuðningi verka-
lýðshrcyfingarinnar en án sýnilegs
árangurs. Getu- og viljaleysi hennar
til að takast á við launamisrétti
kynjanna virðist algjört. Kvennalis-
takonur vilja standa vörð um verka-
lýðshreyfinguna og félagslega
ávinninga hennar en hljóta uni leið
að vara alvarlega við því skeyting-
arleysi sem þar ríkir um hagsmuna-
mál kvenna. Verkalýðshreyfingin
er að falla á tíma og því brýnt að
hún taki starfshætti sína og stefnu-
mörkun til alvarlegar endurskoðun-
ar.“
Samspil umhverfls
og Fjárfestinga
Landsfundur Kvennalistans
bendir á að frá árinu 1988 hafi
kaupmáttur rýrnað um 20% og slór-
ir hópar fólks hafi laun sem ekki
hrökkva fyrir brýnustu nauðsynj-
um. Kvennalistinn mótmælir slíku
siðleysi sem viðgengst með blessun
ríkisvalds og samtaka atvinnurek-
enda. Það jaðrar við þrælahald að
nýta alla orku fólks og greiða því
laun sem ekki er hægt að lifa af.
„Islendingar standa andspænis
því að móta atvinnustefnu til frarn-
tíðar. Kvennalistinn ítrekar að sú
stefna verður að taka mið af um-
hverfinu og nýtingu |teirrar fjárfest-
ingar, reynslu og þekkingar sem
fyrir er í landinu. Enn og aftur
benduin við á þá óþijótandi mögu-
leika sem felst í smáfyriilækjum af
ýmsum toga. Við eigum að nýta
okkur hagkvæmni smæðarinnar og
stuðla að samvinnu íslenskra fyrir-
tækja í samkeppni þeima við er-
lenda framleiðendur. Konur hafa í
því efni mikilli þekkingu og reynslu
að miðla. Hvortveggja er þó for-
smáð af þeim stjórnvöldum sem
skipa nelnd til að móta nýsköpun í
atvinnulífi án þess að ein einasta
kona korni þar að verki. Þessu verð-
ur ekki unað lengur. Konur hvar
sem þær starfa eða standa í flokki
verða að sameinast gegn slíku ger-
ræði. Við konur verðum að tryggja
að ekki verði framhjá okkur gengið
við mótun nýrrar aldar.“