Alþýðublaðið - 10.11.1993, Side 5

Alþýðublaðið - 10.11.1993, Side 5
Miðvikudagur 10. nóvember 1993 HITT & ÞETTA & SKILABOÐ ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 Jóhanii Jónsson, íslenskur lœknir, hinn eini sem er sérfrœðingur í tíffœraflutningum, stjórnar deild á bandarískum spítala Annast um nýrna- og brisígræðslur íslenskur læknir, Jóhann Jóns- son, mun vera eini íslenski lækn- irinn sem er sérfræðingur í líf- færaflutningi. Hann starfar við Fairfax-sjúkrahúsið í Falls Church, sem er á höfuðborgar- svæði Bandaríkjanna, Washing- ton DC. Jóhann stjórnar deild sem fer með flutninga á nýruin og brisi milli fólks. Líffæraflutningar eru eins og flestir vita tiltölulega ný grein á meiði læknisfræðinnar. Slíkar að- gerðir eru einhver mesta byltingin læknavísindanna á þessari öld og gefa tugþúsundum sjúklinga sem berjast við illvíga sjúkdóma nýja von um betra líf. Við Fairfax-sjúkrahúsið var fyrsta hjartaígræðslan gerð fyrir 7 árum síðan. Þrem ánim síðar fór þar fram fyrsta beinmergsígræðslan. Haldið var áfram á sviði líffæra- flutninga og í dag fara fram á sjúkrahúsinu flutningar á lungum, nýrum, brisi og beinmerg. I fyrra var þar gerð fyrsta hjarta-nýma tgræðslan íWashington DC-hérað- inu. JÓHANN JÓNSSON, yfirlæknir þeirrar deildar Fairfax- sjúkrahúss- ins, sem annast um nýrna- og bris- kirtilsfiutninga og ígræðslu þeirra líf- færa. Jóhann Jónsson er sérfræðingur í flutningi nýrna og briskirtla milli sjúklinga. Hann stjómar þeirri deild spítalans sem annast um slíkar að- gerðir og hefur hann á þriðja tug sérþjálfaðra starfsmanna til liðs við sig. Deildin annast um líffæraflutn- inga úr látnu fólki, einnig milli lif- andi skyldra aðila og óskyldra. Framkvæmdar em sameiginlega nýma og briskirtilsaðgerðir, sem og nýmaflutningar sérstaklega og bris- ígræðsla ein og sér. Vinnubrögð em öguð í meira lagi við líffæraflutninga. Allir starfs- menn em sérþjálfaðir og teymin, það er starfshóparnir, þjálfuð til að vinna saman allt frá upphafi til loka hjúkmnarinnar. Nýmaígræðsla er ákjósanleg að- gerð fyrir sjúklinga sem em með nýmasjúkdóma af ýmsu tagi á loka- stigi. Sjúklingar með minna en 10% virkni nýrnastarfseminnar geta fengið grædd í sig ným. Langir biðlistar eru eftir nýmm og lengjast fremur en hitt. Eins og kunnugt er hafa líffæra- flutningar verið afar viðkvæmt mál víða um lönd, ekki síst þegar um er að ræða líffæri úr látnu fólki. Um- ræðan um hjarta og heiladauða er enn í fullum gangi og sýnist sitt hverjum. I Bandarikjunum virðist mikill skilningur á mikilvægi þess meðal fólks að líffæri þess megi nýta til að hjálpa þeim sem bíða eft- ir ígræðslu heilla líffæra. Þannig ganga margir með kort í veski sínu þar sem heimilað er að líffæri við- komandi verði nýtt að honum eða henni látinni. Teymið sem annast um nýrna- og briskirtilsfiutninga á Fairfax-sjúkrahúsinu. Jóhann Jónsson, læknir, er hér ásamt sínu fólki sitjandi á miðri myndinni. Breyttur rekstur að Víðinesi Starfseminni skipt í tvœr deildir en engum vistmanni úthýst Heilbrigðisráðuneytið og stjórn sjálfseignarstofnunar Bláa bandsins hafa gert með sér samstarfssamning um rekstur Vistheimilisins að Víði- nesi. Starfseminni verður skipt upp í tvær deildir, langlegu- deild með 30 rými og 40 rými fyrir skammtímadvöl vegna meðferðar í sex vikur, þrjá eða sex mánuði. I meðferðinni verður lögð megináhersla á að bæta andlegan og líkamlegan styrk vistmanna. Af hálfu ráðuneytisins er skýrt tekið fram að ekki stendur til að út- hýsa neinum einasta vist- manni. Samningurinn er til þriggja ára og tekur gildi 1. janúar næst komandi. Tilgangur starfseminn- ar að Víðinesi verður sá að vista áfengis- og vímuefnasjúka, sem sjálfir leita meðferðar og metnir eru í þörf fyrir skemmri eða lengri dvöl á meðferðarstofnun. Starfsemin verður byggð á með- ferðarprógrammi sem ráðuneytið og sjálseignarstofnunin hafa samþykkt og undirritað. Stjóm Víðiness á samnings- tfmanum er skipuð tveimur full- trúum frá ráðuneytinu og einum frá sjálfseignarstofnuninni. For- stöðumaður verður Birgir Kjart- ansson. Að undirbúningi samningsins unnu fulltrúar ráðuneytisins með fulllrúum stjórnar sjálfseignar- stofnunarinnar, þeim Sigurði Eg- ilssyni, Vilhjálmi Heiðdal og Ingibjörgu Jónasdóttur. Var vinnuhópurinn einróma um að æskilegt væri að endurskipu- leggja starfsemina í Víðinesi í ljósi vaxandi þekkingar og nýrra sjónarmiða til endurhæfingar áfengissjúkra. Aldraðir vistmenn verða metn- ir samkvæmt svokölluðu vistun- armati. er greinir þörf þeima fyrir þjónustu, og þeir vistaðir sam- kvæmt niðurstöðu þess mats að Víðinesi eða annars staðar. Aðrir vistmenn dvelja væntanlega áfram að Víðinesi og munu fá virkari og áhugaverðari við- fangsefni að eiga við hvem dag sjálfum sér til styrkingar. Friðrikskapella Sönglög dr. Gylfa í kvöld! í kvöld klukkan 20,30 verður tónlistarkyöld í hinni nýju Friðrikskapcllu að Hlíðarenda. Á cfn- isskránni verða sönglög eftir dr. Gylfa Þ. Gísla- son í útsetningu Jóns Þórarinssonar. Tónleikarn- ir eru örlítill lieiðurs- og þakklætisvottur sem að- standendur Friðrikskapellu vilja sýna dr. Gylfa fyrir forystu hans um byggingu hússins. Flytjendur sönglaganna verða Ólöf Kolbrún Harðardóttir og Garðar Cortes, sem syngja einsöng við undirleik Olafs Vignis Albertssonar, og félagar úr Fóstbiæðrum, sem syngja við undirleik stjóm- anda síns Arna Harðarsonar. Kynnir á tónleikunum verður Agúst Bjamason. Dr. Gylfi Þ. Gíslason var sem kunnugt er fonnað- ur í Samtökum um byggingu Friðrikskapellu, sent færðu Fóstbræðrum, KFUM, KFUK, Knattspyrnu- félaginu Val og Skátasambandi Reykjavfkur kapell- una að gjöf á afmælisdegi Friðriks Friðrikssonar 25. maí síðastliðinn. Allir em boðnir velkomnir á tón- listarkvöldið meðan húsrúm leyfir og er aðgangur ókeypis. Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur , ER REYKJAVÍK GOÐUR VINNUSTAÐUR? Ingjaldur Hannibalsson iðnaðarverkfrœðingur fjallar um Reykjavík sem vinnustað á ópnumfundi íRósinni fimmtudaginn 11. nóvember, klukkan 20.30. Fundarstjóri: Þorlákur Helgason, formaður Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur. 'k Athugið: Þetta er fyrstifundur ífundaröð um atvinnu- og fjármál. Nœsti fundur verður 25. nóvember um NÝSKÖPUN í REYKJAVÍK. - Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur. - Starfsliópur um efnahags- og atvinnumál. ‘S&Uý/VZ&tjéþlcttfSl- I é&uttttcpwi í ww 1 Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON * verður á opnum fundi ÍROSINNI fimmtudaginn 18. nóvember, klukkan 20.30. - Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur. í owi Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur RÁÐSTEFNA UM FJÖLSKYLDUNA 4. DESEMBER NÆSTKOMANDI Nánar auglýst síðar. - Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.