Alþýðublaðið - 26.11.1993, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 26.11.1993, Blaðsíða 8
8 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MMÐIMMD Föstudagur 26. nóvember 1993 Fyrsti sunnudagur aðventu Neskirkja minnir okkur á að jólin eru á næsta leiti. Venju samkvæmt efnir kirkjan til hátíðar á fyrsta sunnudegi aðventu, á sunnudaginn kemur. Klukkan 11 er haldin bamasamkoma og vonast til að foreldrar komi með bömum sínum. Klukkan 14 annast væntanleg fermingarbörn um Ljósa- hátíð, og klukkan 17 hefst aðventustundin með fjölbreytium söng og hljóðfæraslætti. Hugleiðingu llytur Sighvatur Björgvinsson. viðskipta- og iðnaðarráðherra, en samkomunni lýkur með loka- orðum sóknarprestsins, séra Franks M. Halldórssonar. VEGABRÉF TIL PALESTÍNU Fá Nóbelsskáld hafa notið jafnmikilla vinsælda hér á landi og Isaac Bashevis Singer. Af- bragðs góðar þýðingar Hjartar Pálssonar eiga stóran þátt í þess- um vinsældum. Nú er komin út bókin Vegabréf til Palestínu hjá Setbergi. Bókin fjallar um Davíð Bendinger sem er allslaus unglingur, staddur í Varsjá árið 1922. Hann dreymir um að verða rithöfund- ur, en getur ekki hugsað sér að feta í fótspor forfeðra sinna, gyðinganna. Davíð á hvergi höfði sínu að halla og veit aldrei hvað morgundagurinn ber í skauti sínu. En hrekkvísi örlag- anna lætur ekki að sér hæða og fyrr en varir sogast hann inn í hringiðu at- burða sem hann virðist einatt hafa lítið vald á sjálfur. Til að gera illt vema er Davíð í þingum við fleiri en eina og fleiri en tvær konur samtímis, kvænist og skilur, meðan hann bíður eftir vega- bréfi til Palestínu. Bókin er hin ellefta eftir Singer sem Setberg gefur út. Bókin kemur út víða um lönd á sama tíma. Verð 2.580 krónur. Ástarbréf til Lúxembúrgar Tvö verk Pjóöleikhússins eru senn að hætta. Ferðalok Steinunnar Jóhannesdóttur í Smiða- verkstœöinu hefur verið sýnt í tvo mánuði og vakið sterk viðbrögð og misjafna dóma gagnrýn- enda. Fáar sýningar eru eftir. Ástarbréf á Litla sviðinu hættir skömmu fyrir jól. Þar fara þau á kost- um, eðal-leikaramir Herdís Þorvaldsdóttir og Gunnar Eyjólfsson. Á næstu dögum halda þau til Lúxembúrgar og sýna verkið þar. Verkið hefur verið sýnt á nokkrum stöðum utan leikhússins og hægt er að fá sýningar fyrir félagasamtök og aðra úti á landi. Ferðalok - Jónas og Þóra í túlkun Halldóru Björnsdóttur og Sigurðar Sigurjóassonar. Ástarbrcf. - Herdís l>orvaldsdóttir í hlutverki sínu. Aöventutónleikar Svansins Lúðrasveitín Svanur efnir til aðventutónleika í Langholtskirkju klukkan 17 á sunnudag. Har- aldur Árni Haraldsson er nýr stjómandi Svansins og þreytti hann fmmraun sína í Þorlákshöfn í lok síðasta mánaðar. Efnisskrá þeirra Svansmanna er hátíðleg samkvæmt tilefninu. Til aðstoðar verður Skólakór Garðabœjar undir stjóm Guðfinnu Dóru Olafsdóttur. Allir em veikomnir að koma og hlýða á góða lúðrasveitartónlist og bamasöng. ,Á erfiðum samdráttartímum leitar sú spuming á hugann hvað heimili og fjölskyldur geti gert til að ráða bót á málum. Hvemig getur íslenska þjóð- in með skjótum hætti gert líf sitt betra? Þessu má svara með ýmsum hætti því að margs er að gæta þegar horft er fram á veginn. Fljótvirk- asta úrræði til bóta væri að minnka neyslu áfengis. Það hafa menn í hendi sér ef þeir vilja og það þarf ekki neitt að kosta. Það mundi þegar í stað bæta fjárhagsstöðu margra heimila. Það mundi þegar í stað draga mjög úr slysum og óhöppum í umferð og samkvæmum. Það myndi fljótlega bæta heilsufar og mjög verulega þegar fram í sækti. Gætum þess líka að áfengi er undanfari neyslu annarra vímuefna. Það em alltaf og alls staðar tiltæk mörg rök fyr- ir hófsemi og aðgæslu en í árferði eins og nú verð- ur ennþá brýnni ástæða til að þau rök séu viður- kennd og í heiðri höfð. Alþýðusamband íslands - Benedikt Davíðsson * Bandalag íslenskra skáta - Gunnar Eyjólfsson ★ Bandalag starfsmanna ríkis og bæja - Ögmundur Jónasson ★ BHMR - Páll Halldórsson ★ Heimili og skóli, landssamtök foreldra nemenda í grunnskólum - Unnur Halldórsdóttir ★ Hjálparstofnun kirkjunnar - Jónas Þórisson ★ íslenskir ungtemplarar - Ingibergur Jóhannsson ★ íþróttasamband íslands - Ellert Schram ★ Kennarasamband ístands - Svanhildur Kaaber ★ Rauði kross íslands ★ Slysavarnafélag ís- lands - Einar Sigurjónsson ★ Stórstúka íslands I0GT - Björn Jónsson ★ Ungmennafélag íslands - Þórir Jónsson ★ Vinnuveitendasamband íslands - Magnús Gunnarsson GOTT VERÐ: KR. 169,- McHamborgari er búinn til úr sérvöldu íslensku nautakjöti með ströngum aðferðum McDonald's. Kjötið er fitumælt af mikilli nákvæmni og er snöggfryst til þess að tryggja hreinleika og ferskleika kjötsins, þannig að það er alltaf eins. I því eru engin bindiefni eða aukaefni af neinum toga. Kjötið er grillað í eigin safa, þ.e. engin auka fita er notuð. McDonald's hamborgari er alltaf ferskur og nýeldaður. Holl og góð máltið. Fyrirmynd annarra. Alltaf eins. Gleðjumst saman Gæði, þjónusta, hreinlæti og góð kaup SUÐURLANDSBRAUT 56, OPIÐ 10:00-23:30 XUFRIÐUR IJOIAIANDI Jólahlaðborð gi sting og morgunverður fyrir tvo frá 26. nóv til 12. des. 6.666kc Frá 26. nóvember svignar jólahlaðborðið í veitingasölum Hótels Loftleiða, sem aldrei fyrr, undan ljúffengum jólakræsingum. Tilboðið gildir til 12. desember en jólahlaðborðið verður að sjálfsögðu öllum opið til 22. desember. Símar 91-22321 og 91-22322. Láttu jólalandið töfra þig til sín og njóttu aðventunnar í friði. & FLUGLEIDIR HÓTEL LOFTLEIDIR þar sem jólahátíðin hefst

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.