Alþýðublaðið - 26.11.1993, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 26.11.1993, Blaðsíða 7
Föstudagur 26. nóvember 1993 PALLBORÐIÐ, KYRRÐ & SKILABOÐ ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 PffLLBORÐIÐ Er plásturinn nógu stór, herra Sægreifi? Óræð stærð ojg duttlungafull -Njáll Harðarson skrifar Á hverju ári skapar neysla og þensla þjóðfé- lagsins sífellt meiri þörf fyrir auknar þjóðar- tekjur. Þeirri þörf hefur hingað til verið mætt með því að veiða aðeins meiri fisk. En nú er svo komið að ekki er lengur hægt að veiða meiri fisk og reka menn sig á þá staðreynd að fiskistofnarnir hafa bæði stærðar- og endumýj- unartakmörk. Þetta kom stjómvöldum að sjálf- sögðu mjög á óvart, enda er ekki hægt sam- kvæmt hagfræðikenningum sægreifanna að gera ráð fyrir slíku. Plástrar duga ekki lengur Hvað er þá til ráða ef plástrar duga ekki leng- ur? Er hugsanlegt að menn hefðu átt að huga að fyrirbyggjandi aðgerðum fyrr, til dæmis í formi aðhlynningar, markaðssetningar og eflingar á almennum iðnaði í landinu? Undanfarin ár hef- ur þessari fiskeklu verið mætt með því að gefa út svokallaðan kvóta fyrir þá sem eiga skip, sama hvar þeir búa. Þannig að þeir sem höfðu íjármagn gátu komist yfir kvóta og tryggt sér þannig aðgang og eignarhlut í þjóðarauðlind- inni. Þetta leysti að hluta til vanda þeirra sem áður gátu ekki komist í nægan fisk, en ekki þeirra sem búsettir em við sjávarsíðuna þar sem hægt er að fara með lífsbjörg þeirra í burtu og selja hana hæstbjóðanda. Lífsbl (ii'ÞÍn Ijarlægö Megnið af byggð íslands er við sjóinn og er það ekki alveg að ástæðulausu. Það er allavega ekki bara vegna þess að mönnum finnist svo gaman að horfa út yfir hafið, heldur vegna þess að þaðan sækja menn björg í bú. Það er sagt að tímamir breytist og mennimir með, en þessum byggðarlögum hefur ekki verið breytt í sam- ræmi við það. Heldur hafa ýmsir sægreifar og önnur stjómvöld séð ástæðu til þess að taka lífsbjörg þessara sjávarþorpa og fara með út úr byggðarlaginu í skjóli laga sem sægreifamir og handbendi jteirra hafa sjálfir útbúið sér til handa. Fjárlagagatið er óræð stærð og duttlungafúll, en nýlega var sægreifum eignaður aðgangurinn að öllum veiðiheimildum landsmanna sam- kvæmt dómsorði og gert þar af leiðandi að greiða skatt af sem eign væri. Þessi dómur er að sjálfsögðu staðfesting á því hverjir í raun eiga þjóðartekjumar þótt að almennt sé viður- kennt að við hinir eigum stofninn sem tekjum- ar myndast af. En með því að þurfa að afskrifa eign sína á fimm ámm minnst, þá skapast veru- legur skattstofn sem ekki var fyrir hendi áður. Hingað til hafa greifamir gjaldfært kvótann á sama ári og þeir keyptu hann, en núna eftir dóminn geta þeir aðeins gjaldfært 20% á ári að hámarki. Það skapar aftur skatttekjustofn sem svarar til 80% af allri kvótaeign sægreifanna. Það væri verðugt verkefni að reikna það út hvort sá plástur dugi á gatið. Ekki að mér detti það eitt augnablik í hug að venjulegar skattpró- sentur verði notaðar til útreikninga skatttekna á kvótaeign. Slíkt er bara fyrir mig og aðra jafn- aðarmenn. Nú er mál að liiiní En nú er mál að linni og að núverandi kerfi verði lagt niður hið bráðasta áður en við (ég meina þið greifamir) leggjum í eyði öll sjávar- þorp á landinu. Þvf að eins og ástandið er núna, þá kemur kvótinn til sjávarplássanna og fer aft- ur þegar herra greifa passar það. Það gefur af sér óöryggi í íjárfestingum og óstöðugleika í búsetu plássanna. Enda eru sjómenn og þeir greifar sem ekki hafa beðið lægri hlut í kvóta- braskinu famir að mótmæla kvótakerfinu há- stöfúm og virðist blessuðum Sjálfstæðis- flokknum ætla að verða æði hált á þessu svelli hagsmunapots sem er eins og flestir vita eina stefna þess flokks. Þetta skrifar að sjálfsögðu fyrrverandi sjálfstæðismaður, sem var það þeg- ar hann var ungur og óreyndur og hélt að sjálf- stæði væri það sama fyrir alla menn. Kveðja. Höfundur er framkvæmdastjóri. Millifyrirsagnir: Alþýðublaðið. KYRRÐARDAGAR í Skálholti með helaihaldi og ÍHUGUN Nokkrum sinnum á ári er boðað til kyrrð- ardaga í Skálholti. Fastir og hefðbundnir tímar eru á aðventu og í dymbilviku. Næstu kyrrðardagar eru á komandi aðventu og standa frá föstudegi 10. desember til sunnu- dagsins 12. desember. Einkenni kyrrðardaga er þögn og íhugun, helgihald og ffæðsla. Þann tíma sem þögnin varir, sem er yfirleitt frá því að lokinni fyrstu fræðslustund og þar til á undan síðustu sameig- inlegu máltíð, mæla þátttakendur ekki orð af munni nema í helgihaldinu, eða í persónuleg- um sálgæsluviðtölum. Guðrún Edda Gunnarsdóttir guðfræðing- ur, hefur umsjón með kyrrðardögunum nú og annast íhuganir og fræðslu. Auk hcnnar hafa einnig aðrir guðfræðingar og prestar borið ábyrgð á kyrrðardögunum. Um mörg undanfarin ár hefúr doktor Sigurbjörn Einarsson biskup annast íhuganir og sálgæsluviðtöl á kyrrðardögum í dymbil- viku. Fjórum sinnum á dag er bænargjörð og messað er að morgni dags. Helgihaldið annast sóknarpresturinn séra Guðmundur Óli Ólafs- son og Kristján Valur Ingólfsson, rektor skólans. í gistirými skólans geta mest dvalið tuttugu manns í tfu tveggja manna herbergjum. Auk eiginlegra kyrrðardaga er einnig boðið upp á samverur með líku sniði og yfirbragði en minni dagskrá. Ein slík er helgina 26. til 28. nóvember. Ennfremur er nú öðru sinni boðið til jóla og áramótasamveru í Skálholti frá 28. des- ember til 1. janúar. FFJ Félag frjálslyndra jafnaðarmanna HVERNÝTUR - Fundur Félags frjálslyndra jafnaðarmanna á Kornhlöðuloftinu við Bankastrœti íReykjavík þriðjudagskvöldið 30. nóvember klukkan 20.30. Eflitig sjávarútvegs alla þessa öld breytti íslensku þjóðfélagi úr einhœfu landbúnaðar- skipulagi fyrri tíma í niítímalegt samfélag með einhverju bestu lífskjörum sem þekkjast. Nu eru þáttaskil Ofveiði, umdeilt stjórnkeifi og ósœtti meðal landsmanna um sjávarútvegsmál hafa ein- kennt umrœðuna síðustu ár. Hvað er til ráða og hvað gera aðrar þjóðir? Er hœgt að ná þjóðarsátt um sjávarútvegsstefnuna? Deilur eru meðal annars innan allra stjómmálaflokka, milli þéttbýlis og dreifbýlis, milli trillukarla og togaraeigenda, milli jrystiskipa og ísfiskskipa, mUti Vestfirðinga og Vest- mannaeyinga, milli sjávarútvegs og iðnaðar og milli Morgunblaðsritstjóra og talsmanna sjávarútvegs. Hafa útgerðarmenn fengið ómœld verðmœti afhent tíl eigitar um aldur og œvi til eigin nota eða hafa þeir afnotarétt af auðlindinni meðþeirri kvöð að skila sem mestum verðmœt- um og velmegun til allra íþjóðfélaginu? Allir hafa skoðun á stjórnkerfi fiskveiða en vita allir um hvað málið snýst? TU að rœða þessi mál efnir Félag frjálslyndra jafnaðarmanna til: Fundar um sjávarútvegsmál Frummœlendur verða fjórir: ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON, umhverjisráðherra, fjallar um pólitíska mákuniðlunfisk- veiðistjómunar, sérstöðu triUukarla, hlutdeild annarra þjóðfélagsþegna í auðlindum sjávar og hvortfrjálstframsal kvóta sé nauðsyn í keifinu eða kvótabrask. ÞRÖSTUR ÓLAFSSON, aðstoðarmaður utanríkisráðherra og annar formaður Tví- höfðanefndarfjallar um fiskveiðistjómun erlendis oggerirgreinfyrirtiUögum nefndarinn- ar, frumvörpum sjávarútvegsráðherra og áhrifum nýs dóms Hœstaréttar um skattalega meðferð kvóta. BRYNJÓLFUR BJARNASON, framkvœmdastjóri, fjallar um reynslu af aflamarkskerfi í samanburði við önnur stjórnkerfi, röksemdir gegn veiðtieyfagjaldi, nauðsynlegar úrbœtur á núverandi kerfi og œsktieg og óœsktieg áhrif útlendinga í sjávarútvegi hér á landL GUNNAR SVAVARSSON, iðnrekandL jjallar um áhrif fiskveiðistjórnunar á starfsskti- yrði iðnaðar, áhrif aflamarkskerfis á samþjöppun kvóta á hendurfárra aðtia, röksemdirJyr- ir veiðileyfagjaldi og áhrif kvótakerfis á byggðamál og markaðsmál. Fundurinn á að upplýsa, kynna mismunandi rök og vera vettvangur Jyrir skoðanaskipti. Fundarstjóri verður AGUST EINARSSON. Fundurinn verður sem fyrr segir háldinn þriðjudagskvöldið 30. nóvember á Komhlöðulojtinu við Bankastrœti í Reykjavúc og er öll- um opinn. Hann hefst klukkan 20.30 og áœtluð fundarlok em klukkan 23.00. ÖSSUR ÞRÖSTUR BRYNJÓLFUR GUNNAR ÁGÚST Allt áhugafólk um íslensk stjórnmál velkomið. Kaffigjald er 500 krónur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.