Alþýðublaðið - 02.12.1993, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 02.12.1993, Qupperneq 3
Fimmtudagur 2. desember 1993 SKATTAR & SKILABOÐ ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 —þau er að finna á Isafirði, ekki í„ríku bœjunum“, Seltjarnarnesi og Garðabœ — Reykjavík er ríkust — Kópavogur skuldugastur bœjarfélaganna ísfirðingar greiddu að meðaltali hæstu skattana á síðasta ári. Meðaltalið er 122 þús- und krónur á íbúa. Njarðvíkingar koma næstir með 111 þúsund; Grindvíkingar með 110 þúsund; Húsvíkingar með 109 þúsund; Reyk- víkingar með 108 þús- und og Egilsstaðabúar með 107 þúsund krón- ur. „Ríku bæirnir“ sem taldir hafa verið, Sel- tjarnarnes og Garða- bær, eru ncðstir á lista bæjarfélaganna í skött- um, meðaltalið á Nesinu er 92 þúsund og í Garðabæ aðeins 90 þús- und. Líklega er fram- talsaðstoð í þessum bæj- um þróaðri en vestur á Isafirði. Þetta kemur fram í samanburðarskýrslu á sautján íslenskum bæjar- og sveitarfélögum, sem Edda Helgason í Hand- sali hf. hefur gert og gef- ið myndarlega út. Hefur Edda einnig gefið út vandaðar upplýsingar um íslensk hlutafélög og ný- lega athyglisverðan sam- anburð á nokkmm ís- lenskum (jármálastofn- unum. Fram kemur að milli áranna 1990 og 1992 er tiltölulega mest aukning fbúa í Njarðvík eða 6,4% og em íbúar þar nú 2.562 talsins; í Hafnarfirði og í Mosfellsbæ hefur fjölgun í báðum bæjunum orðið 6% á þessu tímabili, í Hafnarfirði búa 16.110 manns og í Mosfellsbæ 4.510. Garðabær með 7.372 íbúa hefur vaxið um 5,8%. Á Sauðárkróki og Seltjamamesi hefur íbúum Ijölgað um 4,8 og 4,6%. Stærstu bæimir hafa líka stækkað, Reykjavík um 3,4% upp í 100.850 íbúa og Kópa- vogur um 4% upp í 16.832 íbúa og er næst stærsti kaupstaður lands- ins, Hafnarfjörður annar og Akureyri í þriðja sæti með 14.671 íbúa. Lítil sem engin aukn- ing hefur orðið á íbúa- ljölda á Akranesi, Grindavík og Selfossi. Lítilsháttar fækkun hefur aftur á móti orðið á Húsa- vík, Isafirði, Keflavík og í Vestmannaeyjum á þessu tveggja ára tímabili. Reykjavík er best stæða sveitarfélagið með 648 þúsund króna fasta- Ijármuni á hvem íbúa auk þess að skulda fremur lít- ið. Keflavík kemur næst með 304 þúsund. Hins- vegar skulda Kópavogs- búar mest allra, 168 þús- und krónur til jafnaðar á mann, Sauðkræklingar 148 þúsund, Hafnfirðing- ar og Isfirðingar 125 þús- und. Grindvíkingar skulda minnst sveitarfé- laganna, 40 þúsund hver íbúi, Akumesingar 60 þúsund, Reykvíkingar 70 þúsund. Alþýðublaðsmynd / EinarÓlason Atak í skattaeftirliti Ymis dæmi um vafasöm viðskipti komu upp hjá fyrirtækjum Eftirlitsátak skattayf- irvalda sem beindist að virðisaukaskatti og tekjuskatti fyrirtækja sem og bílastyrk til ein- staklinga skilaði hækk- un opinberra gjalda sem nemur um hálfum milljarði króna. I þessu átaki komu einnig upp ýmis vafasöm viðskipti hjá fyrirtækjum og grunsamleg viðskipti milli skyldra aðila. Þetta kemur fram í grein sem Garðar Valdi- marsson ríkisskattstjóri skrifar í fréttablað RSK, Tíund. Eins og menn rek- ur minni til brást Verslun- arráð harkalega við þessu eftirlitsátaki og sakaði skattayfirvöld um að elt- ast við sinámuni eins og jólaglögg og sælgæti til starfsmanna fyrirtækja. Þrír stærstu einstöku hækkunarliðimir í átak- inu skiluðu hins vegar tæpum 250 milljónum króna. Þar af nema breyt- ingar á virðisaukaskatti vegna vantalins útskatts- stofns tæplega 100 millj- ónum, oftalins innskatts- stofns 87 milljónum og vantaldar rekstrartekjur 56 milljónum. Faldar greiðslur 1 grein sinni segir Garðar Valdimarsson rík- isskattstjóri meðal ann- ars: „Af þessum tölum má ráða að aðfinnslur um smáatriði eru ekki uppi- staðan í þeim breytingum sem verið er að gera. í þessu sambandi má einn- ig nefna að í margnefndu eftirlitsátaki hafa komið upp ýmis vafasöm við- skipti hjá fýrirtækjum sem skattalega hefur ekki, eða ranglega, verið gerð grein fyrir, til dæmis afskrifuð lán til fyrrver- andi forsvarsmanna fyrir- tækja, óuppgefnar starfs- lokagreiðslur, óuppgefn- ar gjafir og styrkir til ein- staklinga og félaga, óupp- gefin laun til starfsmanna vegna aukaverkefna og sala á bifreiðum, hluta- bréfum og jafnvel fast- eignum til starl'smanna og eigenda fyrirtækja. Þá má ennfremur nefna ýmis grunsamleg viðskipti milli skyldra aðila í þeim tilgangi að lækka skatt- skyldan hagnað hjá félagi með viðskiptum við skylt fyrirtæki sem rekið er með tapi.“ Ríkisskattstjóri telur eftirlitsátakið sýna að framtalsmál of margra fyrirtækja séu ekki í nógu góðu lagi og þurfi að bæta. Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur Félag ungra jafnaðarmanna í Reykjavík 1968- 1993-2018 ER FJÖLSKYLDAN AÐ LEYSAST UPP? - HVER BER ÁBYRGÐ? Ráðstefna á Hótel Borg laugardaginn 4. desember klukkan 13 til 16 ÁVÆRF: Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra ÁR IJÖISK YI IJ UJWIWÆ R 1994: - Erástœða til að gefa fjölskyldunni sérstakan gaum? Ingibjörg Broddadóttir, ritari Landsnefndar um ár fjölskyldunnar. 1968-1993-2018: - Kemst 68 ’ kynslóðin á eftirlaun ? Öm D. Jónsson, forstöðumaður Sjávarútvegsstofnunar Háskóla íslands. FJÁRMÁL FJÖI SKYIAIUNNÆ R: - Gífurleg aðsókn erað sérstökum námskeiðum sem jjalla um bœttan heimilisrekstur. Sólrún Halldórsdóttir, hagfrœðingur og ráðgjafi Neytendasamtakanna. UVJER JSR ÁBYRGG SKÓLÆNNÆ? - Skólamenn segjast leika tveimur skjöldum; halda skólaskemmtanir en skella skollaeyrum við áfengisneyslu unglinganna. Aðalsteinn Eiríksson, skólameistari Kvennaskólans í Reykjavík. HVERNIG VÆRIHÆGT ÆE> HI ÚÆ BETUR Æ£> I JÖTSK YIJ) UNNl ? - Abyrgð sveitarfélaga er mikiL Eru þau skipulögð með hag fjölskyldunnar í huga? Guðrún Jónsdóttir, arkitekt og varaborgarfulUrúi. I JÖI SKYI IJÆ OG ÞJÓÐFÉEÆG Á HEEJÆRPRÖM - Fjölskyldan virðist berskjölduð þegar kreppir að. Hvers vegna œttu börnin ekki að halda sig íglaumi og gleði miðbœjarins? Séra Þorvaldur Karl Helgason, forstöðumaður Fjölskylduþjónustu kirkjunnar. Æð eriiidnrn laknum munu frummœlendur rceða ípallborði um framtíð fijölskyldunnar: UMRÆIJ US TJÓRI: Ólúm Þorvarðardóttir borgarfulltrúi. ' RÁIXS TEENUS TJÓRI: Þorlákur Helgason, formaður Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur. ■1 JÓHANNA INGIBJÖRG ÖRN SÓLRÚN AÐALSTEINN GUÐRÚN PORVALDUR ÓLÍNA PORLÁKUR

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.