Alþýðublaðið - 07.12.1993, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 07.12.1993, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ LEIÐARI & YELFERÐ Þriðjudagur 7. desember 1993 MÞYflUBMOlD HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason Ritstjóri: Siguröur Tómas Björgvinsson Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason Setning og umbrot: Hermóður Sigurösson Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566 Fax: 629244 Áskriftarverð kr. 1.400 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 140 Fjölskyldan og manngildið Málefni fjölskyldunnar hafa mjög verið til umræðu að undanfömu. Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur blés til mikillar og velheppnaðrar ráðstefnu um helgina sem bar yfirskriftina „Er fjölskyldan að leysast upp?“ Mörg merk erindi voru flutt á ráðstefnunni og gagnleg- ar umræður spunnust af þeim loknum. Það er ánægju- legt að Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur hafi gengist fyr- ir jafn þarfri ráðstefnu og þessari því íjölskyldan er homsteinn allra samfélaga. Það er einkennandi fyrir íslensk stjómmál að umræða um fjölskylduna og uppeldismál virðist varla vera til. Það er einna helst Kvennalistinn sem hefur látið þessi mál til sín taka. Það framtak hefur gefið Kvennalistan- um byr í seglin. Fjölskyldan og uppeldi bama er málefni sem brennur mjög á öllum almenningi. Þetta er málaflokkur sem fólk fmnur samsemd með. Uppeldi og velferð bama er því í hæsta máta málefni sem jafnaðarmenn ættu að gefa meiri gaum. Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur hefur sýnt áhugavert frumkvæði með ráðstefnu sinni og full ástæða til þess að önnur alþýðuflokksfélög svo og Alþýðu- flokkurinn sem slíkur láti kné fylgja kviði. Velferðin felst ekki einungis í betra efnahagslífi eða lægri verðbólgu. Ákveðinnar ofuráherslu hefur gætt hjá Alþýðuflokknum svo og öðmm flokkum í efnahagsmál- um þjóðarinnar og atvinnumálum með þeim afleiðing- um að raunvemleg velferðarmál hafa mætt afgangi. Þessu verður að breyta. Uppeldismál, fræðslumál og menningarmál em jafn mikilvæg í uppbyggingu betra og lífvænlegra samfé- lags. Það getur ekki verið stefna jafnaðarmanna að sinna einungis hinum svonefndu „hörðu“ málum. „Mjúku“ málin em jafn mikilvæg. Enginn stjómmálaflokkur getur skapað fullkomið fjöl- skyldulíf eða annast uppeldi bama. Það geta foreldram- ir einir; hlutskipti fjölskyldunnar einnar. Stjómmála- flokkur getur hins vegar búið ytri skilyrði á þann veg, að eftirleikur fjölskyldunnar verði einfaldari og auðveldari. Þannig getur stjómmálaflokkur beitt sér fyrir því að minnka vinnuálag þjóðarinnar, breytt gildismati og bar- ist gegn ofneyslu og tækjadýrkun, aukið umsvif dag- skóla og leikskóla og eflt skólastarf og almenna ffæðslu skólabama og framhaldsskólanema. Stjórnmálaflokkur má aldrei missa sjónar á manngild- inu. Betra og mannúðlegra samfélag byggist fyrst og fremst á þeim gmnni sem bömunum er búinn. Þess vegna er ábyrgt uppeldi, menntun, menning og fræðsla lykilþættir í uppbyggingu velferðarþjóðfélagsins. PfiLLBORÐIÐ: SIGURÐUR fiRNÓRSSON AÐLÖGUN AÐ EFTIRSPURN SIGURÐUR ARNÓRSSON: „Nýjasta dœmið um það hve langt í land, íþessu máli, er nýyfirstaðin verðbreyting mjólkurvara. - Eða er hún kannski ekki yfirstaðin - verður kannski ný tilskipun gefin út á morgun? - Grundvallarbreyting á verðlagningu mjólkurvara er gerð, án nokkurrar kynningar, án nokkurs samráðs, án nokkurs snefils afvirðingu fyrir neytandanum. “ Á síðustu vikum og mánuðum hafa forystumenn Alþýðuflokksins unnið að því, með formann flokks- ins í broddi fylkingar, að opna rifu í þann múr sem umlukið hefur land- búnað á Islandi. Mikil vinna hefur verið lögð í að forða því að hags- munagæslumenn landbúnaðarkerf- isins noti aðstöðu sína til að brjóta milliríkjasamninga og virða að vett- ugi alþjóðasamþykktir sem Island er aðili að. Litlu munaði að hags- munir útflutnings-atvinnuveganna væru fyrir borð bomir vegna þess- arar þrákelkni gæslumannanna, og við lá að orðspor þjóðarinnar skað- aðist. Barist við vindmyllur Það er ömurlegt að horfa upp á íslenska bændur innilokaða af slík- um aðilum, sem virðast neita að viðurkenna fyrirsjáanlega aukna samkeppni í landbúnaði og tefja þannig í reynd þá vinnu sem nú ber að framkvæma til að gera aðlögun bænda að innflutningi, og þar með aukinni samkeppni, þannig úr garði að stéttin standist áhlaupið með reisn. Við getum ýmislegt lært af þeirri aðlögun sem íslenskur iðnaður gekk í gegnum á sínum tíma, og því ætti að vera auðvelt fyrir forystu- menn bændasamtakanna að nýta sér þá reynslu sem þar fékkst, til hagsbóta fyrir sfna umbjóðendur. En vandamálið er, því miður, að ýmsir þessir forystumenn beijast stöðugt við vindmyllur. Af mál- flutningi þeirra má ráða að þeir eigi enn val um það hvort samkeppnin aukist eða ekki. Sem betur fer báru forystumenn iðnaðarins gæfu til þess á sínum tíma að viðurkenna staðreyndir málsins og gátu því ein- beitt sér að lausn verkefnanna, í stað þess að neita að horfast í augu við veruleikann. Vísbending um að langt sé í land Því fyrr sem ljósið rennur upp fyrir forystu hagsmunagæslu bænda, því fyrr geta ábyrg öfl ein- hent sér í að tryggja framtíð ís- lensku bændastéttarinnar, við breyttar markaðsaðstæður og í þeirri vinnu mun Alþýðuflokkurinn að sjálfsögðu taka þátt af alefli, þegar ljóst er að aðilar málsins gera sér grein fyrir því að hagsmunir framleiðenda og neytenda verða að fara saman til að árangur náist. Nýjasta dæmið um það hve langt í land, í þessu máli, er nýyfirstaðin verðbreyting mjólkurvara. - Eða er hún kannski ekki yfirstaðin - verð- ur kannski ný tilskipun gefin út á morgun? - Grundvallarbreyting á verðlagningu mjólkurvara er gerð, án nokkurrar kynningar, án nokkurs samráðs, án nokkurs snefils af virð- ingu fyrir neytandanum. „Birgðir fitu eru orðnar vandamál" Manneldisráð Islands hefur und- anfarið unnið mjög faglega að því að koma á framfæri við almenning staðreyndum varðandi réttar neysluvenjur og reynt að leiða þjóðinni fyrir sjónir hver samsetn- ing matvæla sé heilsusamlegust og í hve miklu mæli. Þetta hefur Mann- eldisráð gert yfirlætislaust og skipulega án þess að nokkurra öfga gætti í þeirra málflutningi, og á ráð- ið heiður skilinn fyrir trúverðuga framsetningu sinna mála. Stórir hópar íslendinga vita, og kjósa að lifa samkvæmt því, að heilsusamlegt fæðuval eykur lífs- líkur og þeir kjósa því að fara að leiðbeiningum Manneldisráðs og taka þátt í að manneldissjónarmið ráðsins verði að veruleika. Um þessi manneldissjónarmið hefur Al- þingi fslendinga áiyktað. Nú hefur fimm manna nefndin ákveðið að gjörbylta verðlagningu mjólkurvara. Að sögn talsmanna hagsmunagæslunnar er þessi breyt- ing nauðsynleg vegna þess að „birgðir fitu eru orðnar vandamál". Það eina sem virðist skipta niáli er að hagsmunagæslan geti afsett af- urðimar með hámarks nýtingu, því í einni tilskipuninni kemur fram að heildartekjur framleiðendanna breytist ekkert. Neytendur skulu leiddir, með verðbreytingu, til að kaupa mjólkurvörur eins og hags- munagæslunni þóknast, þrátt fyrir að sú staðreynd liggi ljós fyrir að aukin fituneysla eykur tíðni hjarta- áfalla og annarra alvarlegra sjúk- dóma, og þar með álagið á heil- brigðiskerfinu sem er nóg fyrir. Líhlsvirðing við neytendur En hér er ekki öll sagan sögð, því sama dag og þessar tilskipanir um verðbyltingu mjólkurvara dynja á þjóðinni auglýsir „íslenskur mjólk- uriðnaður" umræddar vörur undir textanum: „VELDU ÞAÐ SEM ER BEST - FYRIR ÞIG. NÆST ÞEG- AR ÞÚ OPNAR ÍSSKÁPINN SKALTU HAFA ÞAÐ í HUGA AÐ RÉTT FÆÐUVAL SKIPTIR SKÖPUM FYRIR ANDLEGA OG LÍKAMLEGA VELLÍÐAN". Lít- ilsvirðingin sem tryggum við- skiptavinum þessara afurða er hér sýnd, er með ólíkindum, allt fer í handaskolum og enn á ný hefur hagsmunagæslan skaðað ímynd bænda gagnvart þjóðinni. Kínverjar reistu sér múr á þeim tímum þegar þeir voru þess full- vissir að þekking þeiira væri um flest betri og meiri en nágranna- þjóðanna. Múrinn gerði það síðar að verkum að þeir komust ekki að því, fyrr en of seint, að þeir höfðu um sumt dregist aftur úr þessum sömu nágrannaþjóðum. Eitt helsta vandamál íslenskra bænda er hið sama. Múrinn sem umlykur þá hef- ur rofið tengslin við viðskiptavini þeirra, og upplýsingar á milli fram- leiðenda og neytenda brenglast þegar þær þurfa að fara margar ferðir yfir múrinn og þar að auki í gegnum lagskipta hagsmunagæsl- una. Bændur og neytendur verða að sameinast í því að ijúfa múrinn og koma á nútímalegum viðskiptahátt- um öllum til hagsbóta. Fyrirsjáan- legar breytingar á viðskiptaum- hverfi bænda eru óumflýjanlegar og því ekki til setunnar boðið að bregðast við þeim staðreyndum. fs- lenskur iðnaður gekk í gegnum þetta skeið og í dag er hvatt til að kaupa á innlendum iðnvarningi undir kjörorðinu ÍSLENSKT, JÁ TAKK. Þetta er gerlegt þar sem margar íslenskar iðnaðarvörur standast nú fyllilega samanburð við innfluttar. Hið sama getur gerst með íslenskar landbúnaðarafurðir, hætti menn að stinga höfðinu í sandinn. Kínveijar sneru vandamálinu sér í hag, erlendir ferðamenn flykkjast að múmum til þess eins og berja hann augum og hann er í dag vin- sælasti ferðamannastaður landsins, og gefur auk þess af sér verulegar gjaldeyristekjur. Höfundur er vara-þingmaður Al- þýðuflokksins á Norðurlandi Eystra og hefur yfirumsjón á landsvísu með kosningabaráttu Alþýðuflokksins vegna sveitarstjórnarkosninganna 1994.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.