Alþýðublaðið - 07.12.1993, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 07.12.1993, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 7. desember 1993 HAGTOLUR & STUTTAR FRETTIR ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Hagtölur Landsbréfa hf ER ALLT SVO HAGTÖLUR LANDSBRÉFA HF: Árið 1987 varð sprenging á bílamarkaðnum og nýskráðir bflar það ár reyndust 22.696 talsins - metár! I september á þessu ári voru nýskráningar bfla aðeins komnar upp í 5.316 og heildarfjöldinn í ár mun vart ná 7.000. Það jafngildir því að bflaumboðin selji um það bil 20 bfla á dag. Það kann að virðast há tala en athugum að frá 1987 hefur nýskráðum bflum fækkað ört Árið 1993 virðist ætla verða botnárið síðan 1987. Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason Það er vitað mál að talsverð- ur samdráttur á sér stað í okkar þjóðfélagi eins og raunar víðar um hinn vestræna heim. Ofur- þensla fyrri ára er horfín og ef til vill raunhæfari mynd sem blasir við en fyrrum. Landsbréf hf. gefa tvisvar á ári út Hagtölu- blað eða minnislista stjómenda sem svo er kallað. Þar eru birtar nokkrar hagtölur, sem varpa nokkru ljósi á hvað er að gerast. 20 nýir bflar a dag Lítum fyrst á NÝSKRÁN- INGU BIFREIÐA. Árið 1987 varð algjöri uppnám á bíla- markaði vegna mikillar verð- lækkunar bíla í miklu góðæri, nýskráðir bílar það ár reyndust 22.696 talsins! í september voru nýskráningar orðnar 5.316. Það jafngildir því að bí- laumboðin selji um það bil 20 bfla á dag. Mörg þessara um- boða eiga því um sárt að binda þessi misserin. Allt árið 1992 vom nýskráningar 8.669 og 1991 vom þær 11.900. Árið 1989 voiu nýskráningar bfla fæstar eða 7.476. Greinilegt er að árið í ár verður metár hvað [retta áhrærir, nýskráningar bíla munu vart ná sjö þúsund bflum. Aldrei minni sementssala En hvað hafa landsmenn var- ið miklu til SEMENTS- KAUPA? Það er reyndar ekki mikið ef miðað er við metárið 1975 jtegar keypt vom 159 þús- und tonn af byggingarefninu. Nú virðast öll met verða slegin í hina áttina. I september var sal- an ekki nema 10.631 tonn og á árinu alls 65.817 tonn. Allt árið í fyrra var sala sements rétt um 97 þúsund tonn og árið 1991 109 þúsund tonn. Það er því ljóst að byggingariðnaður landsmanna er í miklum erfið- leikum, eins og dæmin sanna. Rólegur fasteignamarkaður FASTEIGNAMARKAÐ- URINN er líka til muna rólegri en fyrr. Utgefin fasteignaveð- bréf vegna kaupa á notuðum íbúðum á árinu voru orðin 2.158, en allt árið í lyrra 2.912 og árið 1991 3.089. Útgefin fasteignaveðbréf vegna nýrra íbúða á þessu ári vom aðeins 804, en í fyrra vom þau 1.225 og 928 árið 1991. Fækkar í innanlandsflugi Næst skulum við líta á INN- ANLANDSFLUGIÐ. Þar vom farþegar í september síðastliðn- um 20.599 talsins og vom orðn- ir 197.452 á þessu ári, sem er um sex hundruð farþegum fleira en í sama mánuði í fyrra. Farþegar innanlandsflugs allt árið 1992 vom 258.247 og 246 þúsund árið 1991, en hafa orðið flestir 275.575. Hér virðist ekki eiga sér stað neinn samdráttur, alla vega verður hann ekki mik- ill. VISA upp, upp, upp... VISA ísland mun aftur á móti bæta við sig og slá enn eitt nýtt met á jtessu ári. I septem- ber var veltan í Visakortum 3,7 milljarðar króna og velta ársins orðin 32,4 milljarðar. Ársveltan í jressum kortum í fyrra var 40,4 milljarðar og stefnir í að nýtt met verði slegið nú. Bolfiskur — ekki algjört hrun En flest byggist á fiskveið- um. Hvemig standa þær? Heildarafli í tonnum í sept- ember síðastliðnum var 155.030 tonn miðað við 90 þús- und tonn í sama mánuði í fyrra og aðeins 45 þúsund tonn árið 1991. Veiðar allsítonnum talið í ár námu í septemberlok 1.390.134 tonnum. Allt árið 1992 veiddust 1.539.117 tonn og árið 1991 rétt liðlega ein milljón tonna. Hér verður því við að bæta að verð á fiskafurð- um okkar hafa lækkað umtals- vert á erlendum mörkuðum á árinu. BOLFISKAFLINN skiptir hér mestu máli. Skoðum hann: í septembermánuði síðastliðnum veiddust 41.475 tonn af bol- fiski, miðað við 41.203 tonn í september 1992 og 43.612 tonn í sama mánuði 1991.1 lok mán- aðarins höfðu veiðst 445 þús- und tonn af bolfiski, - en allt ár- ið 1992 varaflinn 559.712 tonn og árið 1991 veiddust rúntlega 654 þúsund tonn af bolfiski. Metveiði bolfisks er 715.470 tonn, en lægsta tala sem Lands- bréf gefa upp er rúm 333 þús- und tonn. Séu SÍLD OG LOÐNA skoðuð sérstaklega kemur í ljós að síldveiði jtessa árs er aðeins brot af því sem var á sama tíma 1992. Áðeins 112 tonn komu á land í september og afli þessa árs orðinn rúm 15 þúsund tonn. Allt árið 1992 var sfldaraflinn 124 þúsund tonn og 78 þúsund 1991. Loðnan bætir hinsvegar dærnið verulega. Komin voru á land á árinu 882 þúsund tonn í septemberlok, en allt árið í fyrra veiddust 795 þúsund tonn og árið 1991 allt aðeins 254 þús- und tonn. Óhagstætt verð afurða Þegar litið er á markaðsverð ýmissa afurða okkar kemur í Ijós ýmislegt óskemmtilegt. ÁLVERÐ í september var það lægsta sem skráð hefur ver- ið, 1.116 dollarar á tonnið, var í 1.270 dölum í september 1992 og 1.212 dölum í sama mánuði 1991. f júní 1988 fengust 2.800 Bandaríkjadalir fyrir tonnið af þessari afurð, svo ljóst er að staða jtessa iðnaðar er afar veik um jtessar mundir og aldrei sem nú. KÍSILJÁRN var aftur á móti á uppleið eftir mikinn samdrátt og svartsýni manna breyttist skyndilega í bjartsýni. Verðið á tonni af kísiljámi í september síðastliðnum var 662 dollarar á tonn, var 649 dalir í sama mán- uði í september í fyrra og 639 dalirárið 1991. LOÐNUMJÖL var að seljast á 300 bresk pund í september síðastliðnum, eilítið betra verð en í september í fyrra, jtegar það seldist á 295 pund. í sept- ember 1991 var verðið 320 pund. Lýsi seldist í september á 353 dollara en 393 í september 1992 og 325 í september 1991. ÞUVERÐUR AÐ ATHUGA AUGLÝSINGUNA Á BLAÐSÍÐU 15! Harðorð ályktun MFÍK Tako upp hanskann fyrir ekkju Hoxha Menningar- ogfriðarsaintök íslenskra kvennahé\ávi fund fyrir skömmu þar sem samþykkt var harðorð ályktun um ástandið íAlbaníu þar sem fólk er fangelsað fyrir stjómmálaskoðanir. Fangelsun og dómur yfir Nexntia Hoxha, ekkju fymim þjóðar- leiðtoga sé eitt alvarlegasta úlvikið af jxissu tagi. Það hefúr verið hljótt um örlög ekkju Hoxha en Menningar- og friðarsamtök ís- lenskra kvenna hafa jtó haft augun opin fyrir velferð Nexmia Hoxha. í ályktun fund- arins segir að í Albaníu tiki nú upplausn og ringulreið. Þar sé fólk fangelsað fyrir stjómmálaskoðanir og dæmi séu unt að það sitji þar mánuðum saman án þess að því sé birt nokkur ákæra eða það sótt til saka. í ályktun MFÍK kemur fram að Nexmia Hoxha var handtekin 5. desember 1991 og haldið í fangelsi án jtess að vera sólt til saka. Að lokum hafi hún komið fyrir rétt og ákærð fyrir að hafa dregið sér fé úr eigu hins opinbera að jafnvirði 300.000 dala. Dómur hafi fallið f málinu í febrúar 1993. Þá hafi kæran verið orðin aðeins jafnvirði 300 Bandaríkjadala sem var kostnaður við erfidrykkju þjóðarleiðtogans. Hún var dæmd í níu ára fangeisi og dómurinn sfðan þyngdur í 11 ár. MFÍK vill vekja sérstaka athygli íslcnskra stjómvalda á þessu og hvetur Amnesty Intemational úl að rannsaka málið. Hárgreiðslustofur Verðmunur upp i 350% Samkeppnisstofnun gerði nýlega verðkönnun hjá 150hárgreiðslustofum á höfuð- borgarsvæðinu og 31 stofú úti á landi. Verðkönnunin náði til þrettán þjónustuliða. Verðmunur er vemlegur en mesti rnunur á gjaldi fyrir hárþvott utan höfuðborgar- svæðisins er 350% frá lægsta verði til hæsta. Meðalverðbreyting hjá einstökum stofum frá könnun sem gerð var í júní 1992 var mjög mismunandi eða frá því að lækka um 15% til jressa að hækka um 27%. Hár- greiðslustofan Edda reyndist hafa lægsta vcrð af hársnyrústofum á höfuðborgarsvæð- inu eða 36% undir ineðalverði. Hæst var verðiðhjá hárgrciðslustofti Salon VEH, Álf- heitnum 74 og Húsi verslunarinnar, 52% yfir meðalverði. Meðalverð úti á landi er f fiestunt tilvikum aðeins lægra en á höfuðborgarsvæðinu og verðdreifing er minni. Listiðnaður til sýnis og sðlu í Knnglunni Hópur listamanna verður með listiðnaðarsýningu í Kringlunni næstu daga. Þar verða 19 listamenn að sýna verk sfn og vinnubrögð við listmunagerðina. Á sýning- unni cru skartgripir, postulín, glermunir, leirmunir. hlutir úr tré, þráðaleggir, blóma- skreyúngar, skúlptúrar og vatnslitamyndir. Sýningin, sem er sölusýning, stendur frá fimmtudegi til sunnudags, en það er lýrsti sunnudagurinn sem opið er í Kringlunni nú fyrir jólin. Á sunnudaginn klukkan 15 verður kveikt á jólatré Kringlunnar. Fram til jóla verður opið í Kringlunni á sunnudögum frá klukkan 12 til 17 en laug- ardaginn 4. desember verður opið til klukkan 18. Operur a( mynddískum Óperuklúbbur Styrktarfélags íslensku Ópemnnar heldur í vetur óperusýningar af mynddiskum, en sú tækni býður upp á mikii gæði, bæði inynd og hljóm. Áhersla verður lögð á ópemr Wagners, einkurn Niflungahringinn. Á sunnudaginn kcmur er lýrsta sýningin, byrjað verður á ópemnni Évgenf Óncgín cftir Tjakovskf, en sú ópera er nú æfð í íslensku ópemnni og verður fmmsýnd um jólin. Þátttaka í sýningum Ópemklúbbsins er ölium heimil og aðgangur ókeypis. Látið vita um þátttöku á skrif- stofu íslensku ópcmnnar - síminn cr 27033.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.