Alþýðublaðið - 17.12.1993, Blaðsíða 6
18 ALÞÝÐUBLAÐIÐ
SKILABOÐ
Föstudagur 17. desember 1993
Er allt að verða vitlaust? eftir Iðunni Steinsdóttur er fyndin og raunsæ saga úr
umhverfi sam allir unglingar þekkja. Flóka, Hildu, Arnari og Olgu stendur þó
sannarlega ekki á sama um yfirganginn í töffaraliðinu í 9. bekk. Einn daginn
halda þau þó að nú sé öllum hremmingum lokið ... en það reynist
skammgóður vermir! ir'M IMT\.J
„Þetta er spennandi og þroskandi saga.“ (Silja Aðalsteinsdóttir, DV). 1L/L.4Í N1 N
Er allt að verða vitlaust
- Spennandi og raunsæ unglingasaga
Tröll eru bestu skinn
- Giýla á fullri ferð
Tröll eru bestu skinn eftir Andrés Indriðason er bráðfyndin saga um hann Sigga, sem
fór í Stóru blómabúðina að velja jólatré með mömmu og pabba. Ekki grunaði hann að
þar myndi hann kynnast tröllastráknum Dusa. Fyrr en varir eru þeir félagar komnir á
þeysisprett út um borg og bý því að Dusi er búinn að týna mömmu sinni - henni
- og það er vissara að finna hana áður en illa fer.
Eldfjörugt nútímaævintýri, ríkulega myndskreytt af Brian Pilkington.
Snoðhausarc llf... . ..
- Sprellfjorugir prakkarar
í sumarbyrjun létu krakkarnir í hverfinu snoða sig eins og körfuboltakappa og svo
tóku ævintýrin við ... Þau fundu stórhættulegt skrímsli í mýrinni, sendu ömmu
Pálínu í svaðilför með fljótabát, lentu í styrjöld við Ámunda leigubílstjóra og tíkina
Lottu ... Já, það gerðist sannarlega ýmislegt sögulegt hjá snoðhausunum í nýja
hverfinu þetta sumar!
Snoðhausar er sprellfjörug og frískleg prakkarasaga eftir Jón Hjartarson, 5
myndskreytt af Brian Pilkington
—
Frábær barnasaga
Litlu greyin eftir Guðrúnu Helgadóttur er spennandi,
skemmtileg og hugþekk saga. Trausti, sem er aðalpersóna
sögunnar og systur hans, Tobba og Tinna, fara til dvalar í
sumarbústað með mömmu sinni. Þar gerist margt sögulegt -
amma kemur í heimsókn og týnist - og dularfullur draugur
skýtur upp kollinum ... Frábær saga, sögð frá sjónarhóli
ýmissa fjölskyldumeðlima, þar sem kímin og nærfærin
frásagnarlist Guðrúnar nýtur sín afar vel. Gunnar Karlsson
myndskreytti bókina. ______
„... börnin bregðast ekki. Tinna litla systir er eitt af þessum
1 dýrlegu börnum í bókum Guðrúnar, glögg og orðheppin í
barnslegri einlægni sinni. ... Trausti er bráðlifandi krakki,
L heiðarlegur og greindur strákur sem berst við vanmáttarkennd
A vegna þess að hann er ekki alveg eins
mk og aðrir strákar ... Guðrún skiptir um
a stil eftir því hver er að segja frá og tekst
HBp það vel. Skemmtilegastar eru frásagnir
Trausta, og bestur búturinn úr
dagbókinni hans í lokin.“ (Silja
Aðalsteinsdóttir, DV)
IÐUNN