Alþýðublaðið - 22.12.1993, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 22.12.1993, Qupperneq 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ LEIÐARI SJÓNARMIÐ & FANNFERGI Miðvikudagur 22. desember 1993 MMMBIim HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason Ritstjóri: Sigurður Tómas Björgvinsson Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason Setning og umbrot: Hermóður Sigurðsson Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566 Fax: 629244 Áskriftarverð kr. 1.400 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 140 Lítið dæmi um upplausn í Framsókn Framsóknarflokkurinn hefur einn flokka á Alþingi hafnað tveggja þrepa virðisaukaskatti en orðaskipti um annað skattþrep komu upp í umræðum á Alþingi um skattafrumvarp ríkisstjóm- arinnar. Forystumenn verkalýðshreyfíngarinnar settu þá úrslita- kröfu við gerð síðustu kjarasamninga að virðisaukaskattur yrði lækkaður á matvæli. Ráðherrar ríkisstjómarinnar, einkum Al- þýðuflokksins, reyndu að telja forystumönnum verkalýðshreyf- ingarinnar hughvarf og benda á skynsamlegri leiðir til kjarabóta en allt kom fyrir ekki. Annað skattþrep hefur óneitanlega í för með sér mikla röskun á skattkerfmu og alltaf má deila um rétt- mæti þess að virðisaukaskattur sé settur í tvö þrep. Mun æski- legra hefði verið fyrir alla aðila að semja um kjarabætur á öðmm nótum. Forystumenn verkalýðshreyfíngarinnar hlustuðu ekki á sjónar- mið ríkisstjómarinnar á sínum tíma. Ríkisstjóminni var því stillt upp við vegg fyrir tveimur vondum valkostum: Upplausn á vinnumarkaði eða tveggja þrepa virðisaukaskatti. Ríkisstjómin kaus að fara að tilmælum forystumanna launþegahreyfingarinn- ar um lækkun á virðisaukaskatti á matvæli og þar með varð tveggja þrepa virðisaukaskattur að vemleika. Við gerð kjarasamninga vom það ríkisstjómarflokkamir einir sem áréttuðu að óæskilegt væri að taka upp tveggja þrepa virðis- aukaskatt í sambandi við lækkun á skatti á matvæli. Stjómarand- stöðuflokkamir hreyfðu engum mótmælum. Það hlýtur því að vekja nokkra furðu að nú skuli Framsóknarflokkurinn hafa uppi mikla andstöðu í þingsölum, einn flokka, gegn tveggja þrepa virðisaukaskatti í tengslum við umræður um skattafrumvarp rik- isstjómarinnar. Þetta verður að telja meiriháttar stefnubreytingu hjá Framsóknarflokknum og óljóst hvað vakir fyrir framsóknar- mönnum í þessu efni. Það er ekki hægt að vera sammála þeirri kröfu launþegahreyfingunnar að lækka opinber gjöld á matvæli en samtímis vera á móti tveggja þrepa virðisaukaskatti. Slíkur málflutningur er þversögn og dæmir sig sjálfur. Og sú undarlega staða er komin upp í þessu máli, að Framsóknarflokkurinn er sammála stjómarflokkunum um að vera gegn tveggja þrepa virðisaukaskatti. Stjómarflokkamir em hins vegar bundnir af gerðum kjarasamningum en Framsóknarflokkurinn getur leikið lausum hala í stjómarandstöðu. Framsóknarflokkurinn hefur um skeið verið í miklum umbrot- um. Dæmið af kollhnísnum í virðisaukaskattinum er talandi dæmi um tilvistarkreppu framsóknarmanna þessa dagana. Fram- sóknarflokkurinn hefur verið mikil hagsmunagæsluflokkur bú- vöruframleiðenda og samvinnuhreyfingar. Báðir þessir aðilar byggðu upp stórveldi á 20. öldinni á fslandi. Það óeðlilega við uppbyggingu þessara aðilja var að gróskan átti sér stað í skugga hafta og einokunar. Framsóknarflokkurinn hefur ávallt veitt bú- vömframleiðendum og samvinnuveldinu pólitískt skjól, marg- þættar fyrirgreiðslur og stuðlað að lagasetningu sem skekkt hef- ur samkeppnisaðstöðuna á markaði. A síðustu áram hefur þjóðfélagið opnast hægt og sígandi og höftunum og einokuninni létt. Opinberar greiðslur til búvöra- framleiðenda hafa snarminnkað og ríkisíjáraustri til óarðbærra fyrirtækja linnt að mestu. Helstu atvinnuvígi Framsóknar hafa hranið í kjölfar aukins frelsis og jafnari samkeppni á markaði. Sambandið leitar nú nauðungarsamninga til að forða gjaldþroti, kaupfélög um land allt hafa lagt upp laupana eða sameinast og hér í Reykjavík er Mikligarður allur. Bændur og aðrir búvöru- framleiðendur standa nú frammi fyrir nýjum tímum og miklum umbreytingum. Öllum þessum aðilum er ljóst að stefna Fram- sóknarflokksins í atvinnumálum hefur ekki verið byggð á bjargi. Það era því töluverðar líkur á því að Framsóknarflokkurinn muni gjalda fyrir stefnu sína í efnahags- og atvinnumálum. Uppþotið í virðisaukaskattsmálinu er lítið dæmi um þá upplausn er ríkir innan raða framsóknarmanna þessa dagana. ÖNNÍiR SJONfíRMIÐ AFLIÐ FULLVIRKJAÐ EGGERTG. ÞORSTEINS- SON, fyrrverandi ráðherra fyrir Alþýðuflokkinn og fyrrverandi forstjóri Trygg- ingastofnunar rikisins, skrifar athyglisverða grein í síðasta tölublað Fréttabréfs Öryrkjabandalagsins. Grein Eggerts ber fyrirsögnina „GAGNKVÆMT SAM- STARF“. Lítum á skrifin: „Mörg félagasamtök kvarta sáran undan áhuga- leysi meðlima sinna og erf- iðleikum á að laða þá til virkrar þátttöku í sjálfu fé- lagsstarfinu. Orsakanna fyrir þessu al- varlega ástandi er stöðugt leitað og ýmsar tilraunir gerðar meðal annars með langsóttum skemmtiatrið- um sem er bætt inn í fund- ardagskrá, ef vera mætti til að örva fundarsókn. Jaíhífamt þessari deyfð í þátttöku manna í venju- bundnum fundum samtaka sinna, íylgir sá böggull skammrifi að trúnaðar- og ábyrgðarstörfin færast yfir á færri hendur og fyrr en varir þreytist forystuliðið og þarf þá vart að sökum að spyrja. Öllu félagslega þenkj- andi fólki hrýs hugur við því, hvert þessi uggvæn- lega stefna leiðir. Þessi „sannleikur" máls, mun þó ekki alveg einhlítur og mun uppruni og tilgang- ur, ásamt markmiðum hinna einstöku félagasam- taka nokkm ráða um raun- hæfa þátttöku einstakling- anna, er félögin mynda, í hinum daglegu störfum hvers félags. fiLÞÝÐUBLfiÐIÐ - fiLLTfiF ÚTI fíO LEIKfi SÉR! Alþýðublaðsmynd / Einar Óla. Verkalýðs- og stjóm- málafélög eru hér í nokkr- um sérflokki, en þátttaka þar er nokkuð bundin átök- um um kaup og kjör, ásamt ástandi á vinnumarkaði. Stjómmálafélögin taka fjörkipp þegar almennar kosningar og undirbúning- ur þeirra nálgast, en þess á milli fer lítið fyrir staifsemi þeirra. Þriðji flokkur félagasam- taka og ekki sá áhrifa- minnsti eru styrktar- og líknarfélög, sem helgað hafa störf sín baráttu gegn hinum ýmsu tegundum sjúkdóma sem hijá samtíð- arfólkið. Ég hefi áður á opinber- um vettvangi látið þá skoð- un mína í ljós og ítreka hana hér enn, að það væri verðugt verkefni fyrir okk- ar vel menntuðu hagfræð- inga og viðskiptafræðinga að taka saman á sem að- gengilegastan hátt yfirlit um framlag líknar- og styrktarfélaga til heilbrigð- ismála síðustu áratugina. Hvers vegna ekki að líta um öxl í þessum efnum á 50 ára afmæli lýðveldisins á næsta ári og meta þessi störf í ljósi staðreyndanna? Við slíkt mat verður því miður aðeins unnt að styðj- ast við hinn sýnilega efnis- þátt þessara mála, en ætti eigi að sfður að auðvelda almenningi að draga raun- hæfa lærdóma af því hverju félagsleg samstaða fær áorkað. Persónulega er ég heldur ekki í neinum vafa um að niðurstöðumar yrðu í senn ótrúlegar, en örvandi til enn frekari starfa. Hin hliðin á afrekaskrá þessara samtaka, sem felst í fækkandi veikindatilfellum og aukinni vellíðan einstak- linganna, verður seint eða aldrei til íjár metin. Slík samantekt eða heild- aryfirlit verður þó enn verð- mætara í hug þeirra sem skoða vilja þessi mál af raunsæi, að fullvíst má telja að það fjármagn sem bund- ið er í sjálfboðavinnu, hús- um og búnaði þeirra (öll- um?) fyrir atbeina um- ræddra samtaka, hefði ekki fengist frá því opinbera, það er ríki eða sveitarfélög- um. Flcstum þykir opinber skattheimta nægjanlega mikil í dag. Almennt er ekki litið á framlög til styrktaraðila sem opinber gjöld, enda ræður fólk sjálft hvað það lætur af hendi rakna. Nægir í því sambandi að minna á hina endurteknu erfiðleika ríkissjóðs og rekstrarhalla sveitarfélag- anna, sem birtist í sífellt auknum spamaði og niður- skurði opinberra fram- kvæmda. Grundvallarorsök þess ástands verður ekki rædd hér, enda nægar skýringar á lofti um þau efni á vett- vangi stjómmálanna, þótt æði misvísandi séu. Það, að mér hefur hér orðið svo tíðrætt um hin margnefndu fijálsu líknar- og styrktarfélög, á sér því einkum tvær höfuðástæður. (1) Hefðbundnar ljáröfl- unarleiðir hafa verið ýmiss konar merkja- og happ- drættismiðasölur, sem em mjög starfsfrekar og í versnandi efnahag almenn- ings ekki alltaf vel séðar. Maður getur þó vart ann- að en fyllst aðdáun yfir þol- inmæði og þrautseigju þessa fólks, sem til okkar leitar, jafnvel þótt of lítinn árangur beri hverju sinni. Mun betri og oft árangurs- ríkari hefur reynst sú aðferð að efna til fjáröflunar- skemmtana og stöðugt þyrfti að huga að aukinni fjölbreytni í þeim efnum. Þörfin fyrir auknar ffam- kvæmdir blasir hvarvetna við. (2) I upphafi þessara orða minna minntist ég á hina almennu félagslegu deyfð. Um þá hlið mála má skrifa langt mál, um orsakir og afleiðingar. Frá verka- lýðshreyfingunni heyrast áður óhugsandi tillögur um skipulagsbreytingar á öllu innra starfi meðal annars til að mæta þeim vanda sem af deyfðinni og áhugaleysi einstaklinga óhjákvæmi- lega leiðir. Já, mun einhver vilja segja, en hér er ólíku saman að jafna. I verkalýðsfélög- unum er að stærstum hluta fullfrískt fólk sem daglega getur tekist á við sín vanda- mál, þegar meðlimir ör- yrkjafélaganna og styrktar- félaga þeirra em með marg- víslegum og oft ólíkum hætti hindraðir í þátttöku eðlilegs félagsstarfs. Þeir fyrmefndu hafa sér til stuðnings, að undan- genginni oft hraðri baráttu, undirritaða kjarasamninga, þegar öryrkjar og velunnar- ar þeirra verða að sækja rétt sinn í umdeild laga- og regluákvæði. Hér verður ekki lagt mat á, hvort hefiir gefið raun- betri og áþreifanlegri ár- angur. Þar verður hver, sem huga leiðir að málum þess- ara áhrifamiklu samtaka, að meta sjálfur í ljósi reynsl- unnar. Óþarft er að bæta við þá affekaskrá ffamangreindra samtaka til að leggja áherslu á þá þjóðfélagslegu nauðsyn hvað öryrkja- og styrktarfélögin áhrærir og að raunhæft mat fari fram á þegar unnum störfum þeirra og frjálsu framtaki. Hvers vegna ekki að koma þama á fót föstu og skipu- lögðu samstarfi öryrkja og verkalýðssamtaka? Hvaða óyfirstfganlegar hindranir ættu að geta komið í veg fyrir markvisst samstarf um að tryggja ffamhald þess, sem í dag er að unnið og til að tryggja ffamtíð umbjóð- enda sinna? Fullvirkja það afl, sem þegar er fyrir hendi innan samtakanna og beina því inn á þær brautir, sem liggja til sigurs í baráttu- málum hvers tima.“

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.