Alþýðublaðið - 24.12.1993, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 24.12.1993, Blaðsíða 3
Föstudagur 24. desember 1993 SÉRA CECIL HARALDSSON ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 JÓLAHUGVEKJA Náð veri með ykkur og friður frá Guði föður og Drottni Jesú Kristi. eigi var rúm handa þeim í gistihúsi.“ Þau hafa verið þung skrefin hennar Maríu frá gistihúsinu að útihúsun- um. Mikið hefði henni létt, hefði hún að minnsta kosti getað fengið rúm. Getur verið nokkur fagnaðarboðskapur í heimilisleysi, í fullkomnu aðstöðuleysi bamungrar stúlku til að fæða bamið sitt. Miðað við jarðneskt verðmætamat er enginn fögnuður í umkomuleysi þeirra Maríu og Jósefs, og engin fegurð. En fyrir okkur, sem nú lesum eða heymm frá- sögnina, er hún mikill fagnaðarboðskapur. Guð sjálfur samlagast okkur og til að ná til allra setur hann sig á það þrep, sem okkur fínnst lægst, umkomulaus, heimilis- laus, úthýst. Stundum er lífmu líkt við leiksvið. Það, sem við byggjum upp og söfnum að okkur em þá leiktjöld og leikmunir. En hvemig standast þau vinda raun- vemleikans? Eg hef undanfarið kom- ist að því, hversu mikið hrófatildur þau em. Til mín hafa daglega komið einstaklingar, sem þola ekki fjárhagslegan auka- kostnað af nokkrum jóla- kortum og tilbreytingu í mat í nokkra daga. Og þessir em með þeim best settu, aðrir hafa engan ljár- hag til að tala um. Þeir, sem koma em þeir, sem þjást fyrir offjárfest- ingu, sjóðasukk og millj- ónagjaldþrot. Þetta er ekki fólk, sem hefur offjárfest, það hefur ekki mokað gulli með skóflum úr pól- itískum hagkvæmnisjóð- um, það er flest ekki orðið gjaldþrota, en það líður fyrir gjaldþrot þeirra, sem eiga sitt á þurru og glotta framan í þjóðfélagið með gamlan rekstur undir nýju nafni og afskrifaðar skuld- ir. Það fólk sem hjálpar leitar er fólk sem óð í villu og svíma um að atvinna væri mannréttindi, ekki leiksoppur athafnamanna. Þetta fólk hélt að það ætti hlut í sameign þjóðarinnar. Þetta fólk hélt, að trygg- ingalöggjöfin vari örygg- isnet. Hvað er hægt að gera fyrir þá, sem biðu jólanna, hátíðar ljóss og gleði með kvíða og hryllingi. Hvað getum við gert fyr- ir þá, sem halda jólin í óttablöndnum kvíða fyrir því hvað við tekur að þeim loknum. í jólaguðspjalli Jóhann- esar segir: Maður kom fram sendur af Guði. Hann hét Jóhannes. Hann kom til vitnisburðar, til að vitna um ljósið. Eitt sinn spurðu áheyrendur Jóhannes: Hvað eigum við að gera? Hann svaraði þeim með því að benda þeim á sam- band þeirra hver við ann- an: Sá, sem á tvo kyrtla gefi þeim, sem engan á, og eins gjöri sá, sem matföng hefur. Þetta eigum við að gera einnig fyrir þá, sem þjást og kvíða. Eg talaði á dögunum við mann, sem var ungur á þeim árum sem við köllum kreppuárin. Hann sagði mér frá samhjálp fólksins. Það var hjálp frá manni til manns. Ættingjar, vinir, kunningjar, grannar deildu með sér, því sem gafst. Fengist fiskur var fiskur á hvers manns borði. Flíkur voru nýttar. Þetta var hjálp eins og Jóhannes skírari talaði um. Hjálpin fór ekki í gegn um neitt kerfi, hún var frá manni til manns. Þetta hefur okkur gleymst í hraða nútímans. Flestum, sem aflögufær- ir eru þykir sjálfsagt að hjálpa, en fáir leita uppi einhvern, sem þarf að- stoð. Það er svo miklu einfaldara að koma því, sem gefa á til einhverrar stofnunar, sem kann að hjálpa. Þá er líka hægt að sleppa við allar áhyggjur af því, hvort hjálpin hafi verið nægjanleg. Hjálp okkar fer um hendur Mæðrastyrks- nefndar, Hjálpræðishers- ins, Hjálparstofnunar kirkjunnar, Rauða krossins og fleiri. Allar eru þessar stofnan- ir góðar, mjög góðar. Mörgum hafa þær hjálpað, og mörgum hafa þær hjálpað til að hjálpa. Það fólk, sem þar tekur á móti, vinnur fómfúst starf til að reynast sannir ná- ungar, en til að veita þá mannelsku hlýju, sem margir þrá, eru þau allt of fá, tíminn, sem hverjum og einum gefst er alltof stuttur. Þegar þú gefur, láttu ekki nægja að gefa peninga, mat eða föt. Gefðu sjálfan þig, gefðu tíma þinn eins og það fólk, sem vinnur sjálfboðaliðsstarf við að koma gjöfum þínum áleið- is, gefðu af tilfinningum þínum. Slík gjöf er ekki minna virði en tímabundin verðmæti. Þetta kunnu menn í kreppunni, þetta verður okkur, sem ekki munum kreppuna, að lær- ast, ekki síst reynist það rétt, sem margir óttast, að ástandið núna sé ekki kreppa, sem gengur yfir, heldur sé íslenskt þjóðfé- lag að komast á það stig, sem þjóðartekjur nægja til og ástandið verði varan- legt. Það er engin tilviljun, að þeir, sem erfitt eiga ijár- hagslega, leita til kirkjunn- ar. Jólabamið átti sér ekki samastað við fæðingu og þannig var það áfram. Hann sagði sjálfur: Mannsonurinn á engan stað, þar sem Hann getur hallað höfði sínu. Því ber Hann mikla umhyggju fyrir þeim, sem erfitt eiga. Þessari umhyggju hefur Hann miðlað til þeirra, sem á hann trúa. Það vita þeir, sem hjálpar þarfnast. En líkamleg vannæring er minnsta málið, hin and- lega er verri: jesús, sem fæddist í útihúsi og var lagður í jötu, fæddist til að búa okkur stað. hann fæddist til að búa okkur heimili hjá Guði. Okkur fer Frelsari fæddur. Hann fæddist til að búa okkur athvarf. Ytra athvarf í kirkju sinni á jörðu, at- hvarf hið innra hjá Föð- umum í himnesku ríki Hans. Þér er Frelsari fæddur. Hann kemur til þín og bið- ur um athvarf. Hann biður um athvarf í hjarta þínu. Þegar þú veitir Honum að- gang færð þú aðgang að ríki Hans. Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla í Jesú bless- aða nafni. Amen. Séra Cecil Haraldsson. JOLATRÉSSKEMMTUN 1993 Jólatrésskemmtun fyrir börn félagsmanna verður haldin í ÁTTHAGASAL HÓTEL SÖGU MIÐVIKUDAGINN 29. desember 1993 klukkan 15 til 18. Miðar verða seldir við innganginn. Verð krónur 500. Félag járniðnaðarmanna - Bíliðnafélagið Félag blikksmiða - Nót sveinafélag netagerðarmanna Iðja félag verksmiðjufólks JOLATRESSKEMMTUN V.R. Á ANNANí JÓLUM Verzlunarmannafélag Reykjavíkur heldur jólatrésskemmtun fyrir börn félagsmanna, sunnudaginn 26. desember næstkomandi, klukkan 15.00, í Perlunni í Öskjuhlíð. Miðaverð er krónur 600,- fyrir börn og krónur 200.- fyrir fullorðna. Miðar eru seldir á skrifstofu V.R. í Húsi verslunarinnar, 8. hæð. Nánari upplýsingar í síma félagsins 68 71 00. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.