Alþýðublaðið - 24.12.1993, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ
ÓLAFUR GUNNARSSON SKRIFAR
Fðstudagur 24. desember 1993
REIMAR: SÍÐUSTU
imm
Vinningstölur
miðvikudaginn: 22. des. 1993
VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING
U 6af6 1 34.839.000
5 af 6 LaS+bónus 0 436.566
pÍl 5 af 6 4 85.754
gl 4 af 6 292 1.868
Pl 3 af 6 tfl+bónus 1.094 214
Aðaltöiur:
2^(T)fÍ2:
31J(38J(40
BÓNUSTÖLUR
29) (39) (44
Heiidarupphaeð þessa viku:
36.398.154
á Isl.:
1.559.154
M
UPPLÝSINGAR, SÍMSVARI 91- 68 t5 11
LUKKUUNA 99 10 00 - TEXTAVARP 451
BIRT MEÐ FVRI8VARA UM RHENTVILLVR
Vinningur DaftmGTkLir ;
um við frændumir komnir eins og sagði frá síðast. Þeg-
ar ég vaknaði undir kvöld var það mitt fyrsta verk að
líta út um gluggann. Pontiac 1959, svarta skruggukerr-
an hans Reimars stóð virðuleg á hlaðinu. Við snæddum
karbúnaði og baunir og rauðkál og fínt fínt í matsalnum
um kvöldið og borguðum með beinhörðum peningum.
Eftir matinn tendraði Reimar í rettu.
- Hér er nóg að reykja en nú vantar okkur tvennt.
- Að drekka og ....?
- Einmitt vinur, sagði Reimar.
II. kapítuli
A Hótel Tryggvaskála var heljarsumbl enda Hvíta-
sunnan komin. Augljóst var að pöpullinn var að kynda
fyrir Þjórsárdalinn. Ur Reykjavík var stöðugur straum-
I. kapítuli
Kannski muna fáir eftir Reimari Eiríkssyni frá Isa-
firði. En það gerir ekkert. Ég hafði steingleymt honum
sjálfur þar til síminn hringdi í gær.
- Svo þú ert farin að skrifa í Alþýðublaðið, sagði
frekjuleg rödd.
- Nei, sæll frændi.
- Ég er að hugsa um að segja blaðinu upp.
- Hvað gengur á? sagði ég. Hefurðu ekki tekið eftir
því að ég hef verið með fasta þætti að undanfömu og
sala blaðsins hefur stóraukist í kjölfarið?
- Mér er skítsama um það, gjammaði Reimar. Ég hef
ekkert áframhald séð á ævintýmm mínum.
- Ef þú heldur Reimar, svaraði ég. Að ég sé einhver
fastur hirðskiifari hjá þér. Þá hefurðu illilega misskilið
hlutina drengurinn minn.
- Mér fannst helvíti hart að hætta í Pressunni án þess
að fólk fengi að vita hver framdi morðið.
Þannig hafði viljað til að Reimar var rétt í þann mund
að upplýsa morð þegar við vorum reknir af Pressunni.
- Reimar! sagði ég. Við hættum ekki á Pressunni. Þú
hlýtur að muna að við vorum reknir.
- Og hver stóð fyrir því?
- Nú ritstjórinn maður. Hann Gunnar Smári.
- Ég get sagt þér eitt góði, hvæsti Reimar. Það rekur
mig enginn. Pressan er skítasnepill, bætti hann við
beisklega.
- Heyrðu vinur, sagði ég. Ég hef ekki tíma til að sitja
hér og hlusta á þig brúka ljótt orðbragð í símann. Rit-
stjórinn minn var að hringja. Ég þarf að skila pistli í Al-
þýðublaðið.
Ég lagði á.
Sfminn hringdi aftur.
- Það slitnaði hjá okkur, sagði Reimar.
- Nei, félagi ég skellti á þig.
Hann byrjaði að æpa og veina svo ég lagði aftur á. Ég
hafði rétt dýft fjöðurstaf mínum í blek þegar Reimar
hringdi í þriðja sinn. Ég lagði á og tók símann úr sam-
bandi.
Ég fór að hugsa um allt sem á daga Reimars hafði
drifið eftir að ég sleppti hendi af honum f Pressunni í
sextugasta og fyrsta kapítula og vorum við þó ekki
komnir lengra en fram til ársins 1963. Mér gafst aldrei
tækifæri til þess að skýra frá því þegar Reimar gifti sig.
Hvað þá þegar hann gerðist róttækur og stóð fyrir sendi-
ráðstökunni í Svíþjóð. Aldrei komst ég til þess að segja
frá því þegar vinurinn bruddi LSD eins og hvítasykur í
Christianíu. Og svo mætti lengri telja. Nei, af nógu var
að taka og ekki ástæða til að sitja örvinglaður af því að
einhver íjárans pistill vildi ekki fæðast. Ég held því
áfram að færa í letur ævintýri Reimars eins og þau voru
lesin mér fyrir af bemskuvini
hans og frænda af amerísku
faðemi Jónasi Johnes.
Skrásetjari minn Ólafur
Gunnarsson, veit að ég fer
ekki með neitt fleipur frekar
en Pétur Hoffmann þegar
hann las Stefáni Jónssyni
fféttamanni fyrir æviminning-
ar sínar. Allt er hér sannleik-
anum samkvæmt. Við Reimar
vomm staddir á Selfossi. Ég
hafði sofnaði eins og steinn
um hábjartan dag á Hótel
Tryggvaskála en þangað vor-
raoum Koma...
Pelsfóðurs-
jakkar
og kápur.
raðgreiðslur
Greiðslukjör
við allra hæfi.
Loðskinnshúfur, Fatnaðurfrá
ennisbönd og vrvrvm/N
treflar í miklu JVX UuU
úrvali.
PElSINNrWl
Kirkjuhvoli - sími 20160 L-JJHU
Þar sem vandlátir versla
ur af bílum.
Reimar var ekki lengi að fiska Selfyssing að borðinu
og pumpaði hann um sprúttsöluna í plássinu. Heppnin
var með okkur eins og alltaf. Við skmppum þrír á kerr-
unni. Reimar hvarf inn í hús og kom aftur með tvær Ba-
cardi-romm innan klæða.
Ég nenni ekki að rekja þetta fyllerí lið fyrir lið. í sem
stystu máli: Það vildi teygjast úr drykkjunni upp á her-
bergi, allt í einu var komin niðdimm nótt á glugga og
vonlaust að rata í Þjórsárdalinn enda við allir orðnir
moldfullir.
- Andskotinn hafi það strákar, sagði Reimar. - Öll
okkar plön em hmnin í rúst. Ég sem ætlaði að komast
yfir kvenmann f kvöld.
- Ég veit um bijálað vændi, sagði Selfyssingurinn. -
Hjúkkumar á heilsuhælinu í Hveragerði em með sér-
skála. Við skutlumst bara þangað og dumpum á glugga.
Reimar settist undir stýri og reyndi að stramma sig af.
Hann horfði ýsuaugum fram á veginn. Þegar til Hvera-
gerðis kom læddumst við að stúlknaskálanum, húsi
gleðinnar. Selfyssingurinn beið í bílnum. Ég sá vændið
fyrir mér í töluverðum hillingum.
Mér þótti ein bíða mín, hún tyllti fögmm fæti á stól
og var að greiða sítt hárið með augað á glugganum til að
gá hvort hugrakkur sveinn úr Reykjavík væri að kíkja.
Vindur fór um trén. Hver taug í mér söng: ástin mín
ég er að koma. Reimar var vitaskuld fyrstur á gluggann.
Svo gægðist ég. Þarna var ekki bijóstastór og velvaxin
þokkadís að laga sitt sokkaband.
Nei! Tvær níræðar skmkkur sátu á sitt hvom rúminu.
Þær virtust ekki til stórræðanna í hvílubrögðum. Önnur
leit upp, kom auga á okkur og gaf ífá sér skerandi ang-
istarvein sem nísti merg og bein.
- Annað hvort höfum við verið dobblaðir Nasi, sagði
Reimar. - Eða þú hefur rambað með okkur á skakkt hús
helvítis júllebúkkerinn þinn. Þetta em sjúklingar maður.
Nú veinuðu vesalíngs konumar í dúett.
Ljós kviknuðu hér og hvar. Við frændumir settum
Hveragerðismet á hlaupunum til hliðsins. Nú reið á að
komast sem íyrst af staðnum. Ég gleymdi að segja frá
því áðan að þegar við læddumst inn á lóðina fann ég
fyrir svokallaðri „hestagrind“ undir sólunum á striga-
skónum. Svona grindur þekkja flestir. Þær em til þess
gerðar að kvikfénaður þvælist ekki inn á afgirt svæði og
oftast nær er gryfja undir.
Ég hafði grindina í huga þegar ég stökk yfir hliðið en
Reimar var búinn að gleyma henni og fataðist illilega.
Hann kom niður af fullum þunga með annan fótinn á
milli rimla, löppin stakkst á bóla kaf og hnéð skrapp
niður fyrir rörin svo frændi minn sat gikkfastur. Hann
greip undir lærið og rykkti í veinandi en fékk ekki bifað
löppinni. Ljós vom kveikt í gluggum.
- Kondu maður, kallaði ég.
- Æ,æ,æ, sagði Reimar og togaði. En fóturinn sat
fastur sem í hörðnuðum múr.
Þarna var girðingarstaur og ég reyndi að spenna í
sundur rörin en ekkert gekk. Reimar leit í kringum sig
og hló. - Það verður gaman að segja frá þessu síðar-
meir, sagði hann. Svo gerðist hann grafalvarlegur. -
Nasi á ég að segja þér einn hlut sem ég hef þagað yfir
ámm saman. Hann pabbi þinn var myrtur.
Mér var litið til Heilsuhælisins. Tveir vaktmenn vom
á leiðinni og þótt þeir ættu eina hundrað metra ófama sá
ég í ljósinu yfir tröppunum að þetta vom vörpulegir
menn. - Flýtið ykkur strákar, kallaði Selfyssingurinn. -
Þetta er Jói kjálkabijótur og Beggi bróðir hans. Þeir vita
ekkert betra grín en berja utanbæjarmenn.
Þjónustusamband Islands
Sendum öllum félögum okkar, verkafólki
til lands og sjávar, bestu óskir um
gleðileg jól ogfarsœld á komandi ári.
VERKALÝÐSFÉLAGEÐ BALDUR VERKAIVL4NNAFÉLAGIÐ FRAM VERKALÝÐSFÉLAG
ÍSAFIRÐI SEYÐISFIRÐI STYKKISHÓLMS
BAKARASVEINAFÉLAG FÉLAG FÉLAG STARFSPÓLKS FÉLAG ÍSLENSKRA FÉLAG FÉLAG HÁRGREIÐSLL-
ÍSLANDS FRAMREIÐSLUMANNA í VEITINGAHÚSUM KJÖTIÐNAÐARMANNA M ATR EIÐSLUMANN A OG HÁRSKERASVEINA