Alþýðublaðið - 28.12.1993, Side 1

Alþýðublaðið - 28.12.1993, Side 1
Verð í lausasölu kr. 140 m/vsk Samkeppni í bifreiðaskoðun boðuð - en þykir óaðgengileg EKKIGLÓRA AÐ UPP- FYLLA ÞESSISKILYRÐI - segja bílgreinamenn sem tilbúnir eru til að setja áfót skoðunarstöðvar „Við trúum þessu ekki fyrr en við tökum á því. Þessar reglur eru þannig úr garði gerðar að þær standast ekki. Það er ekkert útilokað að við þurfum að leita til Samkeppnisstofn- unar til að fá úr því skorið hvort hér sé allt með felldu“, sagði Tryggvi Aðalsteinsson, annar eigenda ET - Einars & Tryggva, í Klettagörðum, en þeir huga að stofnun bíla- skoðunarstöðvar á næstunni. Tryggvi seg- ir að engu sé Iíkara en að reglugerðin sé til þess eins að slá ryki í augu fólks. Engin glóra sé í ýmsum skilyrðum sem sett eru, allt virðist miða að því að Bif- reiðaskoðun íslands njóti einokunarað- stöðu áfram. Það hefur gustað um starfsemi Bifreiðaskoð- unar Islands frá upphafi þess rekstrar. Ekki síst fór fyrir hjartað á bfleig- endum hár kostnaður sem fylgdi nýju fyrirtæki á sínum tíma, og með- fylgjandi stórgróðatölur sem opinberaðar voru. I ár lítur út fyrir taprekstur hjá fyrirtækinu upp á 14-15 milljónir króna. Fyrirtækið er að hálfu í eigu ríkisins. Stjómar- formaður þess er ráðu- neytisstjóri, Þorsteinn Geirsson. Samkvæmt áætlun Bifreiðaskoðunar Is- lands um reksturinn í ár, er gert ráð fyrir liðlega 40 milljón króna hagn- aði af rekstrinum í Reykjavík, en tapi á 11 stöðum úti á land, útibúi og færanlegri skoðunar- stöð, alls upp á 54 millj- ónir króna. Núna um áramótin stendur til að gefa skoð- un og endurskoðun bif- reiða fijálsa. Bflgreina- samband íslands hefur ályktað um það mál og leggur áherslu á að engar breytingar verði á endur- skoðun ökutækja og að viðurkenndum verk- stæðum um land allt verði áfram heimilt að endurskoða bfla á sama hátt og verið hefur und- anfarinn áratug. Leggst Bflgreinasam- bandið gegn því að farið verði að koma á nýju og flóknu kerfi varðandi þennan verkþátt með milljónakostnaði fyrir verkstæði og neytendur. Telur sambandið að eng- ir alþjóðasamningar skyldi Islendinga til að gera nokkrar breytingar í þessu efni. Forráðamenn bfla- verkstæða sem Alþýðu- blaðið hefur rætt við segja að það sé vissulega í takt við tímann að veita öðmm aðilum en Bif- reiðaskoðun Islands leyfi til að skoða bfla, ekki síst fyrirtækjum í einkageíranum. Hins- vegar sé það alveg ljóst að ekki verði mikið úr slíkri framkvæmd. Sett hafi verið mörg skilyrði og þau flest með öllu óaðgengileg. Segja þeir að með þessu sé verið að koma í veg fyrir að Bif- reiðaskoðun fái sam- keppni af nokkm tagi. Meðal skilyrðanna má nefna að skoðunarstöðv- um í einkaeign á höfuð- borgarsvæðinu er gert skylt að taka að sér skoð- un úti á landsbyggðinni samkvæmt verkefnalista sem Bilfeiðaskoðun ís- lands mun leggja fram. Alþýðublaðið hefur ífegnað af aðilum sem vom tilbúnir að setja á stofn skoðunarstöðvar, þar á meðal er ET, mjög traust fyrirtæki í flutn- ingastarfsemi, og Kraft- ur hf. - MAN-umboðið. ANSIER ÞETTA NU ALITLEG LÆÐA ÞARNAINNI... Alþýðublaðsmynd / Einar Óla. Vöruskiptin við útlönd Afgangur nemur - fyrstu ellefu mánuði ársins en var 2,9 milljarðar á sama tíma í fyrra Fyrstu ellefu mánuði þessa árs voru fluttar út vörur fyrir tæplega 85,5 milljarða króna en inn fyr- ir rösklega 74,1 milljarð fob. Afgangur var þvf á vöruskiptunum við útlönd sem nam 113 milljörðum króna en á sama tíma í fyrra var vöruskiptajöfn- uðurinn hagstæður um 2,9 milljarða króna á föstu gengi. I nóvember voru fluttar út vörur fyrir 7,6 milljarða og inn fyrir nær sömu upphæð. Verðmæti vömútflutn- ingsins fyrstu ellefu mánuði ársins var um 2% minna á föstu gengi en á sama tíma í fyrra. Sjávarafurðir vom 80% alls útflutnings og var verðmæti þeirra um 1% minna en á síðasta ári. Verð- mæti útfluttra sjávarafurða fyrstu ellefu mánuðiná nam 68.449.5 milljónum en 63.887.6 milljónum á sama tíma í fyrra. Utflumingur á áli nam 7,2 milljörðum setn er nær sama upphæð í krónu- tölu og í fyrra en verðmæti útflutnings á kísiljárni jókst úr 1,5 milljörðum upp í tæp- lega 2,3 milljarða. Þessar upplýsingar koma fram í frétt frá Hagstofunni. Þar segir ennfremur að út- flutningur á áli hafi verið 8% minni á föstu gengi en árið áður en útflutningur kísil- jáms 34% meiri. Útflutn- ingsverðmæti annarrar vöru að lfátöldum skipum og flugvélum var 6% minna í janúar-nóvetnber 1993 en ár- ið áður. Verðmæti vöruinnflutn- ingsins fyrstu ellefu mánuði ársins var 12% minna á föstu gengi en árið áður. Innflutn- ingur sérstakrar fjárfesting- arvöru, skip, flugvélar, Landsvirkjun, innflutningur til stóriðju og olíuinnflutn- ingur er jafnan mjög breyti- legur frá einu tímabili til annars. Að þessum liðum frátöldum reyndist annar innflutningur hafa orðið 9% minni en á sama tíma í fyrra. Dráttarvextir lækkaum2% Dráttarvextir af pen- ingakröfum í íslenskum krónum verða 16% frá og með 1. janúar 1994. Þetta er 2% lækkun frá gildandi dráttarvöxtum í desember. Vextir innlánsstofnana við Seðlabanka íslands lækkuðu 21. desember síðastliðinn. Á útlánahlið er ávöxtun í kaup- um Seðlabankans á ríkisvíxl- um nú 5,5% á ári en á öðrum ríkistryggðum verðbréfum 6,5% á ári. Þetta felur í sér 0,5% lækkun á ávöxtun. Á innlánahlið verður sala inn- stæðubréf t Seðlabanka með 4,75% vöxtum á ári en það felur í sér 0,25% lækkun vaxta. Engin verðbólga Seðlabankinn samdi þann 22. desember síðastliðinn við banka og sparisjóði um vaxtaskipti fyrir tímabilið janúar til apríl í samræmi við rammasamkomulag aðila um vaxtaskipti frá í septem- ber. Samningurinn byggist á þeirri forsendu að engin verðbólga verði næstu fjóra mánuði á mælikvarða láns- kjaravísitölu og er það í sam- ræmi við spár Seðlabankans. í samkomuíag Seðlabank- ans við viðskiptabankana er gert ráð fyrir að bankar og sparisjóðir greiði Seðlabank- anum 5% nafnvexti af samn- ingsfjárhæð en Seðlabankinn greiði sömu aðilum á rnóti 5% vexti ofan á verðtryggð- an höfuðstól. Vaxtaskipta- samningurinn er gerður til að draga úr þeirri áhættu inn- lánsstofnana sem felst í verð- tryggingarhallanum, það er því að verðtryggðar skuldir banka og sparisjóða eru meiri en verðtryggðar eignir þeirra.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.