Alþýðublaðið - 28.12.1993, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 28.12.1993, Qupperneq 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ BÆKUR, SUND & SKILABOÐ Þriðjudagur 28. desember 1993 Bók eftir Gunnar G. Schram Framtíðjarðar- T •>(• n / T| * * Leiðm fra Rio Út er komin bókin „Framtíð jarðar - Leiðin frá Ríó" eftir Gunnar G. Schram, prófessor. Fjallar hún um stöðu og hotfur í helstu umhverfismál- um veraldar, við hvem vanda er þar að glíma og hverjar eru helstu leiðir til lausnar hans. í t'yrri hluta bókar- innar er fjallað um mikilvæga þætti um- hverfísmála, svo sem loftmengun, eyðingu ósónlagsins, mengun hafsins og mannfjölg- unarvandann. Er þar meðal annars rætt um hættuna af losun geislavirkra efna í haf- ið og birt kort af leið geislavirkra efna frá kjarnorkustöðinni í Sellafield til hafsvæð- anna við ísland. Þá er rætt um áhrif iðnaðar og orku á umhverfið, hættuleg úrgangsefni og eyðingu náttúru- gæða. Byggt er á upp- lýsíngum frá Um- hverfismálastofnun Sameinuðu þjóðanna í þessum efnum. í síðari hluta bókttr- innar er íjallað um Ríó-ráðstefnuna 1992. Þar er birt Ríó-yfirlýs- ingin um umhverfi og þróun og ítarlegur út- dráttur úr Dagskrá 21, framkvæmdaáætlun í umhverflsmálum fyrir næstu áratugi, sem . samþykkt var á Ríó-ráðstefnunni sumttrið 1992. Fjöldi skýringamynda er í bókinni. Össur Skarphéð- insson umhverfisráð- herra skrifar formála bókarinnar. Birt er ávarp forseta Islands Vigdísar Finnboga- dóttur á Ríó-ráðstefn- unni og stuttar greinar rita Arnþór Garðars- son formaður Náttúru- verndarráðs, Auður Sveinsdóttir formaður Landvemdar og Hulda Valtýsdóttir formaður Skógræktar- félags Islands. Framtíð jarðar er 240 bls. Útgefandi er Alþjóðamálastofnun Háskóla íslands. Oddi annaðist prent- verk. Krossgátubókin er komin út Ó.P. útgáfan hefur geftð út Kross- gátubókina í ellefta sinn en bókin kemur jafnan út í desember. Krossgátubókin er 68 blaðsíður og hefur að geyma ýmsar gerðir af krossgátum. Krossgátubók ársirn VIÐSKIPTAMANNA NKA 0G SPARISJÓÐA ■ ‘ í .. \ vf Lokun 3. janúar og eindagar víxla. Afgreiðslur banka og sparisjóða verða lokaðar mánudaginn 3. janúar 1994. Leiðbeiningar um eindaga víxla um jól og áramót liggja frammi í afgreiðslum. Reykjavík, desember 1993 Samvinnunefnd banka og sparisjóða SJÓMANNAHANDBÓKIN - bók sem sannarlega á erindi við sjómenn er komin út Góð jólagjöf bókaforlags til sjómannastéttarinnar Fyrir þessi jól kom út hjá Erni og Orlygi, Sjómannahandbókin eftir þá Gunnar Ul- seth og Tor Johan- sen. Bókin er þýdd og staðfærð úr norsku. Bókinni er fyrst og fremst stefnt til báta- sjómanna, enda þótt efni hennar höfði meira og minna til sjómannastéttarinnar allrar. Fullyrða má að þetta framtak bóka- forlagsins Öm og Ör- lygur er hin besta jólagjöf til sjómanna- stéttarinnar, enda bætir hún úr brýnni þörf fyrir aukna fræðslu þeim til handa. Sjómannahandbók- in var gefin út í sam- vinnu við Siglinga- málastofnun, Slysa- varnafélag Islands og Landssamband smábátaeigenda. Fjöldi sérfróðra manna hafa lagt sitt af mörkum til bókarinn- ar sem fyrst og fremst er ætlað það hlutverk að stuðla að auknu ör- yggi sæfarenda. Mun ekki vanþörf á, enda eru slys hvergi tíðari en einmitt á sjónum. Þeir sem tileinka sér efni bókarinnar munu ugglaust verða betur í stakk búnir að mæta óvæntum atvikum í daglegum störfum sínum. „Mér er sérstakt ánægjuefni að sigl- ingamálastofnun hef- ur lagt útgáfu þessarar bókar lið og ég leyfi mér að bera fram þá einlægu ósk að hún stuðli að því að sjó- menn komi heilir hafnar til“, segir Benedikt Guð- mundsson, siglinga- málastjóri, í tilefni þessarar miklu og vönduðu bókar. . UutmarUliHliog im Oolioníin i A'k. T k Alþýðublaðsmynd / Einar Óla.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.