Alþýðublaðið - 28.12.1993, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 28.12.1993, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 28. desember 1993 KVIKMYNDIR & NEKT ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 Háskólabíó: Saga-bió. Addams-fjölskyldugildin (Addams Family Values). Leikstjóri: Barry Sonnenfeld. Aöaiieikarar: Anjelica Hou- ston, RaulJulia, Christopher Uoyd, Joan Cusack, Peter McNicoi, Christina Ricciog Carol Kane. Stjömur * * 1/2 Ef kvikmyndagerðarmenn auðgast á einhveiju verki sínu em sumir þeirra ekki lengi að bretta upp ermamar og hefjast handa við gerð framhalds- myndar. Þeir gera sér oftast grein fyrir því að framhalds- myndir geta ekki jafnast á við fyrri snilld og leggja því ekki á sig óþarfa vinnu við gerð hinnar síðari. Einstaka sinn- um láta þeir jx> metnaðargim- ina ráða ferðinni og sem betur fer em ekki allar kvikmynda- persónur sem hverfa eftir einnar kvikmyndar tilvem. Hin víðfræga Addamsfjöl- skylda samanstendur af frá- bæmm persónum, reyndar misfrábæmm. Þessar persón- ur og kvikindisleg uppátæki þeirra eiga vel við hið ískalda skopskyn Frónbúans. Ad- dams-fjölskyldugildin er kvikmynd númer tvö í lfldegri kvikmyndaröð um jressa hrikalegu fjölskyldu; varla láta aðstandendur myndarinn- ar deigan síga á meðan þeir geta grætt. Nýr Addams fæð- ist inn á heimili þeirra Mort- iciu og Gomez. Systkini jtessa nýja fjölskyldumcðlims em ekki ánægð með bamið og reyna allt hvað þau geta að koma því fýrir kattamef. Ekk- ert gengur hjá þeim systkin- um og morðtilraunir mistak- ast. Foreldmm þeirra líkar ekki sú stöðuga hætta sem fitla krílið þeirra er í og fá sér bamfóstm. Sú leit gengur ekki þrautarlaust en loks finna þau bamfóstm að þeirra skapi. Hún er þó undirföml og dregur „kyntröllið" Fester á tálar með það í hyggju að myrða hann og verða sér út um gífurlegt fé. Eldri bömin tvö verða í vegi hennar og því lætur hún senda þau sumar- búðir en ungmennafélagsand- inn fellur ekki Addamsböm- um í geð. Tif mikillar furðu var smá ádeila í myndinni. Reyndar var að nokkuð hvöss ádeila á þröngsýna og ríka fyrirmynd- amppa Bandaríkjanna og þá útbreiddu söguskoðun að samskipti landnema og Ind- jána í Ameríku hafi verið á bestan máta. Kvikindishúmorinn fær að sjálfsögðu að njóta sín en þó er nokkuð um óbeinar endur- tekningar sem verða allþreyt- andi til lengdar. Umgjörð er öll faglega unnin og húsa- kynni Addamsanna gamal- dags og þunglyndisleg. Leik- arar fá tækifæri til að njóta sín. Ofleikur sumra er ekki til lýta í mynd sem þessari en Christina Ricci sem leikur Wednesday passar einstak- lega vel inn í myndina eins og hina fyrri og ásamt flestum hinum leikurunum skapa þau ágætan hóp leikara. Niðurstoða: Ágæt skemmtun fyrir böm á öllum aldri sem em farin að gera sér grein fyrir því að ekki eigi að herma eftir því sem gert er í bíó. MYND SEM EFLAUST Á EFTIR AÐ BREYTA HEGÐUNARMYNSTRI KVIKMYNDAHÚSAGESTA Háskólabíó. Rusl í ruslið: Kalli húsvörður. Handrit: Sigurbjörn Aðalsteinsson. Lengd: Mjög stutt. Stjörnur ★ ★ ★ 1/2 Menn gera sér ekki alltaf grein fyrir því þegar þeir eru í bíó að rusl eigi að fara í fötur framleiddar til slíks brúks en ekki á gólfið í saln- um. Menn hafa verið aldir upp við það að skilja rusl eftir á kvik- myndahúsagólfum án þess að það sé neitt tiltökumál. Þessi vett- vangur er líklegast eini staðurinn sem sóðar geta fengið að njóta sín fyrir utan eigið heimiii. Hin mestu snyrtimenni utan kvikmyndahúsa eiga það þó til að láta sig litlu skipta þó að allar sælgætisumbúðimar þeirra liggi eftir á jörðinni þegar sýningu lýkur. Háskólabíósmenn hafa hafið sýningar á stuttmynd sem sýnd er áður en auglýst mynd fær að hrífa áhorfendur. Þar fær Kalli hús- vörður gesti, á gamansaman hátt, til þess að hugsa sinn gang. Það er sjaldan sem myndir hafa svo skýran boðskap sem þessi. Leikarar fara á kostum og uppbygging er stórgóð. Eflaust mun þessi mynd hafa slík áhrif að menn munu sjá lífið í snyrtilegra samhengi og hjálpa Kalla. Niðurstaða: Gagnrýnandi og hans fylgifiskur settu sælgætisum- búðir sínar samviskusamlega í mslatunnu ekki langt frá sætaröð

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.