Alþýðublaðið - 20.01.1994, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 20.01.1994, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 20. janúar 1994 PALLBORÐIÐ, FRAMBJÓÐENDAKVÖLD & SUJ ALÞYÐUBLAÐIÐ 7 PALLBORÐIÐ: Margrét Héðinsdóttir skrifar Ég styð Bolla Runólf í 2. sætið Ástæðan fyrir því að ég kýs Bolla Runólf Val- garðsson í 2. sætið er sú að ég veit að hann gengur heilsteyptur til þessa verks, þar sem hann hef- ur mjög góða þekkingu og áhuga á borgarmálun- um. Ánægjulegt og farsæltsamstarf Á þessum tæpum tveimur árum sem ég hef starfað með honum í Fé- lagi ungrajafnaðarmanna í Reykjavík hefur sam- starfið verið ánægjulegt og farsælt. Drífandi, af- kastamikill og umffam allt vinnur hann sam- viskusamlega á ósérhlíf- inn hátt - vill ávallt skila sínum verkefnum vel ffá- gengnum. Sem formaður Félags ungra jafnaðar- manna í Reykjavík virkar hann hvetjandi á sam- starfsmenn sína. Margrét Héðinsdóttir. AUtaf er hægt að leita til hans með ýmis mál- efhi og er hann allur af vilja gerður til að leysa þau - persónulegur og gefúr sér tíma til að sinna einstaklingum. Málsvari hins almenna borgara Ég efast svo sannar- lega ekki um hæfni Bolla Runólfs sem fulltrúa í borgarstjóm. Honum er annt um að koma í gegn jafnt félagslegum sem efnahagslegum umbót- um. Hann mun verða málsvari hins almenna borgara, þar sem nóg er af mikilvægum málefh- um að taka, endurskoða og breyta til batnaðar. Ég veiti honum heils- hugar atkvæði mitt því ég veit að því verður ekki kastað á glæ. Bolla Runólf í 2. sætíð Með góðum stuðningi veitum við Bolla Runólfi tækifæri til að sýna hve mikið í honum býr. Veitum Bolla Runólfi veglega kosningu í 2. sætið í kosningu Alþýðu- flokksfélaganna til sam- eiginlegs ffamboðs til borgarstjómar. liolli Runólfur Valgarðsson, Höfundur er nemi, gjald- keri Félags ungra jafnað- armanna í Reykjavík og meðlimur í málstofu Sambands ungra jafnað- armanna um utanrikis- mál. BORQfiRSTJÓRMfiRKOSNINQfiR 1994 |BpK|P 4SF ik fljfÉ, « % lUjr'M :'x ■■ . .• : ■ . : - Qiffmar Qbswwton. < 'fh’ -----—.—— Gytti P. Gfckitoit Skjdldui- Porgrímsson. Portókur tkiððion. Frambjóðendakvöld í RÓSINNI Nœstkomandi laugardagskvöld. 22. janúar. verður haldið frambjóðendakvöld i Rösinni. félagsmiðstöð jafnaðarmanna í Roykjovík að jivcrfisgötu 8-10. í Rósinní þetta kvöld verða þeir sjö frambjóðondur s«m nú þögar hafa gefið kost ó s«r i kosningu Rlþýðuflokksfélaganna i Reykjavík ó sameiginlegan framboðslista til borgarstjórnarkosninga vorið 1994. Sjó myndir hér að ofan. Kosningin mun fara fram í Rósinni 5. og 6. fébrúar. Húsið verður opið fró klukkan 21 til Ol. Clpplýsingar eru gefnar ó skrífstofum fllþýðuflokksins. Ungir jafnaðarmenn athugið! Á vegum œskulýðsmiðstöðvar Evrópuráðsins er boðið upp á tungumálanámskeið ísumarsem endranœr. Aðildarfélögum Æskulýðssambands tslands (ÆSÍ) er boðið að sœkja um og er áhersla lögð á að umsœkjendur séu œskulýðsleiðtogar sem muni notfœra sér það sem þeir lœra í átþjóðlegu œskulýðsstarfi. IJ rnsækj eml uri' þurfa að uppl'ylln eftirfarandí skilyrði: 1. Vera á aldrinum 18 lil 30 ára. 2. Hafa grunnþekkingu á viðkomandi tungumáli. 3. Vera virkir í æskulýðsstarfi. Vera núverandi eða tiivonandi þátttakendur í alþjóðlegu samstarfi. 4. Vera vel upplýstir um starfsemi síns fé- lags/sambands og vera tilbúnir til að útskýra starf- semi þess fyriröðrum þátttakendum. 5. Vera mjög áhugasamir um að læra og taka þátt í öllu náxnskeiðinu og leggja þar sitt af mörkum. Unditbúa sig fyrirfram. 6. Vera tilbúnir til að taka þátt í hópvinnu, taka ffumkvæði og vinna að verkefnum. Áhugi þátttakenda er sagður mikilvægari kunn- áttu í viðkomandi tungumáli. Þátttakendur þurfa að greiða 750 franska ffanka í þátttökugjaldi en á enskunámskeið fyrir unga verka- menn þarf að greiða 615 franska ffanka. Uppihald er greitt af EYC. Einnig verða ódýrustu fáanlegar ferð- ir endurgreiddar af ECY að námskeiðinu loknu. Boðið cr. upp á námskeið í ensku, spænsku, frönsku, þýsku, portúgölsku og ítölsku og fer kennslan ffatn í viðkomandi löndum. Nánari upp- lýsingar veitir Magnús Ámi Magnússon, formaður Sambands ungra jafnaðarmanna á skrifstofum SUJ, sími 2 92 44. Þar verður jafnffamt tekið á móti um- sóknum ffam til 27. janúar 1994. Laus staða Staða félagsmálastjóra Fteykjavíkurborgar er laus til umsóknar. Ráðið verður í stöðuna frá 1. maí nk. Umsóknum ber að skila til undirritaðs, Ráðhúsi Reykjavíkur, fyrir 10. febrúar nk. Borgarstjórinn í Reykjavík Markús Örn Antonsson f" (tlþýðuflokkurinn - Jafnaðarmannaflokkur íslands"^ ■ . I I 1 FLOKKSSTJORNfiR- FUNDUR 6thcigið breyttan fundartíma!!! filþýðoflokkurinn - Jafnaðarmannaflokkur Islands - boðar til flokksstjórnarfundar laugardaginn 29. janúar 1994. Fundurinn vardur haldinn í fítthagasal Hótal Sögu, Reykjavík, og hofst klukkan 10.15. Dagskró: 1. Sjóvarútveqsmól. 2. Onnur mól. fið venju er fundurinn opinn öllum flokksmönnum. en ef til atkvozðagreiðslu kemur hafa einungis kjörnir fulitrúar í flokksstjórn atkvazðisrétt. - Förmaður. I I I l I I

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.