Alþýðublaðið - 27.01.1994, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 27.01.1994, Blaðsíða 8
S I 1 1 @ I UM AÐSKILNAD RÍKIS OG KIRKJU upplýsingar og skráning stofnenda JSjórgvin S* 95*22710 Ikl. 17-19) J ÍS A 1 I § l) UM ADSKILNAP RÍKIS OG KIRKJU upplýsingar og skráning stofnenda ^Björgvin s: 95-22710 tkl. 17-19) J Fimmtudagur 27. janúar 1994 15. TOLUBLAÐ - 75. ARGANGUR Ar fjölskyldunnar Fjölbreytt fjölskylduhátíð í Háskólabíói á sunnudaginn - og viðamikið málþing verður haldið á mánudag undir einkunnarorðunum: Fjölskyldan - uppspretta lífsgilda Opnunarhátíð Árs fjölskyldunnar hefst með ávarpi Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmála- ráðherra. Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason Ár fjöLskyldunnar 1994 sem Sameinuðu þjóðirnar efna tii er hafið. Lands- nefnd sem Jóhanna Sigurð- ardóttir félagsmálaráð- herra skipaði hefur unnið að undirbúningi ársins hér á landi. Á sunnudaginn verður opnunarhátíð Árs fjölskyldunnar haldin í Há- skólabíói. í sal bíósins verð- ur boðið upp á vandaða há- tíðardagskrá sem hefst með ávarpi félagsmálaráðherra en í anddyri verður kynning og margskonar skemmtiat- riði. Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis. Á mánu- daginn verður viðamikið málþing um fjölskyldumál haldið á Hótel Sögu. Landsnefndin hefur lagt •“áherslu á að virkja sem flesta til þátttöku í aðgerðum af þessu tilefni. Samtök, stofn- anir og sveitarfélög hafa verið hvött til að gefa málefnum fjölskyldunnar sérstakan gaum á árinu með það að markmiði að varanlegar breytingar til hagsbóta fyrir íjölskyldur fylgi í kjölfarið. Starfshópar hafa verið stofn- aðir í mörgum sveitarfélögum til að vinna að þessu verkefni, meðal annars hjá Reykjavík- urborg, Akureyrarbæ og á Selfossi. Þá hafa nokkrir grunn- og íramhaldsskólar ^ákveðið að þemavikur á vor- önn 1994 verði helgaðar Ijöl- skyldunni og ýmis félög hyggja á sérstakar aðgerðir í tilefni af Ári fjölskyldunnar. Glæsileg opnunarhátíð Á sunnudaginn verður opn- unarhátíð Árs fjölskyldunnar haldin í Háskólabíói. Hátíðin er tvískipt. I anddyri hússins verða á fjórða tug samtaka með kynningu á starfsemi sinni sem snýr að fjölskyld- unni ásamt margskonar skemmtiatriðum, en í sal bíósins verður boðið upp á vandaða hátíðardagskrá. Dagskráin hefst með ávarpi félagsmálaráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur, söngvaramir Sigrún Hjálmtýsdóttir og Bubbi Morthens munu syngja og leikararnir Sigurður Sigur- jónsson, Olafía Hrönn Jóns- dóttir og Öm Ámason flytja leikþátt og lög úr Skilaboða- skjóðunni verða sungin og leikin. Fjórir kórar, samtals á þriðja hundrað manns, koma fram. Kóramir em: Tákn- málskórinn, Kvennakór Reykjavíkur, Drengjakór Laugameskirkju, Bamakór Grensássóknar og Fóstbræður og munu þeir einnig syngja allir saman með þátttöku há- tíðargesta. Kóramir munu meðal annars fmmflytja lag Sameinuðu þjóðanna sem til- einkað hefur verið ári ijöl- skyldunnar 1994, í þýðingu Ólafs Hauks Símonarsonar. Stórtrommari frá Finnlandi Finnski stórtrommar- inn Jukkis Uotila er staddur hér á landi á veg- um NOW)-Jass og Jass- deildar FÍH. Hann verður við tónlistarskóla FÍH 27.-30. janúar og eru allir áhugamenn velkomnir til að fylgjast með starfi hans meðan á dvölinni stendur. Jukkis Uoúla er í hópi ffemstu jasstónlistarmanna Norðurlanda. Hann leikur með finnsku UMO stórsveiúnni og stjómar henni einnig á stundum. Hann er ennfremur yfir- maður hinnar virtu Sibeli- usar akademfu í Helsinki. Uoúla hefur leikið með fjölda norrænna listamanna og bandanskum stórstjóm- um á borð við Randy Bec- ker, Mike Stem, David Licbman og Bob Mintzer. í anddyri hússins verður líf og fjör. Blásarakvintett Reykjavíkur leikur frá klukk- an 13.30 til 14.00, sýndur verður dans með þátttöku allr- ar fjölskyldunnar, eldgleypir leikurlistirsínarog ungntenni verða með ýmsar uppákomur. Samhliða kynna samtök og stofnanir þjónustu sína við fjölskyldur í máli og mynd- um. Áðgangur að fjölskyldu- hátíðinni er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir. Málþing á mánudag Á mánudeginum 31. janúar verður viðamikið málþing um fjölskyldumál haldið á Hótel Sögu. Einkunnarorð mál- þingsins em: Fjölskyldan - uppspretta lífsgilda. Fluttir verða rúmlega 20 fyrirlestrar um fjölskylduna út frá mismunandi sjónar- homum. Meðal annars verður fjall- að um afkomu fjölskyldunn- ar, félagslega þjónustu, lífs- skeið og fjölskyldubönd og listina að lifa og listina að elska, svo dæmi séu tekin. Fyrirhugað er að halda hluta af málþinginu á nokkr- um stöðum á landsbyggðinni á Ári fjölskyldunnar 1994. Góðan daginn, Evrópa! Vantar þig upplýsingar umnýútboð áEES-svæðinu? Daglega eru auglýst um 150 ný útboð í útboðsbanka EB og EFTA (TED, Tender Electronic Daily). Dæmi um útboð: Mannvirkjagerð, vegagerð, verkfræði- þjónusta, hugbúnaðargerð, kaup á matvælum svo sem fiski, osti og fleiru. Meðal annars er hægt að leita eftir löndum, landsvæð- um og efnisflokkum. í bankanum er einnig að finna upplýsingar um GATT- útboð. Öll íslensk fyrirtæki og einstaklingar geta tengst útboðs- bankanum í gegnum Skýrr. Allt sem þarf til að tengjast er einmenningstölva, sím- tæki, mótald og samskiptaforrit. Nánari upplýsingarveitir ráðgjafar- og markaðsdeild Skýrr í síma 695100 eða bréfasfma 695251. ÞJÓOBRAUT UPPLÝSINGA

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.