Alþýðublaðið - 11.02.1994, Blaðsíða 3
Föstudagur 11. febrúar 1994
TÍÐÍMDI
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3
„Sjálfstæðismenn hafa
ekki svarað kalli reykvískra
fjölskyldna um öruggar og
hollar uppeldisaðstæður
fyrir yngstu börnin“, segir í
bókun minnihlutans í borg-
arstjórn. An árangurs hef-
ur minnihlutinn ítrckað
reynt allar leiðir til að fá
aukið tjármagn til upp-
byggingar leikskóla borgar-
innar. Astandið er skelfl-
iegt. Aðeins eitt barn af sjö á
leikskólaaldri á þess kost að
njóta heilsdagsvistunar,
þeirrar vistunar sem for-
eldrar þurfa mest á að
halda.
A meðan meirihluti borgar-
stjómar leggur aðaláherslu á
uppbyggingu minnisvarða,
sem fáir borgarbúar munu
nokkrn sinni njóta svo nokkru
nemi, eiga aðeins 14% bama
á leikskólaaldri í Reykjavík
kost á heilsdagsvistun. Það
finnst fulltrúum minnihluta-
flokkanna í borgarstjóm að
vonum lítið.
Um síðustu áramót vom
þessi böm um 10.140 talsins,
hafði fjölgað um 2.050 frá
árslokum 1982. I lok þessa
árs mun Reykjavíkurborg
eiga 5.173 leikskólarými alls,
eftir að hafa opnað, rétt fyrir
kosningar, nokkur rými. Af
þessum leikskólarýmum em
1.393 heilsdagsrými.
Minnihlutaflokkamir hafa
ítrekað gagnrýnt stöðu þess-
ara mála hjá borginni og alltof
hæga uppbyggingu leikskóla-
þjónustunnar. Þessar tillögur
hafa ekki hlotið náð fyrir aug-
um sjálfstæðismanna. Önnur
verkefni og lítilvægari hafa
forgang. •
„Agreiningur okkar við
sjálfstæðismenn snýst einnig
um möguleika bama á heils-
dagsdvöl á leikskóla. Þeir
leggja alla áherslu á vistun
hluta úr degi, þannig að böm
giftra foreldra eða foreldra í
sarnbúð fá ekki heilsdags-
dvöl. Ekki er einu sinni leyfi-
legt að skrá þau á biðlista eft-
ir heilsdagsvistun. Það er slá-
HEILSDAGSVISTUN
andi að bera saman íjölgun
heilsdagsplássa á kjörtímabil-
inu 1978 til 1982 og á yfir-
standandi kjörtímabili. A því
fyrra fjölgar slíkum plássum
um 226, en á núverandi kjör-
tímabili um 134“, segir í ný-
legri bókun minnihlutaflokk-
anna í borgarstjóm.
Og enn stíga sjálfstæðis-
menn á bremsumar gagn- , .
vart bamafólki í borginni. í le0an Sjalfstæðismenn leiíPÍa mesta áhA^I.
ályktunartillögu þeirra um a UnnbvííPÍnpii mínn;„ * W anerslu
uppbyggingu íeikskóia er y'.. f ® msvarðanna njóta reyk-
sett í texta það sem töiurn ,r lore,drar takmarkaðrar biónustu Ipíl
ar í fmmvarpi þeirra segja Skolanna — híir or in„A
um uppbygginguna á vkfnn Par er logð ahersJa á hálfsdags
þessu ári. Meirihiutinn Þegar þorf er fyrir heilsdagsvistun
sker niður ljárveitingu til . &
leikskólabygginga um 102 mðublaðsmynd/Einar Ólason
milljónir króna frá síðasta ári,
- framlagið lækkar úr 311
milljónum í 209 milljónir
króna. Ofan á allt skám sjálf-
stæðismenn stórlega niður
rekstrarstyrki og stofnstyrki
til einkarekinna dagvistar-
heimila á síðasta kjörti'mabili
írá því sem var meðan ríkið
tók þátt í byggingakostnaði
heimilanna.
Sjálfstæðismenn hafa
flaggað blekkjandi tölum um
uppbyggingu leikskólanna,
segja að nálega 1.400 leik-
skólarými hafi bæst við á
kjörtímabilinu. Rétt tala er
reyndar 1.300 eða þar um bil.
Þar af bættust við 350 rými
vegna
rekstrarbreytinga að frum-
kvæði starfsfólks leikskól-
anna, þannig að bömum
fjölgaði miðað við starfsfólk.
Tæplega 940 leikskólarými
bætast við vegna uppbygg-
ingar húsnæðis, þar af aðeins
134 heilsdagsrými eins og
fyrr segir.
Ognvekjandi staðreyndir fyrir
barnafólkið í borginni um hina
hægu uppbyggingu leikskólanna:
EITT BARN
AF SJÖ FÆR
Handhafí bókmenntaverðlauna
Norðurlandaráðs:
Ofmetinn
rithöfundur?
Sænski rithöfundurinn Kerstin
Ekman, sextug að aldri, hlýtur
bókmenntaverðlaun Norður-
landaráðs í ár fyrir skáldsöguna
Hdndelser vid vatten. Dóm-
nefndin segir söguna vera „vekj-
araklukku á vorum tírnum". Upp
sé byggð spenna kringum það
hvemig fólk spillir hvort öðm og
náttúmnni, nú þegar harkalegar
kerfisbreytingar eiga sér stað.
„Von bókarinnar kemur fram
þegar hið góða í feðmnum fær að
taka við ýktri móðurást sem hefur
flækt persónumar inn í örlaga-
drama“, segir nefndin. Ekman
fær um 2 milljónir íslenskra
króna í verðlaun, sem afhent
verða í Stokkhólmi 8. mars á
þingi Norðurlandaráðs.
Skáldkonan starfaði á unga
aldri við kvikmyndagerð, en
skrifaði síðan nokkra þrillera,
sakamálasögur, og var einskonar Agatha Christie Svíþjóðar. Síðan tók
hún til við að skrifa fagurbókmenntir.
í sænska blaðinu Dagens Nyheter fékk Ekman þá einkunn á dögunum
hjá Lars-Olof Franzén, einum helsta gagnrýnanda og menningarfrömuði
Svía, að hún væri „ofmetinn rithöfundur" og ætti ekki skilið að fá verð-
launin, hún sé orðin hin heilaga kýr í hópi sænskra rithöfunda.
Fran/.én segir um Herbjörg Wassemo, norsku skáldkonuna, sem vann
verðlaunin 1986: „Eg skildi aldrei hvemig það gat átt sér stað. Eg las bæk-
ur hennar og get ekki sagt annað en að þetta var ömurlegur samsetningur",
segir Franzén. Umdeildar verðlaunaveitingar atama.
EKMAN, - ofmetin sem rithöfundur, segir
menningarviti
WASSMO, - ömurlegur samsetningur, segir
sami vitinn.
ÁRSHÁTÍÐ - AFMÆLI
ÞORRABLÓT
Hjá RV færð þú öll áhöld til veislunnar s.s
diska, diskamottur, giös, giasamottur,
hnífapör, servéttur, partívörur, dúka o.m.fl.
Sérmerkjum glös fyrir árshátíðir, afmæii
og önnur tilefni.
Hreiniega alit ti! iireiniætis og margt, margt fieira
tyrir stofnanir, tyrirtæki og heimili.
Lítið við og sjáið úrvaiíð.
Opið trá ki. 8.00 -17.00. _______
Þekking - Úrval - Þjónusta Qw
REKSTRARVÖRUR Réílarháisí 2 - Stmí: 91-685554 - Fax: 91-687116 Kv v U
Vill vita allt um
bæjarstjóralaunin
Hilmar Hafsteinsson,
Njarðvíkurkrati, hefur
gert fyrirspurn um laun
Kristjáns Pálssonar bæj-
arstjóra frá Hnífsdal.
Hilmar vill líka fá að vita
um allar hans sporslur og
hlunnindi á síðasta ári.
Víkurfréttir greina frá
þessu. Svar á að liggja
fyrir á næsta fundi bæjar-
ráðs.
Sala á kindakjöti jókst
Athygli vekur að sala á kindakjöti jókst vemlcga í desem-
ber síðastliðnum ef miðað er við sama niánuð 1992. Þá
seldust 966 tonn af lambinu góða, eða sem svarar 8-9
kflóum á hvert húshald í landinu lauslega reiknað. Líklega
hefur fólk keypt drjúgum vegna væntanlegra verðhækk-
ana um áramót. Salan í desember 1992 var líka óvenjulít-
il, enda margir með birgðir frá útsölunni í ágúst það ár.
Svínakjötið átú hinsvegar leikinn í jólamánuði, eins og
við mátti búast. Af þvf seldust 390 lonn miðað við 290
tonn í desember árið á undan. Aukningin milli jólamánuð-
anna er því 34,3%. Svínakjötsneyslan hefur aukist um
7,7% á árinu 1993, meðan kindakjötssala jókst um 1,4%,
en sala á nautakjöti og hrossakjöú dróst lítillega saman og
alifuglakjöti talsvert, eða um 5,6%.
Spanskflugan, síðustu
sýningar
Sýningar á Spanskflugunni efúr þá lélaga Arnold og
Bach í Borgarleikhúsinu, hafa notið ómældra vinsælda,
þrátt fyrir að hinir leiðu gagnrýnendur dagblaðanna hafi
gefið stykkinu heldur slakar einkunnir. Flugan hefur nú
verið sýnd 40 sinnum og nærri 20 þúsund manns mætt til
að hlæja ærlega að Bessa Bjarnasyni í hlutverki sinneps-
framleiðanda, sem og öðrum góðum leikurum. Næstsíð-
asta sýningin er annað kvöld, föstudagskvöld og sú síð-
asta á miðvikudagskvöld, sýningar verða ekki fleiri.
Koltvísýringur beint í æð
Fólki hefur verið fortalið að koltvísýringur væri ekki bein-
línis góður fyrir líkamann. En nú hafa Garðyrkjuskóli rík-
isins og ísaga hf. staðið fyrir námskeiði í notkun koltví-
sýrings í gróðurhúsum. Notkun efnisins hefur farið vax-
andi hjá íslenskum garðyrkjubændum undanfarin ár. Kol-
tvísýringur á að auka vöxt þannig að hámarksafrakstur ná-
ist. En hver er hollustan? Holíustuvernd tjáir STUTT-
FRETTUM að notkun koltvísýrings við grænmetisræktun
sé með öllu hættulaus.
Þörf bók Jóns Orms
Átakasvceði í heim-
inum heitir nýút-
komin bók hjá Máli
og menningu. Bókin
er eftir Jón Orm
Halldórsson, doktor
í stjómmálafræði.
Bókin iýsir á sérlega
góðu máli orsökum
og eðli átaka og
stríðsrekstrar á
nokkrum helstu
átakasvæðum heims.
Þetía er þörf lesning
enda ekki örgrannt
um að íslendingar
viti sáralítið um þessi
efni, þrátt fyrir mik-
inn fréttafiutning
fjölmiðla, sem láta
undir höfuð leggjast
að skýrá fyngreind
atriði. Bókin er í
kiljuformi og kostar 1.590 krónur, - prentuð í Danmörku,
sem STUTTFRÉTTIR telja reyndar ljóð á ráði Máls og
menningar á atvinnuleysistímum.
Ný aðföng í Listasafni
íslands
I Ustasafni Islands stendur nú sýningin Ný aðföng. Hún
samanstendur af verkum yngri listamanna, ýmis þrívíð
verk og innsetningar auk verka sem unnin eru með bland-
aðri tækni. Verkin má skoða í sölum 3 og 4. í sal eitt eru
öllu skiljanlegri verk lyrir STUTTFRÉTTIR eftir firum-
heijana Þórarin B. Þoriáksson, Ásgrím Jónsson, Jón
Stefánsson og Jóhannes Kjarval. I sal 2 eru vatnslita-
myndir eftir Ásgrím Jónsson. Sýningamar standa til 13.
mars.