Alþýðublaðið - 08.03.1994, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 08.03.1994, Blaðsíða 1
 Verð í lausasölu kr. 140 m/vsk Landsvirkiun: Slær lán tíl að borga eldra lán LANDSVIRKJUN hefur slegið lán í útlöndum að upphæð 1.750 milljónir króna. Lánsfénu verður varið til að greiða upp fyrir- fram eldra lán Landsvirkj- unar. í gær var undirritaður I London lánssamningur milli Landsvirkjunar og The Nip- pon Credit Bank Ltd. unt lán til Landsvirkjunar að fjárhæð 2,5 milljarðar japanskra jena eða um 1.750 milljónir króna á núverandi gengi. Lánstím- inn er fimm ár og ársvextir 4%. Af hálfu Landsvirkjunar var lánssamningurinn undir- ritaður af Halidóri Jónatans- syni forstjóra. Jafnframt hefur Lands- virkjun gert sérstakan vaxta- skiptasamning við Nomura International Plc. í tengslum við lántökuna. Samningurinn felur í sér að í stað 4% fastra vaxta samkvæmt lánssamn- ingum við Nippon Credit Bank Ltd. verða vextimir breytilegir og miðast við sex mánaða Libor vexti á jap- önskum jenum að frádregn- um 0,03% ársvöxtum, eða um það bil 2,28% ársvöxtum miðað við markaðsaðstæður í dag. Lánsfénu verður varið til að greiða upp fyrirfram eldra lán Landsvirkjunar að sömu íjárhæð frá The Nippon Cred- it Bank, sem tekið var 1989 og ber 5,35% vexti á ári. Greenpeace-samtökin í Svíþjóð: Misstu 40 þúsund stuðningsmenn í UMRÆÐUÞÆTTI í sænska sjónvarpinu á dög- unum kom fram hjá frétta- mánni, að Greenpeace-sam- tökin í Svíþjóð töpuðu 40 þúsundum af 180 þúsund félögum sínum á síðasta ári. Sjónvarpið var með viða- mikla dagskrá um Green- peace, þar sem rætt var við ýmsa forystumenn samtak- anna. í ljós kom að samtökin hafa nánast hrunið í alntennings- áliti í Svíþjóð eftir sýningu á nú heimsfrægri mynd Magn- úsar Guðmundssonar í sjón- varpinu í fyiTa, sem og um- ræðuþættinum, sem Jón Baldvin Hannibalsson, utan- ríkisráðherra, tók þátt í. Töl- um fréttamannsins um hmn Greenpeace-samtakanna var látið ómótmælt. Stjórn Verslunarráðs um aðild fslands að Evrópusambandinu: Utilokum enga kosti fyrirfram STJÓRN Verslunarráðs íslands fagnaði í gær þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinn- ar að gerð verði fræðileg út- tekt á kostum og göllum að- ildar íslands að Evrópu- sambandinu. Minnir Verslunarráðið á að innan þess fór fram ítarleg könnun á þessu viðfangsefni fyrir ári. I skoðanakönnun á viðskiptaþinginu hafi tveir af hverjum þrem lýst sig fylgj- andi því að sækja um aðild og sjá hvaða niðurstaða fengist úr aðildarviðræðum. „Að lokirini úttekt á kost- um og göllum aðildar þarf að fara fram málefnaleg og for- dómalaus umræða og ákvörð- unartaka að vel ígmnduðu máli. Af þeirn sökunt hvetur Verslunarráð íslands ráða- menn þjóðarinnar til þess að útiloka enga kosti að óathug- uðu máli og gefa sér engar niðurstöður fyrirfram", segir stjóm Verslunarráðsins. Selskinn eru nú notuð í vaxandi mæii við framleiðslu minjagrípa SAMTÖK selabænda og fleiri hafa unnið að því að koma íslenskum kópaskinn- um í verð á ný og hefur orð- ið nokkuð ágengt í þeim efn- um. Skinnin hafa bæði verið seld úr landi og unnið úr þeim hér hcima. Þá er einn- ig unnt að selja lítið eitt af selkjöti, söltuðu selspiki og súrsuðum hreifum. í Búnaðarritinu 1993 gerir Árni Snæbjörnsson ráðu- nautur grein fyrir því helsta sem viðkemur hag hlunninda- bænda árið áður. Þar kemur frarn varðandi selveiði að í samvinnu við Samtök sela- bænda vann Ámi talsvert að því að koma kópaskinnum í verð. Safnað var um 600 skinnum vorið 1992 og var dálítið selt til Danmerkur og Grænlands. Hitt fór til nýting- ar hér innanlands. Lágt verð fæst fyrir skinnin erlendis en er þó breyting frá þeim tfma þegar ekkert seldist. Með tilstyrk frá Fram- leiðnisjóði hafa Samtök sela- bænda styrkt það verkefni Eggerts Jóhannssonar feld- skera að sauma flíkur úr sel- skinni. Eggert hefur saumað af krafti og selt nokkuð innan- lands og lagt drög að sölu er- Iendis. Þá hefur færst í vöxt að ýmsir aðilar vítt og breytt um landið nýti sér selskinn við gerð ýmissa gripa til sölu fyrir ferðamenn en selskinn eru mjög gott hráefni til slíkra hluta. Ámi Snæbjömsson ráðu- nautur segir örlítið votta fyrir þvf að hægt sé að selja selkjöt, saltað selspik og súrsaða hreifa. Þótt í rnjög litlum mæli sé eykur þetta á fjölbreytni og vekur forvitni. Tívolí í Hveragerði rifíð og flutt austur á land? Tvö tilboð frá Austfirðingum - en Hveragerðisbær vill halda mannvirkinu og á forkaupsrétt BÚNAÐARBANKI ís- lands hyggst selja fasteignir Tívolís í Hveragerði síðar í þessari viku. Tveir aðilar á Austfjörðum hafa gert til- boð í eignirnar. Fyrirtækið Miðvangur hf. á Egilsstöð- um vill kaupa húsakynni Tívolís í Hveragerði, og flytja þau austur og nota fyrir safn. Þá mun Reyðar- fjarðarbær fús til að kaupa Tívolí þeirra Hvergerðinga og mun ætla að nýta húsið sem vöruskemmu á hafnar- bakkanum. Hveragerðis- bær vill líka halda í eignina og þar í bæ hafa menn sínar hugmyndir um hvernig nota skal húsið. Sveinn Jónsson, fram- kvæmdastjóri Miðvangs, sagði Alþýðublaðinu í gær að unnið væri að kaupunum. Hveragerðisbær mun þó eiga forkaupsrett að mannvirkjun- um, en Sveinn sagði að þeir í Miðvangi. hf. væm inni í myndinni. Sveinn sagði að ætlunin væri að nýta mannvirkin á Egilsstöðum fyrir Samgöngu- tækjasafn Islands, í það minnsta að hluta til, en þau em rúmlega 6 þúsund fer- metrar að stærð. Hugmyndin er að koma húsunum fyrir í tvennu lagi við syðri enda flugbrautarinnar eða sunnan við flugskýlin. Samgöngutækjasafnið á Egilsstöðum var sett á stofn í fymt af nokkrum áhuga- ntönnum og stóð safnið fyrir sýningu á görnlum sam- göngutækjum í íþróttahúsinu. Sóttu á þriðja þúsund manns sýninguna. Safnið í varanlegri mynd er hugsað sem safn nánast alls sem hreyfist, bfla, mótorhjóla, landbúnaðarvéla, vélsleða, - og flugvéla. Yrði það án efa til að laða að ferða- fólk til staðarins enda hefði það aðdráttarafl sem virkaði á marga. Hallgrímur Guðmunds- son, bæjarstjóri í Hveragerði sagði í samtali við Alþýðu- blaðið að engin ákvörðun hefði verið tekin í bæjarstjóm um Tívolí-mannvirkin, en rétt væri að bærinn ætti forkaups- rétt. Margar hugmyndir væru um notkun hússins. Til dæmis að þar mætti gera Vetrargarð, þar sem mikið yrði um gróður að vetrarlagi og húsið nýtt til almennra íþróttaiðkana, auk þess sem þar yrðu markaðir og sölusýningar af ýmsu tagi. Ljóst er að kaup, flutningur og endumýjun á húsakynnum Tívolís í Hveragerði er dærni upp á nokkra tugi milljóna. Siúkrahús Suðurnesja: Heilbrigðisráðherra heimilar byggingu D-álmu í Keflavík GUÐMUNDUR Árni Stefánsson heilbrigðisráð- herra hefur veitt Sjúkra- húsi Suðurnesja heimild til að ráðast í framkvæmdir við byggingu svonefndrar D-álmu við spítalann. Áætl- að er að hefja framkvæmd- irnar í sumar og er reiknað með að byggingakostnaður nemi hátt í 350 milljónum króna. í þessari nýju byggingu verður langlegudeild sem rúmar 30 sjúklinga auk end- urhæfingardeildar, sjúkra- þjálfunardeildar og hluta af starfsemi heilsugæslunnai'. Mikil ánægja ríkir á Suður- nesjum með heimild ráðherra fyrir framkvæmdunum. Á Suðurnesjum' er slæmt atvinnuástand og það þykir ljóst að framkvæmdimar rnunu skapa mörgum atvinnu. Þá er reiknað með að um eða yfir 30 störf komi þegar nýja langlegudeildin verður tilbú- in, væntanlega eftir tvö ár. Samkvæmt skipulagi heil- brigðisþjónustu er Sjúkrahús Suðumesja eitt af svæðis- sjúkrahúsum landsins þar sem aukin áhersla verður lögð á endurhæfmgu og eftimieð- ferð.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.