Alþýðublaðið - 08.03.1994, Page 4

Alþýðublaðið - 08.03.1994, Page 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FLOKKSSTARFIÐ Þriðjudagur 8. mars 1994 Fjölmennur flokksstjórnarfundur: Sannfærður Um Góð Kosningaúrslit - sagði Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins á fundinum ÞAÐ RÍKTI sannkallaður baráttuhugur á flokksstjórnarfundi Alþýðuflokksins sem haldinn var á hótel Holiday Inn síðastliðinn laugardag. Um 130 manns mættu á fundinn og tóku þátt í umræðum um starf og stefnu flokksins, þar sem ráðherrar og formaður þingflokksins sátu fyrir svörum. Þá fór góður tími í kynningu á því gífurlega undirbúnings- starfí sem unnið hefur verið undanfarna mánuði vegna komandi sveitarstjórnarkosn- inga. Fyrri hluti flokksstjómarfundarins snerist að miklu leyti um stöðuna í atvinnumálum. Mikið var spurt um nýjustu aðgerðir ríkisstjómarinnar til þess að rétta við atvinnulífið á Vestfjörðum. Þá höfðu margir skoðun á fyrirhuguðum ráðn- ingum í stöður tveggja Seðlabankastjóra. Einnig var mikið rætt um undirbúning sveitar- stjómarkosninga og fögnuðu fundarmenn góðri þátttöku í þeim prófkjörum sem nýlega hafa far- ið fram á vegum Alþýðuflokksins. Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins sagðist hafa djúpa tilfinningu fyrir því að flokkurinn muni koma mjög vel út úr sveitarstjórnarkosn- ingunum í maí. Alþýðublaðsmyndir / Einar Ólason SIGBJÖRN GUNNARSSON og eiginkona hans, GUÐBJÖRG ÞORVALDSDÓTTIR, komu frá Ak- ureyri. í baksýn má sjá STEINDÓR GUNNARS- SON, bróður Sigbjörns, og fleiri. Breiðhyltingurinn INGVAR SVERRISSON, einn af hugsjónamönnunum sem komu R- listanum í Reykja- vík á koppinn, sést hér íþungum þönkum í símanum. Ingvar var á flokksstjórnarfundinum ásamt vœnum hópi ungra jafnaðarmanna. Ráðherrar Alþýðuflokksins sátu fyrir svörum á flokks- stjórnarfundinum. Hér sést hvar JON BALDVIN, JO- HANNA og GUÐMUNDUR ÁRNI stinga sanian nefj- um. SIGURÐUR TÓMAS BJÖRGVINSSON fram- kvœmdastjóri, BIRGIR DÝRFJÖRÐ þinglóðs og ARNÓR BENÓNÝSSON leikari í djúpum samrœðum ífundarhléi. Hér má meðal annars sjá á fremsta borði HULDU KRISTINSDÓTTUR, BRYNDÍSI SCHRAM, GUNN- AR INGA GUNNARSSON, BÖÐVAR BJÖRGVINS- SON og HERVAR GUNNARSSON. VALGERÐUR M. GUÐMUNDSDÓTTIR, ritari Al- þýðuflokksins, ásamt JÓNI BALDVINI og GUÐ- MUNDI ODDSSYNI, formanni framkvœmdastjórnar flokksins. Vígreifir Suðurnesjamenn voru óánœgðir með at- vinnuleysið á sínu svœði og ekki var örgrannt um að þeim þœttifullmikil athygli beinast að Vestfjörðunum; KRISTMUNDUR ÁSMUNDSSON úr Grindavík og KRISTJÁN GUNNARSSON úr Kefluvík. Einbeittir fundargestir: MAGNÚS JÓNSSON, BIRG- IR JÓNSSON, GUÐMUNDUR ÁRNASON, GÍSLI BRAGI HJARTARSON, FINNUR BIRGISSON, STEFÁN FRIÐFINNSSON og AÐALHEIÐUR FRANTZDÓTTIR.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.