Alþýðublaðið - 08.03.1994, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 08.03.1994, Qupperneq 8
3 A M T ö IC UM ADSKILNAÐ RÍKIS OG KIRKJU upplýsingar og skráning stofnenda ^Björgvin s: 95-22710 Ikl. 17-191J MPÍÐUBLffllÐ UM ADSKILNAD RÍKIS OG KIRKJU upplýsingar og skráning stofnenda ^Björgvin S! 95-22710 (kl. 17-191 Þriðjudagur 8. mars 1994 37. TOLUBLAÐ - 75. ARGANGUR STIJTHKMHIR KGB gjaldþrota Því miður liggur leið allt of margra fyrirtækja í dag í gjaldþrot og er það niiður. Lög- - birtmgablaðid, blað sem boðar sjaldnast gott, er barmafullt af þessum hörmungum fólks, sem reynt hefur fyrir sér í rekstri fyrirUekja. Dálitla athygli okkar vakti nafnið á einu þessara óiánsömu fyrírtækja, það heitir nefnilega KCfí. Markús reynir hvaö hann getur Afleit staða Sjálfstceðisfíokksins í skoðanakönnunum fyrir borgarstjómarkosningamar 28. maí næstkomandi, hefur orðið til þcss að meirihiuti sjálfstæðismanna í borgarstjóm reynir mí alit hvað af tekur að gripa til „vin- sælla“ ráðstr.fana. Markús Antonsson borgarstjóri hef- ur þannig lagt fram lillögur um úrræði í atvinnumálum. Borgarsjóður ætlar að verja 800 milljónum til átaks- verkefna. Allt þetta kjörtfmabil hefur borgin sáralítið aðhafst í atvinnumálum, - en nú gerist það og má segja að það sé betra seint en aldrei. MARKÚS, - grípur loks til ráðstafaná gegn atvinnulcysi í borginni. ísland í augum Hvítrússa Listamaðurinn Arlen Kashkúrevitsj, opnar sýningu á myndverkum sínum í húsakynnum MÍR að Vatnsstíg 10 á laugardaginn kemur. Sýninguna net'nir hann Islánd í augum Hvítrússa. Listamaðurinn dvaldi hér á landi í 3 vikur á síðasta sumri ásamt Ljúdmflu eiginkonu sinni og héit þá sýningu sem vakti verðskuldaða athygli. Mcðal rnynda sem sýndar verða eru andlitsmyndir af fólki hér á landi, meðal annars þeim Auði og Halldóri Laxness. Ennfremur myndskreytingar við Eddukvœði hinfomu og Atómstöð Laxness. --------------------------------------- Ein mynda ARLEN KASHKÚREVITSJ á sýningunni. Met í útflutningi sjávarafuröa hjá EIMSKIP Alis voru flult úr um 6.700 tonn af sjávarafurðum með skipum Eimskips í síðustu viku, - algjört mct á þeim bæ. Aðailega var um að ræða frystan fisk, eða um 5.380 tonn, mcst af þvf var loðna og aðrar afurðir, sem fara til Austurianda tjær. Þá vorti flutt út nærri 380 tonn af saltfiski, tæplega 490 tonn af ferskum fiski í gámum auk 470 tonna af öðrum sjávarafurðum. Góö loðnuveiöi áfram Útlit og horfur á ioðnuvertíð eru með ágætum. Um heigina og frant ú mánudag hafði 18.317 tonnum verið landað frá því á fóstudag og meldingar um 3.200 tonn á leið til lands. Vitað var um nýja göngu loðnu við Meðallandsbugt. Þeir bjartsýnustu scgjast fuiiyrða að takast megi að ná öllum kvótanum, sem eftir er, 275 þúsund tonnum, en heildarloðnukvótinn er yfir milljón tonn. Lágmarksverð á grásleppuhrognum Það cr Utanríkisráðuneytið sem ákveður lágmarksverð á grásleppuhrognum til út- flutnings. Það vetð skal vera 1.300 þýsk mörk, eða sem svarar til iiðlega 55 þúsund íslenskra króna fyrir tunnuna. Rúðuneytið mun breyta lágmarksverðinu komi til breytinga ú markaði. Útfiumingur er haður ieyfi frá utanríkisráðuneytinu og verða engin leyfi veitt fyrr en grásieppuvertíð hefst, og þá aðeins til tveggja vikna í senn. Fúskið í húsaviðgerðum Húseigendafé- lag Reykjavíkur fær ótrúlega margar kvartanir vegna vinnusvika og fúsks við víð- gerðir húsa. Bendir félagið á að oft reynist erf- ilt að bregðast við. þvf fóik hafi ekki alltaf gengíð nógu tryggilega frá sínum málum áður en verkið er hafið. Húseigcndafélagið mælir með verktökum sem samþykktir hafa verið af matsnefnd Viðgerðardeitdar Meistara- og verktaka- sambands byggingamanna. Aðeins viðurkennda verktaka eigi að ráða til fram- kvæmda sem þessara, sem oft kosta mikið fé. Einar sendiherra í Mexíkó Einar BenedikLsson, sendiherra, afhenti um mánaðamótin Carlos Salinas de Gort- ari, forseta, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra íslands í Mexíkó. Fúsk og aftur fusk í húsaviðgerðum, - oft liður stuttur timi þar (il hásið er komið aftur ifyrra harfeftir „viðgerð". Félagsmálaráðherra skipar starfshóp: Gera á tillögur um úrbætur um öryggi atvinnulausra RIKISSTJORNIN hefur samþykkt tillögu Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmáia- ráðherra um skipan starfs- hóps sem ætlað er að fara yfir þjónustu- og öryggiskerfi at- vinnuiausra og þá einkanlcga málefni atvinnulausra með börn á framfæri. Kanna skal sérstaklega rétt- indi atvinnulausra með tilliti til bótakerfis almannatrygginga, fjárhagsaðstoðar sveitarfélaga, starfsmenntunar og námsfram- boðs. Starfshópnum er ætlað að samræma og leggja fram tillög- ur til úrbóta er tryggi betur framfærslumöguleika þeirra sem búið hafa við langvarandi atvinnuleysi. Athuga ber sér- staklega hvort unnt sé að nýta bótakerfi hins opinbera þannig að það nýtist betur þeim sem höllustum fæti standa. Ennfremur þarf starfshópur- inn að huga að hvemig beita megi frekari vinnumarkaðsað- gerðum fyrir atvinnulausa eink- um ófaglærða og unga fólkið og þá sem búið hafa við lang- varandi atvinnuleysi. Skal þar einkum hugað að atvinnutil- boðum gegnum atvinnuleysis- tryggingasjóð í samstarfsverk- efnum ríkis og sveitarfélaga. I starfi sínu skal starfshópurinn hafa samráð við aðila vinnu- markaðarins. Ætlast er til að starfshópur- inn skili tillögum eigi síðar en 1. maí. Formaður starfshópsins er Lára V. Júliusdóttir héraðs- dómslögmaður og aðrir í hópn- um em Arni M. Mathiesen al- þingismaður, Dögg Pálsdóttir skrifstofustjóri, Jón Björnsson félagsmálastjóri, Olafur Hjálm- arsson deildarstjóri og Rann- veig Guðmundsdóttir alþingis- maður. Góð afkoma Eimskips í fyrra: Hagnaður nam 368 milljonum Tekjur jukust um 1.429 milljónir milli ára og verulegur árangur náðist í lækkun kostnaðar A SIÐASTA ári var 368 milljón króna hagnaður af rekstri Eimskips sem er um 4% af veltu. Arið áður var hins vegar 41 milljón króna tap á rekstri félagsins. Eigið fé Eimskips var 4,6 milljarð- ar í árslok 1993 og eiginfjár- hlutfall 47%. Arðsemi eigin fjár var jákvæð um tæp 9% á síðasta ári. Rekstrartekjur Eimskips og dótturfélaga þess á árinu 1993 námu 8,6 milljörðum króna en voru 7,2 milljarðar árið áður. Raunbækkun milii ára er um 17% þegar miðað er við 3% hækkun byggingarvísitölu á sama tíma. Verulegur náðist í lækkun kostnaðar á árinu 1993. A árun- um 1992 og 1993 hefur kostn- aður á hverja flutta einingu lækkað um 10%. Á síðasta ári var gripið til sérstakra aðgerða og náðist að lækka kostnað um- Heildarflutningar EIMSKIPS vom um 990 þúsund tonn ífyrra og höfðu aukist um 8,4% frá árinu áður. talsvert án þess að skerða þjón- ustu við viðskiptavini félagsins. Tekjur Eimskips jukust um 1.429 milljónir á milli ára. Stærstur hluti þessa tekjuauka er tilkominn vegna aukins út- flutnings með skipum félagsins en hann var um 13% meiri á. síðasta ári en árið 1992. Velta hefur einnig aukist vegna áhrifa gengisbreytinga og nýrra verk- efna erlendis en tekjur af er- lendri starfsemi hafa aukist um 15% á milli ára. Heildarflutningar Eimskips á árinu 1993 voru um 990 þús- und tonn en voru 913 þúsund tonn árið 1992. Það svarar til 8,4% aukningar milli ára. Út- flutningur jókst verulega eink- um á frystum fiski og fiski- mjöli. Landanir erlendra fiski- skipa hér á landi vega þungt í þessari aukningu. Aframhald- andi aukning hefur verið í flutn- ingi milli erlendra hafna og var aukningin á árinu 1993 um 7% frá árinu á undan. Innflutningur með áætlunarskipum félagsins dróst hins vegar saman um 3% frá fyrra ári. Eimskip rekur nú 10 skip í föstum verkefnum. Öll skip í eigu Eimskips og dótturfélaga þess eru með íslenskum áhöfn- um. Heildarijöldi starfsmanna var að meðaltali 746 árið 1993 og þar af störfuðu 137 erlendis. Áðalfundur Eimskips verður haldinn 10. mars. Þar verður lögð fram tillaga stjómar um að greiða 10% arð til hluthafa og að hlytaíélag félagsins verði aukið um 10% með útgáfu jöfnunarhlutabréfa. Grillmeistarinn Jónas Þór hjá Kjöti hf: Sótti um starf framkvæmdastjóra Félags kúabænda Þrátt fyrir að „heilagt stríð“ hafi stundum geysað milli hans og formanns Félags kúabænda, telur Jónas Þór sig eiga góða möguleika á starfínu FÉLAG kúabænda fékk umsókn úr óvæntri átt, þegar félagið auglýsti eftir fram- kvæmdastjóra fyrir nokkru. Umsóknin er frá kjötiðnaðar- manninum Jónasi Þór sem rekur fyrirtækið Kjöt hf, en hann hefur gjarnan komið fram í tjölmiðlum og gagn- rýnt sölu og markaðsmál nautakjötsframleiðenda. Fyrir skömmu gengu harð- orðar skeytasendingar milli hans og Guðmundar Láruss- onar formanns félags kúa- bænda. Jónas Þór segist hafa sótt um þar sem hann hefði víðtæka reynslu af vinnslu og sölu nuut- gripakjöts. Hann segir að um- sóknarfresturinn sé runninn út, en hann hafi ekkert heyrt frá stjóm Félags kúabænda. „Þar sem mér hefur ekki ver- Það verður gaman að fylgjast með því hvort JÓNASIÞÓR tekst að breyta vinnubrögðum „bcendamafíunnar“, ef hann verður ráðinn framkvœmda- stjóri Félags kúabamda. Alþýðublaðsmyndir/EinarÓlason ið hafnað skriflega, þá túlka ég það svo að ég sé ennþá inni í myndinni. Þeir halda kanski að ég sé að grinast með því að sækja um starf hjá bændasam- tökunum, en ég tel mig hafa talsverða hæfileika í þessa stöðu og sæki þv/ um í fúlustu alvöru“, sagði Jónas Þór. Það sem Jónas Þór vill meðal annars beita sér fyrir er mark- vissari ræktun á íslenska naut- gripastofninum en verið hefur hingað til. Hann segir að rækt- un haft skilað miklum árangri hjá sauðfjárbændum, en nautin hafi gleymst. Þá leggur hann á það áherslu að kjötvömr til út- flutnings verði fullunnar hér heima og síðan fluttar út í neyt- endapakkningum. Þannig fáist hærra verð fyrir þær auk þess sem það skapi meiri atvinnu hér heima. Jónas Þór segir að það sé mikilvægt fyrir alla aðila sem starfa við framleiðslu, full- vinnslu og sölu kjötvöm að þeir nýti krafta sína sameiginlega í stað þess að deila. Jónas Þór tel- ur því brýnt að bændur, slátur- leyfishafar, fulltrúar afurðar- stöðva og kjötiðnaðarmenn setjast að samningaborði á næstunni.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.