Alþýðublaðið - 09.03.1994, Page 4

Alþýðublaðið - 09.03.1994, Page 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ FLOKKSSTARFIÐ Miðvikudagur 9. mars 1994 RANNVEIG GUÐMUNDSDÓTTIR virðirfyrir sérframkvœmdir í Skipasmíðastöðinni Skipavík hf t Stykkishólmi. GISLIS. EINARSSON, þingmaður Vestlendinga, var ekki fyrr kominn til Ólafsvíkur er hann brá sér niður á bryggju og tók við spottanum Itjá strákunum á Lóminum BA, en þeir voru að koma úr ágœtis róðri. Stykkishólmur Fyrir skömmu vom þingmennimir Gísli S. Einarsson og Rannveig Guðmunds- dóttir, varaformaður Alþýðuflokksins, í heimsókn í Stykkishólmi, ásamt Sigurði Arn- órssyni kosningastjóra og erindreka Alþýðuflokksins. Þau fóm í helstu fyrirtæki bæjarins og áttu stuttan fund með nokkrum bæjaifulltrúum á staðnum. Um kvöldið var síðan opinn fundur í Verkalýðshúsinu þar sem þingmenn- imir fluttu ræður og Sigurður Amórsson gerði grein fyrir undirbúningi sveitarstjórnar- kosninga. Ólafsvík í síðustu viku fóru Gísli S. Einarsson, Sigurður Arnórsson, erindreki Alþýðuflokks- ins, og Sigurður Tómas Björgvinsson, framkvæmdastjóri Alþýðuflokksins, til Ólafs- víkur til þess að vera viðstaddir stofnun jafnaðarmannafélags í hinu sameinaða sveitar- félagi á utanverðu Snœfellsnesi. Nýja sveitarfélagið samanstendur af Ólafsvík, Rifi, Hellissandi, Breiðuvíkurhreppi og Staðarsveit. Góð mæting var á stofnfundinn og greinilegt að mikill hugur er í jafnaðannönnum í þessu nýja sveitarfélagi sem ekki hefur hlotið nafn ennþá. Kosið var í bráðabirgða- stjóm og félagið hlaut nafnið Jafnaðarmannafélag útnesjamanna til að byrja með. í stjórn hins nýja félags voru kjömir Sveinn Þór Elinbergsson, Sigurður Arnfjörð og Þröstur Kristófersson og til vara Jón Sigurðsson og Gylfí Magnússon. Fyrsta verkefni nýrrar stjómar er að undirbúa sameiginlegt framboð jafnaðarmanna á þessu svæði fyrir komandi sveitarstjómarkosningar. ✓ RAÐHERRAR, þingmenn og starfsmenn Alþýðuflokksins hafa ver- ið á ferð og flugi um landið að undanförnu. Þeir hafa meðal annars kynnt sér kynnt sér ástand atvinnmnála og aðstoðað við undirbúning sveitarstjórnarkosninga, sem fram fara í haust. DAVÍÐ SVEINSSON, bœjarfulltrái Alþýðuflokksins í Stykkisliólmi, RANNVEIG GUÐMUNDSDÓTTIR, ÓLAFUR KRISTJÁNSSON, framkvœmdastjóri Skipavíkur hf, og GÍSLIS. EINARSSON. .Tafnaðarmenn á ferð um Vesturland: JAFNAÐARMANNAFÉLAG STOFNAÐ í Sameinuðu Sveitarfélagi Undir JÖKLI SIGURÐUR EÐVARÐ ARNÓRSSON, erindreki og kosningastjóri Alþýðuflokksins, og SIGURÐUR TÓMAS BJÖRGVINS- SON, framkvœmdastjóri Alþýðuflokksins, voru við stofnun Jafnaðarmannafélags útnesjamanna íÓlafsvík ísíðustu viku. Hér eru þeir niður við hiifn með bteinn i baksýn. Fjölmennt var á stofnfundi Jafnaðarmannafélags útnesjamanna í Ólafsvík. Þarna má meðal annars þekkja EUNBERG SVEINSSON úr Ólafsvík og GUNNAR MÁ KRISTÓFERSSONfrá Hellissandi.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.