Alþýðublaðið - 22.03.1994, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 22.03.1994, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ EVRÓPUMÁLIN Þriðjudagur 22. mars 1994 ISLAND OG EES: MEGUM VIÐ FJÁRFESTA ERJ.ENDIS? KAUPA UTLEMDINGAR ISLENSKAR BUJARÐJR? , KOMA ERLEND FLUGFELOGI , , 8SLANDSFLUGJÐ? MAISLENSKUR TRESMIÐUR , VINNA ERLENDIS? MA GRISKUR VERKAMADUR VIMMA AISLANDI? ,FA ISLENDINGAR . ELLILIFEYRINN FLUTTAN UJ? HVAÐ.MEÐ SAMKEPPNISSTOÐU ISJ.ENSKS IÐNAÐAR? MEGAISLENDINGAR GEYMA FE í SVISS? MEGUM VIÐ TRYGGJA HJÁ ERLENDUM ■ TRYGGINGAjRFELOGUM? HVAÐ MEÐ NAM ERLENDIS? VILTU VITA AgEIRA \ SJAID ÞATTINN JSLAND OG EES hýrra tYJífIp.? RIKfSUTVARPfÐ SJÓNVARP Seifini þáttun ",ennino, ^ SAMSTARFSNEFND UM KYNNINGU A EES SAMNINGNUM FFJ - Félag frjálslyndra jafnaðarmanna: Undanfarnar vikur hefur atburðarásin verið hröð í þróun Evrópu- mála. Islendingar standa nú frammi fyrir óvæntum spumingum. Hvers virði er samningurinn um hið Evrópska efnahagssvæði (EES) nú? Fómum við sjáifstæði og sjálfræði innan Evrópusambandsins (ESB)? Eitt stærsta ríkjasamband veraldarsögunnar er að verða til. Eiga íslendingar að taka þátt í mótun nýrrar Evrópu innan ESB? Hvernig ber að meta þá staðreynd að ekkert ríki, fyrir utan Grænland, hefur enn gengið úr Evrópusambandinu og mörg ríki bíða inngöngu? Eigum við að undirbúa aðildarumsókn? Er ESB einungis skrifTmnska og valdaafsal, fyrst og fremst stutt af kerfisfólki í Briissel og þröngum sérhagsmunum einstakra atvinnugreina? Eigum við fremur að snúa okkur vestur og efla samskipti við Bandaríkjamenn? Er hægt að breyta EES-samningnum í tvíhliða samning? Hvaða við- bótarkostir eru fólgnir í ESB-aðiId? Munu smáþjóðir hafa nokkur áhrif innan ESB í reynd? Er spennandi og raunhæft fyrir íslendinga að taka þátt í breytingum næstu áratuga í ESB eða eru sáttmálar þess algjörlega andstæðir hagsmunum íslendinga? Til að varpa Ijósi á þessu brýnu mál efnir Félag frjálslyndra jafnaðarmanna til fundar á Kornhlöðuloftinu, fímmtudaginn 24. mars klukkan 20.30, með fjórum viðmælendum sem nálgast viðfangsefhið frá ólíkum sjónar- hornum: JÓN BALDVIN HANNIBALSSON, utanríkisráðherra og formaður Alþýðuflokksins, fjallar um hvort staða íslands hafí gerbreyst í Ijósi samn- inga þriggja Norðurlanda. Batna lífskjör hér á landi við inngöngu í ESB? Er Alþýðuflokkurinn með sérstöðu í þessu máli? Hvað takmörk setur aðild að ESB okkur í efnahagsstjórn, viðskiptasamningum við ríki utan ESB og við mótun sjálfstæðrar utanríkisstefnu? Geta íslendingar beðið rólegir í nokkur ár, rætt málin ítarlega innanlands og kosið um stefnur og leiðir? VALGERÐUR BJARNADÓTTIR, starfsmaður EFTA í Brussel, fjallar um möguleika ísiands til að ná hagkvæmum samningum við ESB og hafa áhrif innan þess. Hagnast íslendingar á aðild að ESB umfram tvíhliða samn- ing í anda EES? Er það einungis spurning um pólitískt hugrekki að tala fyr- ir aðild að ESB? Hvernig metur hún líklega þróun í Evrópu? HALLDÓR ÁSGRÍMSSON, þingmaður og varaformaður Framsókn- arflokksins, fjallar um sjávarútvegssamning Norðmanna og möguieika okk- ar að ná viðunandi samningum við ESB. Hvernig verður sjávrútvegsstefna ESB eftir 10 ár? Hvaða áhrif hefúr aðild að ESB á landbúnað og sjávarútveg óg hinar dreifðu byggðir landsins? Erum við að einskorða okkur við að vera fiskveiða- og fiskvinnsluþjóð með því að vera utan ESB? Takmarkar sú af- staða áhuga eriendra fjárfesta á íslandi? SIGMUNDUR GUÐBJARNASON, prófessor og fyrrum rektor Há- skóla íslands, tjallar um sjálfstæöi íslensku þjóðarinnar innan eða utan ESB? Er ástæða til að óttast menningarlega einangrun við breyttar aðstæð- ur í Evrópu? VILHJÁLMUR ÞORSTEINSSON, ritari Félags frjálslyndra jafnaðar- manna, verður fundarstjóri. Að loknum framsöguerindum verða fyrirspurnir og umræður. Fundurinn er opinn öllu áhugafólki um stjórnmál og lýkur honum klukkan 23.00. Fund- argjald er 500 krónur. JÓN VALGERÐUR. HALWÓR. SIGMUNDUR. VILHJÁLMUR. BAWVIN.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.