Alþýðublaðið - 22.03.1994, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 22. mars 1994
FRAMBOÐSMÁL
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5
Spennandi barátta -
Anna Margrét Guðmundsdóttir
verður í fyrsta sæti í vor
Anna Margrét Guðmiindsdóttir, bæjarfulltrúi í Keflavík, varð í fyrsta
sæti í prófkjöri Alþýðuflokksins á Suðurnesjum - Keflavík, Njarðvík og
Höfnum - sem haldið var um helgina. Vilhjálmur Ketilsson, bæjarfulltrúi
í Keflavík, varð í öðru sæti, og munaði aðeins tæpum 50 atkvæðum á hon-
um og Önnu Margréti. Vilhjálmur færist niður í þriðja sæti þar sem
ákveðið var að Njarðvíkingur taki annað sætið. Vilhjálmur hyggst ekki
gefa kost á sér á listann. Njarðvíkingurinn Ragnar Halldórsson sem varð
í þriðja sæti færist upp í annað sæti. Hátt í 2.500 manns greiddu atkvæði
í prófkjörinu og er það geysigóð útkoma að sögn Suðurnesjamanna.
Kosning var bindandi í fimm efstu sætin. Urslitin urðu sem hér segir (at-
kvæðatölur eru í svigum):
1. Anna 2. Vilhjálmur 3. Ragnar 4. Hilmar 5. Kristján
Margrét Ketilsson Halldórsson Hafsteinsson Gunnarsson
Guðmundsdóttir (601) (872) (844) (871)
(650)
Prófkjör Alþýðuflokksins á Akranesi:
Frábær þátttaka -
Ingvar Ingvarsson
í fyrsta sæti
Ingvar Ingvarsson, skólastjóri og forseti bæjarstjórnar, varð í fyrsta sæti í
prófkjöri Alþýðuflokksins á Akranesi sem fram fór um helgina. Guðmund-
ur Vésteinsson, fyrrverandi bæjarfulltrúi varð í öðru sæti. Frábær þátttaka
var í prófkjörinu, 442 greiddu atkvæði á móti um 170 manns fyrir fjórum
árum, og nokkrar breytingar urðu á bæjarmálaforystuliði jafnaðarmanna
á Akranesi. Baráttan var afar jöfn á milli frambjóðenda, mikil dreifing at-
kvæða einkenndi prófkjörið og fékk enginn þátttakenda meira en 46% at-
kvæða. Urslitin urðu sem hér segir (atkvæðatölur eru í svigum):
1.Ingvar Ingvarsson (167) 2. Guðmundur Vésteinsson (134) 3. Friðrik Alfreðsson (177) 4. Hafsteinn Baldursson (204) 5. Hervar Gunnarsson (199)
> J M
6. Kristján Sveinsson (202) 7. Sigríður Óladóttir (119) 8. Rannveig Edda Hálfdánardóttir (112) 9. Sigrún Ríkharðsdóttir (106) 10. Sigurjón Hannesson (108)
Alþýðuflokkurinn á Akureyri:
Framboðslisti
Akureyringa ákveðinn -
Gísli Bragi í fyrsta sæti
✓
A félagsfundi í Jafnaðarmannafélagi Eyjafjarðar, sem
haldinn var í síðustu viku, var tillaga uppstillingar-
nefndar félagsins um framboðslista einróma samþykkt.
Listinn var settur upp samkvæmt úrslitum í skoðana-
könnun sem framkvæmd var meðal Akureyringanna í
Jafnaðarmannafélagi Eyjafjarðar í janúar. Könnun-
inni var ekki ætlað að vera bindandi en skipan þriggja
efstu sætanna mun vera í samræmi við niðurstöður
hennar. 8 konur eru á listanum og 14 karlar (36,4% -
63,6%). Meðalaldur fólksins á listanum verður 41,8 ár
á kjördegi. Skipan framboðslista Alþýðuflokksins á
Akureyri í vor verður sem hér segir (aldur í sviga):
1. Gísli Bragi Hjartarson — bæjarfulltrúi (54)
2. Hreinn Pálsson — lögmaður (51)
3. Oktavía Jóhannesdóttir — húsmóðir (35)
4. Hanna Björg Jóhannesdóttir — húsmóðir (36)
5. Jón Ingi Cæsarsson — póstmaður (41)
6. Nói Björnsson — skrifstofumaður (34)
7. Alfreð Gíslason — framkvæmdastjóri (34)
8. Margrét Jónsdóttir — skrifstofumaður (44)
9. Finnur Birgisson — arkitekt (47)
10. Drífa Pétursdóttir — verslunarmaður (35)
11. Viðar Einarsson — afgreiðslumaður (22)
12. Helga S. Haraldsdóttir — húsmóðir (45)
13. Ólöf Ananíasdóttir — verktaki (37)
14. Pétur Bjarnason — framkvæmdastjóri (42)
15. Kristján Halldórsson — skipstjóri (44)
16. Hallgrímur Ingólfsson — innanhússarkitekt (36)
17. Kristín Gunnarsdóttir - bankamaður (37)
18. Valdís Hallgrímsdóttir — skrifstofumaður (32)
19. Sæmundur Pálsson - umsjónarmaður (45)
20. Snælaugur Stefánsson — yflrverkstjóri (48)
21. Þorsteinn Þorsteinsson — sundlaugarvörður (48)
22. Haraldur Helgason — fyrrv. kaupfélagsstjóri (73)
GÍSLI BRAGI HJARTARSON, oddviti framboðslista
jafnaðarmanna á Akureyri í sveitarstjórnarkosningun-
um í vor.