Alþýðublaðið - 21.04.1994, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 21.04.1994, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 21. apríl 1994 VANGAVELTUR ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 PALLBORÐIÐ: Steinar Ágústsson Staða Alþýðuflokksins á árí íjölskyldunnar Hvcr er staða Alþýðu- flokksins á ári fjölskyldunn- ar? Eg sjálfur, er ekki í minnsta vafa um stöðu Al- þýðuflokksins í þessari rikis- stjóm, í velferðarmálum er hún sterk. Lítum til dæmis á þrotlausa baráttu formanns flokksins og annarra forystu- manna, gegn landbúnaðar- kerfinu úrelta, sem er skömmtunarseðill á hærra landbúnaðarverð en annars staðar í nálægum löndum. Forysta félagsmálaráðherra í húsnæðismálum er til sóma. En hvemig fór með tillögu tveggja þingmanna flokksins til hjálpar heimilum sem ættu í vandræðum. Þessar merku tillögur gufuðu upp þrátt fyrir góða meiningu þessara tveggja þingmanna flokksins, Sigbjöms Gunnarssonar og Össurar Skarphéðinssonar. Atvinnulcysið er smánar- blettur á íslensku samfélagi í dag. Og mesti smánarblettur- inn er skattleysismörkin sem em 56 þúsund krónur á mán- uði. Þessi smánarlaun má fólk hafa ef það ætlar að sleppa við að borga skatta. Sama er að segja með ellilífeyrisþega „Alþýðuflokkurínn gegnir stóru pólitísku hlutverki í framtíðinni en til þess þarf hann þor og kjark, standa með núverandi forystu flokksins til nýsköpunar íslenskrar nútíma jafnað- arstefnu undir forystu for- manns Alþýðuflokksins, Jóns Baldvins Hannibals- sonar.“ og öryrkja. Svo ég tali nú ekki um hungurmörk atvinnuleys- ingja. Hér á Alþýðuflokkur- inn stórt verkefni óunnið ef þessari ríkisstjóm endist heilsa og líf til að kunna lag- færingu á þessi mál án tafar. Fyna tilefni greinarinnar er komið en seinna tilefnið er stofnun Jafnaðarmannafélags Islands. Eg hélt að nógur væri félagsskapurinn hér á höfuð- borgarsvæðinu fyrir jafnaðar- menn. Af vem minni hér í höfuðborginni undanfarið hef ég kynnst þvf alveg sérstak- lega hvað starf Samband ungra jafnaðarmanna er í miklum vexti. Auðvitað er aldrei talað um þessi mál of oft. Þau duga bara ekki ein og sér. Eg sé engan tilgang með svona félagsskap innan Al- þýðuflokksins. Nægja ekki flokksfélögin þessu góða fólki þótt úr vöndu sé að ráða? Eg er í góðu sambandi við flokkssystkini mín í Eyjum og emm við sko ekki alltaf sammála um alll þar. Skömmumst með kjafti og klóm en skellum ekki hurðum og emm aldrei betri vinir en eftir slíkar þrengingar. Alþýðuflokkurinn gegnir stóm pólitísku hlutverki í framtíðinni en til þess þarf hann þor og kjark, standa með núverandi forystu flokksins til nýsköpunar íslenskrar nú- tíma jafnaðarstefnu undir for- ystu formanns Alþýðuflokks- ins, Jóns Baldvins Hannibals- sonar. Það skiptir heldur engu máli hvort flokksþing verður haldið í júní eða október. Við þurfum allt annað en sundr- ungu í okkar röðum við þess- ar aðstæður. Það er borðleggjandi að ef Alþýðuflokkurinn tapar í bæj- arstjómarkosningunum verð- ur sökudólgurinn Jón Bald- vin, en vinni flokkurinn á, hver fær þakkimar þá? Nú svari hver fyrir sig, ég á mitt svar fyrir mig, í bili að minnsta kosti. Það gætu nefnilega orðið alþingiskosn- ingar í haust. Eigum við þá að vera búnir að standa í hallar- byltingu og særindum og for- mannsslag? Við sem höfum upplifað ein 40 ár eða svo í sögu flokksins viljum ekki frekari mistök í þessum efnum. Fólk- ið í nýja Jafnaðarmannafélag- inu ætti að hafa það hugfast að sá veldur miklu sem upp- hafinu veldur. Hættulegt er jressu fólki nú að vera með stríðhanskann á lofti í nafni félagslegrar samúðar sem í munni þess hljómar sem sýndamiennskan ein. Höfundur er verkamaður í Vestmannaeyjum. „Þær tillögur að aðalskípu- lagi Hafnarfjarðar sem snúa að friðlandinu við Ástjörn eru fráleitar einsog þær eru nú settar fram...Það verður ekki gott að hafa það á sam- viskunni að hafa stefnt líf- ríki Ástjarnar og svæðisins í kring í voða og þar með auk- ið líkurnar á útrýmingu flórgoðans.“ Flórgoðinn er fuglateg- und sem er í útrýmingar- hættu á Islandi. Helstu varp- stöðvar hans sunnan iands og vestan em við Ástjöm of- an Hafnarfjarðar. I talningum sem fram fóm síðastliðið sumar fund- ust þar aðeins íjórtán flór- goðar. Þar af verptu íjögur pör. Ástjöm er friðuð sam- kvæmt Náttúruvemdarlög- um og hefur svo verið frá ár- inu 1978. Nýtt aðalskipulag fyrir Hafnarf jörð Nú stendur yfir kynning á nýju aðalskipulagi fyrir Hafnarfjörð. Samkvæmt til- lögum sem þar em kynntar á að byggja á mörkum ffið- landsins við Ástjöm. Nái þessar tillögur fram að ganga er ljóst að flórgoð- inn er í mikilli hættu. Hafnarljarðarbær fer með umsjón allra mála í friðland- inu við Ástjöm í umboði Náttúmvemdarráðs. Gildandi reglur um friðlandið Um friðiandið gilda eftir- farandi reglur: (1) Mannvirkjagerð og jarðrask er bannað án leyfis Náttúruvemdarráðs. (2) Óheimilt er að breyta náttúmlegu vatnsborði Ástjamar svo og að losa á vatnasviði hennar efni sem skaðað geta gróður og dýra- líf á svæðinu. (3) Gangandi fólki er bannaður aðgangur að svæðinu á varptíma (1. maí til 15. júlí)- (4) Öllum er skylt að ganga vel og hreinlega um varplandið. (5) Bannað er að skerða gróður, tmfla dýralíf, skaða varp og fara um friðlandið með skotvopn. Ástandið er afar slæmt í nýlegri skýrslu sem Hafnarfjarðarbær lét vinna um lífríki Ásljamar og ná- lægra vatna kemur meðal annars þetta fram: (1) Þrátt fyrir friðlýsingu þá vom 3,4% af ffiðlandinu - eða um það bil níu þúsund fermetrar - lögð undir upp- fyllingar við gerð Ásvalla, íþróttasvæðis Hauka. Þetta er skýrt brot á reglu númer 1 hér á undan. (2) Ennffemur hefur ekk- ert verið gert til þess að reglu númer 4 hér á undan um snyrtimennsku sé fram- fylgt. Sóðaskapur einsog flekar, spýtnabrak, plast og annað drasl er á reki með bökkum vatnsins. (3) Fólk hefur alltaf getað ráfað um svæðið að vild. Meira að segja hefur þetta viðgengist á varptíma og stundum hafa verið hundar með í for. Þetta er brot á reglu númer þrjú. (4) Steypt var undan næstum helmingi hettumáf- spara árið 1993 og það má heita árvisst að varpi fugla sé spillt í friðlandinu. Þetta er brot á reglu númer 5. Reglum hefur verið lítt sinnt Á ofangreindu sést glögg- lega að reglum sem settar hafa verið um ffiðlandið Ástjöm hefur lítt verið sinnt. Hafnarfjarðarbær hefur alls ekki staðið sig sem skyldi í gæslu þessa svæðis. Við skoðun á tillögum um nýtt aðalskipulag fyrir Hafnaríjörð er ljóst að yfir- völd Hafharfjarðarbæjar hafa að engu haft þær tillög- ur Náttúruvemdarráðs Hafnarijarðar frá árinu 1989 sem lúta að stækkun frið- landsins við Ástjöm. Þessar tillögur má sjá á meðfylgj- andi mynd. Friðlandið verði girt af Það er lífsnauðsynlegt fyrir flórgoðann og aðrar fuglategundir í og við ffið- landið Ástjöm að svæðið verði girt af þannig að hægt verði að tryggja ffið á varp- tíma. Einnig að byggðinni um kring verði hnikað eins langt ffá friðlandinu og kostur er. Undir engum kringum- stæðum má slíta Ásfjall ffá friðlandinu með vegagerð. Svæðið milli byggðar og ffiðlands á að vera með nátt- úrulegu yftrbragði og opið fyrir umferð gangandi fólks. Samviskuspurning fyrir bæjaiýfirvöld Þær tillögur að aðalskipu- lagi Hafnarfjarðar sem snúa að ffiðlandinu við Ástjöm em fráleitar einsog þær em nú settar ffam. Ef engar breytingar verða gerðar á því til betri vegar þá verður erfiðara fyrir núver- andi meirihluta í bæjarstjóm að sækja fram til kosninga í vor. Það verður ekki gott að hafa það á samviskunni að hafa stefnt lífriki Ástjamar og svæðisins í kring í voða og þar með aukið líkumar á útrýmingu flórgoðans. Höfundur stundar nám í liffræði við Háskóla íslands. Hann er varaformaður umhverfismálanefndar Sambands ungra jafnaðarmanna. i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.