Alþýðublaðið - 04.05.1994, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 04.05.1994, Qupperneq 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ KOSNINGAR Miövikudagur 4. maí 1994 MMHBim HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason Ritstjóri: Sigurður Tómas Björgvinsson Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason Setning og umbrot: Alprent hf. Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsíngar og dreifing: 625566 Fax: 629244 Áskriftarverð kr. 1.400 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 140 Hin nýja Suður-Afríka „Loksins er Suður-Afríka orðin frjáls.“ Þessi orð felldi Nel- son Mandela, leiðtogi Afríska þjóðarráðsins (ANC) er hann fagnaði sigri í fyrstu þingkosningunum í landinu með þátt- töku allra kynþátta. Afríska þjóðarráðið vann yfirburðasigur í kosningunum en þegar helmingur atkvæðanna hafði verið tal- inn var Afríska þjóðarráðið með tæplega 63% fylgi á lands- vísu en Þjóðarflokkur de Klerks með tæp 24%. De Klerk óskaði Mandela til hamingju með sigurinn og sagði við það tækifæri: „Ég fel völdin ekki í hendur núverandi meirihluta, heldur suður-afrísku þjóðarinnar. Ég geri það í þeirri vissu að hér eftir verði æðsta valdið í hennar höndum.“ Með kosningunum lýkur 350 ára pólitískum yfirráðum hvítra manna í Suður-Afríku en þá námu þeir land við Góðra- vonarhöfða. Árið 1919 voru fjögur bresk áhrifasvæði samein- uð í eina breska nýlendu sem öðlaðist sjálfstæði 1934. Að- skilnaðarstefna hvítra og svartra var tekin upp árið 1948. Bar- áttan gegn drottnunarstefnu hvítra manna á sér langar hefðir í Suður-Afríku. Afríska þjóðarráðið var stofnað fyrir 80 árum og Iagði þá þegar þann grunn að stefnu sinni að stofna ríki þar sem menn þurfi ekki að gjalda litarhátt síns eða kyns. Leið- togar Afríska þjóðarráðsins voru hnepptir í fangelsi á Rob- beneyju og þar sat Nelson Mandela í áratugi. Það er því ekki einungis stórsigur fyrir Afríska þjóðarráðið að sjá drauminn um ríki allra kynþátta verða að veruleika, heldur mikill per- sónulegur sigur fyrir Nelson Mandela sem aldrei gaf eftir kúgun hvíta minnihlutans og að lokum varð sá leiðtogi sem leiddi sameiningarstefnuna til sigurs. Kosningamar og úrslit þeirra í Suður-Afríku er heimssögu- legur atburður. Hin nýja Suður-Afríka hefur litið dagsins ljós. Áratugalöng barátta þeldökkra fyrir rétti sínum, fjögurra ára umskiptaskeið frá kynþáttaaðskilnaðarstefnu til yfirráða svarta meirihlutans 1 landinu hefur verið blóðidrifin þrautar- ganga. Sigur þeldökkra og sameiningarstefnu þeirra er því kærkomin. Þegar sigurvíman rennur af þjóðinni, blasa hins vegar ærin verkefnin við. Það verður fyrst og fremst í höndum Afríska þjóðarráðsins að móta framtíð Suður-Afríku þrátt fyrir ákvæði bráðabirgðastjómarskrárinnar um að þjóðstjóm sitji næstu fimm árin og að hver sá flokkur sem fær fimm pró- sent atkvæða eða meira fái fulltrúa í ríkisstjóm. Afríska þjóðarráðið hefur kynnt meginlínur í stefnuskrá sinni. Það hefur heitið tíu ára ókeypis skyldunámi verði kom- ið á í landinu. Lofað hefur verið að byggja 5(X) þúsund ný heimili og að sköpuð verði mörg hundmð þúsund ný atvinnu- tækifæri. Þetta er ólíkt stefnu hvíta minnihlutans þar sem of- uráhersla var lögð á menntun hvítra bama og atvinnu hvítra en þeldökkir látnir sitja á hakanum sem meðal annars birtist í 50% atvinnuleysi þeldökkra. Afríska þjóðarráðið hefur heitið að koma á miklum félagslegum umbótum. Málið verður hins vegar flóknara þegar kemur að efnahag landsins í framtíðinni. Hagfræðingar hafa bent á, að fjármögnun framkvæmda Afr- íska þjóðarráðsins gæti reynst erfíð og kunni aftur að leiða af sér að vinstri vængur ANC krefðist að hvítir menn legðu meira til samfélagsins í Ijósi fortíðarinnar en þeldökkir. Slíkt gæti skapað hættuástand og orsakað flótta erlendra fjárfesta frá Suður-Afríku. Það bíða því mörg verkefni nýrra ráða- manna í Suður-Afríku og ugglaust verður það erfiður línu- dans á tíðum. Það breytir hins vegar ekki þeirri gleðifregn sem nú berst um heimsbyggðina að kúgun hvíta minnihlutans í Suður-Afríku er öll. Hin nýja Suður-Afríka er risin úr ösk- ustónni að loknum fyrstu þingkosningunum í landinu með þátttöku allra kynþátta. Kjósendum fjölgar ummuþúsund -oghefúrþannigijölgaðum5% frasveitaretjórnar- kosningunum árið 1990. Þeir kjósendur sem nú kjósa í fyrsta sinn sökum aldurs eru um 17.200 sem er rúmlega 9% af heildarkjósendatölunni Tvö Jyrirmyndar sýnishorn af íslenskri œsku: Þessir áhyggjulausu kappar úr MRfá að öllum líkindum að kjósa ífyrsta skipti í sveit- arstjórnakosningum í vor. Þeir sem eru 18 ára á kjördag, 28. maí, mega kjósa og í ár bœtast 17.200 nýir kjósendur á kjörskrárnar. Alþýðublaðsmynd/Einar Ólason Á KJÖRSKRÁ- STOFNUM sem Hag- stofan hefur unnið vegna sveitarstjórna- kosninganna nú í maí eru 186.377 einstak- lingar. Kjósendur á kjörskrá verða tæp- lega níu þúsund fleiri en í síðustu sveitar- stjórnarkosningum og hefur fjölgað um 5%. Þeir kjósendur sem nú kjósa í fyrsta sinn sökum aldurs eru um 17.200 sem er rúmlega 9% af heild- arkjósendatölunni. Konur á kjörskrár- stofni eru heldur fleiri en karlar. Þær eru 93.409 en þeir 92.968. Óvemlegar breytingar eiga eftir að verða á þessum tölum og stafa af kæmm inn og út af kjörskrá og andláti þeirra sem deyja eftir að kjörskrárstofn er unninn. Hver maður á kosningarétt í því sveit- arfélagi þar sem hann á skráð lögheimili sam- kvæmt íbúaskrá þjóð- skrár 5 vikum fyrir kjördag, nú 23. apríl. Rúmlega 110.000 með kosninga- réttá höfuðborgar- svæðinu Á öllu landinu em nú 176 sveitarfélög. Á höfuðborgarsvæðinu em samtals 110.715 kjósendur á kjörskrár- stofni í níu sveitarfélög- um. Þar af em 74.438 í Reykjavík og hefur kjósendum þar fjölgað um fjögur þúsund frá síðustu sveitarstjóma- kosningum. Á Suðurnesjum eru 10.367 kjósendur í fímm sveitarfélögum. Á Vesturlandi em 9.779 í 24 sveitarfélögum, á Vestljörðum 6.353 í 21 sveitarfélagi. Á Norð- urlandi vestra em 30 sveitarfélög og þar em kjósendur 7.155 en á Norðurlandi eystra em 18.772 kjósendur 1 28 sveitarfélögum. Á Austurlandi eru 8.934 kjósendur í 29 sveitar- félögum og á Suður- landi eru 14.302 kjós- endur í 30 sveitarfélög- um. Kosningaréttur Kosningarrétt til sveitarstjóma eiga allir sem em 18 ára þegar kosning fer fram, em íslenskir ríkisborgarar, eiga lögheimili á Is- landi. Þeir sem hafa flutt lögheimili sitt frá Is- landi samkvæmt Norð- urlandasamningi um al- mannaskráningu en hefðu samkvæmt lög- heimilislögum átt rétt til þess að halda lög- heimili á Islandi, náms- menn og fleiri, og full- nægja kosningaréttar- skilyrðum að öðru leyti eiga einnig kosninga- rétt. Ennfremur eiga kosningarétt danskir, finnskir, norskir og sænskir ríkisborgarar, sem fullnægja skilyrð- um um aldur og lög- heimili, enda hafi þeir átt lögheimili á íslandi í þrjú ár samfellt fram á kjördag. Þeir danskir rfkisborgarap sem vom búsettir á Islandi 6. mars 1946 eða höfðu verið það einhvem tíma á síðustu 10 ámm þar á undan, eiga hér kosn- ingarrétt þegar þeir dveljast hér. Þeir em því ekki háðir skilyrð- um um að hafa átt hér lögheimili samfellt í þrjú ár. Meðal þeirra sem em á kjörskrárstofnum fyr- ir kosningamar 1 vor em 1.106 menn með lögheimili annars stað- ar á Norðurlöndum og 870 ríkisborgarar ann- arra ríkja á Norðurlönd- um búsettir hér. 14 sveitarfélög fresta kosningu Heimilt er að ósk sveitarstjórna, að fresta kosningum í sveitarfé- lögum, þar sem færri en 3/4 hlutar íbúanna em búsettir í kauptúnum, til annars laugardags í jún I ár fengu 14 sveitarfé- lög frestun kosninga til 11. júní. Árið 1990 fengu hins vegar 50 sveitarfélög að fresta kosningu. I sveitarfélögum, þar sem ibúar eru fleiri en 300, skal kjósa kosn- ingu sem er bundin við framboð á listum. í öðr- um sveitarfélögum skulu kosningar vera óbundnar og allir kjós- endur í kjöri nema þeir sem undanþegnir kunna að vera. Þó skal einnig þar kjósa bund- inni kosningu ef 20 kjósendur eða einn tí- undi hluti kjósenda krefjast þess. Komi engin framboðslisti fram eða svo fá nöfn á framboðslistum að sveitarstjórn verði ekki fullskipuð í bundinni kosningu skal kosning vera óbundin. Sem fyrr segir verður kosið í 176 sveitarfé- lögum í kosningunum 28 maí. í kosningunum 1990 voru þau 204 en flest voru sveitarfélögin í kosningunum 1950 eða 229.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.