Alþýðublaðið - 04.05.1994, Síða 7

Alþýðublaðið - 04.05.1994, Síða 7
Miðvikudagur 4. maí 1994 SAMGÖNGUR ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 Férðast tíl foráðar Samgöngusýningin „Reykjavík við stýrið“ opnuð í Geysishúsinu Einn af fyrstu strœtisvögnum Reykjavíkur. í GEYSISHÚSINU við Aðalstræti hefur verið opn- uð sýningin þar sem saga vélknúinna farartækja í Reykjavík á landi, sjó og í lofti rakin í ljósmyndum, skjölum, líkönum og smærri hlutum. Einnig verður efnt til útisýninga og uppákoma á Ingólfstorgi og nærliggjandi plássum í sumar. Samgöngusýningin nefnist „Reykjavík við stýrið" og þar er minnt á þrenn tíniamót í samgöngum sem urðu á 15 ára tímabili. Nú em liðin 90 ár síðan fyrsti bíllinn kom til landsins, Cudell-bifreið Thomsen konsúls, árgerð 1901, sem hann flutti til Reykjavíkur 20. júní árið 1904. Þá em 80 ár liðin st'ðan Eimskipafélag fslands var stofnað í Reykjavík hinn 17. júní 1914 og á árinu verða 75 ár liðin síðan fyrst var flogið á íslandi. Það var þegar Avro-vél Flugfélags Islands var flogið í Vatnsmýrinni 3. september árið 1919. Dagskrá verður í gangi um helgar í samvinnu við þá íjöl- mörgu aðila sem unnið hafa að undirbúningi sýningarinn- ar og tengjast samgöngum í borginni og verður lögð áhersla á tiltekna þætti eftir mánuðum: 1 maí verður áhersla á sögu og fróðleik, fyrirlestra, göng- ur, heimsóknir á söfn, í sam- göngufyrirtæki og á staði í borginni sem tengjast sam- göngum. Júní verður helgaður bflum og samgöngum á landi, lil dæmis verður rútuhelgi, strætóhelgi, helgi einkabfls- ins, fombflahelgi og svo framvegis. Þann 20. júnf verður þess minnst að 90 ár em liðin síðan bfll Thomsens kom til Reykjavíkur. I júlí verður svo lögð áhersla á skip og samgöngur á sjó, hafnardagar, skip skoð- uð, skemmtisiglingar og fleira í þeim dúr. I ágúst verður áhersla lögð á flugvél- ar og samgöngur í lofti, til dæmis flugdagar, útsýnisflug og margt fleira. Sýningunni lýkur laugar- daginn 3. september en þann dag fyrir réttum 75 ámm hóf flugvél sig fyrst til lofts hér á landi. Nokkur ártölúr samgöngu- sögunni Til að kynna sýninguna hefur verið gefíð út ritið „Reykjavík við stýrið“. Þetta er hið fróðlegasta rit og með- al efnis í því em stiklur úr samgöngusögunni: 1855 Fyrsta gufuskipið kemur til landsins frá Dan- mörku. 1858 Áætlunarferðir hefj- ast með gufuskipum sex sinnurn á ári. 1866 Sameinaða gufufé- lagið stofnað í Danmörku og hefur það þegar reglulegar ferðir lil íslands. 1872 Tilskipun um póst- mál, póstmeistari skipaður í Reykjavík, fyrstu frímerkin gefin út og póstferðir hafnar. Ferðirnar em famar átta sinn- um á ári, á hestum. 1875 Vegalög sett á Al- þingi með árlegu framlagi úr rikissjóði. 1878 Fyrsti vitinn á íslandi reistur á Reykjanesi. - Til- raunir gerðar með siglingu til landsins að vetrarlagi. 1882 Elliðaámar brúaðar. 1883 Smíðað stórt og sterklegt skip til íslandssigl- inga. Skipið nefnist „Laura“ og reynist vel. 1891 Ölfusá bníuð við Sel- foss. Lukkaðist vel. 1895-6 Þjórsá brúuð. - Vegur lagður austur fyrir fjall um Hellisheiði. 1898 Kerruvegur lagður til Hafnarfjarðar. 1900 Póstflutningar með hestvagni heQast austur fyrir fjall. 1903 Alþingi íslendinga samþykkir að veita Ditlev Thomsen, konsúl og kaup- manni, 2000 króna styrk til kaupa á mótorvagni í til- raunaskyni. 1904 Fyrsta bifreiðin kem- ur til Islands 20. júní. Það er Ditlev Thomsen sem flytur inn bfl af Cudell gerð, 6-7 hestöfl, líklega af árgerð 1901. Bfllinn reynist ekki vel enda fátt um vegi og hann er seldur úr landi. 1906 Ritsími lagður frá Leirvik á Hjaltlandi um Fær- eyjar, Seyðisijörð og Akur- eyri til Reykjavikur. 1907 Ýmsar samgöngu- bætur framkvæmdar vegna heimsóknar Friðriks 8. kon- ungs. 1912 Vegagerð lokið til Keflavíkur. 1913 Bflar taka að koma til landsins, bæði Ford og Over- land, og bflaöld hefst fyrir al- vöm. - Bifreiðafélag Reykja- víkur stofnað um tvö átta- mannaför. - Hafnargerð í Reykjavík hefst og jámbraut lögð frá Öskjuhlíð niður að Reykjavíkurhöfn vegna gijótflutninga til hafnarinnar. 1914 Eimskipafélag ís- lands stofnað 17.janúarmeð víðtækri og almennri hluta- ijársöfnun hér á landi og meðal íslendinga í Vestur- heimi. Siglingar komast þar með í hendur Islendinga. Til- koma Einskipafélagsins verður meðal annars til þess að ýta á eftir sérstökum fána fyrir Island. 1915 Fyrstu skip Eim- skipafélagsins, „Gullfoss" og „Goðafoss", skip sem vom smíðuð í Danmörku, koma til landsins. - Steindór Einars- son eignast fyrsta bflinn sinn og leggur grunn að miklu veldi á sviði bifreiðareksturs. 1917 Landssjóður íslands kaupir þijú skip til strand- ferða innanlands, „Willemo- es“, „Borg“ og „Sterling" og felur Eimskipafélagi Islands að annast útgerð þeirra gegn ríkisstyrk. 1918 Loftskeytastöðin á Melunum tekur til staifa 17. júní og öryggi sjófarenda eykst þannig til muna. 1919 Flugfélag íslands (hið fyrsta) stofnað. - Avro flugvél keypt og flutt til landsins með Gullfossi. Cecil Faber heitir flugmaðurinn. - Fyrsta flug á íslandi úr Vatnsmýrinni 3. september. Flugsýning og útsýnisflug með farþega. Alls em famar 146 ferðir um sumarið. - Kristinn vagnasmiður byggir fyrsta bflinn, vömbfl Jes Zi- emsens, R.E. 124 af Ford gerð. 1921 BSR, Bifreiðastöð Reykjavíkur stofnuð, og fleiri fylgja í kjölfarið. 1923 Strandferðaskipið „Esja I.“ kemur til landsins. Skipið er smíðað í Dan- mörku. Eigandi er Ríkissjóð- ur íslands. - Stefán Einars- son verður fyrstur til að gera bifreiðasmíði að aðalstarfi. 1924 Fyrsú slökkvibfllinn keyptur til landsins. - Flug- vél hins ítalska Locatellis og tvær amerískar vélar lenda í Reykjavík í ágúst og því em í ár 70 ár síðan fyrst var flogið til Islands yfir hafið. 1927 Kolakraninn reistur við Reykjavíkurhöfn. - Fyrsti Islendingurinn hefur flugnám í Þýskalandi, Eggert Vil- hjálmurBriem. 1928 Flugfélag Islands (annað í röðinni) stofnað. - Flugsamgöngur innanlands heíjast. Þýsk flugvél tekin á leigu og nefnd „Súlan“. - Slysavarnafélag íslands stofnað. 1929 Skipaútgerð ríkisins stofnuð og falið að reka fjög- ur skip í eigu landssjóðs: Strandferðaskipið „Esju“, varðskipið „Óðin“ og „Ægi“ og vitaskipið „Hermóð“. 1930 Flugfélag íslands kaupir tvær þýskar vélar „Veiðibjölluna" og „Súluna“. - Egill Vilhjálmsson hefur starfsemi sína. - Fyrsti ís- lenski flugmaðurinn, Sigurð- ur Jónsson, tekur til starfa. - Loftfarið Graf Zeppelin sveimar yfir Reykjavík. - Al- þingishátíðin á Þingvöllum. - Útvarp hefst. 1931 Strætisvagnafélag Reykjavíkur stofnað með um átta bfla af Studebaker gerð. Byggt yfir þá hér á landi. 1932 Bíl ekið frá Homa- firði til Reykjavíkur með 10 manns á 4 dögum. - Hval- fjörður ökufær. 1933 BSÍ, Bifreiðastöð ís- lands, tekur til starfa. - Bal- bo, flugmálaráðherra Reykja- vikur, lendir í Vatnagörðum nteð 24 flugvélar á leið úl Chicago. - Lindberg hjónin koma til landsins og gista í Viðey. 1935 Bflstjóraverkfall til að mótmæla hækkun bensín- skatts um 4 aura. 1939 Strandferðaskipið „Esja H.“ kemur til landsins. 1940 Bretar hemema ís- land. - „Esja“ kemur frá Pet- samo í Finnlandi með 258 farþega. - Bretar helja gerð flugvallar í Reykjavík. - Flugfélag íslands (hið þriðja) stofnað upp úr Flugfélagi Akureyrar og aðsetur þess flutt til Reykjavíkur. - Is- lendingar kynnast nýju farar- tæki sem á eftir að öðlast gíf- urlegar vinsældir, jeppanum. - H. Benediktsson flytur inn 108 ósamsetta Dodge bfla og þeir eru settir saman hjá Agli Vilhjálmssyni. 1942 Bifreiðasmíði verður löggilt iðngrein og Bíla- smiðjan hf. stofnuð. 1944 Lýðveldi stofnað á Þingvöllum 17. júní. -Flug- lélagið Loftleiðir stofnað. 1945 „Esja“ kemur heim með 300 manns eftir einangr- un stríðsins. 1946 Innflutningur á Willys-jeppum hefst og þeir verða einhver vinsælasta bif- reiðategund á Islandi. 1947 Loftleiðir fá „- Heklu“, Skymaster flugvél, til millilandaflugs á 17. júní. Vélin er ljögurra hreyfla og tekur 46 farþega. 1948 Flugfélag íslands fær „Gullfaxa“, 38 farþega Skymaster flugvél, til milli- landaflugs. 1950 „Gullfoss" nýi kemur til landsins 19. maí. Þetta er glæsilegasta farþegaskip sem Islendingar hafa átt. Skipið tekur 210 farþega og er með 60 manna áhöfn. - Flugvél Loftleiða, „Geysir", brotlendir á Vatna- jökli. 1951 Flugleiðamenn bjarga amerískri skíðaflugvél af Vatnajökli. 1955 Fyrsta íslenska stál- skipið smíðað í Reykjavík eftir teikningum Hjálmars R. Bárðarsonar. 1960 Viðreisnarstjómin af- léttir haftabúskap og gerir innflutning frjálsan. 1967 Fyrsta þota íslend- inga, „Gullfaxi“ - Boeing 727, kemur til landsins. 1968 Tekin upp hægri um- ferð á Islandi 26. maí með mikilli áróðursherferð. - Fyrsti áfangi Sundahafnar tekinn í notkun. - Gamli koi- akraninn rifinn. 1973 Flugleiðir hf. stofnað við sameiningu Flugfélags Islands og Loftleiða. 1974 Hringvegurinn opn- aður með brúm yfir Skeiðará. - Hluti Austurstrætis gerður að göngugötu. 1979 Flugfélag íslands og Loftleiðir lögð endanlega niður og renna saman í eitt í Flugleiðum. Póstbíllfrá árinu 1933. Bílstjórinn er Guðmundur Albertsson. Verið er að gera bílinn upp ogkoma honum í upprunalegt borf. Gamla höfnin og kolakraninn „Hegri“. Upp úr 1930flugu nokkrir ofurhugar yfir Atlantsliaf með viðkomu í Reykjavik. Fyrsti bíllinn kemur til landsins 1903. Bíllinn liafði hér skamma við- dvöl vegna þess liversu illa hann reyndist íþessu vcgalausa landi. Tal- iðfrá liœgri: Ditlev Tliomsen, kaupmaður og eigandi bílsins með styrk frá Alþingi, Þorkell Þ. Clementz vélfrœðingur og Tómas Jónsson, síð- ar kaupmaður. Svipmynd frá fyrri tíð. Stœrsta umferðarmannvirki í Reykjavík er gatnakerfi borgarinnar. íárslok 1992 varsamanlögð lengd gatnakeif- is borgarinnar 349,3 kilómetrar. Þar af voru malbikaðir 339,4 kíló- metrar en malargötur voru 9,9 kílámetrar.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.