Alþýðublaðið - 11.05.1994, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 11.05.1994, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 11. maí 1994 TIÐIMDI ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Guðmundur Þ. Jónsson formaður Landssambands iðnverkafólks: Iðnfyrirtæki kaupi innlend aðfóng „ÞAÐ ER þungt í fólki enda hafa stjórnvöld h'tið beitt sér í atvinnumálum. Við viljum heilsteypta at- vinnustefnu hins opinbera er taki tilliti til bágrar stöðu iðnaðar og virði hagsmuni ógfaglærðra ekki síður en faglærðra. Það þarf að Ieggja áherslu á íslenskan iðnað, beina viðskiptum til íslenskra aðila, stuðla að því að ís- lensk fyrirtæki kaupi að- föng hérlendis og stefna að nýsköpun í íslenskum iðn- aði,“ segir Guðmundur Þ. Jónsson formaður Lands- sambands iðnverkafólks við Alþýðublaðið. Landssambandið hélt 11. þing sitt í Reykjavík dagana 6. og 7. maí síðastliðinn og sátu þingið 40 fulltrúar frá 11 félögum. Að sögn Guð- mundar var þingið þrótt- mikið og umræður miklar. „Það urðu miklar umræður um atvinnumál og kjaramál. Menn vilja að eitthvað sé gert til að reisa við íslenskan iðnað. Hvað kjaramál áhrærir, er ljóst að taxti iðn- verkafólks er að verða sá lægsti á landinu. A undan- fömum misserum hefur yfirvinna dregist mjög sam- an og fólk liftr nú almennt á strípuðum töxtum sem er á við atvinnuleysisbætur. Það er því ein meginkrafa okkar við þessar aðstæður að skattleysismörk verði hækk- GUÐMUNDUR Þ. JÓNS- SON, formaður Landssam- bands iðnverkafólks: „Það þarf að leggja áherstu á is- lenskan iðnað, beina viðskipt- um til islenskra aðila, stuðla að því að íslensk fyrirtœki kaupi aðfóng hérlendis og stefna að nýsköpun i íslensk- um iðnaði.“ uð, og afnumið verði skil- yrðislaust 16 vikna biðtími á milli bótatíma í atvinnuleysi eins og nú er,“ segir Guð- mundur við Alþýðublaðið. A þingi Landsambands iðnverkafólks var samþykkt ályktun um atvinnumál þar sem segir meðal annars að fá hagkerfi einkennist svo mjög af smáfyrirtækjum og einstaklingsfrelsi og það ís- lenska. Ennfremur segir að hluti af mótun íslenskrar at- vinnustefnu ætti að vera ít- arleg athugun iðnaðarráðu- neytisins á því hvar íslensk fyrirtæki kaupi sín aðföng og hvort ekki megi auka hlutdeild innlendra aðfanga í kaupum íslenskra iðníyrir- tækja. Niflungahringurinn síyrktur um 2 miUjónir: Þýsku fyrirtœkin AEG, Beck’s, Lift Material og Robert Bosch ásamt Brœðrunum Ormsson hf. hafa ákveðið að styrkja sérstaka uppfœrslu Ustahátíðar í Reykjavík á óperunni Niflungahringnum eftir Richard Wagner með rúmlega 50 þúsund mörkum, tveimur milljónum króna. Listahátíð mun hefjast 27. maí nœstkomandi með hátíðarsýningu á þessu viðamikla verki Wagners. Fulltrúi gefenda, KARL EIRÍKSSON (til hœgri á myndinni) frá Brœðrunum Ormsson, umboðsað- ila þýsku fyrirtœkjanna hér á landi, gerði grein fyrir gjöfinni og tilgangi hennar en VALGARÐUR EGILS- SON, formaður Listahátíðar, veitti hinum höfðinglega styrk viðtöku fyrir hönd hátíðarinnar. Afhending styrksins fór fram ífyrradag í œfingarsal Þjóðleikhússins að Undargötu 7 (húsi Jóns Þorsteinssonar) og var gert stutt hlé á œfingum á meðan, en þœrvara nú alUupp í tólf tíma á dag. Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason SMutjOld 17., 18. og 19. júlí 1994 í Reykjavík Þeir, sem óska eftir leyfi til sölu úr tjöldum á þjóðhátíðar- daginn 17. júní og á fjölskylduskemmtun í Laugardal 18. og 19. júní 1994, vinsamlegast vitjið umsóknareyðublaða á Fríkirkjuvegi 11, opið kl. 08.20-16.15. Athygli söluhafa er vakin á því, að þeir þurfa að afla viður- kenningar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkursvæðis á sölu- tjöldum og leyfis þess til sölu á viðkvæmum neysluvörum. Umsóknum sé skilað í síðasta lagi föstudaginn 27. maí nk. kl. 12.00 Vakin er athygli á því, að öll lausa- sala frá tjöldum og á hátíðarsvæðun- um er stranglega bönnuð. Löggjafarsamkoman hefur rétt lokið við afgreiðslu frum- varps um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Endan- legur texti laganna eftir þær breytingar verður því ekki til- búinn fyrr en eftir nokkra daga. Á meðan er ekki úr vegi að fara út fyrir landsteinana og fá þar fréttir, bæði á alvarlegu nótunum og þeim léttu. Vandamálin sem glímt er við í sjáv- arútveginum annars staðar eru oft kunnugleg og því fróð- legt að sjá hvernig lausna er ieitað. I þetta skiptið skreppum við vestur um haf, til Bandaríkjanna. Undirmáls sverðfískur í bandaríska viðskiptaráðuneytinu eru menn að velta fyrir sér þeirri hugmynd að allur undirmáls sverðfískur sem er fram yfir það hlutfall sem konta má ineð að landi eftir hverja veiðiferð skuli gefin til fátækra. Upphaflega er þessi hugmynd kotnin frá veiðimönnunum sjálfum. Ætlunin er að byija á fáeinum bátum sem veiða í Mexíkóflóa og fengju þeir sérstakt leyfi til að landa þessum fiski til útvalinna dreifingarfyrirtækja sem rnyndu sjá um þá hlið málsins. Óheimilt verð- ur að selja eða eiga önnur viðskipti með þennan fisk. Andstaða við hugmyndina kemur fyrst og fremst frá umhverfissamtökum og félögunt áhugaveiðimanna. Þeir aðilar halda því fram að ekki sé verið að taka á vandamálinu sem veiðar á undirmáli er. Hefúr nú þegar komið fram tillaga frá félögum áhugaveiðíinanna um fimm sérstaklega afmörkuð svæði undan austurströnd Bandaríkjanna þar sem veiðar í atvinnuskyni yrðu ýmist bannaðar allt árið eða hluta úr því. Svæðin sem félögin hafa lagt til að eingöngu verði opin áhugaveiðimönnum ná yfir hátt í 40 þúsund ferkílómetra af veiðislóð. Forystumenn atvinnuveiðiraanna á austurströndinni hafa miklar áhyggjur af þessum hugmyndum. Þeir halda því fram að vandamálið sé ekki lengur hvort fiskistofitamir fari sntækkandí, heldur sú santkeppni um aðganginn að veiðunum sem virðist í uppsiglingu milli áhuga- og atvinnufískimanna. „ígulkeragullæði“ í Maine-fylki Það er víðar en á Islandi sem veiðimenn hafa snúið sér að ígulkeraveiðum og séð í þeim nýja von til lífsbjargar. f Maine-fylki, sem liggur næst Kanada á austurströnd Bandaríkj- anna hefur orðið algjör sprenging í þessum veiðiskap. Hafa yfirvöld li'kt ásókninni við gullgrafaraæði. Arið 1990 voru útgefin leyfi til ígul- keraveiða 200 talsins, en árið 1993 vom þau komin upp í 1000 og talið að í það minnsta 200 að auki stundi veiðamar án leyfis. Á svæðinu er nánast eingöngu kafað eftír ígulkerunum og í kjölfar þessarar auknu ásóknar hal'a orðið mörg alvarleg slys, þar sem meðal annars nokkrirkafarar hafa dmkkn- að við störf sín. Margir kafaranna em lítið sem ekkert þjálfaðir og notast er við ófúllnægj- andi útbúnað. Freistingin er hins vegar slerk, því dagskaupið fer iðulega í 500 dollara. eða um 35 þúsund íslenskar krónur. Fjársjóðsveiðar Það datt heldur betur af þeim andlitið, köllunum utn borð í trollbátnum ,JMistök“, þeg- ar þeir leystu frá pokanum þar sem þeir vom að veiðum í Mexíkóflóa seint á síðasta ári. Hundmðir silfurpeninga frá 18. öld hmndu á dekkið og skoppuðu út unt allan bát. Að amerískum hætti logar nú allt í málaferlum vegna fengsíns dvanalega, en hann er úr spænsku skipi sem sökk á leið sinni ffá Mexíkó til New Orleans. Fannurinn var meðal annars 450 þúsund silfur-pesetar, slegnir í Mexíkóborg og áltu þeir að fara til hinnar spönsku nýlendu sem Louisiana-fylkið var á þeim tíma, til að lappa þar upp á efhahagsástandið. Skipsskaðinn olli því að Spánverjar afsöluðu sér fylkinu aft- ur til Frakka, sem stuuu síðar seldu þar Bandaríkjunum. Var kaupverðið 1 milljarður króna, eða um það bil 2 krónur fyrir ekruna. Víða hasar um veiðieftirlit! Fiskimaður frá Sanla Barbara hefur höfðað mál á hendur yfirvöldum eftir að stofnun sem sér urn veiðieltirlit gerði afla hans upptækan og sektaði hann um 140.000 krónur fyr- ir að neita að taka veiðieftirlitsmann með sér í róður. Embættismennimir segja að veiðimaðurinn hafi gert þetta tiJ þess eins aö forðast eftir- lit með veiðum sínum og til að trufla starf veiðieftírlitsmannanna. Veiðimaðurinn heldur því hins vegar fram að er hann ætlaði að leggja í róður einn morguninn hafi birst kvenmaður sem hafi sagst vera frá veiðieftirlitínu. Hann hafi beðið hana um skilríki sern sönnuðu það. en þau hefði hún ekki haft meðferðis. Þá hafi hann spurt hana út í nokkur grundvallaratriði um öryggisreglur um borð og þegar hún hafí ekki getað svaiað spumingum sínum hafi hann neitað að hleypa henni um borð og farið á sjó án hennar. Enginn dórnur skal lagður á málið hér, en hitt er annað mál að það kann að korna ís- lenskum sjómönnum nokkuð spánskt fyrir sjónir að sjóarinn harðsnúni skyldi neita henni um ferðina þó ekki væri af annarri en þeirri að haitn var að fara til lúðuveiða!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.