Alþýðublaðið - 25.05.1994, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 25.05.1994, Blaðsíða 2
2 (a) ALÞYÐUBLAÐIÐ POLITIK Miðvikudagur 25. maí 1994 MPÍBUBLiiMB HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason Ritstjóri: Sigurður Tómas Björgvinsson Augiýsingastjóri: Ámundi Ámundason Setning og umbrot: Alprent hf. Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566 Fax: 629244 Áskriftarverð kr. 1.400 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 140 Er lýðræðið falt fyrir fé? Samkvæmt síðustu skoðanakönnunum eykst fylgi Sjálfstæð- isflokksins í Reykjavík hægt og bítandi. Mánudagsútgáfa Eintaks birti í gær skoðanakönnun SKÁÍS þar sem fram kem- ur að sjálfstæðismenn haldi meirihlutanum í höfuðborginni. Þetta er fyrsta skoðanakönnunin frá því að Reykjavíkurlistinn kom til sögunnar sem hann verður undir í skoðanakönnunum. Samkvæmt skoðanakönnun SKÁÍS fær Sjálfstæðisflokkur- inn 52.6% fylgi þeirra sem tóku afstöðu í könnuninni en 47.4% styðja Reykjavíkurlistann. Þessi skoðanakönnun segir að sjálfstæðismenn haldi meirihlutanum í Reykjavík, fái 8 menn kjöma en Reykjavíkurlistinn 7 menn. Stígandi sjálfstæðismanna í kosningabaráttunni í höfuðborg- inni er eftirtektarverð. Hún segir sögu sem allir geta dregið lærdóm af. Sögu, sem varðar lýðræðið, skoðanamyndun með auðmagni og hið eiginlega frelsi samfélagsins. Sjálfstæðis- flokkurinn hefur ræst kosningavél sem gengur fyrir pening- um, skítkasti og síbyljuáróðri. Sú vél virðist ætla að skila sjálfstæðismönnum mun meira fylgi en upphaflega virtist. Það er umhugsunarvert að persónulegt skítkast skili pólitísk- um árangri; Að miskunnarlausar aðferðir við að hengja upp einstaka frambjóðendur í efstu ijölmiðlagálga, skuli hafa mælanlegar breytingar á skoðanir almennings í stjómmálum. Það er ennfremur umhugsunarvert fyrir alla þá sem vilja búa og lifa í lýðræðisþjóðfélagi, að peningar skuli móta skoðanir. Að þeir sem mestu fjármunina eiga og eru reiðubúnir að nota þá í pólitískri baráttu, skuli hafa árangur sem erfiði. Það er nöturleg staðreynd á íslandi í dag, að peningar skipta mestu í pólitík. Fjárausturinn í kosningavél sjálfstæðismanna í höfuð- borginni hefur vakið athygli almennings. Hvaðan koma allir þessir peningar? spyr almenningur. Svarið er auðvitað: Frá stuðningshópum sjálfstæðismanna. Það em fyrirtækin sem verja og viðhalda hagsmunum sínum; Það em peninga- og sérhagsmunahópar sem telja það sjálfsagða fjárfestingu að greiða fé í kosningavélar sem viðhalda aðstöðu þeirra við kjötkatla borgarinnar; Það em stóm fjáreigendahópamir sem vita að fall sjálfstæðismanna í Reykjavík gæti haft mildar af- leiðingar á landvísu. Fyrir Sjálfstæðisflokkinn snúast kosningarnar í Reykjavík um miklu meira en borgina eina. Þess vegna streyma pening- amir í kosningabaráttu D-listans í Reykjavík. Fyrir þá pen- inga em búnar til auglýsingar og þær birtar í fjölmiðlum, kvikmyndahúsum og á öðrum opinberum stöðum. Fyrir þá peninga er öll hugsanleg þjónusta keypt sem nýta má í áróð- ursskyni, bæklingar prentaðir, símhringingar, heimsóknir og þar fram eftir götunum. Síbylja Sjálfstæðisflokksins dynur í eymm og ber fyrir sjónir almennings dag eftir dag. Þungi áróðursins er fyrst og fremst ætlaður hinum óákveðna hópi. Þannig em skoðanir hinna skoðanalausu og óákveðnu mótað- ir með peningum, ekki málefnum. Og að sama skapi er nei- kvæðum áróðri gegn einstökum frambjóðendum Reykja- víkurlistans haldið uppi. Gegn allri þessari miklu peningavél stendur almenningur, launafólkið. Almenningur ræður ekki yfir þessum fjármun- um. Framboð fólksins getur ekki höfðað til fámennrar pen- ingastéttar, auðugra sérhagsmunahópa, fyrirtækja í valdaað- stöðu. Framboð fólksins hefur málefnin ein og takmarkaðan kosningasjóð. Þess vegna er kosningabaráttan í Reykjavík 1994 lærdómsrfk. Má það vera að svo sé komið á íslandi í dag að peningarnir skipti öllu. Er lýðræðið falt fyrir fé? Um þetta snúast borgarstjómarkosningarnar í Reykjavík til frambúðar. RÖKSTÓLAR Fréttaannáll Hvítasunnu „Hallur, þú hefur talað í kvöld og leyfðu mér nú að komast að,66 sagði Steingrímur Hermannsson í viðtali á Stöð 2 „Upptaktur helgarinnar var að sjálfsögðu tímamótaviðtal Halls Hallssonar...við sjálfan Seðlabankastjórann...Það var nokkur há- punktur þegar Steingrímur komst loksins að Jyrir spyrjandanum en missti orðið þegar í stað og sagði þá uppgefinn: „Hallur, þá hefur talað í kvöld og leyfðu mér ná að komast að.u” Hvítasunnuhelgin er búin að vera nokkuð löng og talsvert strembin fyrir ýmsa. Tíðinda- maður Rökstóla hefur ákveðið að texti dagsins skuli vera fréttasamantekt af því mark- verðasta sem gerst hefur fyrir og eftir helgi og meðan á henni stóð. Tímamótaviðtal á Stöð 2 Upptaktur helgarinnar var að sjálfsögðu tímamótaviðtal Halls Hallssonar („besta blaða- manns íslands" eins og Ingvi Hrafn, fyrrum fréttastjóri Stöðvar 2 og núverandi Bingó- stjóri stöðvarinnar, sagði forð- um) við sjálfan Seðlabanka- stjórann. Steingrímur var mætt- ur fyrir hönd sjömenninga- klíkunnar á Tímanum. Helstu hápunktar viðtalsins (þegar orðaskil voru skiljanleg) vom þegar blaðamaðurinn sak- aði Seðlabankastjórann um rassvasa-bissness og Seðla- bankastjórinn sagðist ekki skilja muninn á því að fá greiðslu fyrir tækin með annarri hendinni og afhent með hinni eða að láta „þetta“ bara renna á milli. Það var einnig nokkur há- punktur þegar Steingrímur komst loksins að fyrir spyrjand- anum en missti orðið þegar í stað og sagði þá uppgefinn: „Hallur, þú hefur talað í kvöld og leyfðu mér nú að komast að.“ Lokahápunkturinn var nátt- úmlega þegar Seðlabankastjór- inn sagði í hinni beinu útsend- ingu, að ef „þetta“ væri eitt- hvað óeðlilegt, þá myndi hann og sjömenningaklíkan að sjálf- sögðu bæta fyrir það. Þegar útsendingunni lauk og Elín Hirst birtist aftur á skján- um, var greinilegt að fréttastjór- inn var mjög slegin. Hún var lengi orðlaus, náföl og átti greinilega erfitt með að komast aftur í eðlilegt horf. Nú veltum við fyrir okkur hvort fréttastjór- inn hafi verið miður sín út af ummælum Seðlabankastjórans eða fréttamannsins. Alla vega höfum við ekki séð Hall aftur á skerminum eftir viðtal vikunn- ar. Og reyndar ekki séð neitt til Steingríms heldur. „Nýtt fjármálahneyksli“ Upptakturinn að viðtali vik- unnar var daginn áður, bæði á Stöð 2 og ekki síst í Pressunni sem gerði sjömenningaklíkunni mjög sérstök skil á forsíðu. Þar var sjömenningaklikunni fækk- að niður í einn frambjóðanda á Reykjavíkurlista, nefnilega Sig- rúnu Magnúsdóttur. „Nýtt íjár- málahneyksli“ stóð á forsíðu Pressunnar. - Jahá.. .hugsaði tíðindamað- ur Rökstóla þegar hann las for- síðuna, hvað var aftur gamla fjármálahneykslið hennar Sig- rúnar? Og því meira sem undirritað- ur velti þessu fyrir sér, því minna mundi hann eftir gömlu hneyksli með Sigrúnu. Loks rann það upp fyrir undirrituð- um, að „Nýtt fjármálahneyksli" hefði yfirleitt ekkert við meint- ar, gamlar syndir Sigrúnar að gera, heldur hlyti hér vera um að ræða nýtt hneyksli í þjóðlíf- inu, svona almennt séð. Síðan fór tíðindamaður að velta fyrir sér af hveiju það væri bara stór ljósmynd af Sigrúnu af sjö- menningaklíkunni á forsíðunni. Ekki átti hún nteiri þátt í meintu hneyksli en hinir sex- menningamir. Þá rann það upp fyrir tíðindamanni að fréttin hefði yfirleitt ekkert með fjár- málahneyksli eða Sigrúnu að gera. Einhvers staðar bak við hneykslisfréttina væru forráða- menn blaðsins sem hefðu blán- að upp fyrir borgarstjórnar- kosningar. Geggjað. Langsoltin fegurðardrottning Stórfrétt föstudagsins var svo fegurðarsamkeppnin. Tíðinda- maður Rökstóla hafði að sjálf- sögðu valið þrjár efstu í hugan- um en varð mjög hrelldur þegar hann uppgötvaði að engin feg- urðardísa hans komst svo mikið sem í úrslit. Þetta þótti tíðinda- manni undarlegt þar sem hann drakk bara mjólk og kaffi þetta kvöld en fór nú að velta því fyrir sér hvað dómnefndin hafði verið að drekka um kvöldið. Því miður var vélin ekki nógu lengi á formanni dómnefndar er hann gekk uppá sviðið og aíhenti umslagið, til að undirritaður gæti dæmt um göngulagið. En það virtist í einu og öllu óaðfinnanlegt. Kannski hafa hugmyndir krata orðið svo útbreiddar að jafnað- annennskan sé einnig komin í dómnefnd Fegurðarsamkeppni Islands. Hver veit? Það skemmtilega við fegurð- arsamkeppnina voru óneitan- lega strákarnir á sviðinu sem gengu upp og niður tröppumar, réttu út hvíthanskaklædar hend- ur í kjól og hvítt og gáfu dömunum leiðsögn upp og nið- ur stigana. Spumingin senr vaknaði var auðvitað sú, hvort að dömumar gætu ekki gengið án herranna eða hvort dömurn- ar notuðu sér herrana sem und- irdánuga þræla til að styðja sig við. Túlkunin fer allt eftir því hvort þú kýst íhaldið eða Reykjavíkurlistann. Ummæli kvöldsins voru feg- urðardrottningar íslands þegar hún stundi brosandi og nýkrýnd í gegnunt tárin: „Eg ætla heim að sofa, vakna svo á morgun og fara að borða!“ Furðulegur endir á knattspyrnu- handbók Nýtt Eintak - Eintak mánu- dagsins - hefur séð dagsins ljós. Voðalega margir spyija hvort þetta sé upphafið að því að Eintak verði dagblað. Eða kannski upphafið að því að Pressan verði mánaðarrit eða kannski árbók. Tíðindamaður Rökstóla fletti nýju Mánudagseintaki af áhuga en sá mest af skoðanakönnun Skáís þar sem D-listinn hafði náð yfirhöndinni hjá 600 manns en reytingur þeirra vildi svara hvað hann hyggist kjósa um helgina. Svo var að finna aftar í blaðinu heljarmikla knattspymuhandbók með tug- um ljósmynda í frímerkjastærð af öllum leikmönnum Islands í meistaraflokki. Glæsilegt. Ég var kominn langleiðina með að klára síðasta og furðulegasta knattspymuliðið þegar það rann upp fyrir mér að ég var að lesa auglýsingu um stuðningsmenn D-listans í Reykjavík og að Pétur Marteinsson var ekki að tala sem knattspymumaður heldur sem stuðningsmaður Sjálfstæðisflokksins þegar hann sagðist styðja traustan flokk til framfara. Furðulegur endir á knatt- spymuhandbók. Reyndar furðulegt að aðeins 89% aðspurðra sögðust þekkja og muna eftir Áma Sigfússyni borgarstjóra samkvæmt skoð- anakönnun Skáís fyrir Eintak. 88% muna hins vegar eftir Ingibjörgu Sólrúnu sem aldrei hefur verið borgarstjóri. Aðeins 34% þekkja Vilhjálm Þ. Vil- hjálmsson sem hefur verið í framlínu sjálfstæðismanna í borginni frá því að elstu menn rnuna. Var hann ekki sendi- sveinn hjá Geir Zoega? Eru sjálfstæðismenn svona lítið eft- irminnilegir? Maður bara spyr. Islandsmet í sjúkraflugi Aftur em íslendingar búnir að slá Islandsmet. Nema í þetta skipti slógu Bandaríkjamenn íslandsmetið. Vamarliðið á Keflavíkurflugvelli ílaug nefni- lega um helgina lengsta sjúkra- flug sem flogið hefur verið. Sjúklingurinn sem sló íslands- metið var ekki ýkja hrifinn af árangrinum og sagði við kom- una í sjúkrahúsið samkvæmt Mánudags-Eintaki: „Óþægilegt að liggja svona lengi í þyrl- unni.“ Ekki nema von þegar maður er pikkaður upp 560 mílur suðvestur af Reykjanesi með skæða botnlangabólgu. En við höfum eignast nýjan Is- landsmeistara. Til hamingju!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.