Alþýðublaðið - 25.05.1994, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 25.05.1994, Qupperneq 4
Miðvikudagur 25. maí 1994 4 (a) ALÞÝÐUBLAÐIÐ FRÉTTIR AÐGERÐIR GEGN SVARTRI ATVINNUSTARFSEMI „Telja verður að góðar líkur séu á að unnt verði að ná raunverulegum og áþreifanlegum árangri í baráttunni gegn skattsvikum sem stafa af svartri atvinnustarfsemi,“ segir Ríkharður Ríkharðsson, forstöðumaður skattrannsóknarstjóra ríkisins í framhaldi af skýrslu nefndar um skattsvik sem lögð var fram síðastliðið haust ákvað fjármálaráð- herra að efla starfsemi skattrannsóknarstjóra rík- isins til þess að gera emb- ættinu kleift að takast á við svarta atvinnustarfsemi sem er alvarlegt vandamál hér á landi sem í öðrum löndum. Hér á eftir er ætl- unin að gera grein fyrir að- gerðum skattrannsóknar- stjóra gegn svartri atvinnu- starfsemi og ýmsum atrið- um er skipta máli í því sam- bandi. Hvað er svört atvinnustarfsemi? í skýrslu skattsvikanefndar frá september 1993 er hugtak- ið svört atvinnustarfsemi skil- greint sem sá hluti efnahags- kerfisins sem er dulinn. Dulin starfsemi sem fram fer í þjóð- félaginu er margvísleg. Bæði er þar um að ræða alis konar ólöglega starfsemi svo og margvíslega aðra starfsemi sem lögleg er talin en skatt- skilum er áfátt. Nefndin hefur í skýrslu sinni skilgreint helstu svið svartrar atvinnu- starfsemi, sem annars vegar vinnu sem haldið er leyndri og hins vegar nótulaus við- skipti. Þessir þættir eiga það sameiginlegt að verulegum vandkvæðum er bundið að komast að umfangi þeirra, þar sem þeir aðilar sem hlut eiga að máli, gera allt sem í þeirra valdi stendur til að halda þeim leyndum. Algengt er að öll stig viðskipta, framleiðsla vöru, dreifing og smásala hennar séu dulin. Hefur þetta í för með sér að launagreiðslur verða svartar. Duldar rekstr- artekjur em því notaðar til að dylja kostnað. Svört atvinnu- starfsemi er því ekkert annað en skattsvik. Hverjir stunda svarta atvinnustarfsemi? Eðli máls samkvæmt em þátttakendur í svartri atvinnu- starfsemi oft bæði kaupendur og seljendur vöra og þjón- ustu. Báðir aðilar telja sig njóta góðs af, kaupandi fær þjónustuna ódýrari og selj- andi kemur sér undan skatt- greiðsium. Þeir sem tapa á viðskiptunum em annars veg- ar rétthafar undanskotins skatts, ríkissjóður og sveitar- félög, með öðmm orðum þjóðfélagið í heild sinni, og hins vegar samkeppnisaðilar seljanda, fyrirtæki sem selja vöm og þjónustu með lögleg- um hætti. Ósennilegt er talið að stór eða frekar stór fyrir- tæki taki þátt í þessari starf- semi heldur eigi svört at- vinnustarfsemi sér frekar stað hjá miðlungs eða minni rekstrareiningum. Allmörg dæmi em þó um nótulaus við- skipti hjá meðalstórum fyrir- tækjum. Þá em dæmi um duldar launagreiðslur hjá óskattskyldum aðilum. Atvinnugreinar með mesta umfang svartrar starfsemi í skýrslu nefndarinnar frá september síðastliðnum er gerð grein fyrir könnun sem nefndin lét gera meðal al- mennings í þeim tilgangi meðal annars að afla upplýs- inga um umfang skattsvika í fjárhæðum og eftir atvinnu- greinum. I könnuninni var spurt hvort keypt hefði verið vara eða þjónusta sem aðilar í úrtakinu töldu að yrði ekki gefin upp til skatts. Þá var spurt um hversu háar fjárhæð- ir hefði verið um að ræða á undanfömum tólf mánuðum. Ennfremur var spurt hvort viðmælandi hefði sjálfur tek- ið á móti greiðslum sem ekki hefðu verið taldar fram til skatts. Þá var einnig spurt um það hvort viðmælandi myndi taka við tekjum sem ekki yrðu gefnar upp til skatts, stæði honum slíkt til boða, auk ým- issa annarra spuminga. Könn- unin fór fram í desember 1992 og var úrtakið 1200 manns. Framkvæmdina ann- aðist ÍM Gallup. Niðurstöður skýrslunnar varðandi til hvaða atvinnu- greina mætti telja svörtu við- skiptin vom á þann veg að langflestir eða um 30% að- spurðra nefndu bygginga- starfsemi sem vettvang skatt- svika sem þeim væri kunnugt um að hefðu ekki verið gefin upp til skatts. Bifreiðavið- gerðir fylgdu í kjölfarið með rúm 21%. Iðnaðarvömr, verslun og þjónusta fengu hvert um sig um og yfir 15%. Aðrar greinar fengu minna. Hvað varðar krónutölu kom fram að þar vom iðnaðarvör- ur og framleiðsla mun hærri en biffeiðaviðgerðir. Aðgerðir skattyfirvalda á undanfömum áruni I skýrslu skattsvikanefnd- arinnar kemur fram að á und- anfömum ámm hafi starf skattyfirvalda fyrst og ffemst beinst að breytingum á skatta- löggjöfinni, en að nægur tími hafi ekki gefist til að tryggja framkvæmdina. Þrátt fyrir umfangsmiklar breytingar á skattalögum hin síðari ár, sem oft hafa verið rökstuddar með því að þær dragi úr skattsvik- um, er ekki unnt að fullyrða að svo hafi orðið. Þá hafi at- huganir skattyfirvalda fyrst og fremst beinst að bókhaldi og skattskilum skráðra rekstr- araðila, en nánast ekkert að óskráðum aðilum, þar með töldum aðilum þar sem allt er svart, innkaup, sala og laun. Telur nefndin að á þessu þurfi að verða breyting. Afleiðingar svartrar atvinnustarfsemi í skýrslu skattsvikanefnd- arinnar kemur ffam að svört atvinnustarfsemi leiðir til milljarða króna taps á skött- um og gjöldum á hvetju ári fyrir ríki og sveitarfélög. Bein efnahagsleg skaðsemi svartr- ar atvinnustarfsemi fyrir þjóðfélagið er miklu meiri en sú sem er afleiðing annars konar afbrota. Þá skapar svört atvinnustarfsemi vemlegt misvægi í atvinnustarfsemi hérlendis. Samkeppnisstaða öll versnar og möguleiki fyr- irtækja til að keppa á heiðar- legum gmndvelli fer forgörð- um þegar þetta ástand fær að þrífast. Þá leiðir umfangsmik- il svört atvinnustarfsemi til þess að dregið er úr trausti manna á skilvirkni skattkerf- isins. Getur slíkt ástand virk- að beinlínis hvetjandi á önnur skattsvik og dregið úr vilja al- mennings til þess að greiða skatta og önnur opinber gjöld með réttum hætti. Mikill vilji til skattsvika Kannanir sýna að um 70% af öllum íslendingum em til- búnir að taka þátt í svartri at- vinnustarfsemi í einu eða öðm formi. Samanburður við eldri kannanir sýnir einnig að þeim sem tilbúnir em að taka þátt í svartri atvinnustarfsemi hefur farið fjölgandi. Viljinn til skattsvika er þannig mikill og vemlegt áhyggjuefni hversu skattasiðferði þjóðfé- lagsins virðist bágborið eins og kannanir sýna. Óhjá- kvæmilegt er því að herða baráttuna gegn skattsvikum. Almennur stuðningur Af umfjöllun fjölmiðla og viðræðum skattrannsóknar- stjóra ríkisins við fulltrúa hagsmunasamtaka atvinnu- rekenda og launþega, fulltrúa löggiltra endurskoðenda og aðra aðila, er alveg Ijóst að miklar kröfur em gerðar til skattrannsóknarstjóra ríkisins um að taka skattsvik í svartri atvinnustarfsemi föstum tök- um. Mikilvægt verður að telja að leitað sé samráðs við áður- greinda aðila vegna aðgerða sem ætlað er að beina gegn svartri atvinnustarfsemi. Aðgerðir fjármálaráð- herra gegn svartri at- vinnustarfsemi Fjármálaráðherra hefúr bmgðist við tillögum skatt- svikanefndarinnar hvað varð- ar svarta atvinnustarfsemi með því að styrkja vemlega starfsemi skattrannsóknar- stjóra ríkisins og fjölga starfs- mönnum sem eingöngu fást við að rannsaka svarta at- vinnustarfsemi. í kjölfar að- gerða fjármálaráðherra hefur starfsmönnum skattrannsókn- arstjóra ríkisins verið íjölgað og embættinu skipt í tvær skrifstofur fra febrúar 1994. Rannsóknarskrifstofa I sem sinnir rannsóknum á svartri atvinnustarfsemi og rann- sóknarskrifstofa II sem sinnir rannsóknum á bókhaldssvik- um og fleira. Báðar skrifstof- uraar hafa hvor um sig ýmis önnur verkefni sem tengjast rannsóknum svo sem vali slíkra verkefna og fleira. Á hvom skrifstofunni fyrir sig starfa átta starfsmenn að með- töldum forstöðumanni. Aðgerðir skattrann- sóknarstjóra ríkisins Hjá skattrannsóknarstjóra ríkisins hafa legið fyrir frá upphafi töluverðar upplýsing- ar um meint skattsvik sem flokka má undir svarta at- vinnustarfsemi. Með aukn- ingu á mannafla í Jtetta verk- efni hafa verið sköpuð ágæt skilyrði til þess að taka á vandanum með raunvemleg- um og áþreifanlegum aðgerð- um og þannig skapa umtals- verð vamaðaráhrif. Vanda- mál skattyfirvalda í dag er ekki það að leita uppi þá aðila sem stunda svarta atvinnu- starfsemi. Það sem er helsta vandamálið í þessu sambandi er að tekið sé á öllum þeim fjölda sem stunda með einum eða öðmm hætti svarta at- vinnustarfsemi. Þetta þarf að gera með því að skapa gmnd- völl fyrir endurákvörðun og koma að viðeigandi refsing- um. Að benda einungis á að- ila sem stunda svarta atvinnu- starfsemi án þess að taka á vandamálinu skapar engin vamaðaráhrif og þjónar því engum tilgangi. Það er jafnvel mögulegt að óbeint aðgerða- leysi af þessu tagi geti virkað sem hvatning til skattsvika. Með aðgerðum skattrann- sóknarstjóra skapast sérstök vamaðaráhrif gagnvart þeim sem aðgerðimar beinast að og með upplýsingum um árang- ur og aðgerðum sem em í gangi skapast almenn vamað- aráhrif. Baráttan gegn svartri at- vinnustarfsemi er með veiga- mestu verkefnum skattrann- sóknarstjóra ríkisins. Frá því að embættið tók til starfa á fyrri hluta ársins 1993 hefur umtalsverðum tíma verið var- ið í að upplýsa mál sem falla undir það sem kalla má svarta atvinnustarfsemi. Þekking á þessu verkefni hefur verið af- ar takmörkuð og því hefur embættið þurft að afla gmnn- þekkingar á þessu sviði. Hins vegar hefur rannsókn mála af þessu tagi veitt cmbættinu mikilvæga reynslu og þekk- ingu á eðli svartrar starfsemi og hvemig staðið skuli að rannsókn þcirra mála þannig að unnt sé að upplýsa skatt- svikin með fullnægjandi hætti og draga þannig úr þessu ástandi. Markmiðin með aðgerðum skattrannsóknarstjóra Af hálfu skattrannsóknar- stjóra ríkisins hafa markmiðin með hertum aðgerðum gegn svartri atvinnustarfsemi verið skilgreind sem hér segir: Höfuðmarkmiðið með hertum aðgerðum skattrann- sóknarstjóra ríkisins er að draga úr umfangi skattsvika sem stafa af svartri atvinnu- starfsemi. RÍKHARÐUR RÍKHARÐSSON, forstöðumaður skatt- rannsóknastjóra ríkisins. Ljósmynd: Tíund Auk ofangreinds aðal- markmiðs hefúr skattrann- sóknarstjóri skilgreint eftirtal- in deilimarkmið sem sam- hliða em lögð til gmndvallar hertum aðgerðum embættis- ins: - Að skapa gmndvöll fyrir endurákvörðun á opinbemm gjöldum og þannig efla tekju- öflun hins opinbera. - Að upplýsa um refsiverð brot og skapa gmndvöll fyrir refsimeðferð í málum þar sem brotið hefur verið gegn lögum um tekjuskatt og eignarskatt, virðisaukaskatt, staðgreiðslu opinberra gjalda, trygginga- gjald og almennum hegning- arlögum. - Að skapa með aðgerðun- um árangursrík vamaráhrif, bæði almenn og sértæk. - Að afla faglegrar reynslu og þekkingar á aðferðum til að draga úr svartri atvinnu- starfsemi. - Að aðgerðimar verði nokkurs konar samstarfsverk- efni milli annars vegar aðila vinnumarkaðarins og hins vegar opinberra aðila. - Að aðgerðimar verði gmndvöllur fyrir auknu sam- starfi í skattsvikamálum, milli annars vegar skattrannsóknar- stjóra ríkisins og hins vegar rannsóknarlögreglu, ákæm- valds, tollayfirvalda og eftir atvikum annars stofnana skattkerfisins. Leiðir að settum markmiðurn Af hálfu skattrannsóknar- stjóra ríkisins hafa helstu leið- imar að settum markmiðum verið skilgreindar sem hér segir: - Sérstök skrifstofa hefur verið stofnuð við embættið sem einbeitir sér aðallega að rannsóknum á svartri atvinnu- starfsemi. -Aðgerðir skattrannsókn- arstjóra ríkisins á næstunni verði aðallega afmarkaðar við áhættugreinar samkvæmt skattsvikaskýrslunni. Hins vegar útilokar þessi afmörkun ekki að aðilar úr öðmm starfs- greinum sæti rannsókn ef til- efni þykir til. - Áhersla hefur verið lögð á góða samvinnu þeirra sem að þessu koma, annars vegar við aðra opinbera aðila, svo sem skattstjóra, og hins vegar við aðila vinnumarkaðarins. Þannig er talið meðal annars að unnt sé að afla aðgerðum skattrannsóknarstjóra ríkisins æskilegs stuðnings, skapa meiri breidd á aðgerðunum og jafnframt tryggja að fram- kvæmdin verði sem öflugust. - Áhersla verði Iögð á að kynna aðgerðir skattrann- sóknarstjóra ríkisins gegn svartri atvinnustarfsemi fyrir almenningi m.a. með því að veita reglulega upplýsingar um árangur af aðgerðunum, en vitað er af fenginni reynslu að umfjöllun um skattsvik í fjölmiðlum hefúr jafnan í för með sér aukningu á ábending- um til skattyfirvalda um aðila sem stunda skattsvik. - Áhersla verði lögð á vönduð vinnubrögð við rann- sókn mála, það er að mál séu vandlega undirbúin og skipu- Iögð áður en rannsókn hefst, að rannsókn þeirra gengi hratt fyrir sig, mál séu að fullu upp- lýst við skýrslugerð og að mál þar sem gmnur leikur á vem- legum skattsvikum hafi for- gang fram yfir smærri mál. - Haldið verði skipulega utan um þá þekkingu sem fæst af rannsókn á svartri at- vinnustarfsemi í þeim tilgangi að koma upp þekkingarbanka við embættið er varðar svarta atvinnustarfsemi. Þá verði tölfræðilegar upplýsingar um árangurinn af aðgerðunum skráðar á kerfisbundinn hátt. Lokaorð I þeirri samantekt sem hér liggur fyrir hefur meðal ann- ars verið gerð grein fyrir því vandamáli sem svört atvinnu- starfsemi er hérlendis og að- gerðum skattrannsóknarstjóra ríkisins gegn þess háttar skatt- svikum. Telja verður að góðar ltkur séu á að unnt verði að ná raunvemlegum og áþreifan- legum árangri í baiáttunni gegn skattsvikum sem stafa af svartri atvinnustarfsemi. Grein þessi birtist í Tíund, fréttablaði embættis ríkis- skattstjóra.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.