Alþýðublaðið - 25.05.1994, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 25.05.1994, Qupperneq 3
alþydumadurinn MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1994 AM - 3 Pétur Bjarnason, 14. maður á A-LISTA: Skýr stefna í atvinnumálum Kosningabaráttan snýst um atvinnumálin. A því leikur eng- inn vafi. Kjósendur ættu því að gera sér grein fyrir því hvað skilur flokkana að á því sviði. Bæjarstjórnarflokkamir sæta gagnrýni fyrir aðgerðarleysi í at- vinnumálunum á kjörtímabilinu. Sú gagnrýni er að hluta til réttmæt, þótt atvinnuleysi eigi sér miklu dýpri rætur en í getuleysi Alþýðu- bandalags og Sjálfstæðisflokks. Ekki verður hjá því komist að taka undir með ýmsum gagnrýnisrödd- um um athafnir og aðgerðir meiri- hlutans. Þær hafa verið fálmkennd- ar og oddvitar flokkanna og æðstu embættismenn virðast hafa komið á einhverskonar framkvæmdaráði, sem eyðir meiri tíma í umræður og athuganir, heldur en aðgerðir. Þetta framkvæmdaráð er vanmegnugt að taka skjótar ákvarðanir þegar þeirra er þörf. Þannig var t.d. háttað um hugsanleg kaup á SR-mjöli, sem öllum leist vel á og meirihlutanum fannst sjálfsagt að hugsa um þang- að til það var of seint. Þannig var það líka um raunhæfar aðgerðir til þes að flytja störf á vegum ríkisins út á land. Þeim voru allir sammála og vildu hugsa um og eru sjálfsagt enn að hugsa. Þannig var það líka um góða tillögu, sem Gísli Bragi Hjartarson stóð að um að laða til bæjarins starfsemi á sviði nýsköp- unar með því að virkja nýútskrifaða námsmenn með góðar hugmyndir og aðstoða þá við að breyta hug- myndunum í framleiðsluvöru. Meirihlutanum leist ljómandi vel á þá hugmynd og er enn að hugleiða hana. Svona hefur því miður farið með mörg góð mál, enda virðist að meirihlutinn hafi breytt hlutverki bæjarstjórans. Bæjarstjórinn er ekki lengur framkvæmdastjóri bæjarfé- lagsins, heldur æðsti skrifstofu- maður bæjarins, sem þarf í stóru og smáu að samræma sjónarmið odd- vita flokkanna áður en nokkur ákvörðun er tekin. Þessu þarf að breyta. Ef marka má stefnuskrár meirihlutaflokk- anna í atvinnumálum þá þarf að gefa þeim hvfld. Þeirra markmið er að „leitast við“ - „kanna“ - „stefna að“ o.s.frv. Lítið ber á skýmm til- lögum. Hvað ætla þeir t.d. að gera fyrir atvinnulausa? Þeir segjast ætla að stefna að því að útrýma at- vinnuleysinu, en hvemig? Reynsl- an segir okkur að þeir muni hugsa ... oddvitar flokkanna og œðstu embœttismenn virðast hafa komið á einhverskonar fram- kvœmdaráði, sem eyðir meiri tíma í umrœður og athuganir, heldur en aðgerðir. Þetta fram- kvœmdaráð er vanmegn- ugt að taka skjótar á- kvarðanir þegar þeirra erþörf. það inál vel og lengi en hvað svo? Jú, þeir ætla að stefna að hinu og þessu og væntanlega hugsa málin vel og gaumgæfilega þangað til framtíðin verður orðin að fortíð. Við þurfum því breytingar. Alþýðuflokkurinn hefur í þess- ari kosningabaráttu lagt fram skýra stefnu í atvinnumálum. Kjósendur eru hvattir til þess að kynna sér stefnu flokksins gaumgæfriega. Alþýðuflokkurinn mun þegar í stað hrinda stefnumálum sínum í fram- kvæmd fái hann til þess fylgi. Framkvæmdum við fráveitukerfið verður flýtt, þannig að fleiri vinnu- fúsar hendur fái verkefni við að hrinda þessu nauðsynjamáli í ífam- kvæmd en ella. Veiti kjósendur Alþýðuflokknum nægilegt brautar- gengi mun bæjarstjórinn aftur fá hlutverk framkvæmdastjóra og bæjarbúar geta treyst því að athafnir komi í stað orða og um- ræðna. Akureyri þarf á auknum á- hrifum Alþýðuflokksins að halda og flokkurinn þarf þitt atkvæði til þess að svo verði. Settu því XviðAá kjördegi. Oktavía Jóhannesdóttir, 3. maður á A-LISTA: Látið nýtt fólk spreyta sig Á þcssu kjörtímabili hefur margt snúist til verri vegar hér í bæ. Núverandi bæjarstjórnar- meirihluti Alþýðubandalags og Sjálfstæðisflokks hefur reynst ó- fær um að bregðast við sívaxandi atvinnuleysi meðal bæjarbúa, atvinnuleysi, sem helst bitnar á konum og ungu fólki án starfs- menntunar. Stefna þessara flokka í atvinnumálum er ákaf- lega fyrirferðarlítil og virðist helst felast í því að reikna út atvinnuleysisstigið frá degi til dags. Bæjarstjórnarmeirihlutann skortir kjark, áræðni og þor til að kveða niður atvinnuleysisdrauginn og það er svo sannarlega kominn tími til að gefa nýju fólki kost á að spreyta sig á atvinnumálunum. Þar höfum við allt að vinna. Fíýtum framkvæmdum A-LISTINN telur að það sé frumskylda bæjaryfirvalda að neyta allra tiltækra ráða til að vinna gegn atvinnuleysinu. Þetta geta þau gert á beinan og áhrifaríkan hátt með því að flýta verklegum fram- kvæmdum á vegum bæjarins. Hér er m.a. átt við bráðnauðsynlegar ffamkvæmdir við holræsakerfi bæj- arins, sem bæði eru atvinnuskap- andi og eru auk þess nauðsynlegar til að skapa viðunandi starfskilyrði fyrir þá matvælaframleiðslu, sem fram fer í bænum. A-LISTINN vill láta vinna þetta stóra verkefni á 5 árum í stað 15 eins og fyrirhugað er. Bein vinnu- laun við þessa framkvæmd eru á- ætluð um 320 milljónir og ekki er vafamál að framkvæmd af þessari stærðargráðu virkar líkt og vítamín- sprauta á atvinnulífið og hefur þar gífurleg margfeldisáhrif. Við skulum ekki láta dugleysi núverandi meirihluta draga úr okk- ur kjarkinn, en hefjast strax handa við þau verkefni, sem hefði átt að byrja á í gær. Hér á Akureyri höfum við um margt ákjósanlegar aðstæð- ur til að skapa blómlegt, framsækið atvinnulíf en til þess að svo geti orðið þarf virkan stuðning og já- kvætt viðhorf bæjaryfirvalda og bæjarbúa allra. Hugsum til framtíðar Við verðum þó alltaf að hafa í huga að í atvinnumálunum þarf að hugsa til framtíðar ekki síður en að leysa vandamál líðandi stundar. A- LISTINN vill m.a. styrkja nýút- skrifaða námsmenn og búa þeim aðstöðu til þess að koma í fram- kvæmd hugmyndum, sem leitt gætu til atvinnuskapandi fram- leiðslu í framtíðinni. Við viljum laða hingað ný fyrirtæki og greiða fyrir flutningi opinberra stofnana til Akureyrar. Eklri er síður mikilvægt að styðja við bakið á þeim fyrir- Bœjarstjórnarmeiri- hlutann skortir kjark, árœðni og þor til að kveða niður atvinnuleysisdraug- inn og það er svo sannarlega kominn tími til að gefa nýju fólki kost á að spreyta sig á atvinnumál-unum. tækjum, sem fyrir eru í bænum og veita þeim alla fyrirgreiðslu sem unnt er til að þau geti vaxið og dafn- að áfram. Þá má ekki gleyma fram- lagi framhaldsskólanna og Háskól- ans á Akureyri til atvinnulífsins. Þessir skólar eru í senn gífurlega stórir vinnustaðir og geta, ef rétt er á málum haldið, verið vettvangur rannsókna og nýsköpunar í at- vinnulífmu. Markaössetjum Akureyri í ferðamálum setur A-LISTINN markið hátt og vill gera Akureyri að mest sótta áfangastað innlendra og erlendra ferðamanna. Við vilj- um að bæjaryfirvöld hafi frum- kvæði að öflugri og fagmannlegri markaðssetningu bæjarins. Við skulum aldrei láta það henda okkur aftur að gestir okkar um páska- helgina komi alstaðar að lokuðum dyrum og fái ekki þjónustu og af- þreyingu, sem þeir sækjast eftir. . Góði kjósandi! Nú hefur þú tækifæri til að hafa áhrif á gang mála. Sættu þig ekki við dugleysi, áhugaleysi og úrræðaleysi núver- andi bæjarstjórnarmeirihluta. Gefðu duglegu og kjarkmiklu fólki tækifæri til að takast á við vanda-málin. Viljir þú breytingu til batnaðar þá settu X við A á kjöraag. I síbustu bæjarstjórnarkosningum var kjörsókn á Akureyri aöeins rúm 70% Rekum af okkur slybruoröib — Mœtum á kjörstab! AKUREYRARBÆR Menntasmiðja kvenna Menntasmiðja kvenna á Akureyri óskar að ráða í tvær 50% stöður frá 15. júlí n.k. til loka árs 1994, með möguleika áframhaldsráðningu. Annars vegar er um að ræða 50% stöðu ráð- gjafa/leiðbeinanda og er þar krafist menntunar á sviði félagsvísinda s.s. í félagsráðgjöf eða sálar- fræði. Hins vegar er 50% staða skrifstofustjóra/leið- beinanda og er þar krafist góðrar tölvuþekkingar og reynslu að rekstri. Mikilvægt er að umsækjendur hafi reynslu af og þekkingu/þjálfun í mannlegum samskiptum. Kjör eru samkvæmt kjarasamningum STAK og Ak- ureyrarbæjar. Menntasmiðjan er þróunarverkefni á vegum Jafnréttis- nefndar Akureyrarbæjar, fjármagnað með styrkjum m.a. frá félagsmálaráðuneyti og menntamálaráðuneyti auk stuðnings Akureyrarbæjar. Verkefnið er tilraun til næstu áramóta, en markmiðið er að tryggja framhald starfsem- innar. Menntasmiðjan er 16 vikna dagsskóli fyrir atvinnu- lausar konur, með fyrirmynd í norrænum dagháskól- um/lýðháskólum. Hún er framlag íslands til norræna verk- efnisins Voks Nær - þróunarverkefnis um fullorðins- fræðslu. Kennsla í Menntasmiðjunni ásamt daglegri stjórn, skipulagningu og rekstri verður samvinnuverkefni þessara starfsmanna ásamt verkefnisfreyju Menntasmiðj- unnar. Nánari upplýsingar veita starfsmannastjóri Akureyr- arbæjar, verkefnisfreyja Menntasmiðjunnar og jafn- réttis- og fræðslufulltrúi Akureyrarbæjar ( síma 96- 21000. Umsóknareyðublöð fást í starfsmannadeild Akur- eyrarbæjar, Geislagötu 9. Umsóknarfrestur er til 27. maí. Starfsmannastjóri. AKUREYRARBÆR Skóladagheimili Brekkukot - Hamarkot Þeir sem óska eftir skóladagheimilisplássi fyrir böm sín á Brekkukoti eða Hamarkoti veturinn 1994-1995 er bent á að umsóknarfrestur er til 1. júní nk. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu leik- skóladeildar að Eiðsvallagötu 18. Eins geta foreldrar sótt um símleiðis í síma 24600. Leikskóladeild. Frá Menntaskólanum á Akureyri ■ ■"íáv/i Ir ____ITTTIíTn7:TIi:;B;i;i;;;il;lTn[ili;i;ii::i:ilííínTTTI=Tíl^_ MENNTASKÓLINN Á AKUREYRI Auglýst er eftir kennurum í eftirtalin störf skólaárið 1994/1995: dönsku (1/2), eðlis- fræði (1/1), íslenska (1/2), stærðfræði (2/1) og þýsku (1/1). Upplýsingar gefur undirritaður í síma 96- 11433 milli 11 og 12 virkadaga. Umsóknarfrestur er til 27. maí 1994. Akureyri 18. maí 1994. Tryggvi Gfslason, Skólameistari MA.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.