Alþýðublaðið - 08.06.1994, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 08.06.1994, Blaðsíða 3
FLOKKSÞING ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Miðvikudagur 8. júní 1994 Sveitarstjómcirkosningar em ekki fyrr að baki en jafnaðarmenn um land allt taka til óspilitra málanna við að undir- búa 47. jlokksþing Alþýðuflokksins - Jafnaðarmannaflokks Islands - í Suð- umesjabœ, sem byrjar með hátíðardag- skrá í tilefni lýðveldisafinœiisins, fimmtu- daginn 9. júní klukkan 20:00. I byrjun apríl gerðiframkvœmdastjóm Alþýðuflokksins tillögur um málefnahópa til undirbúnings 47. flokksþinginu eins og kynnt var áflokksstjórnarfundi snemma í apríl. Málefnahópamir eru þannig skipulagðir að tveir einstaklingar hafa valist til að veita þeim forstöðu og bera ábyrgð á því að verkin verði unnin. Fundir málejhahópanna hafa verið aug- lýstir í Alþýðublaðinu og fundirnir haldnir fyrir opnum tjöldum. Öllum flokksmönnum er heimilt að gefa sig fram til þátttöku í starfl þessara hópa. Helstu málasviðin eru: Atvinnustefna - aðgerðir gegn atvinnuleysi; Island í Evr- ópu; Framtíðarstefna í Evrópumálum; Ríkisjjármál og velferð; Ný skólastefha: Menntun og menning í þjóðfélagi fram- tíðarinnar; Kjördœma- og stjómsýslu- mál; Jöjhun atkvœðisréttar; Umhveifis- mál; Landbúnaðarmál; Flokksmál. í aðdraganda flokksþingsins fól for- maður aðstoðarmönnum ráðherra að taka saman efnivið um störf ráðherra Al- þýðuflokksins í þeim fjórwn ríkisstjórn- um sem flokkurinn hefur átt aðild að á árunum 1987 til 1994. Þeir sem gegnt hafa ráðherraembœttum á vegum Al- þýðuflokksins á þessum tíma eru: Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráð- herra og formaður Alþýðuflokksins, Jó- hanna Sigurðardóttir, félagsmálaráð- herra og fyrrverandi varaformaður. flokksins, Jón Sigurðsson, sem gegndi embœttum dómsmálaráðherra og við- skipta- og iðnaðarráðherra, Sighvatur Björgvinssott, sem á fyrri hluta þessa kjörtímabils fór með heilbrigðismál en stýrir nú viðskipta- og iðnaðarmálum, Eiður Guðnason, sem gegndi embœtti umhveifisráðherra þar til Ossur Skarp- héðinsson tók við á síðastliðnu sumri, og Guðmundur Arni Stefánsson sem tók við staifl heilbrigðisráðherra afSighvati Björgvinssyni. Þessi greinargerð um helstu verk Al- þýðuflokksins í ríkisstjóm 1987 til 1994 ber heitið: „Fyrirheit og framkvœmdir: Helstu verk Alþýðuflokksins í ríkis- stjórn 1987 til 1994“. Greinargerðin hefur nú verið send lít ásamt með bréfi formanns, þar sem hann dregur saman meginlínurnar um stefnu og starfAlþýðu- flokksins í ríkisstjóm á þessu tímabili. Bréf formanns á erindi til allra flokks- manna. Alþýðublaðið hefur því fengið leyfi til að birta það hér í heild: „Kæri flokksþingsfulltrúi. Alþýðuflokkurinn kvað upp úr um það á stjómarandstöðuárunum 1984 til 1987 að hann væri málsvari nútímalegrar jafn- aðarstefnu, boðberi róttækra umbóta. Þessi stefna hefur síðan markað Alþýðu- flokknum sérstöðu meðal íslenskra stjómmálaflokka. Þessi stefna endurreisti líka fylgisvonir flokksins og hefur fært honurn málefnalegt frumkvæði til þessa dags. Við teljum að verðmætasköpun at- vinnulífsins og hagsmunir neytenda séu best tryggðir með samkeppni á markaði fremur en með rikisforsjá, einokun og vemdarstefnu. Ríkisforsjár- og verndar- stefnu fylgir ævinlega sólund og spilling, eins og dærnin sanna. Alþýðuflokkurinn hel'ur hins vegar alla tíð áréttað Irúnað sinn við hugsjónir sígildrar jafnaðar- stefnu um félagslega samábyrgð og víð- tæka velferðarþjónustu hins opinbera. Róttæk umbótastefna Þetta er róttæk umbótastefna. Hún á ekkert skylt við hægri stefnu. Aðrar stjómmálahreyfingar á vinstri væng hafa smárn saman verið að færast frá forsjár- hyggju fortíðar; þær hafa verið að færast nær nútímalegum viðhorfum lýðræðis- jafnaðarmanna. Sérstaklega á það við um hina yngri kynslóð félagshyggjufólks. Unga fólkið sem nú er að kveðja sér hljóðs og knýja á um pólitíska samstöðu vinstri afla, er ekki að þiðja um afturhvarf til fortíðar. Þetta unga fólk hefur lært af reynslunni. Það viðurkennir í vaxandi mæli nauðsyn nútímalegrar hagstjómar í opnu lýðræðisþjóðfélagi og vaxandi þýð- ingu alþjóðasamstarfs lýðræðisrfkja um frjáls viðskipti, sameiginlega öryggis- hagsmuni og vemdun umhverfisins. Undir merkjum þessarar stefnu hefur Jón Baldvin Hannibalsson, utanrfldsráðherra og formaður Alþýðuflokksins - Jaíhaðarmannaflokks Islands - sendir flokksþings- fulltrúum bréf ásamt greinargerð um „Fyrirheit og framkvæmdir - helstu verk Alþýðuflokksins í rfldsstjóm 1987 til 1994“: Alþýðuflokkurinn verið gerand- inn í íslenskum stjómmálum síð- astliðin tvö kjörtímabil. Hann hefur haft málefnalegt frum- kvæði og forgöngu um myndun ríkisstjóma. Sameiginlega bera forystumenn flokksins, þing- menn og ráðherrar, ábyrgð á framkvæmd stefnunnar í fjórum ríkisstjómum. Þar getur enginn skorist úr leik. Sérstaða flokksins birtist þjóðinni í skýrri mynd í sjávarútvegs- og landbúnaðar- málum. En einnig í frumkvæði okkar jafnaðarmanna að víðtæk- ustu milliríkjasamningum sem þjóðin hefur átt hlut að og tryggja okkur tollfrjálsan markaðsað- gang fyrir útflutningsvömr okk- ar, og öryggi samræmdra sam- keppnisreglna eins og þær birtast í EES- og GATT-samningunum. Yerkin tala Alþýðuflokkurinn hefur verið við völd í sjö ár á langdregnasta samdráttarskeiði lýðveldissög- unnar. Andstæðingar flokksins hafa þóst flnna höggstað á flokknum vegna nauðsynlegra spamaðaraðgerða í ríkisrekstrin- um og vegna vaxandi atvinnu- leysis. Undan því verður ekki vikist að þeim hefur orðið eitt- hvað ágengt við að sá ffæjum tor- tryggni og efasemda um réttmæti stefnunnar og við að ófrægja þá forystumenn flokksins, sem ekki skorast undan ábyrgð. í næstu alþingiskosningum munum við leggja verk okkar undir dóm kjósenda svo sem vera ber í lýðræðisþjóðfélagi. Til þess að auðvelda ykkur, málsvöram og trúnaðarmönnum Alþýðu- flokksins, sókn og vöm fyrir málstað jafnaðarstefnunnar á næstu mánuðum og missemm, hef ég látið taka saman greinar- gerð um störf okkar í ríkisstjóm síðastlið- in sjö ár. Hún heitir: „Fyrirheit og fram- kvæmdir: Helstu verk Alþýðuflokksins í rfkisstjóm 1987 til 1994“. Ég bið þig að kynna þér þessa greinar- gerð vel og vandlega. Það mun auðvelda þér að setja hina pólitísku atburðarás lið- inna ára í réttu samhengi. Það mun auð- velda þér að sjá í gegnum þann áróður andstæðinga okkar, að Alþýðuflokkurinn hafi bmgðist stefiiu sinni. Það mun auð- velda þér að hrekja þær fullyrðingar and- stæðinganna að Alþýðuflokkurinn hafi takmarkaðan skilning á þörfum atvinnu- lífsins og kjömm hinna verst settu. Það mun auðvelda þér að vísa til föðurhús- kvæmra aðgerða, sem orðið hafa tilefni harkalegra árása á Al- þýðuflokkinn, einkum þó heil- brigðisráðherra flokksins og for- mann. Fyrir okkur hefur hins vegar vakað að verja það velferð- arkerfi sem við höfum byggt upp, án þess að veðsetja framtíðina. Þrátt fyrir alla erfiðleika er ár- angurinn ekkert til að skammast sín fyrir. Gagnrýnisraddir and- stæðinganna em reyndar að mestu hljóðnaðar. Okkur hefur tekist að draga úr kostnaði í ríkis- rekstri, án þess að skaða það kerfi félagslegrar samhjálpar og sam- stöðu, sem við höfum byggt upp í fortíðinni. ✓ Arangur gegn atvinnuleysi Og baráttan við atvinnuleysið hefur vissulega verið háð á mörg- um vígstöðvum. Verðbólgan er hjöðnuð. Við búum við stöðugt gengi og frið á vinnumarkaði. Það þýðir að fjölskyldur og fyrir- tæki geta nú í fyrsta sinn um langan tíma gert skynsamlegar áætlanir fram í tímann. Ríkis- stjórnin greiddi fyrir kjarasamn- ingum með margþættum aðgerð- um: Lækkun virðisaukaskatts á matvæli. Auknum framiögum lil framkvæmda og atvinnuskap- andi aðgerða, að hluta í samstarfi við sveitarfélögin; með því að flýta framkvæmdum innan vega- áætlunar og með því að hvetja sparifjáreigendur til að festa fé í atvinnurekstri með skattafslætti hlutafjár. Samkeppnisstaða íslenskra fyrirtækja í útflutningi og í sam- keppni við innflutning hefur ekki í annan tíma verið betri. Meðal annars vegna tollalækkana í kjöl- far EES-samningsins, lækkunar skatta og vemlegra vaxtalækkana. Allt hefur þetta stuðlað að því að atvinnuleysi er þrátt fyrir allt rninna á Islandi en í nokkm öðm Evrópulandi. Hefur þó sam- dráttarskeiðið staðið lengur hér á landi en í grannlöndunum. Lækkun skatta á fyrirtæki var ekki gerð til þess að gera hina ríku ríkari. Hún var neyðarúrræði til að lækka tilkostnað fyrirtækjanna og forða þannig fjöldaupp- sögnum og auknu atvinnuleysi. Engin einstök aðgerð hefur létt ijöl- skyldum og fyrirtækjum eins byrðamar og hin árangursríka barátta ríkisstjómar- innar fyrir lækkun vaxta og fjármagns- kostnaðar. Það er tvímælalaust besta JON BALDVIN HANNIBALSSON: „Við teljum að verðmcetasköpun atvinnulífsins og hagsmunir neytenda séu best tryggðir með samkeppni á markaði fremur en með ríkisfor- sjá, einokun og verndarstefnu. Ríkisforsjár- og verndarstefnu fylgir œvinlega sólund og spilling, eins og dœmin sanna. Alþýðuflokk- urinn hefur hins vegar alla tíð áréttað trúnað sinn við liugsjónir sígildrar jafnaðarstefnu um félagslega samábyrgð og víðtœka velferð- arþjónustu hins opinbera. Þetta er róttæk um- bótarstefna. Hún á ekkert skylt við hœgri stefnu. Undir merkjum þessarar stefnu liefur Alþýðuflokkurinn verið gerandinn í íslensk- um stjórnmálum síðastliðin tvö kjörtímabilN anna meinfýsnum skætingi urn að Al- þýðuflokkurinn hafi haft það helst fyrir stafni í stjómartíð sinni „að rústa velferð- arkerfið". Það er svo sannarlega öfug- mæli. Varnarbarátta Störf Alþýðuflokksins í ríkisstjóm hafa mótast af þeirri vamarbaráttu sem þjóðin hefur orðið að heyja. Til þess að varðveita efnahags- legt sjálfstæði lýðveldisins og komast hjá því að sökkva í erlendar skuldir höfum við orðið að grípa til vandasamra og við- kjarabótin sem unnt var að færa skuldug- um fjölskyldum og fyrirtækjum á sam- dráttartímum. Varanlegar umbætur Alþýðuflokkurinn hefur komið fram margvíslegum varanlegum stjómarfar- sumbótum í stjórnartíð sinni. Gömlu bar- áttumáli verkalýðshreyfmgarinnar um staðgreiðslukerfi beinna skatta var komið í höfn. Það var þáttur í víðtækustu skatt- kerfisumbótum seinni ára þar sem saman fór mikil lækkun tolla (einkum á innflutt- um matvælum), einföldun söluskatts og síðar lögfesting virðisaukaskatts jafn- hliða stórhækkun tjölskyldubóta. Þessar aðgerðir miðuðu að því að styrkja helstu tekjustofna velferðarkerfísins og bæta hag heimilanna í landinu. Eftir látlausl hringl í húsnæðismálunt og gjaldþrot húsnæðislánakerfisins frá 1986 var húsbréfakerfið sett á fót. Hús- bréfakerfið jafnaði aðstöðu fólks til að eignast eigið húsnæði. Félagslegum íbúðurn hefur fjölgað urn 500 á ári. Húsa- leigubætur hafa verið lögleiddar og munu bæta aðstöðu þeirra sem leigja á frjálsum markaði. Stöðug umgjörð hefur skapast um reglur og réttindi fólks á þessu sviði. Fólk í húsnæðisleit getur nú gert lang- tímaáætlanir. Til umhugsunar fyrir landsbyggðarfólk Andstæðingar okkar hamra stöðugt á því að Alþýðuflokkurinn sé þéttbýlis- flokkur sem hafi lítinn skilning á þörfum landsbyggðarinnar. Landsbyggðarfólk veit af eigin reynslu hvemig hefðbundin framsóknarstefna í byggðarmálunt hefur reynst. En það er engin tilviljun að það er á stjómartíma Alþýðuflokksins sem grip- ið er til raunhæfra aðgerða til að sameina og stækka sveitarfélög, til þess að skapa öflugri atvinnusvæði og gera kleift að færa verkefni frá ríkisvaldinu til sveitar- stjóma, sem starfa í meiri nálægð við fólkið heima í héraði. Þessi ríkisstjóm hefur einnig beitt sér fyrir sérstöku átaki í samgöngumálum landsbyggðarinnar eins og til dæmis með jarðgöngum á Vestfjörðum. Undir for- ystu Alþýðuflokksins hafa niðurgreiðslur ríkissjóðs á rafmagni til húshitunar aukist vemlega. Þannig hafa niðurgreiðslur á verði rafmagns til hitunar meðalíbúðar verið meira en tvöfaldaðar á kjörtímabil- inu. Þeir sem búa við hærra orkuverð en hjá Hitaveitu Reykjavíkur fá hluta virðis- aukaskatts á orku til húshitunar endur- greiddan. Þá hefur Alþýðuflokkurinn beitt sér fyrir því að ríkissjóður yfirtaki skuldir srnærri hitaveitna og þannig greitt fyrir sameiningu þeirra við aðrar öflugri. Þetta hefur leitt til þess að orkuverð hefur lækkað vemlega hjá fjölda fólks. Umhverfisráðherra Alþýðuflokksins hefur einnig sýnt hug sinn í verki til landsbyggðarinnar með því að vera fmm- kvöðull að flutningi ríkisstofnana út á land. Þótt fátt eitt sé nefnt nægir þetta til að sýna að sjónarmið landsbyggðarfólks eiga trausta málsvara í þingflokki Al- þýðuflokksins - og að það em ekki allir viðhlæjendur hinnar úreltu „byggða- stefnu“ vinir í raun. Alþýðuflokkurinn þarf ekki að fyrir- verða sig fyrir störf sín í ríkisstjóm á þessu tímabili. Hann hefur orðið að heyja erfiða vamarbaráttu með þjóðinni. Á sama tíma og við höfum orðið að spara ríkisútgjöld hefur samt tekist að koma fram varanlegum umbótum og halda uppi uppbyggingarstaifi á mörgum svið- um. íslendingar em meira að segja hættir að safna skuldum í útlöndum, en þess í stað teknir að greiða þær niður. Það er af- rek í vamarbaráttu liðinna ára. Vamarbaráttan hefur því skilað ár- angri. Nú er tímabært að snúa vöm í sókn. Nú þurfum við að svara andstæð- ingum okkar með málefnalegunt rökum. Síst af öllu eigunt við að taka undir með þeim. Þvert á móti þurfum við að sam- eina kraftana til sóknar og vamar góðum málstað. Þessi greinargerð er til þess hugsuð að styrkja vígstöðu okkar allra sameiginlega í þeirri baráttu sem fram- undan er. Hittumst heil á flokksþingi. Með baráttukveðjum, Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins - Jafnaðarmannaflokks íslands."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.