Alþýðublaðið - 16.06.1994, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 16.06.1994, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 16. júní 1994 UMRÆÐA ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 PALLBORÐ: Bjarni Sigtryggsson Jafnaðarstefnan er fjöldahre\fmg Spjall margra fulltrúa á flokksþingi Alþýðuflokksins um nýliðna helgi á göngum og í kaffistofum snerist óhjákvæmi- lega um forystumál flokksins. Þótt ýmsir virtust vera málshefj- endur um þörfma á því að skipta um forystu - af því þar þyrftu að vera sannir jafiiaðarmenn, þá fékk ég ekki betur heyrt en flest- ir ræddu þessi mál yfirvegað og málefnalega og hefðu að leiðar- ljósi stefnumál flokksins og hag þjóðarinnar. Það er nefnilega erfitt að beita röksemdum fé- laga Napóleóns úr sögu George Orwell og segja að sumir jafn- aðarmenn skuli vera sannari en aðrir. Sannir jafnaðarmenn í haust verða 25 ár liðin frá því ég kynntist starfi ungra jafn- aðarmanna í Reykjavík og síðan hef ég átt samleið með þessum flokki. A þessum tíma hafa fjór- ir gengt formennsku í Alþýðu- flokknum: Doktor Gylfi Þ. Gíslason, Benedikt Gröndal, Kjartan Jóhannsson og Jón Baldvin Hannibalsson. Starfs- aðstæður þessara manna hafa verið mjög ólíkar. Segja má að hver þeirra um sig hafi tekið við ólíku hlutverki, en allir eiga það sameiginlegt að hafa gegnt hlut- verki sínu vel. Þessir menn hafa endurspeglað rnargt hið besta í stefnu og lífsviðhorfum þess fólks sem skipar sér í raðir flokksins. Um alla fjóra má segja, þeim til hins mesta lofs, að þeir eru allir sannir jafnaðar- menn. Annars konar jafnaðar- mönnum hef ég til allrar ham- ingju ekki kynnst. Hinir síðustu verða fyrstir En hvað er það þá sem auð- kennir sannan jafnaðarmann? I mínum augum er það blanda mannkosta og lífsviðhorfa fremur en flokkstengsl. Sannur jafnaðarmaður berst gegn órétti og fyrir jöfnun tækifærum fyrir alla. Hann eða hún berst ekki fyrir því að allir skuli fá allt sem þeir krefjast - með góðu eða illu. En tækifærin eiga að vera allra - og þeir sem ekki hafa hlotið jafnan aðgang að tæki- færum lífs síns eða með órétti verið sviptir þeim, - þeir hinir síðustu skulu verða fyrstir. Sannir jafnaðarmenn gera ekki síðri kröfu til sín en annarra en þeir sýna líka ábyrgð og vita að til þess að miðla þarf að afla. Þeir sem vilja gefa af rausn hjartans gera það ekki á kostnað annarra; við bætum ekki hag hinna verst settu samferðar- manna með því að ganga á þjóð- ararfinn eða senda reikning á böm og barnabörn. Tryggur þjóðarhagur tryggir jöfnuð Sannur jafnaðarmaður - hvar í fiokki sem hann kann að standa - veit að hagsmunum al- mennings er best borgið þegar þjóðarhagur er tryggur. Reynsl- an hefur sýnt að skertur þjóðar- hagur bitnar ójafnt á fólki - kemur verst við þá sem tæpast stóðu. Þess vegna ber forystu- mönnum jafnaðarmanna að leysa þjóðina úr herkví eyðslu- skulda gæluverkefna sem ráðist var í fyrir þrýsting hagsmuna- afla en tryggja henni efnahags- lega og menningarlega samleið með skyldþjóðum. Jafnaðarmenn allra flokka „Það er meginstefna stjómar- innar að tryggja það að allir landsmenn geti haft atvinnu við sem arðbærastan atvinnurekst- ur.“ Þessi orð mæti Olafur Thors, forsætisráðherra nýsköp- unarstjómarinnar, eftir stríð. Þau em enn hollt íhugunarefni fylgjendum þeirra stjómmála- flokka, sem stóðu að þeirri stjóm. I báðum þeim flokkum er eflaust að finna fjölda sannra jafnaðarmanna, fólks sem hefur talið flokka sína besta verkfærið til að skapa þjóðinni arð og jöfn tækifæri til að njóta hans. Þar hafa þó aðrir hagsmunir orðið sterkari. Flokkur brautryðjenda Saga Alþýðuflokksins er lík- ust sögu brautryðjandans sem sér jafnan nýja leið og fer ót- roðna slóð - sem aðrir síðan feta. Hann kom á félagslegu réttlæti hér á landi. Síðan varð það hlutskipti Alþýðuflokksins undir forystu doktor Gylfa Þ. Gíslasonar að berjast fyrir frjálsri verslun landsmanna og afnema höft, skömmtun og bönn í viðskiptum og athafna- lífi. Næsta stóra verkefnið hefur verið efling lýðræðisins í land- inu, nú síðast með kröfunni um jöfnun kosningaréttar með af- námi kjördæma eftir hreppum. Og á nýafstöðnu flokksþingi hefur Alþýðuflokkurinn - Jafn- aðarmannaflokkur íslands, lýst „A nýafstöðnu flokksþingi hefur Alþýðuflokkurinn - Jafinaðannanna- * flokkur Mands, lýst því ótvírætt yfirað ✓ Mendingar eigi að steftia að áhrifiimíþví samfélagi evrópskra skyldþjóða, sem þeirmunu óneitanlega eiga samleið með í framtíðinni.“ því ótvírætt yfir að íslendingar eigi að stefna að áhrifum í því samfélagi evrópskra skyld- þjóða, sem þeir munu óneitan- lega eiga samleið með í framtíð- inni. Skiptar skoðanir - sameiginleg niðurstaða Eitt af einkennum sannra jafnaðarmanna er að þeir ræða stefnumál opinskátt og komast að sameiginlegri niðurstöðu. Þegar hún er fengin standa þeir saman. Val forystu er ekki spurning um að velja beitu til að veiða kjósendur, heldur að velja til forystu fólk, sem stendur vörð um stefnuna og kynnir þjóðinni hana á skýran og skil- merkilegan hátt. Alþýðuflokksfólks hefur nú á liðnum dögum skipst á skoðun- um. Það hefur samþykkt stefnu og það mun standa saman að framkvæmd hennar. Styrkur flokksins mælist ekki í stundar- könnunum heldur í því hvort stuðningsmenn hans reynist sannir jafnaðarmenn og standi saman. Verði svo munu jafnað- armenn allra flokka og kynslóða koma til liðs og styðja þá stefnu í næstu kosningum. Jafnaðar- stefnan sjálf er nefnilega fjölda- hreyfing. Hölundur er dagskrárgerðarmaður. PALLBORÐ: Steinar Ágústsson Að loknu flokksþingi! Þá er 47. flokksþingi okkar jafnaðarmanna lokið. Uppá- komur eins og sprengjuhótun virtist ekki hafa mikil áhrif á þingfulltrúa, en alvarlegri var húsbmninn í Suðurnesjabæ og erfiðleikar hundruð manna vegna brunans. Sem betur fer er samkenndin til staðar hjá okkur ef erfiðleikar koma upp hjá samborgurunum. Eg er mjög ánægður með úr- slit í kosningum til formanns. Afdráttarlaus stuðningur við formann okkar jafnaðarmanna er staðreynd. Jón Baldvin er í dag einn litríkasti stjómmála- maður landsins og megum við jafnaðarmenn vera hreyknir af slíkum foringja. Nú reynir á okkur sjálf, dóm- greind okkar og skynsemi, að standa saman, jafnt forysta flokksins og hinn almenni flokksfélagi. Við skulum nefni- lega muna eitt, jafnaðarmenn, að úr öllum áttum verður vegið að okkar flokki. Þess vegna verðum við, öll sem einn, að standa saman. Alþýðuflokkurinn þarf ekki að hræðast dóm kjósenda í næstu alþingiskosningum. Við einir flokka höfum nútíma jafn- aðarstefnu fram að færa. Eigum ekki í neinum fortíðarvanda og horfum til framtíðar. Þess vegna „Égermjög ánægður með úrslit í kosningum til formanns. Afdráttarlaus stuðningurvið formann okkar jafiiaðarmanna er staðreynd.“ á Alþýðuflokkurinn hljómgrunn hjá öllu hugsandi fólki á íslandi í dag. Höfundur er verkamaður í Vestmannaeyjum. JTTFRETTIR Landsins DÁÐUSTU synir og dætur VARNARLIÐIÐ gefur styttu af landnámsmanni Stytta af Hrafna-Flóka eftir bandaríska listamanninn Mark J. Eb- bert var afhjúpuð við háúðlega athijfn á Keflavíkurflugvelli á laug- ardaginn. Styttan er gjöf Varnarliðsins og listamannsins til íslensku þjóðarinnar í tilefni af 50 ára aftnæli lýðveldisins. Davíð Oddsson. forsætisráðherra, var viðstaddur athötnina. Lýðveldispeningur ÞROSKAHJÁLPAR Þroskahjúlp hefur gefið út Lýdveldispeninginn í tilefni af hálfrar aldai- afmæli lýðveldisins og fékk til þess sérstakt leyfi Þjóðháúðar- nefndar og höfundar lýðveldismerksins en hann er .jón Ágúst Pálmason. Það var Sjöfn Haraldsdóttir, myndlistamiaður, sem hannaði peninginn, sem er 182 grömm á þyngd og 7 sentimetrar í þvermál. sleginn í brons í Finnlandi í tveim útgáfum. Pcningamir kosta 3.500 og 5.000 krónurog eru í vandaðri öskju. LEONCIE í tónleikaferð til Asíu Fimmtiu ára af- --------------------- mæli lýðveldisins og listahátíð draga til landsins okkar dáöustu: syni og dæturfráútlandinu. I kvöld mun þétt- skipuð Laugardals- höll hlýða á stór- söngvarann Krist- ján Jóhannsson og ---------------------- Sinfv níuhlj ó m - sveit íslands flytja vinsæla óperutónlist og óperuaríur eftir Verdi, Puecini, Bizet og Leoncavaiio. Meðal gcsta verða tjölmargir er- lendir þjóðhöfðingjar. Rieo Saecani, víðfræg stjama, sem reis hvað hæst þegar hann sigraði sjálfan Herbert von Karajan í keppni hljömsvcitarstjóra 1984, verður stjómandi í kvöld. Og svo er það hin dáða söngkona, Björk Guömundsdóttir. Hún heldur tónleika á veg- unt Listaháúðar í Laugardalshöll á sunnudagskvöld, 19. júní, hátíðis- degi kvenna, klukkan 20 og mun áreiðanlega fylla höllina uppí tjá- fur. Nýr vinnslustjóri í GRANDA HF. Torfi Þorsteinsson hefur verið ráðinn sem vinnslustjóri fiystitogara hjá Granda hf. Torfi er Reykvíking- ur en ólst upp í S-Þingeyjarsýslu. Hann varð fisktæknir frá Fisk- vinnsluskólanum 1981 og iauk námi í rekstrar- og viðskiptafræði frá Há- skóla íslands á þessu ári. Toríi er kvænturSólveigu Pálmadóttur leik- konu og ncma í bókmenntum og fjöl- miölafræði og ciga þau þrjú böm. Góðkunnur íslenskur ríkisborgari af indverskum ættum, söng- og danskonan Leoncie. er á förum til Asíu, Indlands og Arabfu í mikla tónleikaferð. Söngkonan segir að 15 tónleikar séu skipulagðir í lnd- landi og lætur hún ágóðann renna til munaðarlausra bama í Indlandi. „Ég er geislandi af ánægju og býð bara eftir meira sólskini", segir Le- oncie, indverska prinsessan. LÝÐVELDISGARÐUR við Hverfisgötu Lítill cn snotur garður, Lýðveldisgarðurinn, var opnaður formlega í gær á homi Hveifisgötu og SmiðjusÚgs. Garðurinn er gerður ítilefni af 50 ára afmæli lýðveldisins. Hann er 700 fennetrar að stærð. Á þess- um slóðum lá frá örófi alda aðalleiðin niður í meginbyggð Reykjavfk- ur fnunhjá Traðarkoti og niður Amarhólstraðimar að vaði á lækja- rósnum. Vestan við garðinn er hús prentara. tvflyft steinhús frá 1912 sem Jón Magnús- son, fvrsti forsætis- ráðherra landsins lét reisa, en fyrir austan garðinn er stcinhús frá 1913 þar sem er danska sendiráðið og bústaður danska sendiherrans. í garð- inuin er á táknnenan hátt komið fyrir bergi frá þingstöðum hinna fomu tjórðunga landsins. auk grágrýt- is úr Reykjavík, nú- verandi þingstaðar þjóðarinnar. Hönnuð- ur var Yngvi Þór Loftsson, landslags- arkitekt, en skýringar á málmskildi gerði Jónas Kristjánsson forstöðumaður Stofn- unar Áma Magnús- sonar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.