Alþýðublaðið - 16.06.1994, Síða 8

Alþýðublaðið - 16.06.1994, Síða 8
-r -L 1 ALLA DAGA| vý,(\ó ciöí0 #tC Frá Stykkishólmi: Kl. 10.00 og 16.30 OV Frá Brjánslæk: 7 N Kl. 13.00 og 19.30 ÁÁ Bókiö bíla með tyrirvara i sima Jg&k 93-81120 og 94-2020 MMWMÐID - o^- Bókið bíla með fyrirvara í slma 93-81120 og 94-2020 Fimmtudagur 16. júní 1994 89. TOLUBLAÐ - 75. ARGANGUR Lýðveldinu fagnað í San Francisco: Athöfti í ráðhúsinu þar sem Lslenski fáninn blaktir - og Leifur Eiríksson og Helgi Tómasson verða heiðraðir Að morgni 17. júní verður íslenski fán- inn dreginn að hún við ráðhúsið í San Francisco. Þar fer fram stutt athöfn innan dyra þar sem Gunnhildi Lorensen ræðis- manni Islands í borginni og nágrenni verður afhent opinbert viðurkenningar- skjal í heiðursskyni við Island á afmæli lýðveldisins. í þessu skjali er á það minnst að það var íslendingurinn Leifur Eiríksson, sem fyrstur Evrópumanna sigldi til Vínlands. Borgin vill þó einkum minnast og þakka hið mikla framlag, sem ísland og Islend- ingar hafa veitt borginni. Þar er ekki síst um að ræða marga byggingarmeistara, bæði íslendinga og syni íslenskra innflytj- enda, sem reistu fjölda húsa í borginni og nágrenni hennar. Helgi Tómasson heiðraður I ífamangreindu viðurkenningarskjali er Helga Tómassonar ballettmeistara sérstaklega getið, enda hefur San Franc- isco ballettinn undir listrænni stjóm hans auðgað menningarlíf borgarinnar. Síðla dags verður haldin móttaka fyrir íslendinga, embættismenn borgarinnar og ræðismenn á vegum Lorensen hjónanna og Islendingafélags Norður Kaliforníu. Heiðursgestir em Helgi Tómasson og kona hans. HELGl TÓMASSON á dtmsárunum. I San Franc- isco verður Helgi heiðraður á 17.júnífyrirframlag silt til menningar og lista í borg- inni. Tilkynning fra Osta- ogf smjörsölunm Vegfna breytingfa í símaskrá er faxnúmer okkar í söludeiltl nú 87 69 06 í staá 68 69 06. Þessi hópur sem við fest- um á mynd í hádeginu í gær á Amarhóli, kemur frá Brit- ish Columbia í Kanada. Kanadabúar, - en flestir af íslensku bergi brotnir, Skag- firðingar! Hópurinn kom hingað til lands fyrir viku síðan og hélt norður til Skagafjarðar. Þar eru rætumar, fjölmargir ættingjar og hérað forfeðr- anna. Fólkið lét afar vel af ferðinni norður og viðtök- um öllum þar meðal frænd- fólks. Þá hefur hópurinn hitt frændfólk sitt hér í Reykja- vík á stóm ættarmóti. Fólkið er afkomendur Þorláks Þorlákssonar, sem fæddist 1862. Hann flutti til Kanada árið 1887 og settist að í Winnipeg í Manitoba og gerðist verka- maður við jámbrautalagnir. Hann kynntist ungri ís- lenskri stúlku, Ingibjörgu Jóhannsdóttur. Þau giftust 1892. Ut frá þeim er kominn stór ættbogi í Kanada, mikið dugnaðarfólk, aðallega bændur sem stunda stór- fellda ávaxtarækt og skóg- arhögg ekki langt ffá Vancouver, á sömu slóðum og Þorlákur og Ingibjörg bjuggu um áratuga skeið. Em fyrirtæki þeirra víðkunn í Kanada, stór og öflug, og stunda viðskipti um víða veröld. Eins og títt var um ís- lenska vesturfara komu Skagfirðingamir sér vel fyr- ir á nýjum heimaslóðum, og afkomendumir hafa greini- lega spjarað sig með af- brigðum vel. Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason - þar af 154.232 íbúar á höfuðborgarsvæðinu en 110.687 á landsbyggðinni Manníjöldi á íslandi 1. um fjölgaði um 2.726 eða tíma voru konur 132.036. og Akureyri 14.799. desember 1993 var 264.919 1,04%. Fjölgun frá 1. desem- Ef við lítum á íbúatölur Nokkur ójöfnuður er í eftir endanlegum íbúatölum ber 1991 til 1. desember stærstu bæja (og borgar) þá íbúatölu milli höfuðborgar- Hagstofu íslands. Endanleg 1992 var 1,01%. Karlar eru var Reykjavík með 101.824 svæðisins og landsbyggðar- íbúatala 1. desember 1992 enn naumur meirihluti á íbúa 1. desember 1993, innar því fyrrtalda svæðið var 262.193. Frá þeim degi landinu en þeir voru 132.883 Kópavogur hafði 17.172, hafði 154.232 en lands- ogframtil l.desember 1993 1. desember 1993 en á sama Hafnarfjörður hafði 16.787 byggðin 110.687 íbúa. Oratorían Milska í HaDgrímskirkju Óratorían Milska verður flutt í Hallgrímskirkju laug- ardaginn 18. júní klukkan 16. Milska er framlag Nor- egs til Listahátíðar í Reykja- vík að þessu sinni auk þess að vera framlag til lýðveldis- hátíðarinnar. Höfundur óra- toriunnar er Kjell Mörk Karlsen tónskáld og organ- leikari. Islendingar þekkja hann frá því hann vann fyrstu verðlaun í samkeppni Kirkjulistahátíðar um orgel- verk árið 1993 sem fram fór í Hallgrímskirkju. Milska er samin við samnefnt helgi- kvæði, ritað á Islandi á 13. öld af óþekktum höfundi. Kvæðið minnir á Liju og ýmis þekkt helgikvæði. Það er 96 erindi og hefur skáldið Ivar Orgland þýtt það á norsku. Tóngerð Milsku er kammermúsikölsk óratoría með eftirtöldum flytjendum: Blandaður kór úr dómkóm- um í Tönsberg og kirkju- kómum í Asker, ásamt alt- söngvaranum Gro Bente Kjellevold, framsögn leikar- ans Knut Risan, strengja- kvartett tónlistarmanna frá Osló, organleikari er Andrew Wilder og stjóm- andi og höfundur Kjell Mörk Karlsen. Frumflutningur verksins var í Tönsberg í Noregi síðast liðið haust og fékk það mjög góðar móttök- ur. Flutningur Milska á Is- landi fékk umtalsverðan fjár- stuðning frá norska menn- ingarmálaráðuneytinu.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.