Alþýðublaðið - 15.07.1994, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 15.07.1994, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MINNING Föstudagur 15. júlí 1994 Mumingarorð: Garðar Jensson Fæddur 21. september 1931 - Dáinn 27. júní 1994 ur bolsi á yngri árum (hjartað á réttum stað); en með aldri og þroska hvarf hann frá villu síns vegar og gerðist sannfærður jafnaðarmaður. Hann var nefni- lega ærlegur og undirbragðalaus í hugsun og þurfti ekki að halda dauðahaldi í einhveija lífs- blekkingu sem eins konar flot- holti í lífsins ólgusjó. Hann var karlmenni til orðs og æðis. Eftir þessi fyrstu kynni lágu leiðir okk- ar ósjaldan saman í flokksstarfi Alþýðu- flokksins í Reykja- vík. Garðar var þar virkur vel. Hann lagði jafnan gott til mála og lét ekki sinn hlut eftir liggja þegar láta þurfti hendur standa fram úr erm- um, til dæmis við undirbúning kosn- inga eða aðrar tiltekt- ir. Hann sat í mörg ár í stjóm Alþýðu- flokksfélags Reykja- víkur og lét sig yfir- leitt ekki vanta á flokksþingum og öðmm málþingum jafnaðarmanna þar sem við réðum ráð- um okkar. Þeirra samveru- stunda er gott að minnast. Garð- ar var drengur góður og góður félagi. Fráfall hans bar svo brátt að og fyrirvaralaust, að því er okk- ur fannst félögum hans, að það gafst hreinlega ekki tími til að kveðja hann svo sem vert væri. Garðar var 58 ára gamall þegar kallið kom. Þegar ég sá hann seinast á einhveijum ftindinum í aðdraganda flokksþings okkar hvarflaði það ekki að mér þótt ég vissi betur, að hann væri haldinn banvænum sjúkdómi og lífsvonin lifði á veiku skari. Garðar háði seinustu glímuna við vágestinn af fullkomnu æðmleysi og lét ekki sinn hlut frekar en endranær fyrr en í fulla hnefana. Þannig var Garðar, sjálfum sér líkur til hinstu stundar. Nú þegar hann er allur vil ég fyrir hönd okkar jafnaðarmanna í Reykjavík flytja ekkju hans, Önnu Klöm Guðlaugsdóttur, bömum þeirra hjóna og fjöl- skyldu allri, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Sameiginlegar minningar okkar um traustan og vinafastan ferðafélaga í lífsins lestarferð munu lifa. - Jón Baldvin Hannibalsson Umhverfisráðuneytíð: Riiúgjíif'amefnd um vifltdýr y 1"mhverfisráðuneytið hefur skipað ráðgjafar- I I nefnd um villt dýr til næstu fjögurra ára. V—/ Hlutverk nefndarinnar er að vera ráðherra til ráðgjafar við umsjón mála er varða villta fiigla og vfllt spendýr nema hvað varðar hvali og hrein- dýr. Þessi nefndarskipan er í samræmi við ný lög um vemd, friðun og veiðar á vílltum fijglum og villtum spendýmm sem tóku gildi i. júií. Nefhdin á meðal annars að gera tillögur og veita umsagnir við gerð reglugerða, leyfisveitingar, veitingar undan- þága og við önnur stjómvaidsfyrirmæli á þessu sviði. I ráðgjafamefndinni sitja ÆVAR PETER- SEN fuglafræðingur, sem er formaður nefndarinn- ar, ARNÞÓR GARÐARSSON prófessor, EY- STEINN GÍSLASON bóndi Skáleyjum, HAUK- UR BRYNJÓLFSSON dýralæknir, JÓRUNN SÖRENSEN kennari, KRISTJÁN G. MAGN- ÚSSON skrifstoftunaður, PÁLL HERSTEINS- SON veiðistjóri og KRISTJÁN H. SKARPHÉÐ- INSSON fuglafræðingur sem er varaformaður nefhdarinnar. Með gildistöku iaganna em meðal annars numin úr gildi lög frá 1966 um fuglaveiðar og fuglafriðun og tekur ráðgjafamefnd um villt dýr meðal annars við hlutverki fuglafriðunamefndar, sem skipuð var samkvæmt þeim lögum. Nýtt hreindýraráð Umhverfisráðuneytið hefur í samræmi við sömu lög skipað nýtt hreindýraráð frá 1. júlí til næstu fjögurra ára. Hlutverk hreindýraráðs er að vera ráð- herra til ráðgjafar við umsjón þeirra mála sem snerta hreindýr og hreindýraveiðar. í hreindýraráði sitja HÁKON HANSEN héraðsdýralæknir, sem er formaður, LÁRUS H. SIGURÐSSON sveitar- stjóri, REYNIR SIGURSTEINSSON bóndi, HJÖRTUR M. KJERÚLF oddviti. MAGNÚS ÞORSTEINSSON oddviti og SIGURÐUR Á. ÞRÁINSSON lfffræðingur sem er varafomtaður. Ætli kynni okkar Garð- ars Jenssonar hafi ekki orðið fyrst fyrir milligöngu sameiginlegs vinar, Jóhannesar Kr. Guðmundsson- ar, þáverandi framkvæmda- stjóra Alþýðublaðsins. Við Jó- hannes vomm nánir samstarfs- menn á ritstjóratímabili mínu við Alþýðublaðið 1979 til 1982. Mér finnst einhvem veginn að Garðar hafi verið þar nálægur frá upphafi og ósjaldan deilt með okkur morgunkaffinu á rit- stjóm. Mér fannst Garðar þá þegar og alla tíð síðan vera skemmti- legur félagi, hispurslaus, hrein- skiptinn og gamansamur í besta lagi. Hann hafði verið blóðrauð- RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR SUÐURLANDSBRAUT 34 108 REYKJAVÍK SÍMI 60 46 00 Borgaðu rafmagnsreikninginn áður en þú ferð í fríið! Þáverður heimkoman ánægjulegri Það er ómetanlegt að komast í gott sumarfrí en það er líka notalegt að koma heim aftur — ef allt er í lagi. Áður en við förum göngum við tryggilega frá öllu. Við greiðum rafimagnsreikninginn svo að heimilistækin geti sinnt skyldum sínum í fjarveru okkar og þjónað okkur strax við heimkomuna. Dreifikerfi Rafmagnsveitu Reykja- víkur er eitthvert hið öruggasta í heimi. Viðskiptavinirnir geta treyst á góða og ódýra orku, ef þeir aðeins greiða fyrir hana á eðlilegum tíma. Verði misbrestur þar á bætast við dráttarvextir — og þá er líka stutt í hvimleiða lokun. Rafmagnsreikningar eru sendir út á tveggja mánaða fresti. Gjalddagi þeirra er 5. dagur næsta mánaðar eftir útgáfudag. Ef reikningur hefur ekki verið greiddur á gjalddaga reiknast á hann dagvextir. Láttu rafmagnsreikninginn hafa forgang!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.