Alþýðublaðið - 15.07.1994, Síða 5

Alþýðublaðið - 15.07.1994, Síða 5
Föstudagur 15. júlf 1994 MENNING ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 'S.iart-- Horrana ak6l»5n»'’» „rnlnr»rtÍ5<n«*»to ,V6aí«<n(r*íw!M"" *» NORRÆNT SKOLASETUR opnar eftir mánuð á fögrum stað á Hvalflarðarströnd. Ríkið vildi ekki aðild að rekstrinum enda niðurskurður í skölamálum, en hlutafélag meira en 70 aðila hefur leyst vandann og byggt nýbyggingu yfir starfsemina. SIGURLÍN SVEINBJARNARDÓTTIR, fymim námsstjóri í dönsku er frumkvöðull hins nýja almenningshlutafélags: Hættí hjá ríkinuog sddisumar- bústaðirai Norrænt skólasetur, einkaframtak, opnar eftir rúman mánuð í Saurbæjarlandi á fögrum stað í nágrenni við Ferstiklu í Borgar- firði, glæsileg nýbygging efitir GEST ÓLAFSSON, arkitekt, sem rúmar 90 gesti í fjögurra manna svefnherbergjum. Mið- stöðin er 80 milljón króna framtak almenningshlutafélags, sem SIGURLÍN SVEIN- BJARNARDÓTTIR, fyrrum námsstjóri í dönsku í 7 ár í menntamálaráðuneytinu, hefur haft veg og vanda af að stofna. Til að hrinda af stað þessum draumi sínum, þurfti Sigurlín að selja sumarbústað sinn, - og þaðan í frá fóru hlutimir að ganga. Sveitarfélög sögðu já takk! Hluthafar em einstaklingar, fyrirtæki og flest sveitarfélög á Notræna skóíaseV'0 c, Hva«jaröats\Tond SIGURLÍN SVEINBJARNARDÓTTIR, - seldi sumarbústaðinn sinn til að hrinda draumi sín- um íframkvœmd: „Það eru 30 til 40 manns að vinna við húsið þessa stundina, og allt verður til- búið tímanlega vikuna Jyrir verslunarmannahelgina((. Vesturlandi, um 70 talsins, og fer enn fjölgandi. Vestnorræni lánasjóðurinn kom ennffemur til hjálpar og veitti lán til fram- kvæmdanna. Miðstöðin mun verða nýtt fyrir norrænt námskeiðahald og ráðstefnur af ýmsu tagi. Þar verður einnig hægt að rúma ýmsar ráðstefnur og fundahöld fyrir fslendinga, stofnanir, fyr- irtæki og einstaklinga. En fyrst og ffemst er skólasetrið fyrir norræn ungmenni, sem þangað munu sækja menntun og lífs- reynslu í framtíðinni. Undirbúningur hefur nú stað- ið í tvö og hálft ár og hefur Sig- urlín unnið ótrauð áfram og sér senn ávöxt erfiðisins. Hún varð fyrsti stjómarformaður fyrir- tækisins, en hefur nú verið ráð- in framkvæmdastjóri. Til liðs við hugmynd sína fékk Sigurlín ýmsa mæta menn, sem unnið hafa með henni að stofnun skólasetursins. Nýr stjómarfor- maður er ÁSGEIR HALL- DÓRSSON í Sportvömgerð- inni hf., og meðal annarra í stjóminni em þeir HELGIJÓ- HANNSSON, forstjóri Sam- vinnuferða-Landsýnar, SÆ- MUNDUR SIGMUNDSSON, sérleyfishafi í Borgamesi og SÉRA JÓN EINARSSON, prófastur í Saurbæ á Hvalfjarð- arströnd. Allt tilbúið um verslunarmannahelgi „Það em 30 til 40 manns að vinna við húsið þessa stundina, og allt verður tilbúið tímanlega vikuna fyrir verslunarmanna- helgina", sagði Sigurlín Svein- bjömsdóttir í samtali við Al- þýðublaðið í gær. Bókað er ffam á næsta vor og pantanir allt fram í maí 1996, en þá munu taka við námskeið fyrir íslendinga og skólabúðadvöl. Framtíðin virðist þónokkuð björt fyrir þetta sérhæfða og sérstaka fyrirtæki. Jafnvel er byijað að bóka fyrir næsta vor og þamæsta. Menn hafa varann á þegar námskeið, námsstefnur og annað er skipulagt á hinum Norðurlöndunum. Fyrstu námskeiðin í miðstöð- inni em löngu ákveðin. Það fyrsta er hjá finnskum kennur- um sem mæta til leiks um verslunarmannahelgina til að kynnast íslenskum bókmennt- um. Að því námskeiði loknu tekur við námskeið kennara sem fjalla um leikrænan tján- ingarmáta í kennslu. Síðan koma norrænir kennarar og ræða notkun fjölmiðla við kennslu. A fjórða námskeiðinu verður kennd litun með jurtalit- um. Enda þótt fyrstu námskeið- in séu tileinkuð norrænni og ís- lenskri kennarastétt er miðstöð- in ekki síst hugsuð með þarfir unglinga á aldrinum 13 til 19 ára í huga. Vill virkja áhugann fyrir Islandi Sigurlín hefur lengi haft um- sjón með norrænum ung- mennaskiptum á vegum Nor- ræna félagsins og Norrænu ráð- herranefndarinnar. Hingað til lands hafa komið árlega um 800 nemendur og fari sífellt fjölgandi. Segir Sigurlín að æ erfiðara reynist að útvega þeim ffæðslu við hæfi sem og sama- stað. Stundum hafi ungmennin þurft að setjast að á farfugla- heimilum og reika síðan um götur Reykjavíkur daginn lang- an. Árið 1986 fór Sigurlín ásamt öðrum fulltrúa menntamála- ráðuneytisins á ráðstefnu um skólasetur, sem haldin var í Finnlandi. í framhaldinu varð til fyrsta skólasetrið hér á landi, á Reykjum í Hrútafirði. Rekst- úr þess hefur orðið afar vinsæll og tveggja ára biðlisti eftir að koma nemendahópum þangað. Sigurlín fékk þá hugmynd að koma á fót slíku skólasetri fyrir síaukinn fjölda ungra Norður- landabúa sem hingað sækja. Hún fékk ekki fjárstyrk hjá menntamálaráðuneytinu, vinnustað sínum, vegna niður- skurðarins. En hún vildi ekki bíða, taldi að í norrænu sam- starfi stæðum við á vegamót- um, og yrðum að grípa tæki- færið strax. Við yrðum að virkja þann áhuga sem aðrar Norðurlandaþjóðir hafa á ís- landi. Byrjunin var sú að selja sumarbústaðinn! * Ymis tungumál í skólasetri I Ijós kom að áhugi á fyrir- tækinu var mikill, bæði hér á landi sem og á Norðurlöndun- um. Sigurlín efndi til margra funda til kynningar. Ekkert hús fannst, sem passaði fyrir starf- semina, og úr varð að taka á leigu stóra lóð í landi Saurbæj- ar á Hvalfjarðarströnd og byggja þar yfir starfsemina. Landið er fagurt og margbreyti- legt og hentar vel til umhverfis- fræðslu, sem verður eitt af verkefnum Norræna skólaset- ursins. Sigurlín segir að stjóm fyrir- tækisins sé ákveðin í að fyrir- Útlitsteikning af Skólasetrinu á Hvalfjarðarströnd, en það er ífallegri hlíð skammtfrá sumarbúðum KFUM í Vatnaskógi. Þar mun norrœn samvinna afýmsu tagi blómstra íframtíðinni. Arkitekt hússins er GESTUR ÓLAFSSON. Alþýðublaðsmynd / Einar Olason tækið standi undir sér. Auk þess að gegna framkvæmda- stjóm mun Sigurlín kenna við skólasetrið ásamt tveim öðmm kennurum, auk þess sem fag- fólk tekur að sér keniislu í ein- stökum greinum með fyrirlestr- um eða námskeiðum. Auk þess munu kennarar koma hingað til lands ásamt nemendum sínum. Ætlunin er að þrír til fjórir hópar dvelji í skólasetrinu í einu, hver með sinn kennara, þar af einn íslenskan. Kennslan verður miðuð við þarfir hvers hóps fyrir sig, en auk þess inn- an þess ramma sem skólasetrið hefur sett sér. Ýmis tungumál munu heyr- ast í skólasetrinu á Hvalfjarðar- strönd. Þar verður kennt á ís- lensku, finnsku og einu af hin- um Norðurlandamálunum, - og jafnvel enska og fleiri mál munu heyrast af og til, til dæm- is er undirbúið að taka á móti frönskum og ítölskum nem- endahópum. Sigurlín segir að það sé sín reynsla að tungu- málaerfiðleikar hverfi fljótt í samstarfi sem þessu. Samstarf eins og þetta sé í raun hinn besti tungumálaskóli, sem hugsast getur. Á skólasetrinu muni samkennd ungs fólks frá Norðurlöndunum aukast. Ódýr Islandsferð Ýmsum mun detta í hug að ferðir skólakrakka til íslands muni verða of dýrar og fyrir- tækið af þeim völdum falla um sjálft sig. En að mati Sigurlínar er svo ekki. Hún segir að vegna hag- stæðra samninga við Sam- vinnuferðir-Landsýn muni ferðakostnaður og uppihald í skólasetrinu aðeins kosta 43.000 krónur fyrir vikudvöl. Islenskir nemendur greiða að- eins 6.500 krónur fyrir vikuna, allt innifalið.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.