Alþýðublaðið - 19.07.1994, Síða 2

Alþýðublaðið - 19.07.1994, Síða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ UMRÆÐA Þriðjudagur 19. júlí 1994 MPÍDMBM HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Ritstjóri: Sigurður Tómas Björgvinsson Setning og umbrot: Alprent hf. Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Sími: 625566 - Fax: 629244 Áskriftarverð kr. 1.400 á mánuði. Verð f lausasölu kr. 140 Furðuleg viðbrögð við upplýsingum V iðbrögð sumra forystumanna Sjálfstæðisflokksins við ummæl- um Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkisráðherra eftir fundi hans með ráðamönnum Evrópusambandsins verða að teljast harla furðuleg. Utanríkisráðherra hefur sagt í kjölfar viðræðna við forsvarsmenn Evrópusambandsins að opnast hafi möguleiki á að Islendingar gætu fengið aðild að sambandinu um svipað leyti og hin Norðurlöndin. Þetta eru auðvitað mikil tíðindi hvort sem Islendingar kjósa að nýta sér þetta tækifæri eða ekki. Utanríkisráðherra hefur einnig fært þau tíðindi af fundum sínum með Klaus Kinkel, utanríkisráðherra Þýskalands, og Sir Leon Britten, sem situr í framkvæmdastjóm Evrópusambandsins, að Islendingar ættu tvo möguleika varðandi aðild að sambandinu: Að sækja um aðild innan skamms eða bíða að öðmm kosti fram yfir aldamót. lJá hefur utanríkisráðherra látið þau orð falla í fyrirlestri er hann flutti í Bonn í Þýskalandi, að slæmt sé til þess að hugsa að framtíð- armótun fiskveiðistefnu Evrópusambandsins fari fram án framlags Islendinga og að langtímahagsmunum Islendinga yrði best borgið innan sambandsins. En eins og utanríkisráðherra sagði orðrétt: ,,Þ:ir með er ekki sagt að aðild sé óhjákvæmileg en ég held að hægt sé að finna lausn á þeim vandkvæðum sem ég hef nefnt. En málið er enn umdeilt og ekki tímabært að sækja um aðild að svo stöddu.“ iJessi ummæli utanríkisráðherra af fundum með forsvarsmönnum Evrópusambandsins er þýðingarmiklar upplýsingar fyrir okkur ís- lendinga úr innsta kjama sambandsins. Eðlilegustu viðbrögð Islend- inga, sérstaklega ráðamanna þjóðarinnar og forystumanna stjóm- málaflokka og atvinnulífs, væru auðvitað að fagna öllum upplýsing- um sem skýrðu stöðu íslands gagnvart Evrópusambandinu. / I kjölfar upplýsinga og frétta af þróun Evrópumála er svo eðlilegast að fram fari ítarieg og fordómalaus umræða um kosti og galla aðild- ar að Evrópusambandinu. Sýndist mönnum slík aðild vera óæskileg með tilliti til framtíðarhagsmuna landsins, ber að hafna aðildarum- sókn. Verði menn hins vegar þeirrar skoðunar, að aðild fæli í sér fleiri kosti fyrir Island en galla, er sjálfsagt að leggja málið í þjóðar- atkvæðagreiðslu hkt og á hinum á Norðurlöndunum. V iðbrögð tveggja forystumanna Sjálfstæðisflokksins, Davíðs Oddssonar forsætisráðherra og Björns Bjarnasonar formanns utanríkismálanefndar Alþingis, eru hins vegar því miður ekki á þennan veg. I stað þess að fagna nýjum upplýsingum og leggjá drög að vitsmunalegum umræðum um kosti og galla hugsanlegrar aðild- ar Islands að Evrópusambandinu, er þvergirt fyrir alla umræðu. YJ avíð Oddsson sagði meðal annars í viðtali við Morgunblaðið og Ríkissjónvarpið að ekkert nýtt hafi komið fram í viðræðum utanrík- isráðherra við forsvarsmenn Evrópusambandsins og að engin breyt- ing hafi orðið á þeirri stefnu ríkisstjómarinnar, að aðild að Evrópu- sambandinu væri ekki á dagskrá. Sömu skoðun áréttar Bjöm Bjamason í Morgunblaðinu síðastliðinn laugardag og bætir við orð- rétt: „Utanríkisráðherra hefur ekkert umboð Alþingis til aðildarvið- ræðna við Evrópusambandið. Vilji ráðherrann fá umboð til að ræða um aðild íslands að Evrópusambandinu á hann að leita eftir því með réttum hætti heima fyrir.“ XT.ér er grundvallarmisskilningur á ferðinni. I fyrsta lagi hafa kom- ið fram nýjar upplýsingar eftir för utanríkisráðherra um stöðu Is- lands gagnvart Evrópusambandinu með tilliti til hugsanlegrar aðild- arumsóknar og nýjar upplýsingar snúast ekki um yfirlýsta stefnu ríkisstjóminnar. I öðm lagi er það misskilningur hjá Bimi Bjama- syni að utanríkisráðherra sé á einhvem hátt að hefja aðildarviðræð- ur við Evrópusambandið. Alþingismanninum á að vera ljóst að utanríkisráðherra hefur aðeins skipst á upplýsingum við forsvars- menn Evrópusambandsins eins og greinilega hefur komið fram í öllum fréttum. rlér ber einnig að minna á, að forsætisráðherra jafnt sem utanríkis- ráðherra áttu nýverið samskonar upplýsingafundi á íslandi nýverið með utanríkisráðherrum Danmerkur og Hollands. Með sömu rök- um og Bjöm beitir, hefði mátt halda því fram að forsætisráðherra og utanríkisráðherra hefðu þar hafið aðildarviðræður við Evrópusam- bandið. Sem auðvitað er firra. S Islenskir ráðamenn, jafnt sem allur almenningur, verða að bera gæfu til þess að ræða jafn þýðingarmikið mál fyrir framtíð lands og þjóðar eins og kosti og galla hugsanlegrar aðildar íslands að Evrópusambandsins með yfirveguðum og vitrænum hætti. VEIÐIMAÐUR kastar á Heiðarendann í Laxá í Aðaldal. Þar er afar rólegt um þessar mundir. Á þessum stað hefur oftast lifnað verulega yfir veiðinni undir mánaðamótin júlí/ágúst. Aiþýðubiaðsmynd S augum margra stangveiði- manna em tvær síðustu vikumar í júlí og sú fyrsta í ágúst hápunktur hvers veiði- sumars. Aflatölur liðinna ára staðfesta hvers vegna svo er, því að oftar en ekki gefur þessi tími hlutfallslega flesta laxa á hveiju sumri. Smálaxagöngur em hvað sterkastar um þessar mundir og fram yfir mánaðarmótin. Veðurbreytingamar sem urðu í síðustu viku gerbreyttu að auki öllu svipbragði veiði- frétta. Lognmollan og hitinn hafði rænt fiskinn allri löngun til glímubragða, en nú er ann- að uppi á teningnum. Víðar er bærilegasta veiði á Suð- og Suðvesturlandi af blönduðum fiski; annars vegar nýgengn- um smálaxi og hins vegar af mjög vænum tveggja ára fiski. Það er mun rólegra fyrir norð- an. Þverá í Borgarfirði komin á toppinn Rífandi gangur hefur verið í veiðunum við Þverá í Borgar- firði og hefur hún nú tekið forystuna af systur sinni Norð- urá, þrátt fyrir að hafa opnað seinna en sú fyrmefnda. Fyrir helgina var Þverá komin á ní- unda hundraðið og verður vafalaust fyrsta áin til að rjúfa þúsund laxa múrinn. Þverá hefur jafnframt gefið stærsta lax sumarsins, 25 pundarann sem barðist tæp- lega þriðjung úr sólarhring áð- ur en hann játaði sig sigraðan. Þverá er vön forystuhlut- verkinu. Á næstunni mun birt- ast hér í FLUGUNNI úttekt á hvemig helstu veiðiár landsins hafa skipt toppsætinu á milli sín síðustu ár. Þær em ekki margar sem hafa hampað fyrsta sætinu jafnoft og þessi perla Borgarfjarðar. Norðurá er nú að nálgast átt- unda hundraðið og þar sjá menn mikið af fiski. Miðað við hversu rólega veiðamar hafa gengið á Norð- urlandi er ekki ólíklegt að þessar tvær ár muni tróna í efstu sætunum á árinu 1994. Þokast í Grímsá og veiðimet líklegt við Svarthöfða Grímsá er komin í rétt um fimm hundmð laxa, þannig að hún fylgir í humátt á eftir Þverá og Norðurá og er í þriðja sætinu yfir landið sem stendur. Borgarljörðurinn ætlar að standa fyrir sínu þetta sumar- ið. Þá hafa og heyrst ágætar fréttir úr öðmm ám á Vestur- landi; til dæmis hefur laxinn verið að hellast inn í Langá á Mýrum. Það bar hins vegar til tíð- inda fyrir stuttu við Svart- höfða, þar sem Grímsá fellur í Hvítá. Þar var nefnilega að öllum líkindum sett nýtt veiði- met. Dagana 5. til 11. júlí vom dregnir þar 49 laxar á land, en veiði er leyfð á tvær stangir á svæðinu. Allir vom þessir fiskar teknir á flugu og þær sterkustu voru Undertaker, Hairy Mary og Blue Charm. Hollið þar á eftir fékk 12 laxa, alla á flugu og samtals vom komnir um 90 laxar úr Svart- höfða um miðja síðustu viku, sem þykir með miklum ágæt- um. Enn rólegt fyrir norðan Skjálfandafljót er ein af þeim veiðiám sem sjaldan koma fréttir frá. Þó hefur heyrst að veiði þar hafi verið allgóð og meðalþyngdin með ólíkindum, jafnvel 15 til 16 pund. „Fljótið", eins og heimavanir kalla það, hefur löngum haft þann djöfsa að draga að vera mjólkurlitað eða jafnvel eins og Blanda,,. Þetta hefur breyst mikið eftir að flutt var til kvísl sú sem aðal- lega framleiddi þessi náttúm- legu litarefni. Skjálfandafljót hefur löngum verið þekkt fyrir vænan fisk og greinilegt að engin breyting verður þar á. Laxá í Aðaldal virðist sofa væmm svefni, eða réttara sagt fiskamir í henni. Veiðamar ganga þar með ólíkindum ró- lega og enn er steindautt fyrir neðan, það er áÆðarfossa- svœðinu. Reitingur í Húseyjarkvísl Litla sprænan rétt austan við Varmahlíð leynir á sér. Hús- eyjarkvísl er að öllu jöfnu sein að taka við sér, en þrátt fyrir það vom fyrir nokkrum dög- um komnir þar á land 70 laxar, margir rígvænir. Þar háttar þannig til, að á laxasvœðinu, það er efra veiðisvæði árinnar, er veiði aðeins leyfð með einni stöng hvem dag og að- eins fyrri hluta dagsins. Þetta þýðir að veiðimenn sem koma að því að morgni eiga oftar en ekki góða von, því svæðið hefur þá verið í friði í 18 klukkustundir og verður að telja það til undantekninga í veiðiám landsmanna nú til dags. Risalax í net Það er hætt við að einhverjir stangveiðimenn hafi klökknað við að sjá frétt á Stöð 2 um helgina af risalaxi sem veidd- ist í net í Hvítá íÖlfusi. Fisk- urinn vóg 31 pund sem er með hæni tölum sem heyrst hefur af til margra ára. Veiðimenn geta huggað sig við það að sáralitlar líkur em á að fiskurinn hafi verið sá eini af þessari stærð sem þama var á ferðinni; tröllvaxnir bræður hans em vafalaust á sveimi á svæðinu. Ekki skal dregið í efa að hin uppgefna vigt sem fram kom í ffétt Stöðvar 2 sé hin rétta. í fréttinni var hins vegar sýnd mynd af tölvuvog sem laxinn lá á og hún sýndi ná- kvæmlega 14 kíló og á það vafalaust sínar skýringar þrátt fyrir að laxinn væri sagður 31 pund. 14 kílóa fiskur er hins vegar ekki 31 pund samkvæmt hefð- bundnum umreikningi úr kíló- um í pund við stangveiðar á Islandi. íslenska pundið er 500 grömm og ber öllum stangveiðimönnum að færa fiska sína til bókar samkvæmt því. Það vill þó oft henda að menn ruglist í þessu ríminu. Erlendir pundarar með sam- hliða kílóa- og Ibs.-skala sýna fleiri pund en hin ís- lenska 500 gramma-aðferð gefur. í kílóinu em rétt rúmlega 2,2 Ibs. Þannig er til að mynda 14 kílóa fiskur ríflega 30,8 pund og vafalaust skráður sem 31 pundari þar sem stang- veiðimenn notast við Ibs út- reikninga. Islensku regluna verða menn hins vegar að virða hér á landi því annars verður leikur- inn ójafn og marklaus. Sú regla er ágæt sem við- höfð er á mörgum veiðiheimil- anna að ráðsmaður á staðnum er viðstaddur vigtun á fiskum sem em 10 kfló eða þyngri á vog viðkomandi veiðiheim- ilis.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.