Alþýðublaðið - 26.07.1994, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 26.07.1994, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ UMRÆÐA Þriöjudagur 26. júlí 1994 MÞYÐVBMBIÐ HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVIK - SIMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Ritstjóri: Sigurður Tómas Björgvinsson Setning og umbrot: Alprent hf. Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Sími: 625566 - Fax: 629244 Áskriftarverð kr. 1.400 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 140 Rofar tíl í rómantísku blindflugí Sighvati Björgvinssyni iðnaðarráðherra hefur verið falið af ríkis- stjóm íslands að samræma kynningu og upplýsingaráðgjöf til hugs- anlegra erlendra fjárfesta í íslensku atvinnulífi. Ríkisstjómin hefur þar með stigið það mikilvæga skref að freista þess að fá erlent ijár- magn inn í landið til uppbyggingar íslensku atvinnu- og efnahags- lífi. Iðnaðarráðherra hefur látið þau orð falla í íjölmiðlum um helgina, að erlent fjármagn komi ekki af sjálfu sér til landsins. Frá gildistöku samningsins um Evrópska efnahagssvæðið hefur ekki ein einasta fyrirspurn borist til íslenskra ráðamanna frá erlendum fjárfestum. Þessar upplýsingar stangast auðvitað mjög á við þá svartsýnu spá stjómarandstöðunnar þegar umræðumar um samninginn stóðu yfir á Alþingi, að hingað myndu erlendir auðkýfingar streyma og kaupa heilu dalina með manni og mús. / Islenskir stjómmáiamenn hafa einangrað ísland í áratugi. Einangr- unin hefur farið fram með boðum og bönnum í verslunarháttum og viðskiptum. Innflutningshöft og einokunarútflutningur á okkar helstu framleiðsluafurðum hafa einkennt verslunarsögu 20. aldar- innar á íslandi. Allt eðiilegt samband við erlenda aðila í ijármálalífi og atvinnumálum hefur verið goðgá og jaðrað við landráð. Reglugerðir og landslög hafa bannað íslendingum að fjárfesta í fasteignum eða atvinnufyrirtækjum erlendis og erlent ijármagn hef- ur verið bannvara hérlendis nema í formi erlendra lána. Þar sem sjávarútvegur hefur verið langstærsta útflutningsgrein Islendinga, hafa erlendu lánin að sjálfsögðu verið greidd fyrst og fremst með gjaldeyrishagnaði sjávarútvegsins. Þannig hafa erlendir lánadrottn- ar í raun og vem íjárfest í íslenskum sjávarútvegi og haft af því góð- an hagnað án þess að taka neina áhættu. Þessi rómantíska þjóðemisstefna íslenskra stjómmálamanna hefur kostað þjóðarbúið sitt á liðnum áratugum. íslendingar hafa lifað ein- angmðu lífi utan við brölt umheimsins og hinni fámennu þjóð gert að lifa samkvæmt reglugerðum ráðuneyta og lagabókstaf sam- kvæmt sérhagsmunum og atkvæðagreiðslum í héraði en í þágu al- mennings. Þrátt fyrir efnahagslega einangmn hefur hinu unga lýð- veldi reitt sæmilega vel af. Það er einkum gjöfulum fiskimiðum fyr- ir að þakka, eðlislægum dugnaði íslendinga og mikilli vinnusemi. M[eð tímanum þegar ytri skilyrði urðu verri og 200 mílna lögsaga dugði ekki lengur til sem forðabúr þjóðarinnar, vöknuðu íslending- ar upp við vondan draum. En í stað þess að opna landið, breikka grunn atvinnulífsins og hefjast handa að kynna landið erlendum ijárfestum, var enn haldið í hina rómantísku einangmn. Afskræmi eins og fiskikvótinn sá dagsins ljós og enn var haldið í innflutnings- bönn á matvælum en landbúnaðurinn ríkisstyrktur áfram. Þannig var allri efnahagslegri læknishjálp hafnað að utan meðan þjóðin þjáðist af innvortis blæðingum. A sama tíma höfðu helstu riki heims tengst nánum verslunar- og menningarsamböndum. íslendingar höfðu gengið í EFTA en ljóst var að ljaraði óðum undan því sambandi þar sem flest ríkin vom á hraðleið inn í Evrópusambandið. Þar sem umræðan um Evrópumál- in hafði staðið í ár og daga á hinum Norðurlöndunum, hafði hún vart borist til íslands, enda íslenskir stjórnmálamenn enn við sama róm- antíska heygarðshomið og settu lög til að forða íslandi frá hinum vonda heimi. Og enn virðast íslenskir stjómmálamenn spyma við fótum og neita að ræða Evrópumál með hugsanlega Evrópusambandsaðild Islands í huga. Ákvörðun ríkisstjómarinnar að taka upp samræmdar aðgerð- ir til að greiða fyrir erlendum fjárfestingum er þó spor í rétta átt. Þar með hefur rofað til í hinu rómantíska blindflugi íslenskra stjóm- málamanna. Það er löngu tímabært að kynna erlendum íjárfestum tækifæri í ís- lenskum atvinnuvegum og er þá ekki undanskilin fyrirtæki í sjávar- útvegi. Heppilegast væri að koma á fót samstarfsverkefnum er- lendra og íslenskra tjárfesta þar sem íslensk þekking og erlent áhættufjármagn færi saman. Meginatriðið er þó að losa ríkisfé úr ís- lenskum atvinnugreinum en gera greinamar heilbrigðari með áhættufé frá einkaaðilum. famuípi&ll f ii Það telst vart lengur til tíð- inda að fiskiskip íslend- inga haldi til veiða á íjar- læg mið utan efnahagslögsög- unnar og komi jafnvel með dá- góðan afla úr þeim veiðiferðum. Tveir norðlenskir togarar fengu nú á örfáum dögum full- fermi í Smugunni og allnokkur skip em að undirbúa brottför þangað. Mikilvægi veiða á fjar- lægum miðum, ásamt veiðum á úthafskarfa em famar að skipta talsverðu máli í sjávarútveginum. Rúmlega 1,1 milljarður tekinn á fjarlægum miðum utan efnahagslög- sögunnar TAFLA 1 Veiöar á fjarlægum miðum 1993 (tonn) Tegundir Frysting Sötlun Sjóunnið AUar vcrkunartcg. Þorskur 677 458 7.693 9.374 Stcinbítur 3 9 23 Hlýri 49 166 216 Lúða 123 123 Grálúða 1 74 76 Rtekja 2.195 2.195 Annað 1 3 52 60 Samtals 731 461 10.312 12.067 20000 18000 16000 T o n n Á árinu 1993 veiddi fiskiskipaflot- inn samtals 12.067 tonn á fjarlægum miðum utan 200 mflna efnahagslög- sögunnar. Verðmæti þessa afla var ríflega 1,1 milljónir og sannarlega munar um minna, hvort sem um afla- samdrátt innan lögsögunnar er að ræða eða ekki. Skil- greiningin fjarlceg mið merkir að inn f þessar tölur em ekki reiknaðar veiðar á úthafskarfa suður af landinu og einhver blálönguveiði á mörkum efnahagslögsögunnar. Til samanburðar má geta þess, að framangreint verðmæti er jafnmikið því sem fékkst fyrir allan skarkolaafla landsmanna úr sjó á árinu 1994 og helmingi meira verðmæti en landaður humar gaf á síðasta ári. Sá verðmæti aflans sem við Is- lendingar öfluðum á þessum fjar- lægu miðum á árinu 1993 borinn saman við verðmæti einstakra fisktegunda innan fiskveiðilög- sögunnar, vom aðeins átta fisk- tegundir sem gáfu meira afla- verðmæti úr sjó á síðasta ári. í Utvegi 1993 er að finna upp- lýsingar sem em í Töflu 1. Tafla númer 1 I henni kemur fram að þorsk- urinn er mikilvægastur tegunda í þessum veiðum, rétt eins og þeim sem stundaðar em hér heima við. Þorskurinn og rœkjan bera raunar uppi þessar veiðar enn sem kom- ið er og væm vart til að minnast á nyti þeirra ekki við. Sé miðað við verðmæti land- aðs heildarafla og tonnaljölda liggur fyrir að á árinu 1993 námu veiðar á ljarlægum miðum búbót upp á um það bil 2% í verðmæt- um, en í tonnum talið í kringum 0,7%. Úthafskarfínn að auki í Útvegi 1993 em veiðar á út- hafskarfa ekki meðtaldar undir Veiðar á úthafskarfa 1989 - 1993 (tonn) 19747. 1989 1990 1991 1992 1993 TAFLA3 Veiöar erlendra þjóöa viö Island 1993 (tonn) Bclgía Færeyjar Noregur Samtals Þorskur 114 555 669 Ýsa 294 612 906 Ufsi 72 1.555 1.627 Karfi 58 437 495 Langa 15 280"' 295* Blálanga 39* 39* Keila 1.326* 1.326* Lúða 354 354 Grálúða 115 115 Loðna 1923* 1.923* Annað 148 75 22.309 Samlals 701 5.348* 1.923* 7.972* „veiðum á Ijarlægum miðum“ enda stundaðar að stórum hluta nálægt 200 mflna mörkunum og einnig innan lögsögunnar. Veiðar okkar Islendinga á út- hafskarfa hófust árið 1989, en það ár veiddust 1.374 tonn en hafa aukist árlega og vom á árinu 1993 komnar í 19.747 tonn að verðmæti 932 milljóna króna. Á yfirstandandi ári er ljóst að enn munu aflatölur í úthafskarf- anum hækka. Tafla númer 2 Af þessu sést að veiðar okkar á fjarlægum miðum og úthaf- skarfinn skapa verðmæti upp á rúmlega 2 milljarða á síðasta ári, sem slagar hátt það sem fiski- skipaflotinn fékk fyrir allan ufsa- aflann á Islandsmiðum árið 1993. Þróun veiðanna í úthafskarfanum kemur ffam í töflu 2. Veiðar erlendra ríkja í íslenskri lögsögu I þessu sambandi er ekki úr leið að skoða lítillega hvað er- lend ríki veiddu í íslensku fisk- veiðilögsögunni í fyrra. Tvær erlendar þjóðir hafa leyfi til bolfiskveiða hér við land, Belgar og Fœreyingar. Frœnd- ur vorir Norðmenn höfðu hér leyfi til lítilsháttar línuveiða en árið 1989 var síðasta árið sem þeir stunduðu þær og veiða nú eingöngu loðnu innan íslenskrar lögsögu í samræmi við gildandi samninga. Samningurinn um Evrópska efnahagssvœðið mun á yfir- standandi ári breyta þessu, þar sem skip frá Evrópusambandinu munu veiða hér við land úr þeim karfakvóta sem um samdist. Tafla númer 3 Af og til skýtur upp kollinum óánægja margra útgerðarmanna með veiðar erlendra þjóða og þá sérstaklega Færeyinga á kvótabundnum tegundum í ís- lenskri lögsögu. Þessi gremja er skiljanleg, þegar íslenskir útgerðarmenn þurfa að binda skip sín og báta á sama U'ma og aðrar þjóðir eiga hér veiðiheim- ildir. Á hinn bóginn vega menn frændsemi við fámenna ná- grannaþjóð sem að auki hefur ratað í ómælda erfiðleika. Þriðja taflan hér í Bryggju- spjalli í dag sýnir afla erlendra þjóða á íslandsmiðum á árinu 1993. Ekki eru tölumar háar og ástæða fyrir menn að velta því fyrir sér hversu mikið veður sé gerandi út af ekki meiri afla.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.