Alþýðublaðið - 03.08.1994, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 03.08.1994, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ Staða þjóðréttarfræðings í utanríkisráðuneytinu er laus til umsóknar. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna. Umsókn, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist ráðuneytisstjóra utan- ríkisráðuneytisins fyrir 8. ágúst nk. Utanríkisráðuneytið, 18. júlí 1994. FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ Auglýsing um verkleg próf í endurskoðun Með vísan til reglugerðar nr. 403/1989 verða verkleg próf til löggildingar til endurskoðunarstarfa haldin í nóvember 1994 sem hér segir: Verkefni í endurskoðun Verkefni í reikningsskilafræðum Verkefni í gerð reikningsskila Verkefni í skattskilum þriðjudaginn 22. nóvember föstudaginn 25. nóvember mánudaginn 28. nóvember miðvikudaginn 30. nóvember Prófin verða haldin að Borgartúni 6, Reykjavík, og hefj- ast kl. 09:00 hvern prófdag. Væntanlegir prófmenn skulu fyrir 1. september nk. til- kynna prófnefnd hvaða prófraunir þeir hyggjast þreyta. Tilkynningar sendist formanni prófnefndar, Sveini Jóns- syni, Lindarbraut 47, 170 Seltjarnarnesi. Tilkynningu skulu fylgja skilríki um að fullnægt sé skilyrð- um í 2. gr. laga nr. 67/1976 um löggilta endurskoðendur, með síðari breytingum. Prófnefndin mun boða til fundar með prófmönnum í októ- ber nk. Reykjavík, 2. ágúst 1994, Prófnefnd löggiltra endurskoðenda. |=^|| INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR F.h. Hitaveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboð- um í verkið „Álftanesæð, 1. áfangi". Verkið felst í að endurnýja hluta af aðveituæð fyrir Bessastaðahrepp milli Engidals og Garðaholts. Æðin er 0300 mm stálpípa í 0450 mm plastkápu. Heild- arlengd er um 1200 m. Verkinu skal að fullu lokið fyrir 15. nóvember 1994. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, frá og með fimmtudeginum 28. júlí 1994, gegn kr. 15.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 16. ág- úst 1994, kl. 11:00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Simi 25800 INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR F.h. Hitaveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í verkið „Nesjavallavegur, Vegmálun". Verkið felst í að mála miðlínur og marklínur á Nesjavalla- veg og heimreið að Nesjavöllum. Lengd vega er samtals 25 km. Verkið skal vinna á tímabilinu 15.-25. ágúst 1994. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 10.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 10. ág- úst 1994, kl. 11:00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 SKILABOÐ Miðvikudagur 3. ágúst 1994 Veiðiparadís fyrir ungu veiðimennina, skenuntilegt fyrirkomulag, ÓKEYPIS afnot af búnaði, 500 kall fyrir fiskinn: Smugan í Hveragerði,- sýnd veiði og seld Efnt hefur verið til skemmtilegs reksturs í Hveragerði, þar sem einu sinni voru blöðrubátar á steinsteyptri tjöm við Tívolíið. Þar er komin SMUGAN, veiði- staður fyrir fjölskylduna, ekki síst hina yngri veiðimenn. Reyndar geta hinir eldri orðið dálítið æstir í veiðinni, taki þeir sér stöng í hönd, en það er önn- ur saga. Einstaklingar í Hveragerði hafa fitjað upp á þessari ferða- VEIÐIKLÓ, - þessi unga dama, ÞÓREY ÞÓRISDÓTT- IR, var fiskin, - landaði tveim- urgóðum bleikjum, meðan aðrir urðu ekki varir. Hún vildi hins vegar alls ekki snerta við fiskunum. FJÖLMENNT við Tívolítjörnina, - SMUGUNA eins og hún heitir nú, og úhuginn leyndi sér ekki hjú viðstöddum. BITIÐ A, - og trúlega er það stœrsta bleikjan í tjörninni. En þvi miður, löndunin gekk ekki að óskum ogfiskurinn sleit sigfró. mannanýjung. Þeir kaupa fiska í tjömina frá fiskeldisfyrirtæki í grenndinni og sleppa í tjömina. Þetta em laglegar bleikjur, hinn besti matfiskur, og greinilegt er að nóg er af fiskinum. Og þetta er sýnd veiði, því fiskamir leynast ekki í tjöm- inni. En þetta er ekki gefin veiði. Fyrirkomulagið er það að hver sá sem veiðir fisk, borgar fyrir hann 500 krónur. Annars er ÓKEYPIS að fá Iánaða stöng og það sem til þarf, og svo er bara að vona að fískur- inn gleypi. Þetta er skemmtileg nýjung hjá Hvergerðingum og til þess fallin að laða enn fleiri ferða- menn að bænum. Þegar Al- þýðublaðið skoðaði reksturinn var fjöldi manns að reyna fyrir sér, enda þótt það húðrigndi á köflum. Regnið hafði bókstaflega engin áhrif og greinilegt að þegar menn em komnir með stöngina í hendur, þá er staðið við, - alveg þangað til fiski er landað. Stórfróðlegt TÍMARH tun garðyrkju og útiveru: Gróandinn er kominn út HEILBRIGÐIS- OG TRYGGINGAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Laust lyfsöluleyfi, sem forseti íslands veitir Laust er til umsóknar lyfsöluleyfi í Háaleitishverfi í Reykjavík, (Borgar apótek). Fráfarandi lyfsali gerir kröfu til þess, í samræmi við 11. gr. laga um lyfjadreifingu nr. 76/1982 og bráðabirgðalög nr. 112/1994 um breytingu á lyfjalögum nr. 93/1994, að viðtakandi lyfsöluleyfishafi kaupi vörubirgðir, búnað og innréttingar lyfjabúðarinnar. Ennfremur kaupi viðtakandi leyfishafi húseign þá er lyfjabúðin ásamt íbúð fráfarandi lyfsala er í. Væntanlegur lyfsali skal hefja rekstur frá og með 1. janú- ar 1995. Umsóknir ásamt ítarlegum upplýsingum um lyfjafræði- menntun og lyfjafræðistörf, skal senda ráðuneytinu fyrir 1. september 1994. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 29. júlí 1994. Falleg forsíða GRÓANDANS. 2. tölublað Gróandans- tímarits um garðyrkju og útiveru er komið út. Þetta er ní- undi árgangur- inn. Blaðið er pakkað af efni sem ætlað er bæði til gagns og gamans fyrir áhugamenn um garðyrkju og úti- vist. Utgefandi og ritstjóri Gróandans er Hjör- leifur Hallgríms, það er unnið hjá Prentvinnslunni itf. og prentað íPrentstofu G. Ben. Meðal efnis er harðorður leiðari Brynjólfs Jónssonar, framkvæmdastjóra Skógræktar- félags íslands, um Iúpínudrápin í Skaftafelli; stórfróðlegar greinar um lyngrósir og berg- sóleyjar eftir Olafs Njálsson garðyrkjusérfræðing; úttekt á skaðlegum skordýrum fyrir tré og runna eftir Björgvin Stein- dórsson garðyrkjufræðing; um- Umfjöllun um MATJURTARÆKT. fjöllun um grágresi eftir Ag- ústu Björnsdóttur; „Vanda- mál í matjurtarækt“ eftir Hall- dór Sverrisson plöntusjúk- dómafræðing; greinar um áhrif seltu og vinds á trjágróður og söfnun og sáningu Alaskalú- pínufræs eftir Jón Geir Péturs- son líffræðing; „Um hin að- skiljanlegustu not ýmissa jurta“ eftir Magnús Agústsson yl- ræktarráðunaut; hvatning frá Kristínu Þóru garðyrkjufræð- ing um að við borðum meira grænmeti. Fínt blað.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.