Alþýðublaðið - 05.08.1994, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 05.08.1994, Blaðsíða 6
HÉI t NÚ AUaÝSNCASTOf A / SÍA 6 ALÞYÐUBLAÐIÐ SKILABOÐ UMFERÐAR RÁÐ AFENGISVARNARAÐ Föstudagur 5. ágúst 1994 RAÐAUGLYSINGAR LEIKSKOLAR REYKJAVÍKURBORGAR Leikskólastjóri Staða leikskólastjóra við leikskólann Foldakot við Logafold er laus til um- sóknar. Umsóknarfrestur er til 15. ágúst nk. Leikskólakennaramenntun áskilin. Nánari upplýsingar gefur Bergur Felixson framkvæmdastjóri og Margrét Vallý Jóhannsdóttir deildarstjóri í síma 27277. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 27277. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Stöðupróf í framhaldsskólum Stöðupróf í framhaldsskólum í byrjum haustannar 1994 verða sem hér segir: enska mánudaginn 22. ágúst kl. 18.00 þýska, spænska þriðjudaginn 23. ágúst kl. 18.00 norska, sænska miðvikudaginn 24. ágúst kl. 18.00 franska, ítalska, stærðfræði fimmtudaginn 25. ágúst kl. 18.00 Stöðuprófin eru opin öllum framhaldsskólanemendum sem orðið hafa sér úti um einhverja þekkingu umfram grunnskóla. Tilkynna skal þátttöku sím- leiðis til skrifstofu Menntaskólans við Hamrahlíð fyrir 20. ágúst í síma 685140.______________________________________________ Framkvæmdastjóri Starf framkvæmdastjóra Sambands sveitarfélaga í Norðurlandskjördæmi vestra er laust til umsóknar. Um er að ræða fullt starf. Umsóknarfrestur er til 20. ágúst. Umsóknir sendist til formanns SSNV, Björns Sigurbjörnssonar, Fellstúni 12, 550 Sauðárkróki, sem jafnframt veitir allar nánari upplýsingar um starf- ið í síma 95-35382 og heimasíma 95-36622. StjórnSSNV. Hólaskóli, Hólum íHjalladal ------------ Fiskeldi og vatnavistfræði Heilsárs starfsnám Góður undirbúningur fyrir framhaldsnám í fiskifræði, vatnavistfræði og um- hverfismálum. Getum enn bætt nemendum á fiskeldisbraut skólans í haust. Hringið í síma 95-35962. Hólaskóli, Hólum í Hjaltadal, 551 Sauðárkrókur. Byggðarmerki fyrir Vesturbyggð Bæjarstjóm Vesturbyggðar óskar eftir tillögum að myndrænu tákni sem nota mætti sem uppistöðu í byggðarmerki fyrir Vesturbyggð, sem nær yfir fyrrverandi Barðastrandarhrepp, Rauðasandshrepp, Patrekshrepp og Bíldudalshrepp. Hugmyndin þarf að tengjast sögu eða sérkennum byggðarlagsins. Tillagan má hvort heldur vera í máli eða mynd en Ijóst þarf að vera hvað fyr- ir höfundi vakir. Bæjarstjórn áskilur sér rétt til endanlegrar útfærslu á hugmyndinni í sam- ráði við höfund. Verðlaunum kr. 100.000,- er heitið fyrir þá tillögu sem not- uð verður. Tillögur skal senda á skrifstofu Vesturbyggðar að Aðalstræti 63, 450 Pat- reksfirði, fyrir 1. september 1994. Bæjarstjórinn í Vesturbyggð. Grunnskólinn á Patreksfirði, Vesturbyggð Kennarar Kennara vantar til kennslu stærðfræði- og raungreina í 1. bekk framhalds- skóla og elstu bekkjum grunnskóla. Flutningsstyrkur og húsnæðishlunnindi. Patreksfjörður er þjónustukjarni í hinu nýja sveitarfélagi Vesturbyggð. Þar er m.a. sjúkrahús, heilsugæslustöð, ieikskóli, tónlistarskóli og daglegar samgöngur við höfuðborgina. Umsóknarfrestur er til 14. ágúst. Upplýsingar gefa skólastjóri, Erna M. Sveinbjarnardóttir, í síma 94-1366, og bæjarritari, Sigurður Ingi Guðmundsson, í síma 94-1221.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.