Alþýðublaðið - 05.08.1994, Blaðsíða 8
8 ALÞYÐUBLAÐIÐ
MMDVBIMD
Föstudagur 5. ágúst 1994
JON BALDVIN HANNffiALSSON um Evrópusambandsaðild Islands:
Knýjum dyra nú
- á meðan samningsstaða okkar er góð, segir utanrOdsráðherrann
J
ón Baldvin er Evrópuum-
rœðan með öllu óþörf?
„Heldur betur ekki. Reyndar
tel ég niðurstöður úr ferð for-
sætisráðherra til Evrópu afar
þarft innlcggí umræðuna.
Bendi ég þá sérstaklega á tvö
atriði: ,v;
Annárs vegar ytirlýsingu nú-
verandi og yérðandi (orseta
framkvæmdasfjómarinnar þess
efnis að þeir múni leggja sig
alla fram um að tryggja fram-
kværiid sámnihgimsúm Evr-
ópska efnahagssvæðið, jafnvel
þótt við Islendingar verðum
eini samningsaðilinn.
Hins vegar bendi ég á einkar
jákvæða umfjöllun forsætisráð-
herra Belgíu um sérstöðu Is-
lands í sjávarútvegsmálum og
ábendingu hans um að hugsan-
lega megi styðjast við fordæmi
úr samningum EFTA-þjóðanna
um landbúnað norðan 62.
breiddargráðu. Svo sem kunn-
ugt er byggja þeir samningar á
viðbót við reglur hinnar sam-
eiginlegu landbúnaðarstefnu og
felaí sér viðurkenningu á sér-
stöðu.”
íiipplvsingar
„Þótt mikið beri á milli í mati
okkar forsætisráðherra á mögu-
leikum a samningaviðræðum
vjið Evrópusambandið. þá höf-
um við satt að segja reynslu af
því áð upplýsingar Kinna ýmsu
fuUtfúa, til dæmis fram-
kvæmdastjómar, ráðherraráðs,
einstakra aðildarríkja eða stofn-
ana Evrópusambandsins geta
veríð og hafa verið nokkuð
misvísandi. Eiginlega er það
eðli málsins samkvæmt.
Nú er það svo að samninga-
viðræður við ný umsóknarríki
eru fyrst og fremst á forræði
ráðherraráðsins og þar skiptir
miklu máli frumkvæði þess rík-
is sem er í forsæti hveiju sinni
- í þetta skipti er það Þýska-
land“.
Ólíkt mál
„Ef við lítum á það sem í
milli ber, þá er það fyrst og
fremst þetta: I viðræðum mín-
um við utanríkisráðherra Evr-
ópusambandsins, það er að
segja utanríkisráðherra fram-
kvæmdastjómar sambandsins,
van den Broek, kom fram að
ekki væri útilokað, ef íslend-
ingar sæktu um í tæka tíð, að
unnt væri að taka upp formleg-
ar sanmingaviðrceður við þá
fyrir upphaf ríkjaráðstefnu.
Þetta byggir á því að ráð-
herraráðið mun í upphafi næsta
árs taka ákvörðun um að hefja
slíkar viðræður við tvö af þeim
sex ríkjum sem nú em í biðröð-
inni. Van den Broek orðaði það
á þá leið að ef ríki sem væri í
forsæti fyrir Evrópusamband-
inu beitti sér fyrir því, væri
engan veginn hægt að útiloka
að af því gæti orðið“, sagði Jón
Baldvin.
Mat á samningsstöðu
„Hitt atriðið snýst um það
hvort Islendingar verði með
einhveijum hætti tengdir Mið-
og Austurevrópuríkjum, ef þeir
knýja ekki dyra fyrr en eftir rí-
kjaráðstefnuna. Hér er nánast
misskilningur á ferðinni. EES-
ríkið ísland á fátt skylt með
Mið- og Austur-Evrópu, hvorki
á efnahagssviðinu né varðandi
þau pólitísku vandamál sem
þar verður við að fást. Einmitt
þess vegna er œskilegt að við
látum reyna á umsókn og
samningaviðrœður, áður en
Evrópusambandið verður upp-
tekið af því risavaxna vanda-
máli sem Mið- og Austurevr-
ópuríkin em. Samningaviðræð-
ur við þau munu kalla á algjöra
endurskipulagningu á sameig-
inlegri landbúnaðarstefnu, á
sjóðakerfi bandalagsins og íjár-
hagsgrundvelli þess. Ekkert
slíkt er á ferðinni að því er
varðar Island“.
Sérstaða í sjávarútvegi
„Að því er okkur varðar er
vandamálið að fá viðurkenn-
ingu á sérstöðu okkar í sjávar-
útvegsmálum. Að öðm leyti er
okkur hagkvæmast að viðmið-
unin í okkar samningum yrði
við nýgerða samninga hinna
EFTA-ríkjanna, samanber það
fordæmi sem Dehaene, forsæt-
isráðherra Belgíu, nefndi þegar
hann tengdi sérstöðu heim-
skautalandbúnaðar og sérstöðu
Islendinga í sjávarútvegsmál-
um.
Að því er þennan þátt máls-
ins varðar er mitt mat einfald-
lega þetta: Ut frá íslenskum
hagsmunum vœri líklegra að
við liefðum betri samnings-
stöðu ef við vœrum fyrr á ferð-
inni heldur en ef um okkar
mályrði fjallað þegar Evrópu-
sambandið hefur eytt öllum
áhuga sínum og atorku sinni
að þeim risavöxnu og óskyldu
vandamálum Mið- ogAustur-
evrópu. Þetta er auðvitað að-
eins pólitískt matsatriði og auð-
vitað ekkert við því að segja,
þó að menn meti það eitthvað
með ólíkum hætti“.
Pólitísk áhrif
„Það vill svo til að ég er sam-
mála, af pólitískum ástæðum,
því mati sem fram kom hjá De-
haene, forsætisráðherra Belgíu,
að ef Islendingar á annað borð
setja sér það markmið að fara
út í slíkar samningaviðræður, ef
íslendingar telja það ekki sam-
ræmast hagsmunum sínum til
lengri tíma litið að vera eina
evrópska lýðræðisríkið utan
allsherjar samtaka Evrópuríkja
fyrir utan hugsanlega aðild
fyrrverandi lýðveldis Júgóslav-
íu, þá er spumingin þessi:
Hvort samrýmist það betur
okkar hagsmunum að koma
okkur í biðröðina með fyrra
fallinu - eða láta málið bíða
eftir því að allt annars konar
vandamál og hugsanlega ann-
ars konar bandalag verður orð-
ið til?
Þegar ég segi að það þjóni
betur hagsmunum Islands að
vera með fyrra fallinu, þá á ég
við hluti eins og þessa:
Það em nú þegar sex um-
sóknarlönd í biðröðinni, - og
ellefu önnur Evrópuríki sem
hafa það yfirlýsta markmið að
sækja um. Sérstaða okkar er að
vera EES-ríki og njóta þess í
samningum að viðmiðunin sé
við hin EES-ríkin. Það er mitt
mat að það sé okkur hagkvæmt
að knýja dyra nú, þegar Þýska-
land er í forystu fyrir Evrópu-
sambandinu, enda minni ég á
að Þýskaland mddi mjög braut-
ina fyrir inngöngu Norðurland-
anna. Þess vegna tek ég undir
með Dehaene, þegar hann seg-
ir: Efþetta vakir fyrir íslend-
ingum, þá er betra að ákveða
sig fyrr en síðar, meðal annars
til þess að styrkja pólitísk áhrif
sín nú þegar framtíð Evrópu-
sambandsins er í deiglunni.
Ég tel að land sem hefur lýst
sig umsóknaraðila verði betur
tekið heldur en landi sem er
einfaldlega meðhöndlað sem
þriðji aðili. Þetta má orða á al-
þýðlegu máli með þessum
hætti: Ef menn vilja vinning í
happdrætti, þá verða menn í
það minnsta að kaupa miða“.
Sá sem ekki spyr, fær
ekki svör
„Út ffá misvísandi upplýs-
ingum, þá er það nú einu sinni
svo að við munum aldrei fá
óyggjandi svör frá réttum aðil-
um fyrr en að við látum á það
reyna með því að taka upp
beinar samningaviðræður. Af
öllum þessum ástæðum tel ég
að umræðan núna sé ekki ein-
asta þörf, heldur nauðsynleg og
hefði gjarnan mátt byrja fyrr.
Við þurfum núna að nota tím-
ann til þess að ræða þessi mál
hleypidómalaust, til þess að
vinna heimavinnuna, til þess að
reyna að skilgreina samnings-
stöðu okkar og til þess að reyna
að skapa samstöðu um þau
samningsmarkmið.
Ég tel eðlilegt að nú, þegar
niðurstöður rannsóknastofnana
Háskólans fara að koma, að þá
verði þær grundvöllur enn lfek-
ari málefnalegrar umræðu, til
dæmis um sjávarútvegsmálin,
landbúnaðarmálin og stjóm-
skipunarmálin. Ríkisstjómin
gerði ráð fyrir því í samþykkt
sinni frá því í mars að kveðja til
aðila úr atvinnulífmu í nefnd til
þess að gera sérstaka skýrslu í
málinu með vísan til þessarar
úttektar Háskólans.
Svo vil ég minna á að þetta
er mál sem við hljótum að meta
sjálf hér á heimavettvangi, ekki
bara út frá upplýsingum sem
berast utan að og byggja á mati
forystumanna Evrópusam-
bandsins".
Mikilvægt
að vinna
heimavinnuna
„Ég er til dæmis þeirrar
skoðunar að samningsstaða
okkar Islendinga núna sé góð,
þegar núverandi ríkisstjóm hef-
ur náð þeim árangri í efnahags-
málum að við emm eitt af
þremur Evrópuríkjum ásamt
Noregi og Lúxemborg, sem
fullnægjum öllum inngöngu-
skilyrðum sem tengd em sam-
eiginlegri peningamálastefnu
Evrópusambandsins, lágri
verðbólgu, minni halla í ríkis-
búskap en í flestum löndum,
betri skuldastöðu hins opinbera
og vaxtastigi, sem hefur snar-
lækkað. Ég er líka þeirrar skoð-
unar að við stöndum betur að
vígi í sjávarútvegsmálum, þeg-
ar við emm í mikilli lægð í
sjávarútvegi og getum fært gild
rök að því að það sé ekkert af-
lögu í formi veiðiheimilda í ís-
lenskri efnahagslögsögu.
Ég hefði líka talið að nú þeg-
ar við völd er ríkisstjóm Sjálf-
stæðisflokks og Alþýðuflokks,
þá væri ríkisstjóm þessara
flokka samkvæmt hefð ís-
lenskra stjómmála, líklegri til
að hafa á þessum málum skiln-
ing og hafa að þeim fmmkvæði
en hugsanlega annað stjómar-
mynsrnr.
Að því er varðar samnings-
stöðu út frá matinu á stöðunni
innan Evrópusambandsins þá
bendi ég á að það er okkur hag-
kvæmt að Þýskaland fer nú
með forystu. Það leikur enginn
vafi á því að þeir em okkur
mjög velviljaðir eins og öðrum
Norðurlöndum.
Ég tel okkur sérstaklega hag-
kvæmt að leita eftir samning-
um, þegar sérstaða okkar sem
EES-ríki leiðir til þess að
samningsviðmiðunin verður
einkum við EES-ríkin, en ekki
við vandamál annarra ríkja alls
óskyldra.
Að lokum teldi ég mjög hag-
stætt, þegar forsætisráðherra
Lúxemborgar, minnsta ríkisins
í Evrópusambandinu, og þess
ríkis sem við höfum haft sér-
staklega náin og góð tvíhliða
tengsl við, verður í forystu
framkvæmdastjórnar banda-
lagsins frá og með 1. janúar
næstkomandi, að láta til skarar
skríða.
Af öllum þessum ástæðum
tel ég að umræðan sé þörf,
nauðsynleg og tímabær“, segir
Jón Baldvin Hannibalsson,
utanríkisráðherra.
JÓN BALDVIN HANNIBALSSON á fréttamannafundi á 47.
flokksþingi Alþýðuflokksins - Jafnaðarmannaflokks íslands.
Þingið, sem var haldið íjúní síðastliðnum, samþykkti tímamóta-
ályktun um Evrópumálin. Jón Baldvin telur brýnt að láta til skar-
ar skríða sem jyrst; Island hefji samningaviðrœður við Evrópu-
sambandið um aðild á meðan samningsstaðan sé svo góð sem
raun ber glögglega vitni um. Alþýðublaðsmynd/Einar Ólason
VINNUEFTIRLIT RIKISINS
Administration of occupational safety and health
Bíldshöfða 16 ■ Pósthólf 12220 ■ 132 Reykjavík
Asbest
Innöndun asbestsryks getur
valdið alvarlegum sjúkdómum
Samkvæmt reglugerð nr. 74/1983 er allur innflutning-
ur og notkun á asbesti bannaður. Vinnueftirlit ríkisins
getur, að höfðu samráði við Flollustuvernd ríkisins,
veitt undanþágu frá banninu, ef önnur efni geta ekki
komið í stað asbests. Engar undanþágur eru í gildi frá
ofangreindu banni. Sérstaklega er vakin athygli á að
bannið gildir einnig um allan búnað í vélar og bifreið-
ar. Sækja verður um leyfi til innflutnings og notkunar í
hverju tilviki fyrir sig, ef önnur efni geta ekki komið í
stað asbests. Samkvæmt reglum nr. 75/1983 um as-
best er öll vinna með asbest og þar á meðal niðurrif á
byggingum, byggingarhlutum og búnaði bönnuð
nema með leyfi Vinnueftirlits ríkisins.
Vinnueftirlit ríkisins veitir upplýsingar í sambandi við
heilsufarshættu vegna asbests og undanþágu á notk-
un þess.
LfTTH
Vinn ngstölur
3. ágúst 1994
I vinningar FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING
ÍH 63,6 0 45.840.000
jCl 5 af 6 jtXl+bónus 0 1.248.575
R1 5 af 6 4 72.238
H 4 af 6 252 1.824
01 3 af 6 IHfl+bónus 867 228
M
Aðaltölur:
@(§)@
@(g)@
BÓNUSTÖLUR
®@<§)
Heildarupphæð þessa víku:
48.034.851
áfsi, 2.194.851
UPPLYfaMGAH, SIM8VABI01-68 15 11
LUKKULÍNA 99 10 00 - TEXTAVABP 451
Bim uee pybirvab* um pbbntviuur
Uinningur I er tvöfaidur nœst
„Forstöðumaður"
Markaðs- og atvinnumálanefnd Keflavíkur, Njarðvík-
ur og Flafnahrepps óskar að ráða forstöðumann til
starfa sem fyrst.
Ffelstu verkefni Markaðs- og atvinnumálaskrifstofu er
að sjá um vinnumiðlun samkvæmt lögum, uppbygg-
ingu og nýsköpun í atvinnumálum og markaðssetn-
ingu á svæðinu sem atvinnusvæði.
Starfssvið forstöðumanns er:
★ Dagleg stjórnun skrifstofu
★ Fjármálastjórnun
★ Starfsmannastjórnun
★ Samskipti við viðskiptaaðila
Við leitum að manni með reynslu og þekkingu í stjórn-
un og almennum samskiptum. Nauðsynlegt er að
viðkomandi sé ákveðinn og skipulagður í starfi en eigi
jafnframt auðvelt með mannleg samskipti. Rekstrar-
eða viðskiptafræðimenntun æskileg.
Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir á Bæjarskrif-
stofur Tjarnargötu 12, 230 Keflavík, í umslagi merktu
Markaðs- og atvinnumálanefnd „Forstöðumaður", fyr-
ir 22. ágúst 1994. Upplýsingar veitir Guðmundur Pét-
ursson, s. 92-11967 eftir kl. 20.00 virka daga.
Búseta á Suðurnesjum er gerð að skilyrði fyrir vænt-
anlegan forstöðumann.
Markaðs- og atvinnumálanefnd
Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafnahrepps.