Alþýðublaðið - 11.08.1994, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 11.08.1994, Qupperneq 8
8 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MOTIIMfilllll SVEINN HJÖRTUR HJARTARSON hjá LÍÚ um deilurnar um Smuguna og Svalbarða: Fimmtudagur 11. ágúst 1994 Framkoma Norðmanna er óafsakanleg Reynslan hefur kennt okkur að það þarf frum- kvæði einstaklinga til þess að fara ótroðnar slóðir til að finna nýjar matarholur. Það kviknar sjaldnast innan um hvítkalkaða veggi stjómsýsl- unnar", segir Sveinn Hjörtur Hjartarson, rekstrarhagfræð- ingur hjá Landssambandi ís- lenskra útvegsmanna í grein í Útveginum, blaði LIU. Sveinn Hjörtur gagnrýnir stjómvöld fyrir að hafa ekki sinnt sem skyldi mikilvægri ályktun LÍÚ á síðasta aðalfundi um veiðar í Barentshafi. Þar var þess krafist að stjómvöld öfluðu allra mögulegra upplýs- inga um veiðimöguleika og réttarstöðu til veiða á fjarlæg- um miðum. „Stjómvöld hafa ekki sinnt sem skyldi þessari upplýsinga- skyldu undanfarin ár og því var lítið um haldgóð svör. Það hlaut að koma að því að ein- hveijir létu reyna á veiðar í Smugunni og við Svalbarða með því að senda fiskiskip þangað, þrátt fyrir þá óvissu sem fylgdi því að veiða á þess- SVEINN HJORTUR, - við verðum að losa okkur við hógværðina. um svæðum“, segir Sveinn Hjörtur. Sveinn Hjörtur segir að fáir efist um að við séum að veiða úr takmarkaðir auðlind, þar sem er þorskurinn í Barents- hafi. Hinsvegar sé það vægast sagt vafasamt að réttmætt geti talist að allar fiskveiðiþjóðir sem stunda veiðar í norðurhöf- um megi veiða þar, - aðrar en íslendingar. Á þessu svæði eigi íslendingar sögulegan rétt, enda hafi þeir áður veitt þar. Bendir Sveinn Hjörtur á ýmsa lausa enda sem eru til staðar hvað varðar rétt til nýt- ingar fiskistofnanna í Norður- Atlantshafi. Þar bendir hann á auk þorskveiðanna í Barents- hafi, veiðar úr sameiginlegum karfa-, rækju- og sfldarstofn- um, sem synda inn og út úr fiskveiðilögsögu okkar. Hann segir að svipta verði burt þagn- arhulunni sem verið hefur um þessi mál undanfarin ár. „Við verðum að losa okkur við þá óeðlilegu hógværð sem ríkt hefur um þetta mál undan- farin ár“, segir greinarhöfund- ur. Hann átelur Norðmenn fyrir framkomu sína í garð frænd- þjóðarinnar. „Óafsakanlega framkomu rökstuddu þeir svo ósmekklega með því að vima í erfiðar deilur okkar við Breta, sem nú eru farsællega leystar og færðu Norðmönnum án fyrirhafnar lögsögu yfir gríðarlegum haf- svæðum“, segir Sveinn Hjörtur Hjartarson. Hagnaður Granda um 104 milljónir - á fyrstu sex mánuðum ársins sem er 52 milljónum meira en á sama tímabili í fyrra Einn af togurum GRANDA HF., Ottó N. Þorláksson, málaður þar sem hann liggur við Reykjavíkurhöfn. Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason Afyrstu sex mánuðum þessa árs varð 103,6 milljón króna hagnaður af rekstri Granda hf. Það er rúmlega 52 milljónum króna meiri hagnaður en á sama tíma- bili í fyrra þegar hann var 51 milljón króna. Togarar Granda veiddu 23 þúsund tonn á fyrstu sex mán- uðum þessa árs. Það er 23% meiri aíli en á sama tímabili í fyrra þegar veiddust 18.700 tonn. Hér munar aðallega um auknar veiðar á úthafskarfa ut- an kvóta, sem er um átta þús- und tonnum meiri á tímabilinu samanborið við árið 1993. Karfaafli minnkaði um tvö þús- und tonn og aðrar fisktegundir um 1.600 tonn. Nýr frystitog- ari, Þerney RE101, bættist í skipaflota Granda í febrúar síð- ast liðnum og nú gerir Grandi hf. út alls níu skip. Grandi hf. hefitr fengið út- hlutað 21.847 tonna aflakvóta á nýju kvótaári, sem hefst 1. september. Fyrir yfirstandandi kvótaár fékk fyrirtækið úthlut- að 23.455 tonnum og verður fiskveiðikvótinn því um tveim- ur þúsundum tonna minni á næsta kvótaári en því sem er að Ijúka Baldvin Þorsteinsson er eitt af skipum útgerðarfyrirtækisins SAMHERJA á Akureyri. Þeir Samherjafrœndur hafa nokkuð komið við sögu ífiskveiðideilum íslendinga og Norðmanna um Smuguna og Svalbarða. Myndin var tekin um síðustu helgi rétt áður en Baldvin sigldi áleiðis í Smuguna. Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason Ráðstefna norrænna r"m helgina verður haldin í Reykjavík þriðja ráðstefna nor- rænna listamannasafna, það er safna einstakra listamanna. Ráðstefnuna sækja fiilltrúar allra helstu listamannasafna Norðurlanda. Ráðstefna sem þessi var fyrst haldin í Uppsölum 1990 og síðan í Helsinki árið eftir. Ráðstefnuna sækja fulltrúar allra helstu listamannasafna á Norðurlöndum, svo sem Munchsafnsins og Vigelands- safnsins í Osló, Gallen Kall- elasafnsins í Finnlandi og Zomsafnsias í Svíþjóð. Frá íslandi verða fulitrúarfrá helstu listasöfnum hér á landi, bæði söfnun eiustakra lista- manna og almennum lista- söfnum, enda mörg íslensku einsmannssafnanna hluti af stærra safni. Söfn einstakra listamanna gegna mörg hver veigamiklu hlutverki sem heimildasöfn og miðstöðvar rannsókna á list viðkomandi listamanns auk þess sem þar gefst kostur á að haida annars konar sýn- ingar en á almennum lista- söfnum. Sérstaða þessara safna, hlutverk þeiira og samband við stóru listasöfnin verða meðal þess sem fjallað verður um á ráðstefnunni.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.