Alþýðublaðið - 19.08.1994, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 19.08.1994, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ TIÐINDI Föstudagur 19. ágúst 1994 STUTTFRETTIR... Fyrsta íþróttahús FRAMARA Það verður hátíð í bæ hjá þeim í Knattspyrnufélaginu Fram um helgina. Þá taka Frainarar í notkun fyrsta íþróttahúsið sem félagið eignast, en félagið er orðið 86 ára. Hátíðarathöfn við Safamýrina klukkan 15:00, en húsið opnað fyrir gesti ktukkan 14:30. Húsið verður síðan til sýnis til klukkan 17:00. Framarar, svo og ailir vinir og velunnarar eru hvattir til að mæta. Byggðaverk hf. hefur byggt húsið. Borgarstjóri, Ingi- björg Sólrún Gísladóttir mun flytja ávarp, EUert Schram, forseti ÍSÍ flytur kveðju og Sveinn Kagnarsson fiytur ávatp fyrir hönd eldri Framara. Formaður Fram er Alfreð Þor- steinsson, borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans... NORDAL yfir Þjóðarbókhlööu Menntamálaráðliena hefur skipað stjóm Landsbókasafns Is- lands-Háskólabókasqfns, það er hinnar nýju Þjóðarbókltlöðu, sem loks á að taka til stari'a í nýja hús- næðinu á Melunum 1. desember næstkomandi. Stjómin er þannig skipuð: Jóhannes Nordal, skipaður án tilnefningar; Vésteinn Ólason, prófessor og Þorsteinn I. Sigfús- son, prófessor, skipaðir af háskóiaráði; EgiU Skúli Ingi- bergsson. verkfræðingur, lilnefndur af Rannsóknaráði ís- lands; og Kristín Indriðadóttir, yfirbókavörður, tilnefnd af Bókavarðafélagi ísiands. Jóhannes Nordal er formaður stjómarinnar og Þorsteinn varaformaður. Skipunartími er fjögur ár... Rúmba og samba í ÁRBÆ Danssýning verður fyrir framan DiUonshús i Árbæjarsafni á sunnudaginn kemurklukkan 15:00. Tískudansar ársins 1944 vom rúmba og samba og verða þar sýndir af nemendum Dansskóla Jóns Péturs og Köru eins og þeir em dansaðir í dag. Ýmislegt lleira verður í safninu til skemmtunar og fróð- leiks, skógerð, útskurður og lummubakstur í Árbæ, gullsmið- ur verður í Suðurgötu 7 og hægt að sjá prentara að starfi í Miðhúsi. Karl Jónatansson þenur nikkuna eftir hádegi og ljúffengar veitingar em í Dillonshúsi hjá Hildi Björk og hin- um kvenskörungunum... Ferð að FJALLABAKI Oddafélagið efnir ti) dagsferðar að Fjallabaki laugardaginn 27. ágúst næstkomandi. Farið verður í afréttarlönd Fijótshlíð- ar. Hvolhreppinga og Rangvellinga. Hugað verður að sögu lands og þjóðar eftir því sem umhverfi og aðstæður gefa tii- efni til. Leiðsögumenn verða séra Sváfnir Sveinbjörnsson á Breiðabólstað og Þorsteinn Oddsson frá Heiði. þaulkunn- ugir afréttunum og nýtingu þeirra að fomu og nýju. Jarð- fræðingamir Elsa G, Vilmundardóttir og Freysteinn Sig- urðsson sem unnið hafa að jarðfræðirannsóknum að Fjaila- baki, segja frá náttúru svæðisins og ýmsum atburðum sem þar hafa átt sér stað og sjá má ummerki um á ferðalaginu. Lagt af stað frá BSÍ klukkan 09:00 og frá Hvoisvelli klukkan 11:00. Þeir sem ætla að vera með úlkynni þátttöku til Sælu- búsins á Hvolsvelli, sími 98-78781... Heimsækið VIÐEY Heimsókn í Viðey er skemmtileg afþreying. Þangað komast menn með bátnum úr Sundahöfn á heila u'manum frá klukk- an 13:00 en á hálfa tímanum til lands. Ljósmyndasýning er núna í Viðeyjarskóla og hefur verið vel sótt í sumar. Tvær helgar eftir. Gönguferð um Viðey á laugardag hefst klukkan 14:15 og verður gengið á vestureyna, hálfs annars u'ma ganga og þörf fyrir góða gönguskó. Á sunnudag er staðar- skoðun klukkan 15:15... Skólastjóradeilu LOKIÐ Ólafur Garðar Einarsson mennta- málaráðherra hefur sett til eins árs í stöðu skólastjóra Hvolsskóla Unnar Þór Böðvarsson, skólastjóra Reyk- holtsskóla í Biskupstungum. Upp- liaflega setti ráðhena Jónínu Tryggvadóttur í þelta starf. Skóla- ncfnd og fræðsiustjóri mæltu hins- vegar með Unnari Þór. ÁlykUtnir og mótmæli skólanefndar og Skóla- stjórafélags Suðurlands urðu til þess að Jónína trcysti sér ekki til að taka við stöðunni. Ráðherra hefur nú beygt sig undir vilja þessara aðila og hefur ákveðið að kanna ekki hug þeirra níu umsækjenda sem eftir eru með meiri menntun en Unnar Þór. Ráðherra áréttar fyrri yfirlýsingár sínar að hann inuni beita sér fyrir því að lög kveði á um fagleg vinnubrögð ið ráðningar skólastjóra með markvissuri hætti en nú er... LEIFTUR FRA LYÐYELDISARI - Fróðleg og skemmtileg sýning Skjalasafhs og Ljósmyndasafns Reykjavíkurborgar opnaði í gær í Ráðhúsinu: - spurði BJARNIBENEDIKTSSON, bæjarstjóri Reykjavíkur, í bréfi til skólastjóra Reykjavíkur Lýsið hefur verið gefið þannig, að það er borið inn í stofuna í könnu. Kennarinn heldur á könnunni í hægri hendi en þurrku í vinstri hendi. Bömin standa í einfaldri röð og færa sig til kennarans eitt og eitt og halda gapandi höfðinu afturábak. Kennarinn heldur könnunni yfir munni bamsins og lætur lýsið dijúpa í munn þess, en þerrar baminu síðan um munninn, ef þörf er“. Þannig lýsir Jón Sigurðsson, skólastjóri í Laugamesskóla lýsisgjöf til skólabama Reykja- víkurbæjar árið 1944, lýðveld- isárið. Þessa lýsingu er að finna í bréfi skólastjórans til bæjar- stjóra Reykjavíkur, sem þá var Bjarni Benediktsson. Hafði bæjarstjóm fundið að því að lýsisgjafir væm hættar í bama- skólunum, enda þótt nokkuð fé væri greitt úr bæjarsjóði til lýs- isgjafa. Óskaði Bjami því eftir skýrslu skólastjóra bæjarins um lýsisgjafimar, sem margir Reykvíkingar komnir yfir miðj- an aldur kannast við, - og hryll- ir eflaust enn við. Skólastjórinn í Laugames- skóla ber við húsnæðisleysi en lofar bótum, lýsisgjafir hefjist senn, segir hann í svari sínu til bæjarstjóra. Framkvæmdir, rekstur og starfsemi Bréfaviðskipti þessi em með- al þess sem sjá má á áhuga- verðri sýningu sem Borgar- skjalasafn Reykjavíkur og Ljósmyndasafn Reykjavíkur gangast fyrir og var hún opnuð í gær, 18. ágúst, á afmælisdegi Reykjavíkur. Sýningin ber yfir- skriftina Leifturfrá lýðveldisári - Bœjarmál 1944 og verður í Tjamarsalnum í Ráðhúsi Reykjavíkur. Hún stendur fram til 1. október. Aðgangur er ókeypis. Með sýningunni er ætlunin að fræða gesti um framkvæmd- ir, rekstur og starfsemi Reykja- víkurbæjar á lýðveldisárinu 1944 með ljósmyndum, eftir- gerð skjala og skýringartextum. Málefni sveitarfélaga vom þá eins og nú, margslungin og ljölmörg. Bréfið um lýsisgjafir til skólabama sýna það. Hringlandinn með SVR (háeff) Á sýningunni er veitt innsýn í starf ýmissa stofnana og fyrir- tækja bæjarfélagsins á árinu 1944, til dæmis Vatnsveitu, ÞJÓDHÁTÍÐ 1944 í REYKJAVÍK, -daginn eftir hátíðahöldin á Þingvöllum var stofnun lýðveldisins tilhlýðilega minnst í Reykjavík íþokkalegu veðri. Hér kemur skrúðganga eftir Skothúsvegi yfir Tjarnarbrú yfir á Fríkirkjuveg. Mynd: Ljósmyndasafn Reykjavíkur Hitaveitu, Rafmagnsveitu og Strœtisvagna Reykjavíkur. Og talandi um Strætisvagna Reykjavíkur hf. Þama er hægt að skoða kaupsamning bæjar- sjóðs Reykjavíkur á því fyrir- tæki 18. ágúst 1944, á afmælis- degi borgarinnar. Þá skrifar Bjami Benediktsson undir sem kaupandi, en Egill Vilhjálms- son, Ólafur Þorgrímsson og Ásgeir Ásgeirsson sem selj- endur fyrirtækisins Strætis- vagnar Reykjavíkur hf. - Kaupverðið var 1.012.711,61 króna nákvæmlega og í samn- ingnum er allt tíundað sem keypt er, þar á meðal em 20 strætisvagnar. Greinilega hefur fyrirtækið SVR ekki bruðlað í neinum hlut. Flottheitin komu síðar með ungum baráttumönnum fyrir því að gera SVR að háeffi að nýju. Þannig má sjá í bréfi undirrituðu af Jóhanni Ólafs- syni þetta ár, að gamla bréfs- efnið er enn notað, - en exað yfir hf-ið og gamla heimilis- fangið fyrirtækisins. Vöruskiptajölhuðurinn var hagstæður um 12,6 milliarða - á fyrri helmingi ársins. Viðskiptajöfnuður við útlönd var hagstæður um 4,5 milljarða, en þjónustujöfnuðurinn hinsvegar óhagstæður um 8,1 milljarð Seðlabankinn hefur nú tekið saman bráða- birgðatölur um greiðslujöfnuð við útlönd á fyrri árshelmingi 1994. Sam- kvæmt þeim var viðskipta- jöfnuður við útlönd hagstæð- ur um 4,5 milljarða króna. Samkvæmt upplýsingum Hagstofu Islands var vöru- skiptajöfnuður hagstæður um 12,6 milljarða en á móti var 8,1 milljarðs halli á þjónustu- jöfnuði við útlönd. Viðskiptajöfnuður er um 8 milljörðum hagstæðari nú en á sama tíma í fyrra, því þá var halli á viðskiptum við útlönd 3,5 milljarðar króna, reiknað á föstu gengi. Meðalgengi er- lendra gjaldmiðla er 9,2% hærra í ár en á fyrri árshelm- ingi 1993 samkvæmt gengis- vísitölu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.