Alþýðublaðið - 24.08.1994, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 24.08.1994, Qupperneq 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ UMRÆÐA Miövikudagur 24. ágúst 1994 ÍIMIBLIIIIII HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Ritstjóri: Siguröur Tómas Björgvinsson Setning og umbrot: Alprent hf. Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Sími: 625566 - Fax: 629244 Áskriftarverð kr. 1.400 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 140 Risavirkjanir framtíðarinnar Starfshópur skipaður fulltrúum iðnaðarráðuneytis, Lands- virkjunar og Orkustofnunar hefur lagt fram stórbrotnar hug- myndir um nýtingu vatns í Jökulsá á Fjöllum og Jökulsá á Brú til virkjana sem yrðu aflmeiri en allar vatnsvirkjanir landsins samanlagt. Leggja þarf tvo stóra dali í kaf og mynda lón sem samtals eru um 117 ferkílómetrar að stærð og bora jarðgöng sem eru samtals 77 kílómetrar að lengd. Alls yrði heildarkostnaður virkjanana um 114 milljarðar króna. Það sem óneitanlega vekur athygli samtímis og nefndin leggur þessar stórhuga áætlanir fyrir, er að tapið á Blöndu- virkjun var 1771 milljón króna í fyrra. Tapið felst fyrst og fremst í því að enginn kaupandi er að umframorku Blöndu- virkjunar meðan að afborganir af erlendum lánum hrannast upp. Á sama tíma liggja ekki fyrir neinir kaupendur að nýj- um risavirkjunum. Það virðist því ekki beinlínis heppilegt að hefja framkvæmdir að risavirkjunum á Islandi í ríkjandi ástandi. Ráðamönnum í orkumálum þjóðarinnar ber þó að horfa yf- ir þúfur dagsins í dag og líta á landslag framtíðarinnar. Um aldamót er ekki ólíklegt að flutningur á orku um ljósleiðara sé orðinn að veruleika. Það þýðir að nýir möguleikar opnast fyrir íslendinga að flytja orku um sæstreng til Evrópu. Og það eru þessir markaðir sem íslendingar horfa til þegar tal- að er um byggingu risavirkjana og stórkostlega orkusölu til framtíðar. Menn þurfa ekki lengi að velkjast í vafa hvað slík orkusala þýddi fyrir þjóðarbúið og einhæft atvinnulíf á ís- landi. Að mörgu þarf þó að hyggja. Fyrirhuguð bygging risa- virkjana og myndun nýrra lóna þýddi talsverð umhverfis- spjöll. Líklegast myndi rennsli í Dettifoss breytast verulega. Eru menn tilbúnir að horfast í augu við slíkar breytingar á einu sérkennilegasta og fegursta umhverfí landsins? Fram- kvæmdimar myndu einnig kalla á breytingar á farvegi Lag- arfljóts og vatnið yrði gruggugra en nú er. Ugglaust myndu framkvæmdimar einnig hafa áhrif á ferðamennsku á svæð- inu. A hinn bóginn myndi stórfelld orkusala um sæstreng til Evrópu minnka líkur á byggingu stóriðjuvera á íslandi. Margir óttast veruleg umhverfisspjöll af slíkum iðjuvemm þótt hreinsibúnaður þeirra gerist æ fullkomnari. ísland yrði því fremur orkustöð en land stóriðju. Vísast er að minni ágreiningur myndi ríkja um fyrri kostinn þótt framkvæmdir risavirkjana kalli á einhveijar umhverfisbreytingar. Þetta em að sjálfsögðu valkostir sem ráðamenn og almenningur á ís- landi verða að vega og meta. Það er hins vegar lykilatriði að breikka gmnn atvinnulífsins og setja fleiri stólpa undir ís- lenskt atvinnulíf en sjávarútveginn einan. Minnkandi fisk- gegnd í íslenskri lögsögu, alþjóðleg átök vegna úthafsveiða og umdeilt kvótakerfi minnir okkur á að fiskistofnar í hafinu em ekki óþverrandi auðlind. Vatnsföllin em mun stöðugri og áreiðanlegri auðlind sem við eigum að sjálfsögðu að virkja til sölu ef kaupendur liggja fyrir. Þess vegna er það gleðilegt, að íslenskir ráða- menn hafa unnið tímanlega að því að undirbúa risavirkjanir framtíðar. Þar með gefst langur tími umræðna og ákvörðun- ar ef aðstæður reynast réttar að áratug liðnum eða síðar. Nið- urstöður nefndarinnar um risavirkjanir er gott dæmi um hvemig vinna skal með framtíð fyrir augum. Sífellt fleiri UNGLINGAR leita aðstoðar SÁÁ vegna neyslu vímuefna. í fyrra - sem var „metár“ - komu 126 einstaklingar 19 ára og yngri í meðferð sem kostaði samtals 15,5 milljónir króna. Neysla amfetamíns og kannabisefna er nokkuð algeng í þessum hópi en fer þó minnkandi. Sveppaneysla færist í vöxt. Menntunarskortur og atvinnuleysi hrjá hóp ungmennanna og við því er reynt að bregðast hjá SÁÁ: !........... :• ........•........ Afengið algengast FjÖldí eín- staklinga 90 80 70 60 50 40 30 20 10 0 Allír ktsrínr wuiir tdftogti jfr-: Æ W Nýkomukar utidir tvitu 'tir 1— ±T.. *** Aharkonu utmr tvitut #m hfýkqmÁkonúr undir nítogu ^ % %. .¥ Ft?* ■ j 1978-7S 1984 1985 1986 1987 198B 1989 1990 1991 1992 1993 AUöf konur yngn en 20 <1ra Nýkomu konor yngó en 20 ára Allif krfflur yngo en 20 ðta Nykofno fcarfur yngden 20 ára Fjöldi karla og kvenna yngri en 20 ára á Vogi 1978-1993 Asíðasta ári komu 126 einstaklingar 19 ára og yngri til vímuefnameð- ferðar á Vogi og 78 dvöldu í eftirmeðferð á Vík eða Staðar- felli. Kostnaður vegna með- ferðar unglinga undir 19 ára aldri nam 15,5 milljónum króna í fyrra. Áfengi er það vímuefni sem unglingamir nota mest og um helmingur þeirra hefur lítil kynni af öðrum vímuefnum: Þessar upplýsingar koma lfam í ársskýrslu SÁA fyrir ár- ið 1993 en þar er sérstakur kafli um unga fólkið sem kom í meðferð til SÁA það ár. Aldrei hafajafnmargir 15 áraungling- ar komið til meðferðar og þá eða átta talsins, sex stúlkur og tveir piltar. Á árunum 1987 til 1992 kom ýmist einn eða eng- inn 15 ára unglingur til með- ferðar á ári. Einstaklingar sem komu á Vog 29 ára eða yngri voru 578 árið 1993. Sem fyrr segir voru 126 þeirra 19 ára eða yngri. Á meðferðarheimilunum Staðarfelli og Vík kostar hver dagur um 3.090 krónur og 28 daga dvöl því um 86.500 krón- ur. Árið 1993 dvöldu 78 ein- staklingar sem voru 19 ára eða yngri á Vík eða Staðarfelli. Kostnaður vegna meðferðar þeirra sem eru 19 ára og yngri var á Vogi 8,8 milljónir króna og vegna meðferðar á Staðar- felli og Vík 6,7 milljónir eða alls 15,5 milljónir króna. Erfitt er að meta áædaðan kostnaðarhlut þeirra yngstu í göngudeildarstarfi. Frá því í september 1992 hafa tveir ráð- gjafar í göngudeild unnið sér- staklega að málum þeirra sem eru 22 ára og yngri. Á sama hátt var komið að nokkm til móts við þennan hóp í göngudeildinni áAkureyri 1993. Áfengi er það vímuefni sem unglingamir nota mest og um helmingur þeirra hefur lítil kynni af öðrum vímuefnum. Þegar meta á vímuefnaneyslu og þá einkum ólöglega vímu- efnaneyslu meðal þeirra sem eru yngri en 20 ára, verður að hafa í huga að sum þessara ungmenna finna sig í því að gera meira úr sinni vímuefna- neyslu en efni standa til. Eink- um er varasamt að treysta á þær upplýsingar sem þeir allra yngstu, eða 15 til 17 ára, gefa upp. Með þetta í huga safna læknar á Vogi nákvæmum upp- lýsingum um neyslu þessara ungmenna. Arið 1992 komu 107 einstak- lingar á Vog sem voru 19 ára eða yngri. Af þessum ungling- um höfðu 14 stúlkur og 29 pilt- ar notað kannabisefni vikulega í eitt ár eða oftar og lengur eða 34%. Sömu tölur fyrir árin á undan voru 44% árið 1992, 45% árið 1991 og 44% árið 1990. Árið 1991 komu 106 ein-. staklingar undir 19 ára í með- ferð og árið áður voru þeir 92. Unglingum sem koma í með- ferð fjölgar jafnt og þétt því ár- ið 1987 vom þeir samtals 70 sem vora 19 ára eða yngri. í þessum hópi era fíknir neyt- endur sem hafa notað hass nær daglega í sex mánuði eða leng- ur. Árið 1993 greindust 5 stúlk- ur og 12 piltar fíkin með þess- um hætti. Sömu tölur fyrir 1992 vora 8 og 16 og árið 1991 greindust 9 stúlkur og 25 piltar fíkin. Fíknir neytendur kanna- bisefna í þessum aldurshópi vora því 28% árið 1990, 30% árið 1991, 23% árið 1992 og 13,5% árið 1993. Kannabi- snotkun minnkar því veralega í þessum hópi 1993. Misnotkun amfetamíns er nokkuð algeng í þessum hópi. Þannig höfðu 9 stúlkur og 16 piltar notað amfetamín viku- lega í 6 mánuði eða lengur árið 1991 eða 20%. Sömu tölur fyrir árið 1992 era 15 stúlkur og 16 piltar eða 29%. I fyrra vora stúlkumar 10 og piltamir 9 eða 15%. Amfetamínneysla minnk- ar því á sama hátt og kannabis- neyslan. Amfetamínneysla kemur allt- af í kjölfar kannabisneyslu og venjulega hafa ungmennin not- að kannabisefni regluiega í nokkra mánuði áður en þau reyndu amfetamín í fyrsta sinn. Þannig vora allir þeir sem greindust amfetamínmisnotend- ur og voru yngri en 20 ára úr hópi kannabisnotendanna árið 1991 og 1992 og allir nema ein stúlka og einn piltur í fyrra. Kókaínneysla er lítil meðal þessara ungmenna. Árið 1992 kváðust 6 stúlknanna og 6 pilt- anna hafa prófað þetta efni í eitt eða örfá skipti. Árið 1993 vora það 3 stúlkur og 2 piltar. Erfitt er að átta sig á því hvort þetta er rétt. Sveppaneysla hefur færst í vöxt meðal þessara ungmenna síðari ár. Átta stúlkur og 17 piltar höfðu notað sveppi 1992 en aðeins 3 stúlkur og 5 piltar 1993. Flestir nota sveppina í nokkur skipti en þó höfðu sum ungmenni notað þá reglulega með hassreykingum í nokkum tíma. Neysla á heróíni eða krakki verður ekki vart í þessum hópi 1992 eða 1993. LSD kváðust 6 piltar og 1 stúlka úr þessum aldurshópi hafa notað árið 1992 og 2 piltar og 2 stúlkur 1993. Nokkuð virðist algengt að þessir unglingar fikti við að sprauta sig í æð með amfetam- íni. Sem betur fer láta þó flestir duga að reyna þetta í eitt eða örfá skipti og úr þessu dregur í aldurshópnum síðustu 3 árin meðan sprautufíklum fjölgar í heild. Þannig kváðust 9 stúlkur og 12 piltar, eða 20%, hafa sprautað sig í æð 1991. Sömu tölur fyrir 1992 vora 5 stúlkur og 6 piltar eða 10%. Árið 1993 vora það 6 stúlkur og 3 piltar eða 7%. Af þessum einstakling- um höfðu fimm stúlkur og einn piltur sprautað sig reglulega í hálft ár eða lengur 1993. Mikið er í húfi að slíkum tilvikum fjölgi ekki því stór hluti þeirra sem sprauta sig reglulega í ein- hvem tíma fá lifrabólgusmit (Hepatitis B eða C). Aðrir fylgikvillar eins og bólgur í æð- um og lungnabólgur era al- gengar og dæmi eru um stóral- varlega fylgikvilla eins og hjartaþelsbólgu. Alnæmi virðist enn ekki hafa smitast með því að fólk sprautar sig í æð með vímuefnum hér á landi þó að þetta sé ein algengasta smitleið- in í sumum stórborgum vestan hafs. Ékki hafa fundist ný til- felli af alnæmi undanfarin fjög- ur ár á Vogi. Margir þessara unglinga hafa flosnað upp úr skóla áður en þeir hafa lokið skyldunámi. Þannig stóð á fyrir 7 stúlkum og 24 piltum sem komu til meðferðar árið 1991 eða 30% ungmennanna. Árið 1993 vora tölumar áþekkar eða 12 stúlkur og 22 piltar. Auk menntunarskorts gerir veralegur þekkingarskortur og jafnvel erfiðleikar við að lesa og skrifa þessum unglingum erfitt fyrir að fá atvinnu. Ljóst er að fyrir suma unglinga er hluti endurhæfingar fólginn í því að opna þeim leið til náms að nýju. Með auknu atvinnuleysi era flestir þessara unglinga at- vinnulausir og með litla þjálfun til starfa. Það er því erfitt fyrir þá að fá vinnu að meðferð lok- inni. Margir unglinganna búa við það að foreldrar eða foreldri sem þeir era aldir upp hjá era áfengissjúkir. Um 70% verða að búa við það að foreldrar eða eldri systkini nota áfengi á heimili þeirra að meðferð lok- inni. Unga fólkið sem lokið hefur meðferð á Vogi og endurhæf- ingarheimilunum Vík eða Stað- arfelli hefur notið stuðnings í göngudeild SÁÁ eins og aðrir gegnum árin. Eftir meðferð era unglingamir þó mun háðari umhverfi sínu og félagslegum aðstæðum en þeir sem eldri era. Vegna þess hefur SÁÁ gert sér- stakt átak til að koma til móts við þessi ungmenni. Árið 1992 var boðið upp á sérstök meðferðarúrræði fyrir fólk sem er 22 ára eða yngra. Þá vora ráðnir sérstakir ráðgjaf- ar fyrir unglingana og þannig skapaður grundvöllur til þess að þróa og sérhæfa þetta starf. Ungmennin og fjölskyldur þeirra fá nú nauðsynlega sér- hæfða þjónustu og sérstakt hóp- starf er fyrir unglingana. Árið 1991 aðstoðaði fram- kvæmdastjóm SÁÁ unga fólk- ið sem hafði verið í meðferð til þess að stofna með sér félagið „Ungtfólk íSÁÁ“. Þetta félag hefur síðan starfað undir vemd- arvæng framkvæmdastjómar SÁÁ. I þessu félagi starfa ung- mennin sjálfstætt að því að skapa sér félagsleg verkefni og efla samstöðuna. Þannig hafa þau staðið fyrir ferðalögum, leiklistamámskeiðum, dans- leikjum og fleira. SÁÁ hafði einkum ungling- ana og unga fólkið í huga þegar það lagði aukna áherslu á fé- lagsstarfsemi ýmis konar og setti á stofn félagsmiðstöðina Ulfaldann. Þar gefst ungmenn- unum tækifæri á að koma alla daga vikunnar og þar er félagi þeirra, „Ungu fólki í SÁÁ“ ætl- uð sérstök aðstaða. Þannig er reynt að skapa ungmennunum vímulaust umhverfi til að skemmta sér í og þroskast.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.