Alþýðublaðið - 24.08.1994, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 24.08.1994, Blaðsíða 8
8 ALÞÝÐUBLAÐIÐ JÓN BIRGIR PÉTURSSON, blaðamaður Alþýðublaðsins, var um borð í FLUGLEIÐA- ÞOTUNNI sem var nær lent í árekstri yfir Bretlandi. „Þetta var alveg heiftarlegt og fólk hentist úr sætum sínum. Sjálfur var ég á saleminu þegar þetta gerðist, kíttaðist upp að veggnum og var það mjög óþægiieg tilfinning svo ekki sé meira sagt“: Bráð Irfs- hætta að er engin spurning að við vorum í braðri lífshættu þegar vélin tók nánast níutíu gráðu beygju til þess að forðast árekstur við breskar herþot- ur“, sagði Jón Birgir Pét- ursson, blaðamaður Al- þýðublaðsins, sem var á leið í sumarfrí með Flugleiðavél- inni á föstudaginn. Eins og fram hefur komið í fréttum er þetta í þriðja sinn setn slíkt atvik kemur upp á einum mánuði á bresku flug- stjórnarsvæði. Flugstjóri Flugleiðaþotun- ar hefur ekki viljað tjá sig við íjölmiðla um atvikið, en Jón Birgir segir að flugstjór- inn hafi greint frá því í hátal- arakerfi þotunnar að hann hafi fengið neyðarkall frá breskum flugumferðarstjór- um urn að beygja strax. Skýringin hafi verið að of lítið bil hafi verið milli vél- anna. Þessar stónt farþega- þotur eru ekki gerðar fyrir krappar Ireygjur af þessu tagi og þvf virðist nokkur hætta hafa verið á ferð. „Þetta var alveg heiftarlegt og fólk hentist úr sætum sín- um út í hlið vélarinnar vegna þess að fæstir voru í beltum. Sjálfur var ég á salerninu þegar þetta gerðist, kíttaðist upp að veggnum og var það mjög óþægileg tilfinning svo ekki sé meira sagt“, sagði Jón Birgir. Aðspurður um það hvort hann ætlaði að taka „Fossinn“ heim, sagði Jón Birgir það ólíklegt enda helði hann ofl komist í hann krappan um ævina. Alþýðutíaðsmynd / Einar Ólason MPIMBrMllll Miðvikudagur 24. ágúst 1994 ALAIN ROBBE-GRILLET flytur fyririestur við HÁSKÓLANN: Franskur rithöfundur og kvikmyndageröarmaður Franski rithöfundurinn og kvikmyndagerðarmaður- inn Alain Robbe-Grill- et flytur opinberan fyrirlestur í boði heimspekideildar Háskóla íslands laugardaginn 27. ágúst 1994 klukkan 16:00 í stofu 101 í Odda. Fyrirlesturinn nefnist La Psyché en ruines og fjallar um nýjustu verk Robbe-Grillet, en hann hefur nýverið gefið út lokabindið í þriggja binda sjálf- sævisögu sinni. Alain Robbe-Grillet er vafa- laust einn merkasti og frægasti núlifandi rithöfundur á franska tungu. Hann var málsvari hóps rithöfunda sem komu fram á sjónarsviðið á sjötta áratugnum og kenndi sig við le nouveau sem hlaut bókmenntaverðlaun roinan, eða nýsöguna. Meðal Nóbels árið 1985, Marguerite þeirra má telja Claude Simon, Duras, Nathalie Sarraute og Michel Butor. Þessir rithöfundar áttu það sameiginlegt að telja skáldsög- una listform sem unnt væri að bylta á sama hátt og myndlist- inni, ljóðlistinni og tónlistinni hafði verið bylt á áramgunum áður. Þau skrifuðu - og skrifa enn - tilraunakenndar skáldsögur, það er sögur sem reyna að upp- götva og draga fram í sviðsljós- ið raunveruleika og lifnaðar- háttum sem enn hefur ekki ver- ið komið orðum að. Alain Robbe-Grillet flytur fyrirlestur sinn að sjálfsögðu á frönsku. Viðburðurinn er opinn öllum. Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason SKOTVEIÐIFÉLAG ÍSLANDS heldur ráðstefnu á Holiday Inn á laugardaginn um eitt helsta þrætuepli íslenskra skotveiðimanna: Rætt um rjúpnaveiðar Skotveiðifélag Islands efnir til ráðstefnu um rjúpuna á laugardaginn en nokkrar sviptingar hafa ver- ið varðandi rjúpnaveiðar. Öss- ur Skarphéðinsson umhverfis- ráðherra stytti rjúpnaveiðitím- ann síðasta haust en ákvörðun um veiðitíma á hausti komanda hefur ekki verið birt. Skotveiðimenn telja brýnt að þeir aðilar sem telja sér málið skylt hittist og ræði málefni rjúpnastofnsins á breiðum grundvelli. I frétt frá Skotveiði- félaginu segir að tilgangur ráð- stefnunnar sé að leggja drög að „skynsamlegri“ nýtingu rjúpna- stofnsins í ljósi nýrra laga um friðun, vemd og veiðar á fugl- um. Fjallað verður um málefn- ið af fuglafræðingum, fulltrú- um stjómvalda og hagsmuna- aðilum. Einnig verða almennar umræður. Hótel Holiday Inn í Reykjavík verður vettvangur ráðstefnu SKOTVEIDIFÉLAGS ÍSLANDS nœstkomandi laugardag. Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason Þess er vænst að á ráðstefn- unni verði svarað ýmsum mik- ilvægum spumingum varðandi nýtingu ijúpnastofnsins og stjóm veiðanna, til að mynda eftirfarandi: Hvert er eðlilegt markmið með „vemd, friðun og veiðum" ijúpu? Er vísinda- leg þekking nægileg til að byggja á markvissa stjóm ijúpnaveiða? Hvaða rjúpna- rannsóknir em nauðsynlegar á næstu ámm og hvemig á að standa að þeim? Hver er fram- tíðarsýn stjómvalda og hags- munaaðila í þessum efnum, svo sem varðandi nýtingu rjúpna- stofnsins, stjóm veiða eða nýt- ingu ríkisjarða sem veiðilend- ur? Ráðstefnan verður haldin að hótel Holiday Inn og hefst á erindum tveggja fuglafræðinga, það er Hans Pedersen frá Nor- egi og Ólafs K. Nielsen. Ráð- stefnan er öllum opin. Atlantshafsbandalagið: Býður fram fræðimanna- styrki Atlantshafsbandalagið mun að venju veita nokkra fræðimanna- styrki til rannsókna í aðildar- ríkjum bandalagsins. Markmið styrkveitinganna er að stuðla að rannsóknum og aukinni þekk- ingu á málefnum sem snerta Atlantshafsbandalagið og er stefnt að útgáfu á niðurstöðum rannsóknanna. Styrkimir nema nú um það bil 510 þúsund íslenskum krón- um (240 þúsund belgískum frönkum) og er ætlast til að unnið verði að rannsóknum frá maí 1995 til 30. júní 1997. Styrkþegum ber að skila áfangaskýrslu eigi síðar en 30. júní 1996. Lokaskýrslu ber að skila á ensku eða frönsku til alþjóða- skrifstofu utanríkisráðuneytis- ins fyrir 30. júní 1997. Umsóknir um fræðimanna- styrki Atlantshafsbandalagsins skulu berast alþjóðaskrifstofu utanríkisráðuneytisins eigi síðar en 15. desember 1994. Skrif- stofan veitir nánari upplýsingar um styrkina og lætur í té um- sóknareyðublöð.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.