Alþýðublaðið - 06.09.1994, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 06.09.1994, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ UMRÆÐA Þriðjudagur 6. september 1994 MÞYBUBUfilÐ HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Ritstjóri: Sigurður Tómas Björgvinsson Setning og umbrot: Alprent hf. Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Sími: 625566 - Fax: 629244 Áskriftarverð kr. 1.400 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 140 Vopnahlé IRA og framtíð írlands Hið óvænta vopnahlé írska lýðveldishersins IRA eftir aldar- fjórðungs stríð gegn yfirráðum Breta í N-írlandi hefur vakið vonir um víða veröld að langvarandi stríði og átökum sé að ljúka. Málefni írlands em hins vegar svo flókin og full þver- sagna, að erfitt er að spá um framvindu mála og hvort vopna- hléið reynist tálvonin ein. Hins vegar eru margar forsendur fyrir hendi sem benda til þess að með góðum vilja og réttri pólitík sé hægt að koma á varanlegum friði á Norður- írlandi. Ekki er ólíklegt að Bretar verði við þeirri kröfu Sinn Fein, stjómmála- arms IRA, að Bretar flytji her- og lögregiulið sitt frá svæðum kaþólikka á N-írlandi. Hins vegar hefur breska stjómin verið gagnrýnd harðlega, einkum af mótmælendum en einnig á Bret- landi, fyrir að verða við þeirri kröfu IRA, að leysa úr haldi skæmliða IRA, sem margir hverjir eru ásakaðir fyrir dráp og morðtilraunir. Nleð því að lýsa yfír vopnahlé og rétta fram sáttahönd þó með skilyrðum sé, hefur IRA stigið stórt skref og sett bæði Breta og mótmælendur á N-Irlandi upp við vegg. Mótmælendur hafa sakað ríkisstjóm Majors um að hafa gert leynisamninga við IRA. Ljóst er að breska ríkisstjómin er viljug að leggja sig mik- ið fram við að koma á varanlegum friði á N-írlandi. Sú ákvörð- un bresku stjómarinnar að senda IRA-menn úr fangelsum bend- ir til þess að breska stjómin sé viljug að ganga langt til að mæta kröfum IRA og tryggja varanlegan frið. Ljóst er að Bandaríkjamenn standa mjög að baki þeirra sátta- tilrauna sem nú eiga sér stað. Clinton Bandaríkjaforseti hét því í kosningabaráttu sinni að Bandaríkin myndu leggja sitt á vogar- skálarnar, kæmist hann til valda sem forseti, til að skálmöld myndi ljúka á N-írlandi. Það þarf því ekki að koma neinum á óvart að Clinton hafi boðið Albert Reynolds, forsætisráðherra Irlands, og John Majors, forsætisráðherra Bretlands, aðstoð sína meðal annars með stórfelldri fjárhagsaðstoð til uppbyggingar efnahags Irlands. Einnig hefur verið rætt um að skotið verði á leiðtogafundi landanna þriggja um Irlandsmálin. Bandaríkja- menn hafa hefðbundin áhuga fyrir málefnum írlands vegna þeirra róta sem milljónir Bandaríkjamanna eiga að rekja til Ir- lands. Afskipti Bandaríkjaforseta af málefnum Irlands bendir ótvírætt til þess, að meiri þungi sé í friðarumleitunum í þetta sinn en fyrr og ljóst er að þau munu geta skipta sköpum um framtíð Irlands. AÆörg ljón eru þó í veginum. Gagnkvæmri tortryggni verður ekki feykt til hliðar í einni svipan, ótti mótmælenda við samein- ingu N-írlands og írska lýðveldisins er sterkur, ekki síst í ljósi þess að þeir yrðu minnihluti í kaþólsku lýðveldi. Þar með lyki 300 ára sögu meirihluta mótmælenda á N-írlandi og við tæki yfirráð kaþólikka sem í augum mótmælenda og reyndar víða um heim, eru taldir framfylgja afturhaldssamri stefnu í þjóð- málum, byggðri áprestaveldi. Þessi tortryggni og mótmæli mótmælenda á N-írlandi endurhljómar einnig í Bretaveldi, ekki síst meðal íhaldssamari þingmanna. Atakasaga Breta og Ira gegnum aldimar er ekki aðeins saga nýlendustríðs, heldur saga trúarbragðastyijalda. Allt frá því að Englendingar, undir Henrik áttunda á 16. öld, sögðu skilið við kaþólsku kirkjuna og lögðu grunn að ensku biskupakirkjunni, hófust átökin við að írar gerðu slíkt hið sama. Yfirgangur og ofbeldi Englendinga í aldir gegn ímm sem endaði með skiptingu landsins 1921, hefur sett langvarandi sár í írsku þjóðarsálina. Slit írska lýðveldisins við Breta 1938 var ekki nema áfangalausn í írlandsmálunum. Áfram héldu átökin á N-Irlandi milli kaþólikka og mótmæl- enda, milli írskra lýðveldissinna og fylgjenda Breta. Fómar- lömb hinna blóðugu átaka hafa einkum verið saklaust fólk. Það er því vonandi að vopnahlé IRA eftir 25 ára baráttu gegn bresk- um yfirráðum á N-írlandi, sé upphafið að varanlegum sáttum og friði milli stríðandi aðila en ekki enn ein vonbrigðin. En víst er að langan tíma mun taka uns öll sár verða gróin að fullu Nú eru liðnir fimm dagar af nýju fiskveiðiári og útgerðaraðilar búnir að fá erkibiskups boðskap um hvað þeir megi veiða fram til ágústloka ársins 1995. Enn skerðast veiðiheimildir í þorski og þótti víst mörgum ærið nóg sem komið var. Fari allt eftir sem lög og reglur gera ráð fyr- ir, verður þorskafli okkar Is- lendinga á næsta ári sá minnsti á lýðveldistímanum og raunar langt aftur fyrir hann. Leyfilegur heildarafli þorsks aðeins 155 þús- und tonn Á fiskveiðiárinu 1994-1995 munu aðeins verða leyfðar veiðar á 155 þúsund tonnum af þorski. Þessi tala getur þó hækkað eitthvað vegna ýmissa ákvæða í lögum og reglum. Á fyrstu tíu árum kvótakerf- isins, það er frá 1984 til 1993 var meðaltals ársafli í þorski um 325 þúsund tonn. Samdrátt- urinn er því hvorki meiri né minni en 170 þúsund tonn mið- ið við það meðaltal, eða rúm- lega 52%. Alls fá rúmlega 2.400 skip og bátar leyfi til veiða í at- vinnuskyni á fiskveiðiárinu. Þar af em rúmlega 1.100 krókaleyfi og um 1.300 afla- marksleyfi. Áf þeim síðar- nefndu em þó um 270 bátar sem engan kvóta hafa, einungis veiðileyfið. Kvótinn búinn á nokkrum dögum Það er ekki við því að búast að svo naumar veiðiheimildir endist mönnum lengi. Þeir vom enda margir sem vom EKKI lengi að klára kvótann sinn á síðasta fiskveiðiári. Einn útgerðarmaðurinn tók sig til og var búinn með sinn skammt þann 14. september á síðasta ári. Sá aðili var með ósköp „venjulegan" kvóta fyrir aðeins fáum ámm og ekkert hefur hann selt frá sér af hon- um. Eftir sem áður er hann enn skertur í þorskveiðiheimildum. Vart er nema von að menn sem svo illa em settir spyrji hvort engin takmörk séu á því hve nærri þeim sé hægt að ganga. Mikið af ýsukvótanum nýttist ekki I lok fiskveiðiársins var mik- ið eftir af óveiddum ýsukvóta, þrátt fyrir heiðarlegar tilraunir sjómanna til að hafa eitthvað upp í þær. Síðustu dagana í ág- úst var ýsukvótinn nánast gef- ins, svo verðlausar vom þær aflaheimildir orðnar í hugum manna. Eitthvað smá skot kom hjá alslyngustu ýsuveiðimönn- unum á Skaganum í lok ágúst, en það var samdóma álit þeirra að þar sé engu saman að jafna við fyrri tíma. Ýsan hefur því, með réttu virðist vera, fengið viðurnefnið „pappírsfiskur“. Veiðamar hafa hvorki gengið í samræmi við tillögur Hafrannsóknarstofnun- ar eða úthlutanir sjávarútvegs- ráðuneytisins. Naumar þorskveiðiheimildir gera erfitt fyrir með veiðar á öðrum tegundum Þær em margar, aukaverkan- imar með litlum þorskkvótum. Þeir sem ætla sér að reyna til hins ítrasta að ná öðmm teg- undum eiga sífellt erfiðara um vik, því þorskurinn vill alltaf slæðast með. Margir skipstjóm- armanna segja raunar að ekki sé flóafriður fyrir þeim gula, jafnvel á hefðbundnum ýsu- slóðum og þar sem venjan hef- ur verið að aðrar tegundir haldi sig. Hættan er því sú, að enn gerist það sama og á síðasta fiskveiðiári, mikið af aflaheim- ildum annarra tegunda „brenni inni“ vegna þess ama. Grásleppukarlar lentu til dæmis margir hverjir í miklum vandræðum á síðustu grá- sleppuvertíð vegna þess hve mikill þorskur var á veiðislóð- um þeirra. Nú em ekki notuð smáriðin net í grásleppunni, þetta 10 1/2 tornmu riðill og stærri. Vissulega kemur fyrir að smáfiskur ánetjist í slíkan riðil, en megnið af þeim fiski sem grásleppuveiðimenn vom í vandræðum með var stórþorsk- ur. Veiðimenn óhressir Margir veiðimanna em afar óhressir með það misræmi sem virðist vera á milli leyfilegs afla í hverri tegund og hvemig gengur að veiða þær. Þeir benda á, að sé það tilfellið að jafn sáralítið sé eftir af þorski og fræðimenn halda fram, ætti að ganga með hörmungum að veiða hann. Þá ættu miklar heimildir í ýsu að þýða að bæri- lega gengi að ná henni. Þessu er hins vegar þveröfugt farið. Menn em mjög víða í standandi vandræðum vegna þorsks á slóðinni, en ýsan finnst hins vegar ekki. Þessar raddir heyr- ast ekki aðeins frá þeim sem stunda veiðarnar næst landinu, það er trillukörlum, heldur einnig frá þeim sem dýpra sækja. Fram hjá kerfinu? Þær raddir hafa verið nokkuð háværar að vemlegt magn af fiski fari fram hjá kerfinu og komi fyrir vikið aldrei til út- reikninga. Fríhafnir hafa öðlast nýja merkinu - það er að á vissum stöðum á landinu komist menn fram hjá öllum vigtum og eftir- liti. Nauðsyn ber til að sann- leiksgildi þessa orðróms sé kannað til hlítar. Vissulega hlýtur hættan á slíkum undan- brögðum að aukast þegar þrengt er svo mjög að mönn- um. Landinn vill gjaman geta bjargað sér og sagt hefur verið um okkur íslendinga að fyrir hveija reglu sem sett er finnum við tvær leiðir fram hjá henni. En það má öllum vera ljóst að nýhafið fiskveiðiár verður mögmm útgerðaraðilanum þungt í skauti

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.