Alþýðublaðið - 06.09.1994, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 06.09.1994, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 6. september 1994 FRETTIR ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 Rauðakrosshúsið við Tjamargötu hefur nú verið starfrækt um níu ára skeið með góðum árangri: Athvarf fyrir böm og unglinga í vanda Auk athvarfsins er rekin símaþjónusta sem er opin allan sólarhringinn allt árið um kring Rauðakrosshúsið við Tjarnargötu veitir börnum og unglingum sem eiga við erfiðleika að stríða margskonar aðstoð og aðhlynningu. Alþýðublaðsmynd Einar Ólason ann 14. desember í ár eru liðin níu ár frá opnun Rauðakrosshússins svo- nefnda að Tjamargötu 35, Reykjavík og má segja að það hafi ekki tekið það svo langan tíma að sanna tilverurétt sinn. Húsið hefur smám saman bætt við þjónustuna sem það veitir og heldur það úti í dag neyðar- athvarfi, símaþjónustu og ráð- gjöf, sem sérstaklega er hugsuð fyrir börn og unglinga sem eiga við vandamál að stnða. Þó er eitthvað urn að fullorðið fólk nýti sér þjónustuna líka. Megintilgangurinn með opn- un Rauðakrosshússins var að koma til móts við þarfir bama og unglinga sem ættu við vem- lega erfiðleika að stríða. At- hvarfið skyldi vera opið allan sólarhringinn, alla daga ársins og þannig auðvelda bömum og unglingum að leita sér aðstoð- ar. Athvarfið er sérstaklega ætl- að þeim sem em 18 ára og yngri og þurfa aðstoð við að leysa úr vanda sínum. I athvarf- inu er boðið upp á svefnað- stöðu, næringu, aðhlynningu, stuðning og ráðgjöf. Símaþjónusta opnuð Árið 1987 var opnuð sérstök símaþjónusta Rauðakrosshúss- ins, til að svara mikilli eftir- spum eftir slíkri þjónustu. Haustið 1991 fékkst svo grænt númer (99 66 22) til að auð- velda bömum og unglingum á landsbyggðinni að hringja, svo og til að símtölin kæmu ekki fram á sundurliðuðum reikn- ingum. í þennan síma er hægt að hringja allan sólarhringinn alla daga ársins og ræða við- kvæm málefni án þess að þurfa að gefa upp nafn og símanúm- er. Ekki er nauðsynlegt að hafa næturdvöl í Rauðakrosshúsinu til að leita sér þar aðstoðar, heldur geta menn kíkt við og fengið að ræða við ráðgjafa ef menn óska. Oft gerist það í kjölfar viðtals. Sjö fastráðnir starfsmenn vinna við Rauða- krosshúsið auk fjölda sjálf- boðaliða. Húsið er fjármagnað af Rauðakrossinum, svo og em seld jólakort og skilaði sú sala um 900 þúsund króna hagnaði um síðustu jól. Einnig hefur húsið þegið töluvert af ftjálsum framlögum, meðal annars átta manna bifreið sem sjálfboða- liðar nota til að koma illa föm- um unglingum í miðborg Reykjavíkur til aðstoðar aðfara- nætur laugardaga. Gestakomur aukast Rauðakrosshúsið hefur safn- að saman tölulegum upplýsing- um um starfsemi sína og í þeim kemur meðal annars fram að gestakomur á árinu 1993 vom 131 og jukust þær úr 100 árið á undan. A bak við þessa 131 ge- stakomu munu vera 83 einstak- lingar og af vom 49 að vitja húss í fyrsta skipti. Flestir þeirra 22 sem komu oftar en einu sinni til dvalar, munu vera gestir sem stunda stífa vímu- efnaneyslu. Miklar sveiflur em á milli mánaða. I júní, þegar flestir komu, vom 26 gestakomur, en einungis 4 létu sjá sig mánuði síðar, í ágúst. Gistinætumar á árinu vom alls 754 og að baki þeim 131 gestakoma eins og áður kemur fram. Það mun vera fækkun frá því 1992, en þá vom gistinætumar 804. Það kemur ekki á óvart að meirihluti þeirra sem gista hús- ið hafa lögheimili í Reykjavík (53%), þar sem húsið er nú ein- mitt í hjarta þeirrar borgar, ná- grannabæir Reykjavíkur skipta með sér 27% og hver landshluti sem eftir er er á milli 2 - 8%. Að vísu virðist enginn Vest- firðingur hafa ratað inn fyrir dyr Rauðakrosshússins á þessu herrans ári 1993. Þrír af fjórum börn einstæðra Kynjahlutfall gesta er nokk- uð jafnt. Þar koma þó ívið fleiri piltar, eða 58% á móti 42% stúlkna. Það mun þó vera breyting ffá fyrri ámm. Meðal- aldur gesta er á bilinu 16-17 ára og virðist það vera nokkuð stöðugt á milli ára. Stúlkumar em þó heldur yngri, um 15,6 ára að meðalatali en drengimir 16,8 ára. Það er sláandi að einungis 39% gesta em í námi og heil 22% virðast hafa komist upp með að flosna upp úr skyldu- námi. Það er einnig sláandi hlutfall þeirra gesta sem eiga foreldra sem em ekki í sambúð en það em 76%. Tvö prósent hafa misst annað eða bæði for- eldri en 22% eiga foreldra í sambúð. Af þeim sem koma í hús era 56% sem em hvorki í vinnu né í skóla. Allmargir koma beint af götunni, eða 17% gesta og 20% fara á götuna að dvöl lok- inni. Algengustu orsakir þess að menn leituðu vistar vora húsnæðisleysi (38%), sam- skiptaörðugleikar við foreldra eða forráðamenn (27%) og vímuefnaneysla gesta (15%). Gelgjuskeiðið áberandi í símtölum Notkun á símaþjónustunni hefur dregist töluvert mikið saman á milli ára. Á árinu 1992 hringdu inn 7528 en árið eftir 4460.1 ársskýrslu Rauðakross- hússins segir að sennilegar skýringar á þessari fækkun séu aukning á þjónustusímum sem em með 99 númer svo og lítil kynning á símaþjónustunni í gmnnskólum á síðasta skólaári. Þar segir einnig að ástæður hringinga séu margvíslegar og nánast engin takmörk fyrir því hvað hringjendur vilji ræða. Þó séu þættir er tengjast gelgju- skeiðinu meira áberandi en aðr- ir og þá helst spumingar um getnaðai-vamir, kynlíf, ástina, líkamann tilfinningar, sam- skipti við foreldra, gagnstæða kynið, vímuefnaneyslu, sjálfs- myndina, einelti ofbeldi og vanlíðan af ýmsum toga. Að telja fólk af sjálfsvígum Stúlkur em í miklum meiri- hluta þeirra sem hringja eða 52%. Piltar em 29%, þær sem ekki lengur teljast stúlkur em 13% og karlar 6%. Ef taldir em allir sem hringdu, þá er meðal- aldurinn 21,6 ár en annars em langflestir í aldurshópnum 13 - 16 ára. Lengd símtala er að meðaltali 6,5 mínútur, en þau lengjast umtalsvert í ákveðnum tilvikum. Það er þegar sjálfsvíg ber á góma. Þá fer meðallengd símtals upp í 22 mínútur. Slík símtöl vom 120 talsins á árinu 1993. Tíminn sem flestir hringja á er eftir að gmnnskólanemendur koma heim úr skóla en foreldr- ar em ókomnir úr vinnu. Það er tíminn á ntilli 13:00 og 17:00. Þó er talsvert hringt um kvöldin og um helgar. Daggestir á árinu vom 1.717 og er fjölgun sú sem varð frá árinu á undan einkum skýrð með aukningu þeirra tilvika þar sem ráðgjöf var þegin í Rauða- krosshúsinu. Nú leita einnig fleiri strákar eftir aðstoð en á síðasta ári. Vantar framhaldsmeðferð Það er ljóst eftir þessa lesn- ingu að gott starf er unnið í Rauðakrosshúsinu. Það að hjálpa illa fömu fólki á fætur á ný er ómetanlegt fyrir þjóðfé- lagið og þá sérstaklega þessu unga fólki sem á allt lífið fyrir höndum. Það getur hreinlega skipt sköpum um líf og dauða að gripið sé í taumana á réttu augnabliki. Þá er ljóst að húsið hefur ein- ungis bolmagn til að sinna bráðatilfellum og ekki er sopið álið þó í ausuna sé komið. Vax- andi atvinnuleysi stendur fyrir dymm og oft er erfitt fyrir reynslulítinn menntunarlausan ungling að koma undir sig fót- unum. Starfsmenn Rauðakross- hússins reyna að tryggja að unglingurinn fari ekki frá þeim öðmvísi en honum sé tryggður áffamhaldandi stuðningur opin- berra aðila, en þá kemur að þeim vanda að lítil sem engin íjölskylduráðgjöf er á vegum hins opinbera Hœtti skyldunámi 22% Mynd 9 Skólaganga gesta Skyldunámi ioklö 39% I framhaidsnnámi 13% Mynd 10 Kynforeldrar gesta Annaö/basöi látin 2% Hveijlr hringja?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.