Alþýðublaðið - 07.09.1994, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 07.09.1994, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ UMRÆÐA Miðvikudagur 7. september 1994 MÞBVBMBID HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Ritstjóri: Sigurður Tómas Björgvinsson Setning og umbrot: Alprent hf. Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Sími: 625566 - Fax: 629244 Áskriftarverð kr. 1.400 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 140 STJÓRNMÁLAÁLYKTUN KJÖRDÆMISÞINGS ALÞÝÐUFLOKKSINS Á VEST- FJÖRÐUM SEM HALDIÐ VAR DAGANA 2. OG 3. SEPTEMBER Oréttlæti kvótakerfisins er orðið æ augljósara Rússamir fara Það voru söguleg kaflaskil í sögu Evrópu þegar síðustu rússnesku hersveitimar í Þýskalandi, Lettlandi og Eist- landi fóm þaðan fyrir viku. Brottflutningur rússneskra herja frá Litháen lauk fyrir ári. Þar með er endanlega lokið vem rússneskra heija í hemumdum ríkjum í Evr- ópu. Ráðamenn í Eystrasaltslöndunum hafa orðað það svo á þessum tímamótum, að í fyrsta sinn frá árinu 1940 gætu þjóðimar ráðið örlögum sínum sjálfar. Það em orð að sönnu. Eystrasaltslöndin urðu fómarpeð í síðari heimsstyij- öldinni. Löndin urðu fyrst fyrir barðinu á innrás Rússa, síðan „frelsuð“ af herjum Þjóðverja en látin í hendur Rússa á nýjan leik eftir griðarsáttmála kommúnista og nasista. Rússar innlimuðu Eystrasaltslöndin í stórveldi sitt þegar í síðari heimsstyijöld og fáum datt í hug að lokinni heimsstyrjöld að þessar smáþjóðir myndu nokk- um tíma líta aftur sjálfstæðan dag. Rússar frömdu margþætta og hroðalega glæpi gagnvart Eystrasalt- slöndunum. Rússar komu fram við íbúa Eystrasaltsríkja sem undirokaða nýlenduþjóð; þeir lögðu undir sig auð- lindir landsins, nýttu fólkið sem ódýrt vinnuafl, fluttu hundmð þúsunda og jafnvel milljónir á brott frá ættjörð sinni en fluttu Rússa í stómm stíl inn í löndin til að „normalísera“ ástandið. Rússar beittu Eystrasaltslöndin ekki aðeins efnahagslegri og líkamlegri kúgun, heldur réðust á andlegu hlið íbúa Eystrasaltsríkjanna með sama offorsi. Rússneska varð að aðalmáli ríkjanna og sjálfstæð tungumál Eystrasaltsríkjanna urðu að annars flokks máli sem var í alla staði illa séð. Sögufölsun fór fram í skólanum, bömunum var meinað að læra ætt- jarðarsöngva líkt og um öll lýðveldi Sovétríkjanna. Þrátt fyrir þessa ómannlegu meðferð og ólýsanlegu kúgun nýlenduherranna, bám íbúar Eystrasaltsríkjanna alltaf frelsishugsunina og þjóðarsjálfstæðið í hjarta sínu. Þrátt fyrir óendanleg vandræði og harm sem nauðaflutningamir og skipulögð þjóðarblöndun Rússa og Eystrasaltsríkjanna höfðu í för með sér, tókst Lett- um, Litháum og Eistlendingum að halda þjóðarreisn sinni. Innri andspyma gegn kúgun Rússa skilaði sínu. Þeir gáfust einfaldlega aldrei upp. Þegar umbótastefna Gorbatsjovs fór að taka til sín, kom í ljós hin bælda frelsisþörf Eystrasaltsríkjanna. Skyndilega sungu menn aftur gömlu ættjarðarsöngvana sína og aftur hljómaði krafan um sjálfstæð Eystrasaltsríki. Atburðarásin varð mun hraðari en menn höfðu búist við. Þegar Island, undir forystu Jóns Baldvins Hanni- balssonar utanríkisráðherra, sýndi þá dirfsku að viður- kenna sjálfstæði Eistlands fyrst allra vestrænna ríkja, töldu ráðamenn á Vesturlöndum að þar hefði ísland tek- ið of stórt skref, of snemma. í kjölfarið kom viðurkenn- ing annarra ríkja eins og Norðurlandanna. Skrefíð sem Island tók var geysilega mikilvægt og verður í framtíð- inni minnst sem einni merkilegustu stund í utanríkis- sögu íslands. Við vissum einfaldlega hvað það var að vera kúguð smáþjóð; nýlenda undir erlendum aga. Þess vegna hafa hjörtu íslendinga ávallt slegið í takt við hjörtu íbúa Eystrasaltsríkja og annarra smáþjóða sem sætt hafa erlendum yfírráðum og kúgun. Það er ekki síst þess vegna sem íslendingar gleðjast nú yfir brott- flutningi rússnesku herjanna frá Eystrasaltsríkjunum. Nú loks eru þjóðir Eystrasaltsríkjanna orðnar frjálsar. Megi þær ávallt halda sjálfstæði sínu og fullveldi Alþýðuflokkurinn hefur átt aðild að ríkisstjóm landsins frá árinu 1987. Á þeim tíma hefur íslenskt efnahagslíf gengið í gegnum lengsta stöðnunarskeið á þess- ari öld. Landsframleiðsla hefur dregist saman, kaupmáttur rýmað, atvinnuleysi aukist, er- lendar skuldir hækkað og rikis- sjóður glímt við viðvarandi hallarekstur. Sú ríkisstjóm sem nú situr hefur þurft að gripa til erfiðra og óvinsælla aðgerða á mörg- um sviðum ríkisfjármála. Þær hafa þó skilað nokkmm árangri og skilningur almennings á nauðsyn þeirra hefur aukist. Nú virðist hins vegar vera að rofa til. Afkoma ríkissjóðs er betri en búist var við, viðskipta- jöfnuður við útlönd er hagstæð- ur og þjóðin loks farin að greiða niður erlendar skuldir. Atvinnuleysi hefur heldur verið á undanhaldi, vaxtalækkun síð- asta árs hefur haldist, verðbólga er með því lægsta sem gerist í Evrópu, afkoma fyrirtækja í flestum greinum hefur batnað nema í útgerð og fiskvinnslu þar sem þörf er á sameiginlegu átaki stjómvalda og atvinnurek- enda. Þessar nýju aðstæður hafa skapað sóknarfæri fyrir ís- lensk fyrirtæki sem mikilvægt er að nýta. Forganga Alþýðuflokksins Þessi árangur er ekki síst Al- þýðuflokknum að þakka, ábyrgri afstöðu hans til ríkis- fjármála, forgöngu hans um að- gerðir til lækkunar á vöxtum, fmmkvæði hans að fjölda að- gerða stjómvalda til að bæta al- mennt viðskiptaumhverfi fyrir- tækja, forgöngu um samning um Evrópska efnahagssvæðið og GATT og þannig mætti lengi telja. Jafnframt þessu hefur ávallt verið órofa samstaða innan Al- þýðuflokksins um að bæta kjör og lífsaðstæður þeirra sem eiga undir högg að sækja með öfl- ugu velferðar- og heilbrigðis- kerfi. Framlög til þeirra mála í heild hafa því ekki minnkað þrátt fyrir niðurskurð í ríkisfjár- málum og margháttuðum um- bótum í velferðarkerfinu hefur verið hrint í framkvæmd. Ein meginástæða þess sam- dráttar sem hér hefur verið frá árinu 1987 er minnkandi þorsk- afli og lækkandi verð á sjávar- afurðum. Við þær aðstæður hefur óréttlæti núverandi fisk- veiðistjómunarkerfis, kvóta- kerfísins, orðið æ augljósara. Sérstaklega á þetta við hér á Vestfjörðum. Alþýðuflokkur- inn beitti sér fyrir því ákvæði í núverandi lögum um fiskveiði- stjómun að fiskistofnamir, mik- ilvægasta auðlind landsins, væm sameign landsmanna. Á gmndvelli þess ákvæðis vill Al- þýðuflokkurinn að tekið verði upp veiðileyfagjald í áföngum. Sú krafa Alþýðuflokksins hefur enn ekki náð fram að ganga. Á síðasta þingi náðist hins vegar, fyrir forgöngu flokksins, fram sú úrbót að veiðiréttindi króka- leyfisbáta vom fest í sessi og stóraukin, miðað við hlutfall heildarafla. Þetta atriði í núgild- andi lögum hefur á þessu ári haft úrslitaáhrif fyrir afkomu fyrirtækja og atvinnuástand á Vestijörðum. Því ber að fagna. Vestfirskir jafnaðarmenn krefjast þess að ekki verði um frekari kvótasölu úr kjördæm- inu að ræða og að allra leiða verði leitað til að auka þann kvóta sem fyrir er. Bættar samgöngur Annað brýnt hagsmunamál Vestfírðinga em bættar sam- göngur. í tíð núverandi ríkis- stjómar hefur verið ráðist í það stórvirki sem Vestfjarðagöngin em, auk þess sem framlög til vegagerðar á heiðum Suður- fjarða hafa stóraukist. Má segja að þegar þessum miklu sam- göngubótum lýkur á næsta ári skapist ný og áður óþekkt tæki- færi til samstarfs og sérhæfing- ar fyrirtækja og sveitarfélaga á Vestljörðum. Þrátt fyrir þessa áfanga eru mörg brýn verkefni í samgöngumálum óunnin svo sem feijubryggjur við Djúp og heilsársvegur millum Þingeyrar og Bíldudals, og samtenging byggðakjama á öllum Vest- fjörðum, sérstaklega með tilliti til sameiningar sveitarfélaga. Fyrirtæki í sjávarútvegi á Vestfjörðum em þó lang flest illa stödd eftir langvarandi sam- drátt í veiðiheimildum og lækk- andi afurðaverð. Sérstakar ráðstafanir ríkisstjómarinnar, sem nú er unnið að, vegna sjávarútvegsfyrirtækja á Vest- fjörðum munu vonandi skila ár- angri. Sérstaða Vestfjarða Kjördæmisþing Alþýðu- flokksins á Vestfjörðum fagnar þeim margháttaða árangri sem náðst hefur í mörgum mála- flokkum í tíð núverandi ríkis- stjómar. Þingið leggur hinsveg- ar áherslu á að stjómvöld taki tillit til þess í sínum ákvörðun- um að efnahagsþrengingar síð- ustu ára hafa komið mjög mis- munandi niður eftir landssvæð- um. Vestfírðir hafa ávallt haft sérstöðu í atvinnulífi lands- manna og svo mun verða áffam. Alþýðuflokksmenn á Vest- fjörðum munu standa vörð um þá sérstöðu, án þess að standa í vegi fyrir eðlilegri þróun byggða og atvinnulífs. Einungis þannig verður tryggt að Vestfirðingar verði áfram í fremstu röð í íslenskum sjáv- arútvegi og fiskvinnslu og þar haldið blómleg byggð um

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.